Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 63r
MINNINGAR
ALDARMINNING
KIRKJUSTARF
hjálpa þurfti við t.d. bíla- eða íbúðar-
kaup og önnur mál.
Eitt aðalmakmið tengdapabba var
að hafa allt á hreinu gagnvart sér og
sínum og hafa reglu á hlutunum.
Hann vissi alltaf um alla sína hluti,
t.d. þegar fara átti í veiðitúr var allt
kláit á sínum stöðum og vel frágengið
efth- síðasta veiðitúr.
Það voru mér ómetanlegar sam-
verustundh’ sem við áttum saman í
veiðiferðum okkar, þá sérstaklega
þegar við fórum saman í Laxá í Döl-
um. Þar þekkti hann öll ömefni veiði-
staðanna sem hann renndi í á sinn sér-
staka hátt og kenndi mér um leið allar
þær veiðiaðferðir sem hann kunni. An
efa voru þetta hans eftirlætis veiði-
staðir þar sem hann ólst upp í Lax-
árdalnum. Mér fannst alltaf aðdáun-
ai-vert hvað þau Gunnar og Gauja
lögðu sig fram við að ná öllum sínum
saman í ferðalög, veiðitúra og ýmis
heimboð og margar voru ferðinar
þeirra í Skorradalinn og vestur í
Stykkishólm. Þá var oft glatt á hjalla
með þeim og gjaman sungið upp-
áhaldslagið hans Gunnars „Kvöldið er
fagurt.“ Þetta var sungið oftast nær
raddað með okkur og bömunum hans.
Þau vom einstök tengslin sem þeir
Gunnar og Óli Hjörtur, sonur okkai’,
náðu. Það var mikið áfall þegar Óli
greindist með hvítblæði. Allan þann
tíma, í tæplega fímm ár, fór afí reglu-
lega til hans og var alltaf með eitt-
hvað í pokahorninu. Það var okkur
öllum ómetanleg sú alúð og natni sem
hann sýndi syni okkar á þessu erfiða
tímabili. Það hafa án efa orðið fagn-
aðarfundir hjá þeim eftir að stunda-
glas Gunnars tæmdist og eftir sitja
hér á jörðu ljúfar minningar um góð-
an dreng og hve góður hann var öll-
um og það ljós sem aldrei slokknar
meðan við lifum. En eftir sitja líka
erfiðar spurningar sem enn er ósvar-
að eins og t.d. sú sem yngsta dóttir
okkar spurði: „Hvers vegna svona
fljótt og svona rétt fyrir jólin?“
Um leið og ég þakka þær stundir
sem ég og fjölskylda mín á Silfurgötu
19 áttum með Gunnari votta ég Guð-
björgu tengdamóður minni, Jónasi,
bróður hans, og öllum bömum,
tengdabörnum og öðrum ættingjum
og vinum mína dýpstu samúð. Guð
veri með ykkur öllum.
S. Stefán Ólafsson, Stykkishólmi.
þig rifja upp gamla tíma, hversu allt
hefur breyst. Nú ertu farinn en eftii'
stendur minningin um hann afa minn
sem var og verður mér alltaf mikils
virði og sem ég er þakklát í'yrir að
hafa kynnst. Ég hef alltaf verið stolt
af að eiga þig sem afa og ég mun allt-
af vera það.
Takk, elsku afí og amma, fyrir að
hafa gefið okkur yndislegar minn-
ingar sem hlýja manni um hjarta-
rætur.
Hulda.
Elsku afi, stundin er runnin upp
sem við kvíðum öll, að kveðja þann
sem við elskum. En ég veit þú varst
sáttur við þitt hlutskipti í lífínu og
Ulbúinn að fara. Nú eruð þið sam-
einuð á ný, þú og amma. Ég veit þú
saknaðir hennar mikið eftir að hún
dó fyrir fimm árum.
Ég er þakklát fyrir líf þitt, það er
ekki öllum gefið að verða 97 ára og
hraustur eins og þú varst þar til und-
Íir lokin.
Þú varst eitt af því besta sem Guð,
skapaði og ég fékk að njóta þess líka.
Þú kenndir mér að vera réttsýn svo
ég ætla að vera það. Þú varst minn
besti vinur og ég gat alltaf leitað til
þín. Því kynntist ég fyrir 20 árum
síðan, þegar ég stóð á krossgötum í
lífinu. Þú hjálpaðir mér rétta veginn
og fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklát. Tengslin urðu sterkari eftir
það og samverustundirnar á Asa-
I brautinni fleiri. Ég kom oftast eftir
| vinnu á kvöldin og ég get ekki annað
en brosað þegar ég skrifa þetta því
ef mér seinkaði sá ég ykkur ömmu
stundum kíkja bakvið gardínuna.
Elsku afi, ég á svo margar minn-
ingar sem ég geymi í hjai’ta mínu og
ég þakka fyrir þær. Við sjáumst
seinna, elsku afi minn, takk fyrir allt
og ég býð þér góða nótt.
Ég sendi móður minni og systrum
hennar, Helgu og Marý, mínar
y dýpstu samúðaróskir og bið Guð um
| að vera með ykkur.
Gerða.
ÓLAFUR
TRYGGVASON
ísland hefur átt
merkilega huglækna,
sanntrúaða og kærleiks-
ríka menn og konur sem
aldrei hafa skorast und-
an að aðstoða, styðja og
hjálpa meðbræðrum
sínum og systrum. Oft
hefur slík hjálp eða
lækning verið undra-
verð og kraftaverkum
líkust. Einn þessara
merkilegu manna vai’
Ólafur Tryggvason.
Ólafur Tryggvason
fæddist 2. ágúst árið
1900 á Amdísarstöðum í Bárðardal.
Foreldrar hans voru Tryggvi Jónsson
bóndi þar og kona hans Jóhanna Stef-
ánsdóttir írá Tungu á Svalbarðs-
strönd, föðursystir Vilhjálms Stefáns-
sonar, landkönnuðar. Ólafur ólst upp í
foðurhúsum til tvítugsaldurs en þá fór
hann í alþýðuskóla Amórs Siguijóns-
sonar á Breiðumýii og ári síðar í Eiða-
skóla. Árið 1925 hóf Ólafur búskap á
Amdísarstöðum og kvæntist tveimur
ámm síðar Ambjörgu Halldórsdóttur
fi-á Torfastöðum í Vopnafirði. Þau
Ólafur og Ambjörg bjuggu fyrst í
Lyngholti í landi Amdísarstaða til árs-
ins 1943 en þá keyptu þau jörðina
Veisu í Fnjóskadal. Til Reykjavíkur
fluttust þau 1946, en fluttu aftur norð-
ur og keyptu býlið Hamraborg sunnan
og ofan við Akui’eyri 1948. Arið 1959
reistu þau sér íbúðarhús á Akureyri en
þar lést Ólafur 1975. Þeim Ólafi og
Ambjörgu varð íjögurra bama auðið
en Ambjörg lést árið 1990.
Ég var svo heppinn að komast í
kynni við bækur Ólafs Tryggvasonar
áiið 1985, en þá bjó ég í Kópavogi.
Þaðan sem ég bjó var stutt í bóka-
safnið, en þangað vandi ég komur
mínar á þeim tíma. Áhugi minn á
trúarlegum og dulrænum bókum hef-
ur ætíð verið mikill og því leitaði ég
einatt eftir lesefhi í þeim hluta safns-
ins sem hafði að geyma slíkar bækur.
Eitt sinn sá ég þar í hillu nokkrar
bækur eftir einhvern Ólaf Tryggva-
son sem ég aldrei hafði heyrt getið
um, en ákvað engu að síður að fá eina
slika að láni. Því skal skotið hér inn til
skýringar að ástæða þess að nafn
Ólafs var mér framandi má vafalaust
rekja til þess að ég bjó í tæp sautján
ár erlendis við nám og störf, en á þeim
tíma var Ólafur mjög umtalaður og
vakti mikla athygli fyrir störf sín.
