Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Akvörðun samkeppnisráðs vegna yfírtöku Odda á Steindórsprenti-Gutenberg Morgunblaöið/Ámi Sæberg Mismunandi mat á forsendum í ákvörðun samkeppnisráðs frá síð- ustu viku, þar sem yfírtaka Prent- smiðjunnar Odda hf. á Steindórs- prenti-Gutenberg ehf. var ógilt, er greint fí'á þeim forsendum sem ráðið gengur út frá fyrir niðurstöðum sín- um. Greint er frá þeim mun sem er á afstöðu samkeppnisráðs, annars veg- ar, og forsvarsmanna Prentsmiðj- unnar Odda, hins vegar, til ýmissa forsendna samruna íyrirtækjanna. í tveimur atriðum er munur þama á töluverður. í fyrsta lagi er þar um að ræða áhrif erlendrar samkeppni á prentmarkaðinn hér á landi. í öðru lagi er um að ræða mismunandi álit á hver sé markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis Odda og Steindórsprents- Gutenberg. Samkeppnisráð gerir minna úr nauðsyn samruna á prent- markaði hér á landi til að mæta er- lendri samkeppni en forsvarsmenn Odda hafa gert, meðal annars í blaða- viðtölum. Þá metur samkeppnisráð markaðshlutdeild sameinaðs íyrir- tækis Odda og Steindórsprents-Gut- enberg meiri en forsvarsmenn Odda gera. Stórfelldir samkeppnis- legir yfirburóir Með hliðsjón af þeim forsendum sem samkeppnisráð gengur út frá segir í áliti þess að ráðið telji samrun- ann andstæðan hagsmunum neyt- enda og fari gegn markmiði sam- keppnislaga. Öll rök hnígi í þá átt að hið sameinaða fyrirtæki muni hafa stórfellda samkeppnislega yfirburði yfír aðra keppinauta sína og geti hag- að verðlagningu sinni og viðskipta- skilmálum án tállits tii keppinauta eða viðskiptamanna sinna. Því telji ráðið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar. Þá segir í ákvörðun samkeppnisráðs að með hliðsjón af þeirri samþjöppun sem af samruna prentsmiðjanna leiði, sem og eðli og uppbyggingu þeirra markaða sem hér skipti máli, fái samkeppnisráð ekki séð að unnt sé að setja skilyrði íyrir samrunanum sem nægi. Mismunandi mat á erlendri samkeppni Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, sagði í sam- tali við viðskiptablað Morgunblaðsins í síðasta mánuði að kaupin á Stein- dórsprenti-Gutenberg væru sérstak- lega gerð til að mæta aukinni er: lendri samkeppni á prentmarkaði. í ákvörðun samkeppnisráðs segir hins vegar að tilvist erlendrar samkeppni á markaði fyrir íslenska bóka- og tímaritaprentun hafi verið staðreynd um nokkurt árabil. Markaðshlutdeild erlends prentverks virðist, sam- kvæmt ákvörðun samkeppnisráðs, hafa náð jafnvægi, án þess að verð- lagning á þjónustunni hérlendis hafí lagað sig að erlendu verðlagi. Þetta bendi til þess að áhrif erlendrar sam- keppni séu nú þegar að fullu komin fram. í ákvörðuninni segir að því sé það mat samkeppnisráðs að varan- leg, minni háttar verðhækkun á bóka- og tímaritaprentun á íslandi, á bilinu 5-10%, myndi ekki valda því að kaupendur þjónustunnar leituðu til erlendra prentsmiðja í það auknum mæli að hækkunin yrði óarðbær. Þessi ályktun styðjist við heildstætt mat á markaðshlutdeild aðila, sem verið hafi nokkuð stöðugt síðastliðin þrjú ár. Ályktunin styðjist einnig við verðmismun sem hafí haldist þrátt fyrir að erlendrar samkeppni hafi gætt um nokkurt skeið og þætti á borð við flutningskostnað og biðtíma, sem takmarki eða útiloki erlenda prentun sem valkosti fyrir íslenska aðila að því er varði ýmsa flokka bóka- og tímaritaprentunar. Sam- keppnisráð segir að að öllu þessu virtu verði að teija nægilega sannað að landfræðilegur markaður bóka- og tímaritaprentunar fyrir íslenska að- ila sé ekki allur