Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 26
* 26 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Úttekt gerð á sælgæti sem selt er í lausasölu hér á landi Mikið um sælgæti sem valdið getur köfnun MIKIÐ af því sælgæti sem selt er í lausasölu hér á landi getur verið varasamt börnum þar sem það getur fest í hálsi þeirra og valdið köfnun. Sérstaklega eru börn undir átta ára aldri í hættu hvað þetta varðar að því er fram kemur í niðurstöðum út- tektar sem gerð var á vegum Holl- ustuverndar ríkisins, Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur, Arvekni og Löggildingarstofunnar, en algengt er ið böm fari ein síns liðs í verslanir og velji sjálf sælgæti í poka án eftirlits foreldra eða forráðamanna. Að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, forstöðumanns matvælasviðs Holl- ustuvemdar ríkisins, er vitað um fá tilfelli hérlendis þar sem börn hafa kafnað vegna þess að sælgæti hefur lokað öndunarvegi þeirra. ,Á hverju ári era nokkur böm hætt komin af þessum orsökum," segir hún, „og er björgun þeirra oft- ast rakin til þess að einhver nálægur hefur kunnað skyndihjálp. Á áranum 1998-1999 komu til að mynda 28 böm á Slysadeild Landspítalans í Foss- vogi vegna aðskotahluta í hálsi, en vitað er að mun fleiri börn hafa orðið fyrir samskonar slysum hér á landi.“ Það sælgæti sem er hvað hættu- legast að sögn Sjafnar er hart og sleipt sælgæti. „Erfitt er að tyggja slíkt sælgæti og getur það því auð- veldlega hrokkið ofan í böm og staðið fast í koki þeirra,“ segir hún. „Því mýkri sem matvæli era þeim mun minni hætta stafar af þeim. Ekki er æskilegt að gefa litlum bömum hörð matvæli og þá sérstaklega ekki mat- væli sem geta brotnað í flísar og vald- ið skaða þegar barnið kyngir. Sum matvæli geta jafnframt breyst við að blotna og þanist út og stækkað eða orðið klístrað.“ Stærð sælgætis skiptir töluverðu máli fyrir viðbrögð líkamans ef það hrekkur of- an í börn. „Ef sælgætið er stærra en kok barnsins getur það lagst yfir önd- unarveg, lokað honum og þannig valdið köfnun. Dæmi um það er seigt iælgæti, s.s. gúmmí og lakkrís. Ef ælgæti er hins vegar af svipaðri stærð eða minna en kokið getur það írokkið ofaní kok, orsakað snögg íokviðbrögð og setið þar fast,“ út- skýrir Sjöfn. „Dæmi um sælgæti sem passar vel inn í öndunarveg er hart og kúlulaga sælgæti á borð við brjóst- sykur, karamellur ogtyggjókúlur." Lokun að hluta til - barnið getur andað, talað, grátið eða hóstað. 1. Hughreystu barnið. Hvetjið barnið til að hósta þar til losnað hefur um hlutinn. Reynið ekki að slá á bak barnsins, það gæti fært aðskotahlutinn úr stað og iokað alveg öndunarveginum. 2. Leggið barnið yfir lærin og látið höfuðið snúa niður. Þetta auðveldar barninu að hósta og hreinsa burt aðskotahlutinn. Ef barnið blánar upp, verður slappt og missir meðvitund hringið strax á sjúkrabíl. Öndunarvegur alveg lokaður - barnið getur ekki andað, talað, grátið eða hóstað Skyndihjálp - ungböm (til eins árs aldurs) 1. Hringið strax á sjúkrabfl. 112 2. Leggðu barnið á útrétta hönd þína, hafðu höfuð barnsins í hendinni og snúðu höfðinu niður. Sláðu snöggt með flatri hönd 5 sinnum á milli herðablaða barnsins. 3. Ef barnið andar ekki snúðu því þá við og leggðu tvo fingur á bringubeinið, mitt á milli geirvartna. Þrýstu 5 sinnum hratt á bringubeinið. 4. Haldið áfram að slá á bak og þrýsta á bringubein þar til hjálpin berst. Skyndihjálp - börn (1-8 ára) 1. Hringið strax á sjúkrabfl. 112 2. Ef barnið missir meðvitund eða er meðvitundarlaust, opnaðu öndunarveg. Athugaðu öndun og aðgættu hvort þú sérð aðskotahlut. Sé svo reyndu að fjarlægja hann. Blástu 2 sinnum. 3. Þrýstu á bringubein barnsins með annarri hendi, um það bil 2,5 - 4 cm niður. 