Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 13

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 13 Alþingi samþykkti 14 lög á seinasta starfsdegi fyrir jól Þingið kemur aftur saman 23. janúar ÞINGMENN samþykktu sem lög alls 14 lagabreytingar á þingfundum sl. laugardag, sem var síðasti starfs- dagur þingsins fyrir jólaleyfi. Þing- fundi var síðan frestað á sjöunda t£m- anum á laugardagskvöld og kemur þingið aftur saman 23. janúar eftir jólaleyfi. Frestun sölu- hagnaðar felld úr gildi Meðal frumvarpa sem sem Alþingi samþykkti sem lög eru breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt, sem snúa að reglum um frestun á skatt- lagningu söluhagnaðar hlutabréfa og skattalegri meðferð söluhagnaðar- ins. Skv. lögunum verður sú regla að einstaklingar hafi heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar um tvenn áramót felld úr gildi. Hins vegar er gert ráð fyrir því að reglan um frestun skattlagningar söluhagn- aðar haldi áfram gildi sínu gagnvart lögaðilum. Jafnhliða verður sölu- hagnaður þeirra af hlutabréfum allur skattlagður um 10% eins og aðrar fjármagnstekjur í stað gildandi reglu um að söluhagnaður yfir ákveðnum fjárhæðarmörkum sé skattlagður eins og um almennan tekjuskatt sé að ræða. Einnig voru samþykktar sem lög breytingar á tollalögum, sem fela í sér að embætti ríkistollstjóra verði lagt niður ft-á og með næstu áramót- um og þeim verkefnum sem það hef- ur haft með höndum skipt niður á fjármálaráðuneyti og embætti toll- stjórans í Reykjavík. Þingið samþykkt einnig sem lög á seinasta fundi þingsins frumvarp sem efnahags- og viðskiptanefnd flutti um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, rafræna eigna- skráningu verðbréfa o.fl. Lögin veita verðbréfafyrirtækjum heimild til að halda utan um eignii- viðskiptamanna sinna á eigin reikningi (safnreikn- ingi) og taka við greiðslum fyrir hönd viðskiptamanna sinna frá einstökum útgefendum verðbréfa. Einnig voru Iögfestar breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar þar sem kílómetragjald þungaskatts lækkar um 10% til að vega á móti kostnaðaráhrifúm af hækkun sem orðið hefur á útsöluverði dísilolíu. Samþykktar voru breytingar á lög- um um verðbréfaviðskipti sem varða reglur um starfsskilyrði og viðskipta- hætti á verðbréfamarkaði m.a. um útboð verðbréfa, meðferð trúnaðar- upplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun og um aukin verkefni Fjármálaeftirlits. Loks má néfna að samþykktar voru ýmsar breytingar á lögum vegna ráðstafana í ríkisfjármálum í tengslum við fjárlög næsta árs, und- anþága frá gjaldstofni trygginga- gjalds vegna fæðingarorlofsgreiðslna og breytingar á lögum um innflutn- ing dýra, breytingar á skipulags- og byggingarlögum, breytingar á laga- ákvæðum um fræðslusjóði sem miða að því að styrkja átak í fræðslumál- um ófaglærðra, og samþykkt fram- lenging á markaðsgjaldi Utflutnings- ráðs um eitt ár. Tveir aðalmenn kjörnir í Kjaradóm Áður en þingfundi var frestað kaus Alþingi þá Óttar Yngvason hæsta- réttarlögmann og Jón Sveinsson hér- aðsdómslögmann sem aðalmenn í Kjaradóm til næstu fjögurra ára og Hólmfríði Árnadóttur viðskiptafræð- ing og Þuríði Jónsdóttur hæstarétt- arlögmann varamenn við dóminn. 30 ára afmæli barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans 100 manns í afmælis- veislunni BARNA- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut hélt upp á 30 ára starfsafmæli sitt í gærdag. Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, sagði að dagurinn hefði verið einkar ánægjulegur og að um 100 manns hefðu mætt í afmælið, en boðið var upp á veitingar, skemmti- atriði og þá voru haldnar nokkr- ar ræður. Magnús flutti stutt ávarp við upphaf veislunnar, en auk vist- manna var í afmælinu fólk úr hcilbrigðisgeiranum og hélt land- læknir t.a.m ræðu sem og Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir deildarinnar. Þá var boðið upp á tónlistaratriði með stúlknakór Háteigskirkju og nokkrum hljóð- færaleikurum. I Morgunblaðinu á sunnudag- inn kom fram að börnum og ung- lingum sem þurfa á hjálp að halda vegna geðröskunar fjölgar sífellt og er um 500 nýjum til- fellum vísað til barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans á hverju ári. Stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs Frábiður sér að vera notuð sem blóraböggull STJÓRN Atvinnuleysistrygginga- sjóðs frábiður sér að vera notuð sem blóraböggull fyrir að ekki skuli hafa verið unnt að greiða starfsmönnum Isfélagsins í Vestmannaeyjum, sem brann laugardaginn 9. desember, kauptryggingu í stað atvinnuleysis- bóta. Þetta kemur fram í bréfi sem stjómin sendi ísfélaginu eftir að fyr- irtækið hafði gefið út yfirlýsingu ásamt verkalýðsfélögunum þar sem lýst var yfir vonbrigðum með að hið opinbera skyldi ekki hafa getað kom- ið til móts við fyrirtækið og gert því kleift að greiða kauptryggingu í stað bóta. Kauptrygging er hærri en bæt- ur og lagaheimild skortir til þess að Atvinnuleysistryggingasjóður geti endurgreitt, í þessu tilfelli ísfélag- inu, kauptrygginguna að fullu. „Stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs frábiður sér að vera notuð sem blóraböggull og lýsir jafnframt undmn sinni á framkominni yfirlýs- ingu fyrirtækisins, Verkakvenna- félagsins Snótar og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja,“ segir í bréfi stjóm- arinnar.“ Undrandi á bréfinu Jón Kjartansson, fyrrverandi for- maður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja, svaraði bréfi stjórnar Atvinnu- leysistryggingasjóðs. „Eftir að hafa fengið að lesa þetta nafnlausa bréf er ég litlu nær um hvað er að bögglast fyrir brjóstinu á bréfritara," segir í bréfi Jóns. „Eg á bágt með að trúa því að þeir sem sitja í stjóm Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs hafi lagt blessun sína yfir þessi skrif, ég hefði haldið að hún væri langt yfir slíkt hafin og hafi að auki um margt þarfara að hugsa en að lítilsvirða það fólk sem vinnur hörðum höndum að því að aðstoða þá sem um sárt eiga að binda. Eflaust er skýringin sú að menn þar á bæ eru að frábiðja sig ábyrgð af þessum skammarlega lágu bótum. En hver svo sem ber ábyrgð á þess- um skrifum ætti að beina hneykslun sinni annað.“....... Morgunblaðið/Þorkell Um 100 manns sóttu 30 ára afmælisveislu barna- og unglingageðdeildar Landspitalans á Dalbraut 12. Flugslysið í Skeijafírði Skýrslu- uppkast senn tilbúið RANNSÓKNARNEFND flugslysa reiknar með að senda í lok vikunnar frá sér uppkast skýrslu vegna slyssins í Skeija- firði 7. ágúst síðastliðinn. Fórst þá tveggja hreyfla vél frá Leiguflugi ísleifs Ottesen. Fimm farþegar vom um borð auk flugmanns og komust tveir farþegar af en fjórir fórust. Nefndin er að leggja síðustu hönd á uppkast skýrslunnar og hefur hún fengið niðurstöður úr krufningaskýrslum og gögn eftir rannsóknir á hlutum úr vélinni sem sendir voru utan. Bráðabirgðaskýrslan er send flugrekanda og flugmálastjóra. Andlát SIGURÐUR FINNSSON SIGURÐUR Finnsson útgerðarmaður frá Siglufirði lést á heimili sínu, Álftamýri 4, laug- ardaginn 16. desember sl. Sigurður Finnsson fæddist á Akureyri 24. júlí 1927. Foreldrar hans voru Sigurey Sig- urðardóttir, f. á