heimurinn, eins og staðhæft hafi verið af hálfu aðila, þ.e. forsvarsmanna Prentsmiðjunnar Odda. Samkeppnisráð telji því að sá landfræðilegi markaður sem líta beri til í þessu máli sé ísiand. Forstjóri Odda sagði í framan- greindu viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins að eina leiðin til að spoma gegn erlendri samkeppni á prentmarkaði hér á landi væri að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri prentsmiðja. Hann sagði að milli- rikjaviðskipti væru að verða mun auðveldari en áður, landamæri væru nánast að hverfa og öli samskipti í gegnum Netið eigi eftir að aukast enn frekar. íslensk fyrirtæki á prent- markaði verði að aðlagast þessum breyttu aðstæðum og þau verði að styrkjast til að eiga möguleika í sam- keppninni. Þetta sé það sem Oddi hafi verið að gera og að það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að aukn- ing verði í prentun erlendis fyrir ís- lenskan markað. Markaðsráðandi staða? í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að alvarlegustu samkeppnis- hömlumar séu alla jafnan fólgnar í samruna þar sem aðilar em starfandi á sama þjónustustigi, eins og í tilviki Prentsmiðjunnar Odda og Steindórs- prents-Gutenberg. Þá segir að við mat á samkeppn- islegum áhrifum sammna beri að líta til þess hvort samraninn leiði til markaðsyfirráða, dragi vemlega úr samkeppni og sé andstæður mark- miði samkeppnislaga. í þessu felist í raun að taka þurfi til athugunar hvort samruni leiði til þess að markaðsráð- andi staða verði til eða slík staða styrkist vemlega. í ákvörðun sam- keppnisráðs er vitnað í 4. grein sam- keppnislaga þar sem fram kemur að markaðsráðandi staða sé fyrir hendi þegar fyrirtæki hefur þann efnahags- lega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það geti að veralegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppi- nauta, viðskiptavina og neytenda. Við mat á því hvort kaup Odda á Stein- dórsprenti-Gutenberg leiði til eða styrki veralega markaðsráðandi stöðu verði meðal annars að horfa til þess hver verði áætluð markaðshlut- deild hins nýja fyrirtækis, núverandi samkeppni, möguiegrar samkeppni og aðgangshindrana að markaði og kaupendastyrks. Mismunandi mat á markaðshiutdeild ítarlega er gerð grein fyrir mark- aðshlutdeiid sameinaðs fyrirtækis Odda og Steindórsprents-Gutenberg í ákvörðun samkeppnisráðs. Þar seg- ir að forsvarsmenn Odda meti hlut- deild sameinaðs fyrirtækis 30-32% í því sem nefnt sé einfalt prentverk. Samkeppnisráð metur markaðshlut- deildina hins vegar 44-45% í einföldu prentverki. Mismunurinn þama á stafar af því að samkeppnisráð segir að áskilja verði vissa lágmarksveltu prentsmiðju til að fyrirtæki geti talist raunveralegur þátttakandi á mark- aði. Samkeppnisráð telur því veltu- minnstu fyrfítækin á prentmarkaði ekki með í heildarveltu á þeim mark- aði. Ráðið metur hlutdeild í prentun erlendis einnig lægri en forsvars- menn Odda. í ákvörðun samkeppnisráðs er vís- að í erlend fordæmi um samruna fyr- irtækja og sagt að það eigi jafnt við í Evrópu sem í Bandaríkjunum að markaðshlutdeild sé ein veigamesta vísbendingin um það hvort viðkom- andi fyrirfæki hafi markaðsráðandi stöðu þegar svara eigi spumingunni um lögmæti samrana eða yfirtöku. Greint er frá reikniaðferðum til að meta samþjöppun á markaði og sýnt hvemig þær leiði í ijós að sú aukna markaðshlutdeild sem verði til við kaup Odda á Steindórsprenti-Guten- berg valdi alvarlegri röskun á sam- keppni. Þá er þess getið að Stein- dórsprent-Gutenberg væri eitt af fáum fyrirtækjum á markaði sem hefði