Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastj ori Subway á íslandi Kjötið endur- sent eða því eytt GRUNUR leikur á að listeríusýking í alifuglakjöti frá bandaríska mat- vælafyrirtækinu Cargill hafi valdið fjórum dauðsföllum í Bandaríkjun- um á síðustu sjö mánuðum. Að auki er talið að sýkingin haíl orðið til þess að þrjár konur ýmist misstu fóstur eða fæddu andvana börn. Sjö hundr- uð kíló af kalkúnaskinku frá Cargill voru seld á skyndibitastöðum Subway á íslandi frá því í byijun október. Ekkert tilfelli af listeríu- sýkingu hefur komið upp hér á landi svo vitað sé. Kristinn Vilbergsson, fram- kvæmdastjóri Subway á Islandi, segir að allar vörur Cargill-fyrirtæk- isins sem seldar voru hjá Subway- skyndibitastöðunum hér á landi hafi verið teknar úr sölu um leið og til- kynning um innköllunina barst frá fyrirtækinu á föstudagsmorgun. Nú hafi íslensk kalkúnaskinka leyst hina bandarísku af hólmi. Kiistinn segii- höfuðstöðvar Subway í Bandaríkjunum hafa feng- ið þær upplýsingar að kalkúnavörur frá Cargill, sem seldar hafa verið hjá skyndibitakeðjunni, hafi ekki verið framleiddar í þeim hluta verksmiðju Cargill sem nú er til rannsóknar í tengslum við listeríusýkinguna. Kristinn segir að 700 kg af kalkún- askinku hafi verið seld hér á landi frá því í byrjun október. Afgangurinn, 4,3 tonn, verði annaðhvort endur- sendur eða honum eytt. Kristinn segir að Subway hér á landi noti ýmist íslenska kalkúnask- inku eða erlenda. „Uppistaðan í álegginu er íslensk," segir Kristinn. „Það fer eftir framboði, verði og gæðum hvort við kaupum vörur af innlendum eða erlendum birgjum." Morgunblaðið/Jim Smart Lögreglukórinn á Laugavegi YMSIR listamenn skemmtu gestum og gangandi í mið- Laugaveginum. Var ekki annað að heyra en laganna borg Reykjavíkur á laugardaginn. Meðal þeirra sein verðir væru ekkert síður vel heima í sönglögum en létu ljós sitt skína var Lögreglukórinn sem tók lagið á landslögum. 40% niðurskurður á þorskkvóta í Norðursjó Viðvörun um ísingu aflétt á föstudag Hefur ekki mikil áhrif á framboð og verð Byggt á ábend- ingu flugmanns NIÐURSKURÐUR á þorskkvóta í Norðursjó mun ekki hafa mikil áhrif á framboð og verð á þorski á Bret- landsmarkaði að mati íslenskra fisk- seljenda þar í landi. Þeir benda þó á að umræða um þorsk í Bretlandi sé nú mjög neikvæð og það gæti dregið úr neyslu almennings. Evrópusambandið ákvað fyrir helgi að skera niður veiðikvóta á þorski í Norðursjó og við Skotland um 40% og verður því leyfilegur heildarafli á næsta ári 48.600 tonn en kvótinn var 81.000 tonn á þessu ári. Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Isbergs Ltd. í Hull, segir erfitt að spá um hvaða áhrif kvótaniðurskurður á þorski í Norð- ursjó mun hafa á framboð og verð á þorski almennt. Verðið sé hátt í dag og margir telji að það sé komið í ákveðið hámark og geti því ekki hækkað meira. „Kaupendur kvarta sáran yfir háu verði því það verður æ erfiðara að velta því yfir í verð til neytenda. Ég veit hinsvegar ekki hversu lengi þeir þrauka á þetta háu verði, því hættan er alltaf sú að neyt- endur snúi sér að öðnim og ódýrari stuðningsvörum.