Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stærsta sænska símfyrirtækið fær ekki að setja upp nýtt farsímakerfí Staða viðskiptaráðherrans og stjórnenda Telia veikist Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Kohl fær tyrkneska tengda- dóttur HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, gerði sér um helgina ferð til Istanbúl í Tyrklandi til að biðja fjölskyldu kærustu sonar sins að leggja blessun sína yfir trúlofun parsins. Samkvæmt frásögn tyrkneska dagblaðsins HUrriyet samþykkti faðir brúðarinnar tilvonandi ráðahaginn og dró þá Kohl eldri hringa á fingur hinum trúlofuðu, í samræmi við tyrkneska hefð, þar sem hann er höfuð fjölskyldu hins væntanlega brúðguma. Peter Kohl, sem er 35 ára, og Elif Sozen, sem er þremur árum yngri, kynntust er þau voru bæði í námi við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkj- unum fyrir um áratug. Þau hafa verið par í nokkur ár og búa nú í Lundúnum. Að sögn Hiirriyet verður brúðkaupið í apríl. GENGI hlutabréfa í sænska símfyr- irtækinu Telia féll í gær um 15% í kjölfar þess að sænska póst- og símamálastofnunin hafnaði umsókn þess um að setja upp nýtt UMTS- net fyrir þriðju kynslóð farsíma. Stofnunin tilkynnti um ákvörðun sína á laugardag og hefur hún vakið hörð viðbrögð, bæði hjá Telia og ut- an fyrirtækisins. Hafa stjómmála- menn krafið viðskiptaráðherrann, Bjöm Rosengren, skýringa á því hvers vegna Telia misreiknaði sig svo hrapallega í málinu en staða hans og stjórnenda fyrirtækisins hefur veikst mjög vegna málsins. Telia er hið gamla opinbera sím- fyrirtæki Svía og á ríkið enn ríflega helmingshlut í því. Telia er enn lang- stærsta símafyrirtæki Svíþjóðar og ræður yfir 52% farsímamarkaðsins. Það var því talið gefið að fyrirtækið yrði eitt fjögurra sem yrði úthlutað leyfum til að byggja upp nýtt dreifi- kerfi fyrir UMTS-kerfi, eða hina svokölluðu þríðju kynslóð farsíma. Er póst- og símamálastofnunin tilkynnti ákvörðun sína kom annað á daginn. Forstöðumaður hennar, Nils Gunnar Billinger, lýsti því yfir að umsókn Telia uppfyllti einfald- lega ekki kröfur stofnunarinnar; dreifikerfið sem fyrirtækið hygðist nota væri götótt í borgum, bæjum og á landsbyggðinni. Þá lagði Telia til að hraðinn á Netinu yrði aðeins 32 kbit á sekúndu sem er mun lægra en þau 56 kbit á sekúndu sem fást í gagnaflutningum í gegnum módem á heimatölvu. Niðurstaðan varð því sú að Europolitan, Netcom/Comviq (Tele2), Orange og HI3G var úthlut- að leyfunum. Framkvæmdastjóra Telia, Mari- anne Nivert, var greinilega brugðið er niðurstaðan lá fyrir. Sagði hún hana „algerlega óskiljanlega. Þetta mun seinka UMTS í Svíþjóð, þetta kemur niður á öllu landinu," sagði hún. Yfirmaður farsímadeildar Telia tók í sama streng, benti á að Telia hefði verið brautryðjandi í að byggja upp sænska farsímakerfið og lýsti efasemdum um tæknilega getu póst- og símamálastofnunarinnar. Aðrir hafa hins vegar ekki tekið undir með Telia en spyrja þess í stað hvað hafi farið úrskeiðis hjá fyrirtækinu. Ólán Telia ríður ekki við einteym- ing, fyrir réttu ári var hætt við sam- runa þess og hins norska Telenor vegna ágreinings um túlkun samn- ings fyrirtækjanna. Nú hefur verð á hlutabréfum í fyrirtækinu lækkað um 15% vegna úrskurðar póst- og símamálastofnunarinnar og hætt er við að hitna fari undir stjórnendum fyrirtækisins, og jafnvel viðskipta- ráðherranum, sem stóð fyrir mikilli herferð er hluti fyrirtækisins var einkavæddur til að fá almenning til að kaupa hlut. Um 900.000 Svíar keyptu en sjá nú eftir öllu saman, enda hafa þeir tapað jafnt og þétt á kaupunum. Hver hlutur var seldur á 85 kr. sænskar en Bo Lundgren, leiðtogi hægrimanna, hefur krafist þess að viðskiptaráðherrann geri grein fyrii' því, og sakar ráðherrann um að hafa ekki gætt hagsmuna eig- enda Telia, þ.e. almennings og aðrir stjórnarandstæðingar taka undir með honum. Segir Mats Odell, leið- togi Kristilegra demókrata, að tak- ist fyrirtækinu ekki að bæta hlut- höfum tjónið sem þeir hafi orðið fyrir, hljóti stjórnin að verða að fara frá. AP Helmut Kohl ásamt tilvonandi tengdadóttur sinni Elif Sozen, Iengst t.v., Kemal Sozen, föður hennar, 2. f.h., systur hennar Asli Sozen, lengst t.h., og sonum sinum Walter og Peter Kohl, 1. og 2. f.h. í aftari röð. Borgaraflokkarnir auka enn fylgi sitt í Danmörku Lagt að Nyrup að segja af sér embætti Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VÆRI gengið