Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJ Ö R Ð U R LISTIR BÆKUR Sagnfræði DULSMÁL 1600-1900 Fjórtán dómar og skrá. Már Jónsson bjó til prentunar og skrifar inngang. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Háskólaútgáfan, Reylqavík 2000. 286 bis. DULSMÁL var það kallað er kon- ur fæddu barn á laun og reyndu að dylja fæðinguna með því að fyrir- koma barninu. Það var gert með ýmsum hætti. Sumar mæður aflíf- uðu böm sín þegar eftir fæðingu og reyndu að breiða yfir verknaðinn með því að grafa líkið, stinga því í gjótu, kasta því í sjóinn, og aðrar, sem fæddu úti á víðavangi, hreinlega gengu á brott og skildu líkið eftir. I sumum tilvikum var um það að ræða, að börnin fæddust andvana, önnur gátu hafa látist í fæðingunni og enn önnur létust nánast strax eft- ir fæðingu, oft vegna vanrækslu móðurinnar, sem undantekningalítið var ein til frásagnar af atburðum. Dulsmál voru tíð hér á landi á íyrri öldum, nánast ótrúlega algeng, og samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í þessari bók, fæddist bam í dulsmáli á íslandi að meðaltali þriðja hvert ár á tímabilinu 1600- 1900, og era þá vita- skuld aðeins talin þau mál sem upp komust. Hversu hátt hlutfall þau vora af heildinni vitum við ekki, en bafa- lítið vora þau æði mörg málin, sem aldrei kom- ust upp eða þagað var yfir. Konur sem fæddu börn í dulsmáli vora flestar tiltölulega ung- ar, ógiftar og fátækar. Ástæður þess að þær reyndu að dylja fæðingu vora margar en flestar munu þó hafa leiðst út í verknaðinn sökum fá- tæktar, vanþekkingar og ótta við samfélagið, ekki síst barnsfeður sína, sem margir þvinguðu þær til þessara athafna. Einstæðar mæður gátu sjaldan vænst skilnings, vel- vilja eða aðstoðar samfélagsins á fyrri öldum, hvorki á Islandi né ann- ars staðar, og vinnukonur eða ungar stúlkur, sem urðu bamshafandi af völdum húsbænda sinna, áttu fæstar von á góðu á heimlinu ef þær fæddu böm sín og reyndu að hafa þau hjá sér. Ör- vinglun og ráðaleysi réð því oft athöfnum þeirra er dró að fæð- ingu og margar munu hafa litið svo á, að möguleikar bama þeirra til sómasamlegs lífs væra hvort eð væri svo litlir að þau væra jafnvel betur komin dauð en lifandi. Á dulsmál var litið sem alvarlegan glæp og viðurlög vora hörð. Á 17. öld voru flestar konur, sem sekar voru fundnar í dulsmáli, teknar af lífi, en er leið á 18. öld var æ fleiri dauða- dómum skotið til konungsnáðar. Var þá ýmist að kóngur staðfesti dóminn eða breytti honum í langa, oftast ævilanga, refsivist sem þó var í raun lítið betri, og meirihluti þeirra kvenna sem þannig vora dæmdar lést eftir skamma hríð í fangelsi. Á fyrri hluta 19. aldar tóku viðhorf til slíkra mála að breytast veralega, refsingar vora mildaðir og jafnframt fækkaði afbrotum af þessu tagi. Væra bamsfeður í vitorði með sek- um mæðram beið þeirra tíðum þung refsins, oft dauðadómur, en margir þeirra virðast þó hafa sloppið furðu vel, jafnvel með smávægilega refs- ingu. Margvíslegar heimildir hafa varð- veist um dulsmál á íslandi og era þær flestar varðveittar í Þjóðskjala- safni. Már Jónsson sagnfræðingur hefur manna ýtarlegast kannað þessar heimildir og hann hefur veg og vanda af útgáfu þessa rits. Hann skrifar ýtarlegan og fróðlegan inn- gang um dulsmál á Islandi á tíma- bilinu 1600-1900 og lítur þar jafn- framt til rannsókna, sem gerðar hafa verið á þessu sviði í ýmsum öðr- um löndum. Þá era birtir dómar í alls fjórtán dulsmálum frá tíma- bilinu 1656-1877 og á eftir fylgir annáll dulsmála frá 1595 til 1913. í bókarlok er rækileg heimildaskrá. Allur frágangur þessarar bókar er með ágætum og að henni er góður fengur. Alltof lítið hefur verið gert af þvi á seinni áram að gefa út sögu- legar framheimildir hér á landi og vonandi að þessi útgáfa marki upp- haf að öðra meira í þeim efnum. Textar dómanna era allir prentaðir með nútímastafsetningu og eykur það almennt notagildi ritsins að mun. Er ekki að efa að margir áhugamenn um íslenska sögu munu fagna útkomu þessarar bókar þótt efni hennar sé, eðli málsins sam- kvæmt, enginn skemmtilestur. Jón Þ. Þór Fróðleg heimildaútgáfa