Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 52
?j2 PRIÐ JUDAGUR 19. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stigveldi hug- myndanna LJean Baudrillard: Vísindi, skáldskapur, vísindaskáldskapur? Franskar bókabúðir eru vandar að virð- ingu sinni. Ung af- greiðslustúlka í einni slíkri sem selur bækur frumsamdar og þýddar á ensku var spurð hvort þar væru til einhver rit eftir Baudrillard. Hún hváði og spurði, Baudelaire? Nei, sagði viðskiptavinurinn sem talaði ensku, Jean Baudrillard. Aaaa! Já, athugaðu þarna, svar- aði stúlkan og benti á hillur þar sem stóð stórum stöfum FICT- ION. Viðskiptavinurinn hrukkaði ennið efablandinn en ákvað að flækja ekki málið, þakkaði fyrir og gekk svona til málamynda í átt að hillunum sem samkvæmt merkingu geymdu skáldverk. Til þess að vera ekki ókurteis staldr- aði hann við fremstu hilluna og renndi augunum yfir b-in. Hann fann að velviljuð afgreiðslu- stúlkan fylgdist með honum og var hálfpartinn farinn að sjá eftir því að hafa ekki bara sagt henni _ aðJeanBaud- VIÐHORF rillard væri félagsfræð- ingur og menning- Eftir Þröst Helgason arrýnir en ekki skáld, hvort það væru ekki hillur fyrir svoleiðis höfunda í búðinni. En eftir að hafa hlaupið nokkrum sinnum á b-unum með hugann við það hvemig hann ætti að leiðrétta þessa vinalegu og fallegu stúlku án þess að móðga hana eða vand- ræðast eitthvað, þá sá hann kunnuglegan kjöl. Ja, hvur þrem- illinn, missti hann út úr sér stundarhátt; þarna er þá ein af bókum Baudrillards við hliðina á ljóðum Baudelaire. Um leið og viðskiptavinurinn teygði vísifmgur hikandi í átt að gylltum kilinum flögruðu að hon- um þessar endalausu pælingar Baudrillards um hvemig allt er orðið að tálmynd. Hann fann vök- ul augu stúlkunnar enn á sér og létti stómm þegar hann lagði fmgurinn á bókina og las: Jean Baudrillard: Fatal Strategies. Hann tók bókina úr hillunni, sneri sér við og veifaði henni sigri hrósandi í átt til stúlkunnar sem brosti þessu tvíræða tælandi brosi sem aðeins franskar stúlkur hafa á valdi sínu. Flokkunarvandinn hefur viljað loða við franska gáfumenn. Þar sem aðrir halda sig vanalega á sinni braut skeiða þeir iðulega þvert yfir völlinn. Það er eins og þeir geti ekki gert upp við sig hvort þeir vilja vera skáld eða fræðimenn og þá hvers konar skáld og hvers konar fræðimenn. Þetta veldur skilgreiningar- sjúkum samtímanum hugarangri. Þessi flokkunarvandi lýsir sér í hremmingum viðskiptavinarins sem sagt var frá hér að framan. Honum þótti reyndar fleira orka tvímælis í bókabúðinni sem stað- sett er í miðborg Parísar. I hillu sem merkt var heimspeki fann hann til dæmis bók eftir landa Baudrillard, Georges Bataille, sem nefnist The Story of the Eye. Þó að sumt af því sem Bata- ille skrifaði gæti kallast heim- speki í mjög víðum skilningi þá leikur enginn vafi á að The Story of the Eye er skáldsaga. í sömu hillu fann undrandi viðskiptavin- urinn bókina Madness and Civi- lization eftir enn einn Frakkann, Michel Foucault. Viðskiptavin- urinn vissi ekki betur en þessi bók fjallaði um sögu sturlunar og hefði þannig með öllu réttu átt að vera í hillunni sem merkt var saga. Hann kannaðist samt við að Foucault hafði stundum verið kallaður heimspekingur, en hann hafði líka verið kallaður ýmsum öðrum nöfnum. Kannski var það bara ein af þessum tilviljunum, sem fær mann til að sætta sig við hom- rétta hugsun vísindanna, sem réði því að þetta eina eintak af bókum Baudrillards í búðinni var staðsett í skáldverkahillunum. Fumlaus viðbrögð afgreiðslu- stúlkunnar, sem virtist allan tím- ann viss í sinni sök, gefa þó til kynna að búðarfólkið hafi tekið yfirvegaða flokkunarfræðilega af- stöðu til verka Baudrillards. Og hvað sem efasemdum og undran viðskiptavinarins líður segir sú afstaða talsvert um verk þessa mótsagnakennda orðháks. Margir myndu sennilega hika við að kalla skrif Baudrillards