Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Knæpur og kraftaverk FORSÍÐUNA prýðir mynd af dökkklæddum manni. Hann situr með rauðvínsglas í hendi, dreggjarnar einar eftir. Eina birtan í myrku umhverfi kemur að of- an, úr háum glugga í bakgrunni mynd- arinnar. „Þetta er skot dr kvikmynd Ermanno Olmi segir Jóhannes Helgi, þýðandi Sög- unnar af heilaga drykkjumanninum eftir Austurríkismanninn Jo- seph Roth, sem fyrr- nefnd kvikmynd er byggð á og hlaut gullpálmann f Feneyjum 1988. Ljósglætunni frá glugganum slær á tekið andlit mannsins og glasið 1 hendi hans. „Eg sá þessa kvikmynd fyrir nokkrum árum og hreifst af hcnni. Svo hagar tilviljunin því svo til að bókin á frummálinu liggur í fyrra á skrifborðinu hjá mér. Þá hafði eldri sonur minn krækt einhversstaðar í hana og lagt hana þarna frá sér að lestri loknum. Eg las hana þá og af því að hún skírskotaði sterkt til mín ákvað ég að islenska hana.“ Roth var af gyðingaættum og fæddist árið 1894 í austurrísk- ungverska keisaradæminu. Hann barðist sem liðsforingi í heimsstyij- öldinni fyrri og mörg verka hans fjalla um víðtækar afleiðingar striðsins og þ.á m. upplausn keis- aradæmisins. í bókum Roth gætir víða söknuðar eftir stöðugleika, mannúðlegu stjórnkerfi og um- burðarlyndi í garð ólíkra kynþátta sem í landinu bjuggu, en Radetzky- marsch er frægasta verk höfundar. Roth lést á 45. aldursári í París árið 1939. Þangað flúði hann 1938, þeg- ar Hitler innlimaði Austurríki í Þriðja ríkið. í París framdi Roth óbeint sjálfsmorð með því að drekka sig í hel og varð þjáningarfullur dauðdagi hlutskipti hans. Hann var því ekki bænheyrður um þann hæga og fagra dauðdaga sem hann í lok Die Legende vom heiligen Trinker, eins og bókin heitir á frummálinu, biður Guð að gefa öllum drykkjumönnum. Um vinnubrögð við þýðingar segir Jó- hannes: „Kenningin um fylgispekt við frumtexta er góðra gjalda verð sem slík, sér í lagi um fræðirit. En sá sem þýðir skáldverk verður að hafa sjónbetra augað á anda verks- ins og gera sér grein fyrir hvaða blæbrigði hinn erlendi höfundur hefði valið ef hann hefði átt að móð- urmáli það tungumál sem verið er að þýða á. Drykkjumaðurinn er Andreas, gíska orðið yfír mann. “ Andreas þessi er einn þeirra ólánsmanna sem draga fram lífið undir brúnum yfir Signu. Kvöld eitt þegar silfurlit Ijóskerin á brúnum yfír Signu skarta sínu fegursta og boða komu hinnar glaðværu nætur Parísar, mætir Andreas í rökkrinu við árbakkann rosknum manni og auðsjáanlega ríkum. Aðkomumað- ur býður Andreas peninga til að freista þess að koma honum á rétt- an kjöl. Andreas þiggur féð með þeirri kvöð að hann eigi við hent- ugleika að endurgreiða féð presti í kirkju einni sem geymir líkneski af heilagri Theresu, en líkneskið er talið geta gert kraftaverk á þjáðu fólki. „Ja, syndin er lævís og lipur og örsnauðum manni skyndilega með fullar hendur fjár bíður freisting í hveiju spori,“ segir Jóhannes Helgi. „Ekki bætir úr skák að á Andreas hlaðast enn meiri ijár- munir fyrir tilstilli röð „krafta- verka“, getum við sagt. Andreas er á leið upp þjóðfélagsstigann, í Ijós- ið, hreinlætið og munaðinn og nýt- ur í krafti fjárins ástar, vináttu og ómældra drykkjarfanga. Efndirnar á endurgreiðslunni í nafni heil- agrar Theresu, sem átti að vekja hjá honum sjálfsvirðingu og ábyrgðartilfínningu, verður ein forkostuleg hrakfallasaga sem í felst kaldhæðið sjónarhorn á þjóð- félagið og mannlegt eðli, í bland við sálfræðilegt innsæi höfundar og ósvikna hlýju í garð hinna bág- stöddu í samfélaginu. En þótt sag- an endi með dramatískum hætti í kirkjunni, fer ekki milli mála, þeg- ar allt kemur til alls, að Andreas er heiðarlegur