4. Blástu einu sinni og hnoðaðu 5 sinnum tii skiptis, eða þar til hjálp berst. ti fyrir börn ■ Allt sælgæti stærra en 2 cm í þvermál ætti að varast. Seigt sælgæti, s.s. gúmmí og lakkrís, getur lagst yfir og lokað fyrir öndunarveg. Hart og/eða kúlulaga sælgæti, s.s. brjóstsykur, karamellur og tyggjókúlur, getur hrokkið ofan í kok og lokað fyrir öndunarveg. Sumu sælgæti fylgja lítil leikföng sem hæfa ekki börnum yngri en 3 ára og eru þau merkt með þessu merki: Hafið eftirfarandi í huga þegar börn borða sælgæti © Varist að skilja börn eftir ein meðan þau borða. © Hafið það fyrir reglu að borða ekki í bíl. Ef það stendur í barni meðan á akstri stendur getur þú ekki aðstoðað það. © Gangið ætíð úr skugga um að sælgætið sem barnið neytir hæfi aldri þess og þroska. © Mikilvægt er að fylgjast með því að barnið setji ekki of mikið upp í munninn í einu. © Blandið aldrei saman leikföngum og sælgæti. © Best er að barn sé kyrrt þegar það borðar. © Best er að barnið sitji upprétt meðan það drekkur og borðar. Þorláksmessu skata Fyrstir koma, fyrstir fá I Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Nýbakað rúgbrauð Verðmerkingar í sýningargluggum í desember % TKSSIS Laugavegur-Kringlan Óverðmerkt □ Verðm. áfátt □ Verðm. í lagi 1999 2000 Laugavegur 1999 2000 Kringlan Betur staðið að verð- merkingum en áður í byrjun síðustu viku vora 76% versl- ana í Kringlunni með óaðfinnanlegar verðmerkingar í sýningargluggum og 69% verslana við Laugaveg. Þetta kom í ljós þegar Samkeppn- isstofnun kannaði ástand verðmerk- inga í sýningargluggum 375 verslana á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir jólin. Að sögn Kristínar Færseth, deildar- stjóra hjá Samkeppnisstofnun, sýnir heildarniðurstaðan að verðmerking- ar voru í lagi í 72% tilvika sem er mun betri niðurstaða en fyrir sl. jól en þá voru verðmerkingar einungis í lagi í 37% tilvika. Ef litið er á Lauga- veginn og Kringluna má sjá að mikil breyting hefur orðið til batnaðar frá sama tíma í fyrra. Þegar Kristín er spurð hvað hún telji að skýri þessar breytingar frá því í fyrra segir hún að án efa eigi mikinn hlut að máli lagabreytingin sem varð á samkeppnislögunum hinn 6. desember sl. Samkvæmt breytingunum er Samkeppnisstofnun heimilt að beita fjársektum til að koma verðmerking- um í betra horf. Morgunblaðið/Ásdís Öll sýni af tilbúnum fiskréttum sem rannsökuð voru reyndust af full- nægjandi gæðum og gat starfsfólk fiskbúða jafnframt gefið viðhlýt- andi leiðbeiningar um eidun ef þess var óskað. Tilbúnir fiskréttir full- nægjandi að gæðum FISKBUÐIR í Reykjavík virða góða framleiðsluhætti í meðferð tilbúinna fiskrétta að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur fyi'ir skömmu. Öll sýnin sem rannsökuð voru reyndust af fullnægjandi gæðum og gat starfsfólk fiskbúðanna jafn- framt gefið viðhlýtandi leiðbeining- ar um eldun ef þess var óskað. Sjö af fimmtán fiskbúðum í Reykjavík reyndust bjóða upp á tilbúna fiskrétti. Það vora Fisk- búðin við Sundlaugaveg, Fiskbúðin Vör á Höfðabakka, Fiskbúðin Haf- berg í Gnoðarvogi, Fiskbúðin okk- ar í Álfheimum, Fiskbúðin Árbjörg við Hringbraut, Fiskbúðin við Net- hyl og Stjörnufiskur við Háaleit- isbraut. Að sögn Ágústs Thorstensen, heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur, var tekið eitt sýni í hverri fiskbúð og vora sýnin rannsökuð með tilliti til heildar- gerlafjölda, kólígerlafjölda, saur- kóligerlafjölda, fjölda staphylococ- cus aureus auk fjölda kuldaþolinna gerla. Ennfremur var könnuð lykt sýn- is og útlit þess og jafnframt gengið úr skugga um að starfsfólk gæti gefið fullnægjandi leiðbeiningar um eldun. „Ef heildargerlafjöldi er yfir við- miðunarmörkum telst varan hafa lítið geymsluþol,“ segir Ágúst. „Ef kólí- eða saukólígerlafjöldi er yfir viðmiðunarmörkum benda niður- stöður til þess, að um mikla meng- un hráefnis sé að ræða eða lélegt hreinlæti við vinnslu og/eða með- ferð vörunnar. Ef mikið er af stap- hylococcus aureus í vöranni má rekja það til ófullnægjandi per- sónulegs hreinlætis starfsfólks og einnig getur skapast hætta á mat- areitrun ef hitameðferð er ekki rétt. Öll sýnin sem rannsökuð voru reyndust hins vegar af fullnægj- andi gæðum þ.e. í söluhæfu ástandi miðað við viðmiðunarreglur." Hýasintuskreytingar - Jólagjafir Kertaskreytingar Opið til kl. 22 til jóla Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.