Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 31 Palesínskir foreldrar senda Arafat áskorun Börnum verði ekki att í fremstu víglínu Jerúsalem. The Daily Telegjaph. PALESTÍNSKIR foreldrar hafa fengið nóg af því að horfa upp á börn sín láta lífið í átökum við ísraelska hermenn og hafa nú fordæmt palest- ínska leiðtoga fyrir að stilla börnun- um upp í fremstu víglínu. Ein deild Kvennasambands Pal- estínu í bænum Tulkarm á Vestur- bakkanum hefur ritað bréf til Yass- ers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, þar sem segir m.a.: „Börnin okkar eru send út á göturn- ar þar sem þau mæta þungvopnuð- um, ísraelskum hermönnum. Við hvetjum þig til að gefa lögreglu- mönnum þínum fyrirmæli um að hætta að senda saklaus böm út í op- inn dauðann.“ Israelskir embættismenn hafa ítrekað sakað leiðtoga Palestínu- manna um að nota böm til að koma fram áróðri í vestrænum og palest- ínskum fjölmiðlum. Segja þeir herskáa palestínumenn fara með börnin að varðstöðvum ísraelska hersins og láta þau hafa grjót og bensínsprengju til að henda að her- mönnunum. Um bil 40 palestínsk börn hafa látið lífið síðan síðasta óaldarlotan braust út í lok septem- ber. Bréfið frá konunum í Tulkarm virðist staðfesta ásakanir ísraela. Á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna á Gasa og Vesturbakkanum voga fáir sér að gagnrýna þessa mis- notkun, að því er virðist, á börnunum og hafa öryggissveitir Arafats haft í hótunum við á sem hafa andmælt. Vísbendingar um að spreng- ing hafí grandað Estoniu SAMKVÆMT niðurstöðum rann- sókna óháðra rannsóknastofa í Þýzkalandi og Bandaríkjunum á málmbútum úr flaki Eystrasaltsferj- unnar Estoniu, sem fórst árið 1994 og 852 farþegar með henni, er líklegt að sprenging hafi gi-andað skipinu. Var greint frá þessu í brezka blaðinu Independent um helgina. Málmbútarnir sem rannsakaðir voru eru sýni sem tekin voru úr skip- inu - nánar tiltekið úr þeim hluta ferjunnar sem næstur er stefnisop- inu - í umdeildum köfunarleiðangri í sumar sem leið, sem gerður var út af fólki sem tortryggir niðurstöður op- inberrar rannsóknaskýrslu sem birt var um slysið árið 1997. Leiðangur- inn var fjármagnaður af bandaríska auðkýfingnum Greg Bemis. Kurt Ziegler, talsmaður efnarann- sóknastofu þýzka sambandslandsins Brandenburg, tjáði Independent að á málmbútunum úr Estoniu hefðu fundizt ummerki sem væru dæmi- gerð fyrir skemmdir sem yrðu er plastsprengiefni springur - Semtex eða Hexa Composite - en þessi efni munu vera sérhönnuð til að eyði- leggja málm. Að sögn Peters Holtappels, lög- manns Meyer-skipasmíðastöðvar- innar sem smíðaði ferjuna, eru þess- ar niðurstöðu „týndi hlekkurinn" í því að færa sönnur á að sprenging hafi grandað skipinu, ekki hönnunar- galli eins og fullyrt er í niðurstöðum opinberu skýrslunnar frá 1997. í rannsókn sem skipasmíðastöðin stóð sjálf fyrir segja níu manns af þeim 137 sem lifðu slysið af, að þeir hafi heyrt mikinn hvell um kl. 1 eftir mið- nætti, rétt áður en ferjan sökk. Mun allt þetta fólk hafa verið á mismun- andi stöðum í skipinu. Nefndu sprengjuhótanir Jutta Rabe, þýzkur sjónvarps- þáttaframleiðandi sem átti stóran þátt í að skipuleggja köfunarleiðang- urinn niður að flaki Estoniu sl. sum- ar, fullyrðir að sænsk siglingamála- yfirvöld og forstjóri útgerðarfélags Estoniu hafi strax eftir að ferjan fórst talað um sprengjuhótanir. Og að „ungur eistneskur stýrimaður, Paavo Pruul, sem var á vakt á þjálf- unarskipinu Lindu í Tallinn-höfn, heyrði talstöðvarsamræður milli hafnarstjórans og manna í brúnni á Estoniu. Þeir töluðu um sprengjuleit og að þeim hefði ekki tekizt að finna neitt“. Eiginleiki kvenna Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Grafarvogi, Hagkaup Smáranum, Lyf og heilsa, Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu, Hafnarstræti, Akureyri. Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri. Nýi ilmurinn frá Estée Lauder iNTU-ÍTlON ESTEE LAUDER ► Mikil verðlækkun ► Mikið úrval bíla Uppítökubílar frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. ► Fyrsta afborgun f apríi 2001 ►Afhending f dag OPIÐ’ Mán.-fös. 09-18 Lau. 12-17 BORGAR- BÍLASALAN Grensásvegi 11 ■ Sími 588 5300 www.ih.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.