Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 58

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mengun í fískeldi Stöðvið lítilsvirðingu við menntunina EITT af því sem oft heyrist í umræðunni um fiskeldi á Islandi eru áhyggjur af meng- un. Spumingin er hvernig við skilgrein- um mengun. Er hægt að setja alla mengun undir einn hatt? Er ^úrgangur frá laxeldi í ♦Íkvíum og úrgangur frá húsdýrum mengun eða má líta á slíkan úrgang sem áburð og hluta af lífkeðjunni? Er eðli- legt að mengun frá dýrum og fiskum sé borin saman við meng- un frá klóaki? Frá klóaki kemur ýmislegt annað en lífrænn úrgang- ur. Þar má nefna pappír, þvottaefni, sápur, klór og ýmiss konar snefil- efni, t.d. kopar og blý. Ekki er hægt að segja að slík efni séu áburður og hluti af lífkeðjunni. A að leggja að jöfnu koltvísýringsútblástur vegna öndunar manna og dýra á jörðinni við útblástur frá bifreiðum og orku- ->«ö*ekum iðnaði? Er það erfðameng- un þegar tveir atlantshafslaxar, sömu tegundar en af mismunandi stofni, eignast saman afkvæmi? Er það erfðamengun þegar tvær mann- eskjur, af tegundinni Homo sapiens en af mismunandi þjóðerni, eiga ' saman afkvæmi? Sumir vilja kalla þetta erfðablöndun. í grófum dráttum má fullyrða að kvíaeldi í sjó hafi alstaðar auðgað umhverfi sitt lífi með aukinni fiski- gengd og veiði. Augljóslega er sama Jögmál að verki og þegar bóndinn ' ■'ner húsdýraúrgang á túnin og fær aukna sprettu. Ailur lífrænn úr- gangur, þ.m.t. laxaúrgangur, er fyrst og fremst uppspretta forsfors og köfnunarefnis sem er takmark- andi þáttur fyrir vöxt á flestum stöðum lífríkis jarðar bæði ofan- sjávar og neðan. Tilkoma þessara efna til hafsvæða auka vöxt græn- þörunga sem er undirstaða fyrir vöxt dýrasvifs sem aftur eru æti fyrir stærri dýrasvif og smáseiði. Þannig fæst undirstaða fyrir aukna framleiðni lífríkisins á svæðinu. Vissulega er hægt að ofbjóða líf- ríkinu. Einfalt er að skilja dæmið um bóndann sem bar of þykkt lag af kúaskít á túnið sitt og drap þar með •igrasið og kýrnar drápust úr hungri. Sama lögmál gildir um laxeldi í kvíum, ef umhverfinu er ofboðið vex fiskurinn hægar, veikist og drepst. Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir kúabóndann né laxabóndann og jafnmikilvægt er fyrir báða að forð- ast síkar uppákomur. Dæmi má nefna um mengun þar sem um- hverfi er ofboðið með ofgnótt fos- fors og köfnunarefnis. Ein af meg- inástæðum fyrir hnignun náttúru- legra laxastofna í mörgum löndum, Guðmundur Valur Stefánsson Vinnufatnaður • Kokkajakkar • Svuntur • Sloppar • Afgreiðslufatnaður • Buxur ri RÖKRÁS EHF. Uk! /Kirkjulundi 19 Garðabæ slmi 5659393 pg væntanlega einnig á íslandi, er að dýra- áburður og tilbúinn áburður hefur skolast í verulegu magni frá túnum út í ár og vötn sem eru uppeldisstöðv- ar fýrir seiði. Það er augljóst að minna þarf til að raska jafnvægi í ám og vötnum en í haf- inu vegna stærðar þess og strauma. Hvort kvíaeldi þurfi í mat á umhverfísáhrif- um ræðst mikið til af því hvort líkur séu á að umhverfinu sé ofboðið. Með tölvulíkani, sem tekur tillit til hafstrauma, dýpis, hitastigs og súrefnis, er tiltölulega einfalt að gera dreifilíkan sem lýsir Fiskeldi í grófum dráttum má fullyrða, segír Guð- mundur Valur Stefáns- son, að kvíaeldi í sjó hafí alstaðar auðgað um- hverfí sitt lífí, með auk- inni fískigengd og veiði. dreifingu og hegðun úrgangsefna og meta út frá því hættuna á að of- bjóða umhverfinu. íslensku lögin um mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir að kvíaeldi með meiri árs- framleiðslu en 200 tonn á ári (u.