verið þess megnugt að efna til samkeppni við Odda í prentun bóka og tímarita. Ekki búist við að nýír aðilar eyði samkeppnishömlum vegna samruna Varðandi núverandi samkeppni segir í ákvörðun samkeppnisráðs að ýmislegt bendi til þess að styrkur hins sameinaða fyrirtækis Odda og Steindórsprents-Gutenberg gagn- vart keppinautum þess sé meiri en markaðshlutdeildin ein segi til um. Varðandi mögulega samkeppni og aðgangshindranir að markaðnum segir samkeppnisráð að innkoma og vöxtur Prentmets á prentmarkaðinn bendi ekki til þess að um teljandi að- gangshindranir sé að ræða. Hins veg- ar sé ekki vitað um önnur dæmi þess að ný fyrirtæki hafi haslað sér völl á prentmarkaðnum á síðastliðnum fimm áram. Þá segir að það sé mat samkeppnisráðs að ekki sé hægt að búast við því að nýir keppinautar muni eyða þeim samkeppnishömlum sem stafi af yfirtöku Odda á Stein- dórsprenti-Gutenberg. Samkeppnisráð segir að við mat á samrana verði eftir atvikum að taka til athugunar hvort viðskiptavinir hins sameinaða fyrirtækis hafi það mikinn styrk að þeir geti með beit- ingu styrks síns eytt eða dregið vera- lega úr þeim samkeppnishömlum sem stafað geti af samrana. Ráðið segir að ekkert bendi til þess að kaupendastyrks gæti á markaði fyrir einfalt prentverk. Mögulegur kaup- endastyrkur verkkaupa á markaði fyrir bóka- og tímaritaprentun geti ekki eytt þeim samkeppnishömlum sem leiði af samrananum á markaði fyrir einfalt prentverk. Óvíst um næstu skref Prentsmiðjan Oddi hafði yfirtekið rekstur Steindórsprents-Gutenberg áður en ákvörðun samkeppnisráðs lá fyrir. Aðspurður um hvað gerðist næst í þessu máli sagði Þorgeir Bald- ursson, forstjóri Odda, í samtali við blaðamann í gær, að ekiti væri hægt að segja til um næstu skref. Ógilding kaupanna þýddi þó væntanlega að hlutafé Odda í Steindórsprenti-Gut- enberg færi aftur til Búnaðarbank- ans. Hann sagði að Oddi hefði fjórar vikur til að taka ákvörðun um hvort ákvörðun samkeppnisráðs yrði áfrýj- að. Hvort það yrði gert lægi hins veg- ar ekki fyrir að svo stöddu. Fyrst yrði farið yfir málið með lögfræðingum fyririækisins og Búnaðarbankans. Fundur yrði með lögmönnum fyrir- tækisins í dag. Þorgeir sagði að forsvarsmenn Odda væra mjög ósammála og ósáttir við ákvörðun samkeppnisráðs. Ef þetta væri stefnan í þessum málum væri beinlínis verið að koma í veg fyr- ir almenna hagræðingu í iðnaði hér á landi, að sögn Þorgeirs. Guðjón Sævarsson, forstöðumaður fyrirfækjaráðgjafar Búnaðarbank- ans, sagði í gær að ekki væri tíma- bært að ræða hver næstu skref yrðu. Fyrst þyrftu aðilar málsins að hitt- ast. Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS Umsóknarfrestur til 15. janúar 2001 Bygginga- og tækjasjóöur RANNÍS hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í vísindum og tækni. Árlega eru veittir styrkir úr sjóðnum til opinberra vísinda- og rannsóknastofnana. Við mat á umsóknum er tekið mið af stefnu Rannsóknarráðs (slands um eflingu samstarfs milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Helstu kröfur sjóðsins eru: • að samstarf verði um nýtingu aðstöðu og/eða tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti, • að fjárfestingin skapi nýja möguleika sem ekki voru áður fyrir hendi, • að möguleiki sé á samfjármögnun þannig að framlag Bygginga- og tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Upplýsingar um Bygginga- og tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu RANNÍS www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2001. RAIUMIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.