inn við beinið. Ég held að þessi saga láti engan ósnort- inn... „Vín og konur urðu helstu fóta- kefli Andreas og féfléttu hann? „Þar ýttirðu á lipran takka. Fyr- irgefðu mér útúrdúrinn. Þær konur sem borið hafa fyrir augu mín á langri ævi standast engan sam- anburð við íslenska kvenþjóð, hvorki í fasi, viðmóti né að greind. Flæktist ég þó víða um lönd sem ungur sjómaður og ferðalangur og hef auk þess verið búsettur á annan áratug í fjórum löndum. Ég hef margoft þrætt París, London, Berl- ín, Barcelona, Osló, Kaupmanna- höfn, Edinborg, Istanbúl, Róm, Luxembourg o.s.frv. Ég get talið á fingrum mér þær konur sem þar hafa orðið á vegi mínum og heillað mig, að Barcelona undanskyldri. Eitt skemmtilegt dæmi: Ég furðaði mig á því þegar ég bjó í Luxem- Jóhannes Helgi bourg að sjá ekki eina einustu fal- lega konu fyrir utan þær íslensku sem bjuggu þar — uns dag einn að þijár stórfallegar stúlkur koma gangandi á móti mér í miðbænum. Mikið var, sagði ég við sjálfan mig, en þegar ég gekk fram hjá þeim heyrði égá tal þeirra, þær töluðu íslensku. I annan tima var ég að aka niður Rue Royale og sá þá á gangstéttinni framundan stúlku í lúxembúrgiskum klæðnaði, hár skutur, fallegur lima- og höf- uðburður. Mikið var! Ég hægði á bifreiðinni til að sjá andlitið. Það var þá andlit Gilitruttar. Víking- arnir hafa sem sé haft háþróaðan smekk og á ég þá ekki aðeins við ytra útlit. Með sjálfsöryggi þess manns sem veit af pen- ingum í vasa sínum pantaði Andreas einn pernod og hann drakk hann með til- burðum manns sem mikið hefur drukkið um ævina. Hann drakk ann- an og þann þriðja og vatnsþynnti drykkinn minna með hveiju glasi. Og þegar enn einn kom á borðið vissi hann ekki hvort hann hefði drukkið tvo, fjóra eða sex. Auk þess mundi hann ekki lengur hvers vegna hann var staddur á þessari krá og í þessu hverfi. Hann vissi einungis að það var einhver skylda, einhver heiðurs- skylda sem hann átti að gegna og greiddi reikninginn, reis á fætur, og gekk furðu öruggum skrefum út um dymar og þá blasti kapellan við hon- um og þá áttaði hann sig strax á hvar hann var staddur og til hvers. Hann var að stíga fyrsta skrefið í áttina til kapellunnar þegar hann heyrði nafn sitt kallað. “Andreas! hrópaði rödd, kvenrödd - sem kom úr löngu liðn- um tíma. Hann staldraði við, sveigði höfuðið í þá átt sem hljóðið kom úr og bar strax kennsl á andlitið... Úr Sögunni af Heilaga drykkjumaiminum Vetrarmynd í Listasal Man NU stendur yfir í Listasal Man, Skólavörðustíg 14, samsýning þriggja myndlistarkvenna, þeirra: Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, Guðrúnar Krist- jánsdóttur og Kristínar Jóns- dóttur frá Munkaþverá. Þær nefna sýningu sína Vetrar- mynd. Sýningin stendur til 15. janú- ar. 1 i -2000 Þriðjud. 19. des. HAFNARHÚSiÐ KL. 17 Reykjavfk f öðru Ijósi Frumsýning á sjónvarpskvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Borgin er skoðuð í nýju Ijósi og spurningum og skemmtilegum möguleikum, sem snerta þróun Reykjavíkur, er velt upp. Hvað réi því að Reykjavík lítur út eins og hún birtist okkurnú við alda- mótin? Hvernig liti hún út efrás sög- unnarhefði verið önnur, efsetulið Breta hefði ekki byggt flugvöll í Vatnsmýrinni eða ef byggðir hefðu verið skýjakljúfar í kringum Kvosina eða brýr lagðar út í eyjarnar á sund- unum og byggðin þróast þangað? Myndin leitastjafnframt við að svara þvíhvaða áhrifþað hefði haft ef skipulagshugmyndum manna á borð við Einar Bendiktsson, Jóhannes Kjarval, Guðjón Samúelsson ogÞórð Benediktsson hefði verið hrint í fram- kvæmd. Myndin verður sýnd í Sjón- varpinu 30. desember. Liöur í Stjörnuhátíð menningarborg- arinnar. HAUST jr .pWr Æ &S38S f M SLYSAVARNAFELAGSINS LANDSBJARGAR Dregið var 15. desember 2000 og komu vinningar á eftirtalin númer: Nissan Almera frá Ingvari Helgasyni kr. 1.560.000 139448 Fartölvur frá Nýherja m/ 14" skjá kr. 200.000 5551 21211 48380 66035 72557 74251 111225 151058 169513 181353 16176 27148 53150 68976 73006 86842 127019 158550 176718 184172 19527 37724 58383 70099 73532 94852 140173 166417 181083 188195 Fartölvurfrá Nýherja m/12” skjá kr. 173.000 4878 13579 23387 32444 66792 83785 119861 141028 172687 181237 9377 15692 24359 33418 68410 103142 136349 148020 172900 181425 12356 20701 29371 40245 76382 105201 140111 151331 178213 182347 Ferb fyrir tvo til Dublin kr. 70.000 79 25729 40007 1228 26065 41369 2263 26262 41760 3033 26308 41967 6244 27327 43057 6305 28065 43566 6514 28069 43883 7718 28641 45494 7980 28740 45538 8549 29108 45991 8581 31682 46618 8653 32795 46919 9462 33941 47868 17644 34595 48206 18636 35057 49281 19332 35333 50082 20984 38052 50511 21546 39680 51189 23410 39767 51426 23443 39949 51872 53632 81088 96393 53792 81289 97046 54622 81422 99414 55172 83328 99851 55633 83453 101154 58891 86088 102114 61440 86241 102118 64517 87019 102588 64892 87370 102741 68233 88503 102871 71013 88607 103164 71230 89807 103796 72591 91516 105070 72718 92409 105217 73469 92703 105553 74520 92791 106524 75320 93467 108851 75873 93661 109880 77997 94184 116849 79677 95698 118635 119604 131008 119635 132298 120658 133550 121726 134026 122493 135661 122526 137007 122847 137620 123219 137629 123371 137903 123482 140498 123970 143402 124831 145285 125904 147194 127930 150086 127934 150324 128340 151131 129773 152378 130348 154001 130784 154023 130917 154805 155597 173372 155916 174532 157690 176790 158464 180426 158593 180855 159146 181634 160135 183040 160315 185279 161863 185345 162342 185518 162729 185763 162802 185999 164254 186657 164764 186753 165140 187229 166403 187800 169000 188616 171056 188969 172672 189351 173071 189583 Páskaferb ab eigin vali kr. 150 kr 150.000 7531 34187 49049 60870 74591 90819 145678 166733 188530 28921 36738 57586 62799 76555 128214 162304 168412 31410 39953 58372 62806 86522 141672 166342 179745 Ferb fýrir tvo til Kanarí kr. 165.000 6807 19807 30345 53243 82694 112973 117364 126908 150753 164989 9283 20378 47191 57783 89771 113503 125939 137089 164572 186161 Viku skibaferb fyrir tvo til Ítalíu kr. 190.000 43720 47815 64618 90116 106750115772 136360 146166170689 189724 Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar öllum þeim sem veittu félaginu stuðning. Upplýsingasíminn er 552 0535 t+) SLYSAVARNAFÉLflGIÐ LANDSBJÖRG Heilstæður hljómur o g fallegar tónhendingar TÖIVLIST Hallgrímskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur söng jólalög frá ýmsum löndum undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar. Einleik- arar vom Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Orn Pálsson á trompett. Einsöngvari var Hulda Björk Garð- arsdóttir og orgelleikari Hörður Áskelsson. Laugardagurinn 16. desember, 2000. MARGVÍSLEG tónlist er til, sem tengist jólahátíðinni, alvarleg kirkjuleg tónverk, sálmar, einföld sönglög, meira og minna ætluð til samsöngs og svo barnalög, sem oft eru nefnd einu nafni jólasöngvar. Allt eru þetta fallegar tónsmíðar, svo sem vera ber, vegna tilefnisins en mjög mis kröfuhörð um getu flytjenda. Efnisskráin hjá Karlakór Reykjavíkur var mjög smekklega uppsett og hófst á Alta trinita beata, ítölsku lagi frá 14. öld, sem var sungið sem inngöngulag og mjög fallega. Eitt af meistaraverk- um eftir J.S. Bach, á sviði orgel- forspila, er Slá þú hjartans hörpu- strengi, þar sem