þ.b. 3.000 m3 eldisrými) skuli tilkynnast til Skipulagsstofnunar sem metur hvort mat á umhverfisáhrifum sé nauðsynlegt. Samsvarandi lög í Noregi miða við að kvíaeldisstöð geti samanstaðið af fjórum leyfum á sömu staðsetningu án þess að vera tilkynningaskyld til mats á um- hverfisáhrifum. Stærð slíkrar stöðvar er 4 x 12.000 m3 eða 48.000 m3 sem reiknast samkvæmt reglu- gerð á eftirfarandi hátt. Flatarmál x 5m dýpi x 0,85 óháð hversu nóta: pokar eru raunverulega djúpir. í Mjóafirði er gert ráð fyrir tæplega 32.000 m3 á hvorri staðsetningu, reiknað samkvæmt ofangreindri reglugerð. Astæða þess að ráðgert kvíaeldi í Mjóafirði var ekki úrskurðað í mat á umhverfisáhrifum var í stórum dráttum sú að samkvæmt sérfræði- álitum voru engin vafaatriði í mál- inu nema spurningin um hugsanleg áhrif erfðablöndunar á milli eldis- fiskjar og villts fiskjar. Þeirri spurningu hafa vísindamenn í mörgum löndum reynt að svara í yf- ir 20 ár, án þess að geta sýnt fram á neikvæð eða jákvæð áhrif. Þ.a.l. var ekki búist við að mat á umhverfis- áhrifum myndi eyða þeim vafa, sér- staklega meðan enginn lax er í kvíum. Höfundur er fiskiínvúinglir. JÆJA, 15. dagur í verkfalli, þegar þetta er skrifað, og sæluvím- an yfir nokkurra daga fríi frá skóla og lær- dómi í rénun. Vissulega er gott að fá örlítinn tíma til að sinna eigin hugðarefnum, lesa, teikna og syngja, eða jafnvel vinna sér inn einhverja aura. En tím- inn sem óbeðið var færður upp í hendur okkar menntskælinga er að verða yfirdrifinn. Við sæluvímunni er tekin hræðsla, kvíði og reiði. Verkfallið er brot á mannréttindum Spurningar vakna. Hvað verður um þetta skólaár, getum við klárað skólann á réttum tíma, eða verðum við að langt fram á sumar? Náum við að byrja háskólanám á tilsettum tíma? Hvað verður um þessar 10 vik- ur sem við vorum búin með þegar verkfallið brast á? Við nemendur í framhaldsskólunum, hin eiginlegu fórnarlömb verkfallsins, erum ríf- lega 18.000 talsins. Það virðist ekki trufla ráðamenn mikið að líf um 18.000 ungra íslendinga er í upp- lausn. Og ekki bara þessa stundina, heldur gæti þetta verkfall haft af- leiðingar á líf okkar í framtíðinni líka. Þetta nám sem við erum í er grunnurinn að framtíðarstarfi okk- ar. Menntun framhaldsskólanema hlýtur að flokkast undir grundvallar- mannréttindi í því velferðarsamfé- lagi sem ísland á að heita. Með þessu verk- falli eru ráðamenn að brjóta á rétti okkar til menntunar, og þar með skerða mannréttindi okkar. Kennarar úti í kuldanum Hvers vegna eru kennarar í verkfalli og hvers vegna semur rík- ið ekki við þá? Af grein- um og fréttum undan- famar vikur skilst manni að kjör kennara séu afar bág, ef miðað er við aðra hópa með sambærilega menntun. Til dæmis sá ég dæmi um kennara sem hafði er hann hóf störf fyrir tæpum 30 árum laun á við þingmann, en hefur nú rétt helming þingmannalaunanna, þrátt fyrir mikla reynslu. Skólarnir hafa þurft að láta undan í samkeppni um háskólamenntað vinnuafl, ekki bara við hinn almenna vinnumarkað, heldur líka í samkeppninni við aðrar ríkisstofnanir. Kennarahópurinn verður ver menntaður og þar af leið- andi verður menntun okkar síðri. Þetta er staðreynd sem blasir við ís- lendingum, þrátt fyrir allar fallegar ræður landsstýrenda um mikilvægi menntunar fyrir framtíðina. Þessa hættulegu þróun geta ráðamenn nú leiðrétt. Bjargið því sem bjargað verður Niðurstaðan af þessum vangavelt- um mínum er sú að ráðamenn þjóð- arinnar séu hættulega andvaralausir Kennarar Brotið er á tveimur þjóðfélagshópum, segir Melkorka Óskarsdóttir, svo ekki sé talað um þau skilaboð sem sinnuleysi ríkisstjórnarinnar send- ir okkur um gildi menntunarinnar. um menntamál. Þeir geri sér ekki grein iyrir í hvílíkt óefni þetta mikil- væga velferðarmál stefnir. Annars vegar fá kennarar ekki laun í sam- ræmi við aðra háskólamenntaða rík- isstarfsmenn, og jafnræðisregla þar með brotin, og hins vegar er brotið á mannréttindum okkar nemenda. Réttinum til náms. Hérna er stór- lega brotið á tveimur hópum þessa þjóðfélags, svo ekki sé talað um þau skilaboð sem sinnuleysi ríkisstjóm- arinnar sendir okkur um gildi menntunarinnar. Við, yfir 18.000 nemendur