Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 16

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Smára- lind þýtur upp Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Kópavogur Hægt að greiða fasteignagjöld í einu lagi Einn seðill sendur út í maí til þeirra sem það kjósa EKKI er slegið slöku við framkvæmdir við nýju versl- anamiðstöðina í Smáralind. Smáralind er að komast undir þak en um 200 iðn- aðarmenn hafa unnið við framkvæmdirnai-, þar af nokkrir tugir erlendra starfsmanna. Ráðgert er að Smáralind verði opnuð í september nk. Þar er gert ráð fyrir 80- 100 verslunum á 63.000 fer- metra gólffleti, auk veit- ingastaða, þjónustufyr- irtækja og stærsta kvikmyndasalar landsins. BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að hæstu hús við Skúlagötu í nýju deili- skipulagi fyrir Skuggahverfi, verði ekki hærri en þau hús, sem þegar hafa verið sam- þykkt við götuna. Borgarráð staðfesti þá samþykkt skipulags- og bygg- ingarnefndar um deilisldpu- lag á Eimskipafélagsreitum í Skuggahverfi, að gera þá breytingu á deiliskipulags- hugmynd S.H. og L áður en hún yrði send hagsmunaaðil- Reykjavík ÞEIR Reykvíkingar, einstak- lingar og fyrirtæki, sem vilja fremur greiða fasteignagjöld næsta árs með einum gjald- daga frekar en sex geta til- kynnt borginni það á Netinu og fá þá einn gíróseðil til greiðslu í maí í stað sex seðla til greiðslu á tímabilinu febrú- ar til ágúst. Anna Skúladóttir, fjármála- stjóri borgarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri borgin að koma til móts við óskir fjöl- um til kynningar að hæðar- kvótar hæstu húsa við Skúla- götu tækju mið af hæð þeirra húsa sem hæst hafa verið samþykkt við götuna. Jafnframt lagði skipulags- og umferðamefnd áherslu á að skoðað yrði sérstaklega hvernig skóla- og leikskóla- málum yrði fyrir komið á svæðinu. Fulltrúar D-lista óskuðu að það yrði bókað, að þeir teldu að mun betur færi á því fyrir ásýnd þessa hverfis að leyfð yrði sú hæð húsa sem upphaflega tillagan gerði ráð fyrir. margra einstaklinga og fyrir- tækja. í fréttatilkynningu frá borginni segir að Reykjavík sé þar með fyrst sveitarfélaga til að bjóða upp á þjónustu með þessum hætti, og vilji með því bæta þjónustu við borgarbúa hvað sveigjanleika við greiðslutilhögun varðar. Kópavogur hefur hins veg- ar um nokkurt skeið boðið gjaldendum að greiða fast- eignagjöld í einu lagi við fyrsta gjalddaga gegn 5% staðgreiðsluafslætti. Anna Skúladóttir sagði að borgin hefði ákveðið að veita ekki staðgreiðsluafslátt enda væri sú leið ekki talin fær því um væri að ræða skatta. „Þetta er ekki sala á vörum eins og gerist í fyrirtækjum. Þetta eru skattar bundnir lög- veði og það er ekki eðlilegt að veita afslátt af sköttum,“ sagði hún. Margir hefðu hins vegar óskað eftir að greiða í einu lagi enda félli ýmis kostnaður t.d. hjá fyrirtækj- um við það að taka á móti reikningum, reikningsfæra, bóka og fleira. „Þessi leið er farin til hagræðis og sem hærra þjónustustig fyrir þá sem það kjósa,“ sagði Anna og að með því að hafa gjalddaga þeirra sem greiða í einu lagi í maí væri upphæðin stillt af og veittur greiðslufrestur að hluta til við þá sem greiða með sex gjalddögum. Þeir gjaldendur, sem vilja notfæra sér nýbreytnina skrá sig á endurbættum vef Reykjavíkurborgar, sem verður opnaður í dag, og slá inn slóðina www.rvk.is/gjold og velja þar hnapp sem bendir á fasteignagjöld. Allir gjald- endur fá á næstunni sent kenniorð og lykilorð, sem þeim ber að fylla í um leið og þeir senda staðfesta tilkynn- ingu á því að þeir vilji greiða gjöldin í einu lagi og fá greiðsluseðilinn sendan í maí. Þeir sem hafa ekki aðgang að Netinu geta póstlagt, sér að kostnaðarlausu, útfyllt bréfið, sem sent verður út, til Ráðhúss Reykjavíkur og starfsfólk þar annast fram- kvæmdina, en frestur til skráningar rennur út 10. janúar nk. Dregið úr pappírsflóði Steingrímur Ólafsson, deildarstjóri í fjármáladeild borgarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að talið væri að eigendur a.m.k. 7% fjölda eigna á skrá í borginni mundu kjósa nýja fyrirkomu- lagið, það er eigendur um 4000 eigna. Að öðru leyti væri rennt frekar blint í sjóinn um hverjar undirtektir borgar- búa yrðu. Þeir sem vilja greiða fast- eignagjöldin með sama hætti og áður fá sjálfkrafa sex gjaldaseðla á tímabilinu febrúar til ágúst, án þess að þeir þurfi að tilkynna borgar- yfirvöldum það sérstaklega. Öbreytt hæð hæstu húsa í nýju deiliskipulagi Skuggahverfi Starfsmenn S VR missa áheyrnar- fulltrúa Reykjavík STJÓRN samgöngunefndar borgarinnar, sem nú fer með þau verkefni, sem áður voru á verksviði stjórnar SVR, sam- þykkti á síðasta fundi sínum að vísa frá tillögu um rétt starfsmanna til að kjósa áheyrnarfulltrúa til setu á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tOlögurétt. Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd gerðu það að tillögu sinni að nefndin sam- þykkti að starfsmenn Stræt- isvagna Reykjavíkm- ættu rétt á að kjósa einn áheyrnarfull- trúa til setu á fundum nefnd- arinnar með málfrelsi og tO- lögurétt. Formaður lagði fram tillögu um að tillögunni yrði vísað frá og var hún samþykkt með at- kvæðum meirihlutans gegn atkvæði Kjartans Magnússon- ar, fulltrúa sjálfstæðismanna. Kjartan lagði þá fram bók- un þar sem segir að það hafi hingað til verið meginregla á íjölmennum vinnustöðum Reykjavíkurborgar, að starfs- menn eigi rétt á að tOnefna áheyrnarfulltrúa hjá viðkom- andi stjómamefnd með mál- frelsi og tillögurétt. „í þessu sambandi má nefna áheymarfulltrúa starfsmanna í stjóm Orkuveitu Reykjavík- ur, áheyrnarfulltrúa starfs- fólks leikskóla í leikskólaráði, áheymarfulltrúa kennara og skólastjóra í fræðsluráði og áheymarfulltrúa starfsmanna í stjóm Strætisvagna Reykja- víkur,“ segir í bókuninni. „R-listinn kýs nú að sýna starfsmönnum SVR þá lítils- virðingu að svipta þá þeim rétti sínum að eiga áheymar- fulltrúa í yfirstjórn fyrirtæk- isins en iyrir slílaim fulltrúa er meira en tveggja áratuga hefð. Þessi gjörningur sýnir betur en margt annað að lof- orð R-listans um aukið samráð við borgarstarfsmenn eru inn- antóm og merkingarlaus. Sjálfstæðismenn átelja harðlega afstöðu R-listans í þessu máli.“ Kjartan beindi síðan þeim spurningum tO meirihlutans hvort tO standi að svipta fleiri starfsmannahópa hjá Reykja- víkurborg en starfsmenn SVR áheymarfuOtrúum í nefndum og ráðum og ef ekld, hvers vegna R-listinn telji að starfs- menn SVR eigi síðri rétt til áheyrnarfulltrúa en fyrr- greindir hópar. -----MH------- STARF framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar hefur ver- ið auglýst laust til umsóknar, en Jón Björnsson, sem gegnt hefur starfinu í fimm ár, lætur af störfum í lok janúar. Jón segist ekki hafa ráðið sig í annað starf, heldur vilji hann snúa sér að ýmsum verkefnum fyrst um sinn. Hann segir að þegar hann hafi ráðið sig til starfa hjá Reykja- víkurborg árið 1995 hafi hann ætlað sér að að gegna starfinu í fimm ár. Nú sé sá tími liðinn, þetta hafi verið góður tími en hann hlakki jafnframt til að snúa sér að öðru. Áður en Jón hóf störf hjá Reykjavíkurborg var hann um árabil félagsmálastjóri Akureyrarbæj ar. Jón Björns- son lætur af störfum KR-ingar vilja byggja upp að- stöðu á 4 stöðum Vesturbær KNATTSPYRNUDEILD KR vill byggja upp aðstöðu víðsvegar um vesturbæinn á næstu ámm, samkvæmt nýrri skýrslu deildarinnar um stefnumótun til ársins 2020, en fjallað var um skýrsluna í Morgunblaðinu á laugardag- inn. Samkvæmt tillögum knattspyrnudeildar er gert ráð íyrir 6 nýjum æfingavöll- um á svæðinu, 2 styrktum grasvöllum, sem nýtast munu sem 6 vellir, gervigrasvelli, keppnisvelli með aðstöðu fyr- ir 8.000 áhorfendur og knatt- spyrnuhúsi. Guðjón Guðmundsson, for- maður knattspymudeildar- innar, sagði uppbygginguna vera nauðsynlega fyrir félagið og hverfið. Hann sagðist gera ráð fyrir því að funda með borgaryfirvöldum um fram- tíðarstefnu deildarinnar í janúar og að í þeim viðræðum myndi KR leggja áherslu á markvissa uppbyggingu æf- inga- og keppnisaðstöðu á fjórum stöðum í Vesturbæn- um. Hann sagði nákvæma staðsetningu vera samnings- atriði á milli KR og borgar- innar. KR-ingar hafa þegar fengið til afnota svæði við Starhaga þar sem rúmast einn æfinga- völlur og sagði Guðjón að þeir vonuðust eftir að geta stækk- að svæðið þannig að það rúm- aði einn völl í viðbót eða alls 2 æfingavelli. Guðjón sagði að nauðsyn- legt væri að byggja knatt- spymuhús í Vesturbænum og að KR-ingar legðu til að það yrði gert á uppfyllingu við Ór- firisey, út af Ánanaustum. Hann sagði að einnig væri æskilegt að byggja tvo æf- ingavelli á því svæði, sem og við Skeijafjörð, austan megin við Skeljanes, þar sem NA/SV flugbrautin væri í dag. Sam- kvæmt framtíðarskipulagi flugvallarsvæðisins er gert ráð fyrir því að flugbrautin verði lögð niður. Ananaust-Orfirisey: Knattspyrnuhús og tveir æfingavellir á uppfyllingu I Skerjafirði: Tveiræfingavellir Frostaskjól: Aðalstöðvar. Um 8.000 manna leikvangur. Gervigrasvöllur og tveir æfingavellir með styrktu grasi (sem nýtast sem 6-9 vellir) V. Starhaga: — Tveiræfingavellir Stefnumótun knattspyrnudeildar til 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.