til þingkosninga í Danmörku myndu borgaraflokk- arnir geta myndað meirihluta- stjórn. Flestir borgaralegu flokk- arnir auka fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir BT. Venstre yrði stærsti fiokk- urinn og Danski þjóðarflokkurinn, sem byggir stefnu sína einkum á andúð á innflytjendum, yrði þriðji stærsti flokkur landsins. Fylgishrun Jafnaðarmanna hef- ur stöðvast samkvæmt könnuninni en að margra mati of seint. Önnur skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Politiken, leiðir í Ijós að þeir kjósendur sem sagt hafa skil- ið við flokkinn bera einkum við óánægju með leiðtoga hans, Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra. Leggur leiðara- höfundur blaðs- ins hart að hon- um að láta öðrum eftir að leiða flokkinn. Alls eru 179 sæti á danska þinginu og myndu borgaraflokk- arnir fá yfir 100 sæti. Flestum næðu þeir frá Jafnaðarmönnum Poul Nyrup Rasmussen sem hafa tapaðlfi sætum miðað við síðustu þingkosningar en þá hlaut flokkurinn 63 þingsæti. Fylgi jafn- aðarmanna þokast reyndar örlítið upp miðað við síðustu skoðana- könnun sem gerð var í nóvember. Venstre myndi bæta við sig 9 sæt- um og hljóta 51 þingmann, og Danski þjóðarflokkurinn myndi bæta við sig 11 sætum, hlyti 24 þingsæti og yrði þar með þriðji stærsti flokkurinn. íhaldsflokknum hefur ekki tek- ist að nýta sér fylgishrun Jafn- aðarmanna og stendur í stað. Flokknum refsað fyrir slæman leiðtoga Mið-demókratar myndu tapa helmingi átta þingsæta og Sósíal- íski þjóðarflokkurinn myndi bæta þremur við sig en hafa hins vegar tapað þó nokkru fylgi frá því nóv- ember er flokkurinn naut enn góðs af niðurstöðu þjóðaratvæðisins um evruna. Jafnaðarmannaflokkurinn tekur nú út refsingu sína fyrir slæman leiðtoga að mati Politiken. Blaðið lét gera skoðanakönnun á meðal kjósenda sem sagt hafa skilið við flokkinn og kemur í ljós að óá- nægjan er ekki með skattastefn- una, Evrópumálin eða innflytj- endamál, heldur leiðtogann. 12% segja Nyrup slæman leiðtoga, 3% nefna brostin loforð. Þá nefna 14% að flokkurinn standi ekki við gefin loforð og 20% telja flokkinn ekki trúan jafnaðarstefnunni. Önnur at- riði vega minna í skoðanakönn- uninni. Óskapleg þreyta hjá kjósendum Politiken, sem hefur að jafnaði verið hallt undir Jafnaðarmanna- flokkinn, kemst að þeirri niður- stöðu að óskapleg þreyta einkenni afstöðu kjósenda til 9 ára stjórn- artíðar Nyrups. Klykkir leiðarahöfundurinn út með að segja að hann „myndi gera landinu, stjórninni, flokkum og sjálfum sér greiða ef hann nefndi daginn sem hann hyggst láta af störfum. Hann á skilið að velja dagsetninguna sjálfur. Vonandi verður hún í ekki of fjarlægri framtíð.“ Mannskæður hvirfilbylur TÓLF manns létu lífíð er hvirfil- bylur gekk yfír hluta Alabama-ríkis í Bandaríkjunum á laugardag, ell- efu íbúar Tuscaloosa-borgar - þar á meðal ungabam sem fannst í rúst- um eins hússins sem á vegi bylsins varð - og einn íbúi bæjarins Geneva sem er aðeins sunnar. Að minnsta kosti 75 manns slösuðust í bylj- unum. Sterkasti skýstrokkurinn sem fylgdi hvirfilbylnum var flokkaður sem F-4 á styrkleikaskala sem nær upp í F-5. Vindhraði í F-4-ský- strokkum er á bilinu 333 km/klst til 418 km/klst. Mun þetta vera sterk- asti skýstrokkur sem gengið hefur yfir Alabama í 50 ár. I hvirfilbylnum var hitastigið yfir 20° á celsíus, en á nokkrum klukku- tímum eftir að hann var genginn yf- ir féll hitinn niður í 7° frost. Er þetta mesta hitabreyting á svo stuttum tfrna sem mælzt hefur á þessu landsvæði. Ollu þessi veðra- brigði m.a. því, að rafmagn fdr af 57.000 heimiium til skamms tima. Fdru í öruggasta herbergið Pétur Guðmundsson býr ásamt eiginkonu sinni, Elísabetu Pálma- déttur, og fjórum börnum, í Tusca- loosa. „Þessi [bylur] var alveg hræðilegur og er víst sá versti sfðan 1932,“ sagði Pétur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins á sunnu- Ibúar við Bear-Creek-veg í Tuscaloosa, þar sem eyðileggingin varð mest, virða fyrir sér afleiðingar veðursins. dag. Hann segir að allir verði nokk- uð skelkaðir þegar von er á ský- strokkum. „Þegar viðvörun er gefin út för- um við strax inn í öruggasta her- bergi hússins sem er baðherbergið. Við förum í ské og föt ef það skyldi eitthvað fjúka ofan af okkur. Við tökum líka stéra dýnu með okkur til þess að verja okkur gegn því ef eitthvað skyldi hrynja ofan á okk- ur,“ sagði Pétur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.