framhaldsskólanna, höf- um því ríka ástæðu til að vera sárir og reiðir. Við krefjumst þess að gengið verði til samninga nú þegar, því verði bjargað sem bjargað verð- ur og að menntuninni, framtíð okkar, verði sýnd sú virðing sem hún á skil- ið og þjóðin þarfnast. Höfundur er nemandi á lokaári f Borgarholtsskóla. Göngum hægt um „gleðinnaru dyr í LJÓSI þess að á sl. fjórtán mánuðum hafa verið framin sjö morð á landinu langar mig til að benda fólki á aðra sorglega staðreynd. Öll þessi voðaverk hafa skýra tengingu við áfengis- eða fíkniefna- neyslu. Flestir atburðirnir (allir nema einn) urðu á meðan fólk var dóm- greindarlaust í vím- unni og þannig er það oftast þegar atburðir af þessu tagi eiga sér stað. Á sama tíma er verið að tala um að fjölga áfengisútsölum og jafnvel leyfa sölu áfengis í matvöruverslun- um, en jafnframt herða refsingar við fíkniefnabrotum og auka hag fíkni- efnalögreglunnar. Annaðhvort er það ofar mínum skilningi eða neðan hvemig yfirvöld gera greinarmun á vímuefnum. Það vita það allir sem Margrét Hugrún Gústavsdóttir Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 eitthvert vit hafa, að áfengi er, í 99,9% til- fella, fyrsta vímuefnið sem kemur inn fyrir varir fólks. Eftir það liggur svo leiðin í aðrar tegundir, ef örlögin og eðlið hneigjast í þá átt. Mér miklu eldri menn hafa á síðustu mánuðum verið að skrifa greinar í um- ræðudálk blaðsins þar sem þeir mæla gegn því að áfengissala verði leyfð í matvöruversiun- um. Þessir menn muna tímana tvenna og tala um að áberandi munur sé á þjóðfélagsástandi miðað við áfengislöggjöf. Þegar aðgangur að vímuefnum (áfengi og öðru) er takmarkaður minnkar vanh'ðan í þjóðfélaginu. Glæpum fækkar og minna er um heimilisofbeldi, morð og mannslát sem tengjast neyslunni og dóm- greindarleysinu sem fylgir í kjölfar hennar. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að sá þjóðfélagshópur sem er hvað mest fylgjandi þessari hug- mynd um vínsölu í matvöruverslun- um er menntaðir karlmenn á miðj- um aldri. Kannski halda þeir að lífið verði auðveldara ef hægt er að kaupa vínið með matnum í 10/11. En ekki svo, er það? Það getur ekki munað miklu og ef það er kostnaðar- samara (andlega og veraldlega) fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið, þá getur það ekki verið mikil fóm að vera fimm mínútum lengur í Kringlunni þegar gengið er frá Nýkaupi í ÁTVR. í Kaupmannahöfn og víðar í Dan- mörku er hægt að nálgast áfengi og önnur vímuefni nánast hvar sem er og hvenær sem er. Allir sem hafa Vímuefni Áfengi er vímuefni sem ekki allir kunna að fara með, segir Margrét Hugrún Gústavsdóttir, og afleiðingarnar eru stundum hrikalegar. komið til Köben vita að það er varla hægt að ganga inn í eitt einasta út- hverfi þar án þess að koma auga á ógæfufólk sem situr saman við drykkju. Nánast allir bekkir borgar- innar eru uppteknir af sjálfsköpuð- um öryrkjum sem sitja og þamba bjór eða vín. Ef við berum þetta saman við okkar borg þá getur þú séð fyrir þér ógæfufólk í öllum kirkjugörðunum, í Hljómskálagarð- inum, fyrir framan kirkjur, á götu- homum í Árbæ, Breiðholti og hér og þar um bæinn. Hreinlega á fáránleg- ustu stöðum. Hljómar undarlega en gæti eins orðið okkar raunveruleiki. Það er sama hvemig því er snúið og frá hvaða hliðum er litið á þetta mál. Það liggur í augum uppi að áfengi er vímuefni sem ekki allir kunna að fara með og afleiðingarnar em stundum hrikalegar. Kannski er það meira að segja algengara en hitt að fólk kunni ekki að fara með þess- ar guðaveigar, alkóhólismi; þessi sjúkdómur, sem var viðurkenndur sem slíkur af landlæknum þessa vestræna heims um miðja síðustu öld, gæti verið jafn algengur sjúk- dómur og frunsur! Hver veit? Og hvað er hægt að gera í málinu? Svar- ið hlýtur að liggja hjá okkur sjálfum. Höfundur starfar við textagerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.