skáldskap en það hafa líka marg- ir lýst efasemdum um að þau geti talist til fræða eða vísinda. Al- gengasta gagnrýnin á Baudrill- ard er einmitt sú að hann leggi meira upp úr formi en inntaki, að hann kaffæri merkinguna í anda- gift og stíllegum tilraunum til að vekja mótsagnakennd viðbrögð hjá lesendum. Þetta er réttlæt- anleg gagnrýni. Textar Baudrill- ards hafa ekki hina fastmótuðu uppbyggingu fræðiskrifa þar sem reynt er að orða hlutina af ná- kvæmni og leiða lesandann með rökum að einni ákveðinni nið- urstöðu. Formlegur frágangur er heldur ekki strangvísindalegur. Baudrillard hefur játað á prenti þá höfuðsynd fræðimannsins að geta ekki alltaf heimilda og þau orð sannast í bókum hans og greinum þar sem tilvísanir eru fáar ef einhverjar. Inntak bóka Baudrillards gæti einnig verið rök fyrir því að stað- setja fyrrnefnda bók hans í skáld- verkahillunum við hlið Baude- laire. Eins og skáldskapur standa skrif hans oftlega í óljósu eða að minnsta kosti tvíræðu sambandi við veruleikann. Þetta á þó frekar við um skrif hans síðustu tvo ára- tugina en árin þar á undan en á því tímabili hefur hann skrifað út frá þeirri grunnhugmynd að veruleikinn sé að leysast upp í táknbyl skjámyndarinnar sem við rýnum æ fastar í. Þessi kenning Baudrillards um upplausn veru- leikans í tilraunaglasi fjölmiðl- anna hefur, að sumra mati, misst öll tengsl við raunveruleikann enda haldi hann því fram að heimurinn sem við lifum í sé ekki lengur til, að sá heimur sem við okkur blasi nú á dögum sé aðeins tálmynd, einhvers konar veru- leikalíki. Hefur gagnrýnendum Baudrillards þótt þetta heldur mikil framtíðarmúsík og sumir þeirra kveðið svo fast að orði að skrif hans líktust frekar vís- indaskáldskap en fræðum. Það skiptir vissulega máli út frá hvaða sjónarhomi Baudrill- ard er lesinn, það er spurning um það hvar hann er staðsettur í stigveldi hugmyndanna. A hillu skáldskaparins er hann skör neð- ar en þeir sem staðsettir eru á hillu heimspekinnar eða vísind- anna. Með því að færa hann yfir á hillu vísindaskáldsagnanna er enn verið að gjaldfella hug- myndir hans. Réttast er senni- lega að líta svo á að bækur hans verði til á mörkum þessara greina, eða ef til vill á sömu mær- unum og sýndarheimurinn sem þær fjalla um. Samskipti systkina BÆKUR llnglingabók BARA HEPPNI Eftir Helga Jónsson. Kápuhönnun Sumarliði E. Daðason. Útgefandi Tindur, Ólafsfirði, 2000. Prentun: Ásprent/POB, Akureyri. 131 bls. TILVERA barna og unglinga hefur eðlilega orðið mörgum rit- höfundum yrkisefni. Samtíðin skapar fólki misjöfn lífsskilyrði og fólk hefur mismikla gæfu til að vinna úr sínum kringumstæðum. Margir foreldrar láta samt sem áð- ur hag og heill barna sinna alltaf ganga fyrir öðru. Helgi Jónsson hefur verið af- kastamikill höfundur barna- og unglingabóka á undanförnum ára- tug. Bara heppni er nýjasta bók Helga og þar tekst hann á við áhugavert efni og honum tekst að byggja upp þokkalegan söguþráð. Efnið er eitthvað sem ástæða er til að taka til umfjöllunar og velta fyr- ir sér. Svala er aðalpersóna sögunnar, fjórtán ára stúlka í grunnskóla, sem býr hjá foreldrum sínum og mun yngri bróður. Pabbi hennar og mamma eru í mikilli tilvistar- kreppu, eiga greinilega við talsverð áfengisvandamál að stríða og því fylgja aðrir erfiðleikar, meðal ann- ars á sviði fjármála. Það versta af öllu er að pabbinn er „get- raunafíkill" og mamm- an nánast sinnulaus um börnin sín. Pabb- inn heldur alltaf að stóri vinningurinn sé á næstu grösum og tel- ur víst að honum fylgi gæfa. Kjör barna og ung- linga á Islandi eru án ef misgóð. Gott atlæti og kærleikur er án efa besta vegarnesti sem foreldrar geta veitt börnum sínum í lífinu. Börn sem þess njóta eiga minni hættu á að lenda í vand- ræðum með líf sitt en önnur, enda þótt slíkt sé ekki algilt. Börnin í þessari sögu njóta ekki þess sem þau þarfnast, þegar þess er þörf. Engu