Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUÐAGUR 30. NÓVEMBER 2000 77
FÓLK í FRÉTTUM
Stutt
Stóri bróðir í
fískabúri
► STÓRABRÓÐUR-þættir, þar sem
fólk fær að íylgjast með einkalífi
fólks, eru ákaflega vinsælir um þess-
ar mundir. Aðstandendm- norsku
vefsíðunnar ABC startsiden
(www.startsiden.no) standa að nýj-
asta stórabróður-þættinum en með
nýju sniði þó: söguhetjumar eru fisk-
ar í fiskabúri. Hægt er að fylgjast
með fiskunum allan sólarhringinn og
kjósa um hvaða fiskur yfirgefur búrið
vikulega. Hverjum fiski fylgja upp-
lýsingar um æviferil og áhugamál
svosem uppáhalds tónlist. Vitaskuld
hafa fiskarnir líka fengið nöfn, en
þeir heita Tanya, Klaus, Wanda, Pál
og Oddvar, en hann var kosinn úr
þættinum síðast þar sem hann þótti
vera leiðinlegur við Klaus. „Hann var
alltaf að bíta hann í sporðinn,“ sagði
umsjónarmaður síðunnar.
Blindum
mismunað á
nektardans-
stöðum
► Nektardansstaður í Essex, Eng-
landi, hefur farið fram á undanþágu
frá „bannað að snerta“-reglunni.
Beiðnin er gerð á þeim grundvelli að
það mismuni blindum að mega ekki
snerta dansarana, þeir geti ekki
með öðru móti gert sér grein fyrir
útliti og hreyfingum þeirra og því
ekki notið sýningarinnar á við aðra.
Dansararnir sjáifir segjast hlynntir
hugmyndinni, að því gefnu að hún
verði aðeins notuð er sannað þykir
að viðskiptavinurinn sé blindur.
Vanrækti
eiginvörn
► Dómstóll í Flórída hafnaði nýlega
beiðni lögfræðingsins Philip G. Butl-
er um áfiýjun máls síns. Butler hafði
varið sjálfan sig í mútumáli og tapað
málinu, en sótti um endurupptöku á
grundvelli vanhæfni veijanda, þar
sem honum hafði ljáðst að tjá sjálfum
sér að það væri óráðlegt að flytja
sjálfur eigið mál.
Vantar ferfætta
blóðgjafa
► Mikill þörf er á blóðgjöfum - af
ferfættu gerðinni. Aukning í fjölda
skurðaðgerða á bandarískum
dýralæknastofum
hefur orðið til
þess að skortur
er á blóði. Nú er
svo komið að
tveggja mánaða
biðlisti er fyrir
kattarblóðvökva
og sex vikna bið
eftir hundablóð-
vökva. Dýrablóðbankinn í Kalifom-
íuríki, stærsti blóðbanki landsins,
framleiðir allt að 2.000 einingar af
blóði á mánuði sem deilast niður á
3.000 dýralæknastofur í Banda-
ríkjunum og Kanada. Aðalvandinn
er sá að einungis 5% hunda teljast
hæfir blóðgjafar.
Amman kenndi
vasaþjófnað
^ Þjáð af gigt og ófær um að komast
ferða sinna nema í hjólastól stjómaði
hin 63 ára gamla Ernestine Williams
vasaþjófagengi. í tíu ár kenndi Ern-
estine bömum sínum og bamaböm-
um leyndarmál fagsins og sendi 15
manna þjófagengi sitt vítt og breitt
um Flórídaríki, með það að markmiði
að ræna sér í lagi eldri borgara. Eftir
tveggja ára rannsóknarvinnu lög-
reglu hafa Emestine, synir hennar
tveir og sonarsonur verið kærð fyrir
fjárkúgun og brask. Talið er að
glæpagengi Emestine hafi á tíðum
þénað allt að fjóra og hálfa milljón
króna daglega með vasaþjófnaði.
Ida er
mætt!
JÓLAHLAÐBORÐ hafa notið sívaxandi vin-
sælda hérlendis sfðustu ár og er svo komið að
vel flest veitingahús í Reykjavík bjóða upp á
þess háttar kræsingar í einhverri mynd. Fyrir-
komulagið er fengið að láni frá frændum vor-
um í Danmörku og því hefur Hótel Loftleiðir
ekkert verið að flækja hlutina neitt heldur leit-
að beint í ræturnar og fengið hana Idu Davids-
en, sælkera og matarfrömuð frá Danmörku,
hingað til lands um hver jól til að sjá til þess
að hlutirnir séu nú alveg örugglega á hreinu.
Loftleiðamenn lögðu á borð í fyrsta sinn 17.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Marentza Poulsen og Ida Davidsen við jóla-
hlaðborðið á Hótel Loftleiðum.
nóvember og óhætt er að segja að borðin hafi
svignað undan veigum þeim sem Ida og félag-
ar snöruðu fram af miklum myndarskap.
Sömuleiðis voru tappar dregnir úr forláta
Tilþrifin hjá þjónunum á Hótel Loftleiðum
voru fagmaimleg er þeir opnuðu flöskur af
dýrindis Nouveau-víni.
Nouveau rauðvínsflöskum, léttu og leikandi
víni sem borið er fram kælt, en það er farið að
þykja ómissandi partur jólahlaðborðsmenning-
arinnar.
Universal Pictures Kynna
Eina Rómantískustu Gamanmynd Ársins
SS Fnimsýnd í Háskólabíói 1. desember
ar