“ Magnús segir að væntanlega muni framboð á þorski dragast eitthvað saman vegna kvótaniðurskurðar í Norðursjó á næsta ári en bendir á að ekki hafi tekist að veiða allan þorsk- kvóta í Norðursjó á þessu ári. Hann segir að uppistaðan í framboði af þorski á mörkuðum á Humber-svæð- inu Bretlandi sé innfluttur fiskur, að- allega frá íslandi, Færeyjum og Noregi. Kvótaniðurskurðurinn muni því hafa minni áhrif þar en ætla megi í fyrstu. Neikvæð umræða um þorsk Magni Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic UK, dóttur- félags SH í Bretlandi, segir mikla umræðu um stöðu þorsks í Bretlandi og í flestum tilfellum sé hún neikvæð gagnvart íslenskum hagsmunum. Þorskur sé talinndýr í útrýmingar- hættu og þekktir matreiðslumenn sagst munu taka hann af matseðlum. Magnús bendir á að mestur hluti þorsks sem borðaður er í Bretlandi sé innfluttur. Bretar hafi ekki veitt leyfilegan þorskkvóta sinn í Norð- ursjó á þessu ári og því hafi niður- skurðurinn 1 raun ekki mikil áhrif á framboðið. Hann segir að nú sé nægt framboð af þorski í Bretlandi. „Mín skoðun er hinsvegar sú að þorskveiði í Norðursjó eigi enn eftir að dragast saman og hlutdeild Islendinga á markaðnum muni því aukast. Eg á ekki von á að verð á þorski hækki vegna þessa niðurskurðar. Verð hef- ur lækkað töluvert á þessu ári og vonandi verður það til þess að neysl- an muni aukast. Ég tel því að við séum með góða stöðu á markaðnum en það er ljóst að hefja þarf baráttu fyrir því að sannfæra Bretann um að staða okkar þorskstofns sé ágæt og þeir muni áfram fá íslenskan þorsk,“ segir Magni. MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri segir að ákvörðun um að aflétta ís- ingarviðvörun eftir hádegi á föstu- dag hafi aðallega byggst á ábend- ingu frá flugmanni sem flaug yfir vestanvert landið. Flugmaðurinn hafði samband við veðurfræðing á vakt og tjáði honum að það væri lítil sem engin ísing á svæðinu. Fokker-flugvél Flugfélags ís- lands, sem var á leið frá Reykjavík til Isafjarðar, lenti í mikilli ísingu yfir Breiðafirði síðar um daginn. Afising- arbúnaður er einkum á vængjum og við hreyfla en ísing hlóðst einnig á glugga stjómklefans. Flugstjórinn ákvað þá að snúa við en þar sem- Reykjavíkurflugvöllur var lokaður vegna veðurs var vélinni lent á flug- vellinum á Egilsstöðum. Jón Karl Olafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag að ákveðið hefði verið að fljúga til Isafjarðar eftir að Veðurstofan af- létti viðvöran um ísingu, sem gefin hafði verið út fyrr um daginn. Magnús Jónsson segir að öflug- ustu forsendur sem veðurfræðingar hafi til þess að spá fyrir um ísingu séu þær upplýsingar sem berist frá flugmönnum. Verulegar líkur á ísingu þegar raki er í lofti Viðvaranir um ísingu vora gefnar út um morguninn þar sem veður- fræðingur taldi að aðstæður í lofti væra með þeim hætti að búast mætti við ísingu. Magnús segir veralegar líkur á ísingu þegar mikill raki sé í lofti, sterkur vindur og ef hitastigið sé frá frostmarki niður í 15-20°C. Hann tekur þó fram að slíkt sé ekki algilt en veðurfræðingar miði við þessi skilyrði. Þá sé ísing staðbundið fyrirbæri og oft erfitt um ísingar- spár. Þegar fregnir berist frá flugmönn- um um að engin ísing sé á svæði þar sem ísingarviðvörun hafi verið gefin út endurskoði veðurfræðingar gjarn- an spár sínar. Það hafi verið gert í þessu tilfelli. Vatnsleysustrandarheppur hafnar samrunaáætlun orkufyrirtækja A Ovíst hvort tekst að stofna nýtt orkufyrirtæki 1. janúar Vestfírðir Atvinnulaus- ir fá afslátt STJÓRN Samkaupa sem reka Sparkaup í Bolungarvík og Samkaup á ísafirði hefur ákveðið að gefa öllu atvinnu- lausu fólki sem býr á norðan- verðum Vestfjörðum afsláttar- miða sem hver og einn fær til að nota í þremur úttektum. Af- slátturinn er 10% í hvert sinn. Frá þessu er greint í Bæj- arins besta á ísafirði og sagt að með þessu vilji fyrirtækið létta undir með fólki fyrir hátíðirnar. Eldur í bflskúr ELDUR kviknaði í bílskúr við Ás- garð 77 í Reykjavík rétt fyrir klukk- an 14 í gær. Töluverður hiti og reyk- ur var í bílskúmum þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vett- vang. Eldurinn náði að læsa sig í ein- angran milli bílskúra og komst reyk- ur yfir í nærliggjandi bílskúr. Þar stóð bíll opinn og skemmdist hann nokkuð af völdum reyks. Slökkvi- starf gekk greiðlega. Eldsupptök era ókunn. ALLT útlit er nú fyrir að ekkert verði af stofnun nýs orkuíyrirtækis 1. janú- ar næstkomandi með samrana Hita- veitu Suðumesja og Rafveitu Hafn- arfjarðar eins og stefnt hefur verið að. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps felldi samranaáætlun fyrir- tækjanna á fundi í síðustu viku. Eign- arhluti hreppsins í Hitaveitu Suðumesja er 3,57% en ríkisstjómin og fjögur sveitarfélög á Suðumesjum, sem eiga 96,43% í Hitaveitunni, höfðu öll samþykkt áætlunina. Ekki búnir að gefa þetta upp á bátinn Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja, segir að afstaða hrepps- nefndar Vatnsleysustrandarhrepps sé mikil vonbrigði og mönnum fmnist kaldranalegt að geta ekki komið mál- inu í höfn þó eigendur 96,43% í fyr- irtækinu hafi samþykkt samrana- áætlunina. „Samkvæmt núgildandi lögum verður eignarhlutföllum ekki breytt nema með samþykki allra eignar- aðila. Nú verður bara að bregðast við þessari stöðu en menn era ekki búnir að gefa þetta frá sér,“ sagði Júlíus. Haldinn var stjómarfundur í Hita- veitu Suðumesja eftir að samþykkt sveitarstjómarinnar lá þar sem sam- þykkt var samhljóða að hafa samband við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og leita eftir fresti til að finna leiðir til að leysa málið, að sögn Júlíusar. Gert hafði verið ráð fyrir að ef sam- ranaáætlunin yi-ði samþykkt yrði lagt fram framvarp á Alþingi nú fyrir jól um breytingar á lögum um Hitaveitu Suðumesja svo samraninn gæti orðið að veraleika um áramót. Með lögun- um átti að tryggja jafnræði hins nýja hlutafélags á við önnur hlutafélög í landinu hvað varðar skattalega með- ferð og fleiri atriði. Skv. áætluninni var svo gert ráð fyrir að stofnað yrði nýtt hlutafélag Hitaveita Suðurnesja hf., um næstu áramót, þar sem núver- andi eigendur Hitaveitu Suðurnesja ættu 5/6 hluta en Hafnarfjarðarbær 1/6. Til grandvallar þessari skiptingu lá í aðalatriðum mat Kaupþings á verðmæti íyrirtækjanna. Vilja að fram fari samræmt verðmat á fyrirtækjunum Forsvarsmenn Vatnsleysustrand- arhrepps gátu hins vegar ekki fallist á forsendur matsins. Samþykkt hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps frá sl. þriðjudegi er svohljóðandi: „Hrepps- nefnd getur ekki samþykkt fyrirliggj- andi samranaáætlun óbreytta, vegna mismunandi forsendna í verðmati fyrirtækjanna. Hreppsnefnd lýsir sig reiðubúna til að taka málið íyrir aftur fallist aðrir eignaraðilar á samræmt mat m.v. núverandi stöðu HS og RH. Ef eignaraðilar fallast ekki á að sam- ræmt mat fari fram er hreppsnefnd tilbúin til viðræðna um sölu á hlut sín- um í HS.“ I undirbúningi í tvö ár Unnið hefur verið að undirbúningi þessa máls í meira en tvö ár. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um sam- rana orkuveitnanna í október 1998. Samrunaáætlunin vai’ samþykkt í Grindavík 13. nóvember með 7 samhljóða atkvæðum og í Reykja- nesbæ var hún samþykkt 21. nóvem- ber með 7 atkvæðum en 4 sátu hjá. Áætlunin var síðan samþykkt í hreppsnefnd Gerðahrepps 27. nóvem- ber með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá og í Sandgerði 6. desember með 6 at- kvæðum og 1 sat hjá. í bæjarstjóm Hafnarfjarðar var áætlunin sam- þykkt með 10 atkvæðum en 1 sat hjá, og á ríkisstjómarfundi föstudaginn 8. desember var áætlunin samþykkt af hálfu ríkisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.