að síður hafa þau annað til að bera, það er ást og kærleik hvort til annars. Höfundur kýs að gæða texta sög- unnar léttúð. Söguþráðurinn gefur hins vegar ekki minnsta tilefni til þess. Fjallað er um alvarlegt efni og í þeim hlutum sögunnar sem þess gætir kemst hún á mest flug. Aðalpersónan, Svala, er hins vegar svolítið óljós frá hendi höfundar. Hann ætlar henni að vera frekar „töff', en við lesturinn kemur í ljós að hún er það alls ekki. Hún er blíð, alúðleg og kærleiksrík stúlka og ekkert skiptir hana meira máli en litli bróðir sem er eins konar miðpunktur sögunnar. Það segir sitt um hvað höfundur getur, að það nær í gegn þrátt fyrir ríka tilhneigingu til að gera hana eins og margir halda að ung- lingar séu. Unglingar sem lesa bækur eru kröfuharð- ir lesendur, miklu kröfuharðari heldur en við miðaldra for- eldrar teljum þá vera. Þeir gera kröfur til þess sem þeir lesa nákvæmlega eins og þeir vilja að kröfur séu gerðar til sín. Texti bókarinnar Bara heppni er of lausbeislaður að allri gerð og það bitnar á sögu- þræðinum, sem er sannfærandi. Þess vegna mætti höfundur leggja meiri vinnu í hann. Það myndi skila heilsteyptari bók. Bókaútgefendur sem hafa lág- marksmetnað láta lesa prófarkir aðbókum og leitast við að hafa þær skammlausar. Þar vantar mikið á í þessu tilfelli og skrýtið var að sjá tvö dollaramerki í staðinn fyrir s á blaðsíðu 74. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og það þarf útgef- andinn að bæta. Sigurður Helgason Helgi Jónsson Félagsstarf og frístundir BÆKUR Skýrsla FÉLAGSSTARF OG FRÍSTUNDIR ÍSLENZKRA UNGLINGA Höfundar: Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Hall- dórsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir. Útgefandi: Æskan, 2000.152 bls. EINS og margir vita sem láta sig málefni unglinga varða var gerð könnun á tómstundum íslenzkra ungmenna árið 1992 og birtust nið- urstöður hennar m.a. í bókunum Um gildi íþrótta íyrir íslenzk ungmenni og Tómstundir íslenzkra ungmenna árið 1992. Upplýsingar þær sem þá komu fram vörpuðu ljósi á það sem ungt fólk á Islandi hefur fyrir stafni og hafa þær orðið grundvöllur fyrir stefnumótun í málefnum unglinga víða í þjóðfélaginu. í ritinu sem hér er til umfjöllunar er sagt frá svipaðri könnun sem gerð var meðal unglinga í níunda og tíunda bekk grunnskóla árið 1997 og eru niðurstöður hennar boraar saman við þær fyrri. Þannig er nýja bókin eðlilegt og áhugavert framhald af hinni fyrri. Dregist hafði að koma efninu fyrir almennings- sjónir, en fyrirtækinu Rannsóknum pg greiningu var fyrir tilstuðlan íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur falið að vinna úr könnuninni svo að það drægist ekki enn frekar á langinn. Miklu skiptir að geta sem fyrst brugðizt við því sem kemur fram í könnun af þessu tagi um hagi og líð- an ungs fólks ef vel á að vera. Eink- um eru það sveitarfélög, æskulýðs- félög, skóla- og félagsmálayfirvöld sem sem gleggstar upplýsingar þurfa að hafa með höndum til að skipuleggja starf sitt, enda er sagt í aðfaraorðum að þau séu helzti mark- hópur fyrir kynningu á rannsókn- inni. Foreldrar eru þó líkast til stærsti markhópurinn og vaxandi áhugi þeirra kemur skýrt fram m.a. með öflugu starfi foreldrafélaga við marga skóla og ekki síður samtaka á borð við Heimili og skóla. Höfundum hefur tekizt vel að setja niðurstöður sínar fram á skýran og auðlesinn hátt, súlurit í fallegum bláum og gráum litum prýða hverja síðu og texti fylgir til skýringar. Félagsstarf og frístundir ná yfir lungann af því sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur utan skólatíma og er fróðlegt að sjá hve fjölbreytt verk- efnin eru. Þátttaka unglinga í íþrótt- um er greinilega mikið hugðarefni höfunda skýrslunnar og spumingar um íþróttir má kalla burðarás í könn- uninni. Víða kemur fram í texta að frekari rannsóknir vanti og greini- legt að vilji er fyrir hendi