samspil orgels og/eða hljómsveitar, er sérstakt tónverk og myndar kontrapunkt- ískt mótvægi við sálminn. Um er að ræða sérstakt form, sem Bach útfærði oft á meistaralegan máta og af svo mikill snilld, að enginn hefur eftir leikið með jafn áhrifa- miklum hætti. Þetta listaverk, sem oft er flutt og misvel, var að þessu sinni mjög fallega flutt, bæði af kór, undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar og orgelleikara, sem var Hörður Askelsson. Næsta lag var, Dagur er nærri, eftir Handel, við texta eftir Kristján Val Ingólfsson og var þetta fallega tónverk mjög vel sungið. Þitt lof, ó, Drottinn, eft- ir Beethoven, er samið sem ein- söngslag og er píanóundirleikurinn af hálfu Beethovens mjög hljóm- rænn og „söngst“ þessi umritun, eftir ónefndan, sérlega vel og var lagið mjög áhrifamikið í frábærri og tignarlegri túlkun kórsins. Tvö meistarverk fylgdu á eftir, Locus iste, eftir Bruckner, og Heilig, heil- ig, eftir Schubert, og í báðum lög- unum en þó sérstaklega í lagi Schuberts söng kórinn afbui-ða vel og var sá flutningur hápunkturinn á sérlega stemmningsríkum og há- tíðlegum tónleikum. Næstu viðfangsefni voru falleg jólalög, Nú ljóma aftur ljósin skær, eftir Köhler og Jól, jól, skínandi skær, eftir Nordquist. í lagi Köhl- ers söng Karl Jóhann Jónsson ein- söng og gerði það nokkuð vel. Tón- skáld af gamla skólanum og sænskur, Otto Emanuel Olsson 1897-1964 (með tveimur essum, samkvæmt Bonniers Musiklex- ikon), hefur á síðari árum verið mikið fluttur og kemur þá í ljós, að hann var býsna gott tónskáld. Eftir Olsson söng kórinn Lyftið sálum hátt til hæða, við texta Reynis Guðsteinssonar, og komu þar að verki trompettleikaranir Ás- geir H. Steingrímsson og Eiríkur Orn Pálsson, ásamt orgelleikaran- um Herði Áskelssyni, þetta lag var mjög vel flutt og þeir Ásgeir og Ei- ríkur, ásamt Herði, fluttu síðan hið fræga Te Deum, eftir franska tón- skáldið Mark Antoine Carpentier (1634-1704), af miklum glæsibrag. Ung söngkona, Hulda Björk Garðarsdóttir söng Ave Maríuna, eftir Sigvalda Kaldalóns, og Ó, helga nótt, eftir A. Adam, og gerði það mjög vel og var lag Sigvalda sérstaklega fallega mótað. Eitt tónverk kom á óvart og það var Kyrie, eftir einhvern Konstantin Túrnpu (1865-1927), fallegt konstrapunktískt tónverk, er var frábærlega vel flutt og með sömu stemmningu og heyra mátti á fyrri hluta efnisskrár kórsins. Let the bright Seraphim, eftir Handel, er eitt af stærri einsöngs- atriðum óratoríunnar Samson og var arían á margan hátt vel sungin af Huldu Björk. Eitt af stemmn- ingsríkustu lögum tónleikanna var hollenska þakkarbænin, Vér biðj- um þig, Drottinn, við texta eftir Óskar Ingimarsson og lauk tónleik- unum í raun með ágætri útsetn- ingu eftir Hans Lundgren á sálm- inum Fögur er foldin, en lokaverk tónleikanna var samsöngur kórs og kirkjugesta á sálmi eftir Johann Crúger, Nú gjaldi Guði þökk. Það sem var athyglisvert varð- andi tónleika Karlakórs Reykjavík- ur í Hallgrímskirkju sl. laugardag var sérlega heilstæður hljómur og áhrifamiklar styrkleikabreytingar, frá hinu veikasta að voldugum samhljómi, sem var sérlega áhrifa- mikill í lagi Beethovens, ásamt fal- lega mótuðum tónhendingum, sem einnig gat að heyra í lögunum eftir Bruckner og Schubert. Þeir sem og áttu stóran þátt í að gera þessa tónleika áhrifaríka með frábærum flutningi voru auk kórs og stjórn- anda hans, Friðriks S. Kristins- sonar, trompettleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Órn Pálsson, aðaleinsöngvari tónleik- anna, Hulda Björk Garðarsdóttir og orgelleikarinn Hörður Áskels- son, sem lék listavel. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.