Már Jónsson Vörður og skart MYNDLIST Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Sifjar Ægisdóttur og Helga Skj. Friðjónssonar. Listmnnahus ðfeigs, Skólavörðnstíg 5 SILFURSMÍÐ & TEIKNINGAR SIF ÆGISDÓTTIR & HELGI SKJ. FRIÐJÓNSSON Til 24. desember. Opið á verslunartíma. SKARTGRIPIR og 113 teikning- ar af vörðum era til sýnis í sýning- arsalnum á efri hæð Listmunahúss Ófeigs við Skólavörðustíg. Lista- mennirnir era Sif Ægisdóttir, sem nam gullsmíði í Lahti í Finnlandi, og Helgi Skj. Friðjónsson, en hann stundaði listnám í Maastricht í Suð- ur-Hollandi. Hið sérstæða við sýningu þeirra er hvernig Sif notar tilbúnar vörður sem landslag fyrir silfurskart sitt, meðan Helgi fyllir veggina með inn- römmuðum smáteikningum af vörð- um, en teikningar hans era varla stærri en frímerki, hver og ein. Á meðan skartgripirnir, sem era nú- tímaleg afbrigði við víravirkið til forna, liggja eins og glatað fé í nátt- úranni sem flutt hefur verið undir gler, er vörðunum stráð á veggina eins og hráviði. Þannig spegla sýnendumir sig BÆKUR Tígrisdýriö lærir að lelja Barnabók Eftir Janosch. íslensk þýðing Lydia Ósk Óskarsdóttir. Bókaútgáfan Bjartur 2000. ÞAÐ er hægt að telja allt í heim- inum og ef maður kann ekki að telja verður maður undir, kennir litli bjöminn litla tígrisdýrinu í þýsku ævintýri eftir Janosch. Fyrst kemur talan 1 því kennarinn er 1 björn og nemandinn 1 tígrisdýr. Böm sem ekki læra að telja geta náð tökum á því um leið og litla tígrisdýrið og þau sem kunna að skrifa mega færa tölur inn í þartilgerða reiti í bókinni. Þá eru stundum reikningsdæmi þar sem lítil tígrisdýr mega telja það sem dýrin í bókinni borða, svo sem fiska, kartöflur, hindber og sveppi. Maja Papæja heitir vinkona litla tígrisdýrsins og litla bjamarins og fær stundum að sofa í rúminu á milli þeirra, „því það verður að halda hita á stelpum, þær hafa engan feld“. Litla tígrisdýrið á líka enn minni vin, tígrisöndina, og dulbýr sig dag nokk- urn með pilsi, hatti og krallum og fer í skólann með Maju því það er svo gaman að læra að telja. hvor í öðram með því að byggja sýninguna upp á gegnumgangandi náttúramótífi sem krefst dálítillar landkönnunar líkt og þegar maður rekur sig áfram eftir vörðum í úfnu landslagi. Ef til vill hefðu þau Sif og Helgi mátt sýna meiri fjölbreytni innan mótífsins úr því þau vora á annað borð að slá sér saman um sal utan Eins og hendi sé veifað kann litla tígrisdýrið að telja upp að 13 og það er svo sannarlega leikur að læra. Upp kemst um litla tígrisdýrið í skólanum og allar stelpurnar kyssa það svo oft að kossamir breytast í kirsuber og síðan í litla talnaæfingu. Á leiðinni heim telur tígrisdýrið öll trén og ref að gabba gæs og kynnist núllinu þegar allt er farið og ekkert er eftir. Hann telur líka alla vini sína, gæs frænku, köttinn Mæka og Gunna frosk og gestina hjá Kvisti skógarverði og Vöndu. Á einum stað er lítill reitur fyrir stóra og litríka tölu og þegar bömin verða 31 árs geta þau flett henni upp og munað þegar þau lærðu að telja með tígr- um vörður sínar. Það er eins og verk beggja verði ákveðinni endur- tekningu að bráð. Burtséð frá því verður þeim ekki frýjað leikni og það er ef til vill meira og mikilvæg- ara atriði en streð við fjölbreytni þegar fínlegt og fágað handverk er annars vegar. Halldór Björn Runólfsson isdýrinu. „Svona mun það verða. Minningar um skemmtilegan tígris- tíma.“ Þótt sitthvað sé talið era bófar ekki taldir með, sérstaklega ekki þeir Himmi, Pimmi og Snoppungur. Úði bóndi á ofurdráttarvélinni kem- ur við sögu og nytsömu hænurnar hans og þeir sem era ekki á staðnum eru ekki taldir. Eins og ljóst má vera af framan- sögðu er sagan um talnaþroska tígr- isdýrsins hin besta skemmtun, auk þess að kenna litlum áheyrendum eða lesendum sitthvað nytsamlegt. Frábærar teikningar fylgja sögunni af litríkum persónum, textinn er þjáll og fullorðna fólkið fær sitthvað fyrir sinn snúð, þótt það kunni von- andi að telja. Því annars verður mað- ur undir í lífinu. Helga K. Einarsdóttir Skemmtilegur tígristími
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.