Akur- eyri 11. nóvember 1899, d. 3. janúar 1959, og Finnur Níelsson, f. á Hallandi á Svalbarðs- strönd 24. febrúar 1899, d. 18. marz 1966. Sigurður fluttist barnungur með for- eldrum sínum og systur, Erlu, sem lifir bróður sinn, til Siglufjarðar. Þar ólst hann upp og var um árabil mik- ilvirkur útgerðarmað- ur. Sigurður Finnsson nam loftskeytafræði. Hann starfaði sem loft- skeytamaður við Siglu- fjarðarradíó og síldar- leitina á Raufarhöfn en þó einkum á togurum og farmskipum Eim- skips. Lengstan hluta starfsævi sinnar átti hann og gerði út tog- skipin Dagnýju og sið- ar Sigurey, sem voru gildur þáttur í atvinnu- lífi Siglfirðinga um ára- tugaskeið. Sigurður var ókvæntur. Sonur hans með Hrafnhildi Þorsteinsdótt- ur er Arnar Sigurðsson. Verkfall framhalds- skólakennara Undanþág- ur vegna einhverfra nemenda VERKFALLSSTJÓRN Félags framhaldsskólakennara hefur af- greitt þrjár umsóknir um undanþág- ur frá verkfalli, frá því að kennarar lögðu niður störf 7. nóvember síðast- liðinn. í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir að að- eins sé heimilt að kalla fólk til starfa ef upp koma neyðartilfelli. Einni um- sókninni hefur verið hafnað, en hún kom frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi vegna netstjóra skólans. Mun tölvukerfið hafa verið í ólagi frá því í haust, að því er fram kemur í Verkfallspósti Kennarasambands íslands. Samþykktar hafa verið beiðnir um undanþágur vegna tveggja kennara við sérdeild Menntaskólans í Kópa- vogi og tveggja við sérdeild Fjöl- brautaskólans í Garðabæ en í þess- um deildum eru einkum einhverfir nemendur. Fulltrúi Kennarasam- bands í verkfallsstjóm taldi að ekki væri um neyðartilfelli að ræða í skilningi laganna þar sem fyrirséð hefði verið hvað gerðist með þessa nemendur í verkfalli. Ef afleiðingar þess hefðu í för með sér beint heilsu- tjón, eins og fullyrt var í umsókn- unum, taldi fulltrúi KÍ að starfsemi sérdeildanna ætti að vera á lista yfir þjónustu sem væri undanþegin verk- falli. I Verkfallspóstinum segir að viðkomandi stofnanir og fjármála- ráðuneytið hafi vanrækt skyldur sín- ar gagnvart nemendum sérdeild- anna. Fulltrúi KÍ taldi hins vegar ekki rétt að sú vanræksla bitnaði á nemendunum og samþykkti undan- þágumar á þeim gmndvelli og af mannúðarástæðum. ------*-+-*--- Formenn þingflokka á Alþingi Frumvarp lagt fram um stofnun kristni- hátíðarsjóðs FORMENN þingflokka á Alþingi lögðu skömmu fyrir frestun á fundum Alþingis fram framvarp til laga um stofnun kristnihátíðar- sjóðs til að minnast þess að 1.000 ár eru liðin frá því kristinn siður var lögtekinn á Islandi. Er frum- varpið lagt fram í samræmi við ályktun Alþingis á Þingvöllum hinn 2. júlí sl. um að kristnihátíð- arsjóður skyldi stofnaður. í frum- varpinu er gerð tillaga um að sjóð- urinn heyri stjórnskipulega undir forsætisráðuneytið og að honum skuli kosin þriggja manna stjórn. Ennfremur er gert ráð fyrir að starfstími sjóðsins verði frá árs- byrjun 2001 til ársloka 2005. Eins og fram kom í tillögu Al- þingis frá því í sumar á hlutverk sjóðsins að vera tvíþætt. Annars vegar að efla fræðslu og rann- sóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðu um um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Og hins vegar að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hól- um. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 millj. kr. ár hvert samkvæmt sérstökum fjárlagalið og mun stjórn sjóðsins ákveða skiptingu fjárins milli þeirra tveggja meg- insviða sem honum er ætlað að sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.