að hrinda þeim í framkvæmd. Breytingar þær sem orðið hafa í ís- lenzku þjóðfélagi síðustu áratugi eru gríðarlegar og foreldrar, hvað þá af- ar og ömmur, flestra ungmenna í dag hafa alizt upp við aðrar aðstæður en bömin þeirra. Fleiri búa nú í þéttbýli en áður og atvinnuhættir hafa breytzt. Glímufélög og ungmenna- félög voru vettvangur ungs fólks í upphafi 20. aldar en nú hafa tölvu- leikir, Netið, bíó og myndbönd tekið við. Ekki er lengur sjálfgefið að ung- lingar taki eins mikinn þátt í atvinnu- lífi og áður var og því skiptir enn meira máli en fyrr að þeim séu búnar aðstæður til að hafa eitthvað upp- byggilegt og skemmtilegt fyrir stafni. Reyndar kemur í Ijós í könn- uninni að margir unglingar eru vel settir hvað þetta varðar. íþróttir eru mikið stundaðar en þó er sláandi hve dregur úr íþróttaiðkun milli 9. og 10. bekkjar grunnskólans, en að þeim bekkjum beinist rann- sóknin eins og áður segir. Strákar eru iðnari við kolann og hætta auk þess síður þátttöku í íþróttum en stúlkur, þótt íþróttastúlkum í yngri aldurshópum hafi farið fjölgandi á undanförnum árum.Aðeins um 5 pró- sent unglinga í 9. og 10. bekk reyna aldrei á sig líkamlega en hátt í helm- ingur reynir nær daglega á sig. Þeg- ar ég hitti fótboltahetjuna Pélé fyrir mörgum árum í móttöku í Höfða, en þar var hann gestur en ég gestgjafi fyrir hönd borgarráðs Reykjavíkur, var eitt af því sem mér er minnis- stæðast úr samtali okkar hvernig stuðla mætti að því að unglingar héldu áfram að stunda íþróttir en heltust ekki úr lestinni. Hann taldi að íþróttafélögin legðu kapp við það allt of snemma að rækta upp væntanlega afreksmenn í stað þess að fá sem flesta krakka til að vera með, heilsu sinni og lífsgleði til góðs. Margir foreldrar hafa áhyggjur af því að unglingar sæki niður í bæ á kvöldin og um helgar og er fróðlegt að sjá að því minni sem sveitarfélögin eru þeim mun algengara virðist það vera. Þannig fara aðeins um sjö pró- sent unglinga á höfuðborgarsvæðinu vikulega eða oftar niður í bæ (bls. 40) en hið sama á við um 17 prósent Ak- ureyringa og 34 prósent unglinga á landsbyggðinni! Sé litið á listsköpun kemur í ljós að milli áranna 1992 og 1997 hefur dregið aðeins úr henni. Ein af hverjum þremur stúlkum yrk- ir einhvern tímann ljóð eða semur sögu og einn af hverjum sex strákum og ein af hverjum sex stelpum stund- ar einhvem tímann söng á móti ein- um af hverjum tuttugu strákum. Sorglegt hve margir fara á mis við þá gleði sem söngurinn getur veitt! Fleiri stúlkur stunda nám við tónlist- arskóla en strákar og sama má segja um áhuga á leiklist, myndlist og dansi. Stelpur virðast auk þess al- mennt lesa mun meira en strákar. Aðeins einn unglingur af hverjum hundrað sækir Sinfóníutónleika að staðaldri en þeim sem fara í bíó hefur fjölgað úr 66 prósentum í 94 prósent milli 1992 og 1997. Útivist stunduðu sex af hverjum tíu unglingum sam- kvæmt könnuninni 1992 en þeim hef- ur fjölgað í sjö af hverjum tíu árið 1997. Alltof stór hópur er þó utan- veltu og tekur ekki þátt í neinu félagsstarfi. Skýrt kemur fram hve tengsl ung- Iinga við foreldra sína skipta miklu máli. Eftir því sem sambandið er betra þeim mun líklegra er að ung- menni standi sig vel í skóla. Slíkir unglingar neyta síður vímuefna, beita síður ofbeldi eða fremja afbrot. Einnig eru unglingar sem eiga for- eldra sem hafa skflið að jafnaði lík- legri en aðrir unglingai- til þess að neyta áfengis og annarra vímuefna og sama má segja um unglinga sem verja litlum tíma með foreldrum sín- um um helgar. Þessi litla bók svarar mörgum spumingum um stöðu unglinga í ís- lenzku samfélagi en vekur enn fleiri. Fróðlegt verður að sjá hvemig okkur tekst að koma enn betur til móts við ungt fólk á komandi árum og augljóst að á mörgum sviðum er mikið verk fyrir höndum. Til mikils er að vinna. Katrín Fjeldsted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.