Það er skemmst frá því að segja að
þessi fyrsta bók sem ég las eftir Ólaf
hafði gífurleg áhrif á mig. Ég gat
varla beðið eftir næstu bók og áður en
langt um leið hafði ég lesið allai- bæk-
ur Ölafs sem fáanlegar voru á bóka-
safninu.
Þessar bækur eru að mínum dómi
eitt hið allra merkilegasta sem skrifað
hefm’ verið um andleg mál á Islandi.
Það sem gerir þær svo heillandi og
sannfærandi er að hér talar maður
sem segir frá sinni eigin persónulegu
reynslu á einstaklega
látlausan og fagran
hátt. Ólafur Tryggva-
son var ekki einungis
einhver magnaðasti
huglæknir okkai’ ís-
lendinga með öllum
þeim andlegu hæfileik-
um sem því fylgja held-
ur var hann einnig góð-
m- rithöfundur sem
hafði vald á að lýsa
þessum viðkvæmu and-
legu málum sem svo
auðvelt er að rangtúlka
og eyðileggja í rituðu
máli. Ég tel mig persónulega standa í
mikilli þakkarskuld við Ólaf, sem með
ritum sínum hefur lokið upp fyrir mér
nýjum heimum. Hann var sannkrist-
inn maður og einhverjar áhiifamestu
lýsingar hans eru einmitt úr kii’kjum
þar sem hann lýsir þeim undrum sem
hann þar skynjaði við guðsþjónustur.
í mínum huga er enginn vafi á því að
Ólafur var oftsinnis yftrskyggður en
það hendir einungis óvenjulega
þroskaðar og næmar sálir. Hann var
mjög næmur á tónlist og sérstaklega
hreifst hann af trúarlegri tónlist.
Af ritum Ólafs er ljóst að hann hef-
ur verið mjög vel lesinn maður. Sér-
staklega er áhugi hans á vísindum og
þeim uppgötvunum sem þeim tengj-
ast greinilegur og finnst mér það bera
vott um heilbrigði dulhyggjumanns-
ins Ólafs Tryggvasonai’. Hann vildi
alltaf nána samvinnu milli vísinda og
dulhyggju.
Lýsingar Ólafs á bemsku sinni og
æsku sýna svo ekki verður um villst
hvaða leið honum var ætlað að ganga.
Þar þýddu engin undanbrögð, því hin
æðri öfl láta ekld að sér hæða. Sem
betur fer varð Ólafi fljótlega Ijóst að
hveiju stefndi og reyndi hann því að
haga lífi sínu samkvæmt því, en mikið
hlýtur oft að hafa verið erfitt að sam-
ræma lýjandi starf bóndans og hug-
læknisins sem fjöldi fólks leitaði sífellt
til. Það hefur stundum krafist allt að
því ofurmannlegra krafta tíl líkama
og sálar.
Það er von mín að bækur Ólafs verði
endurútgefnar, en margar þeirra eru
ófáanlegar. Ólafur skrifaði sex bækur
um andleg mál og eina skáldsögu.
Þessar bækur eiga jafh brýnt erindi
við okkur nú eins og þegar þær komu
út. Titlar bókanna eru: Huglækningar
(1961), Tveggja heima sýn (1963),
Hugsað upphátt (1965), Sigur þinn er
sigur minn (skáldsaga, 1967), Dulræn-
ir áfangar (1971), Hinn hvíti galdur
(1973) ogÁjörðuhér (1975).
Að endingu vil ég ítreka að ég stend
í mikilli þakkarskuld við Ólaf
Tryggvason. Hann var gæddur
óvenjulegum andlegum hæfileikum
sem hann notaði af mikilli óeigingimi
í þágu meðbræða sinna. Þess vegna
er hann komandi kynslóðum fagurt
fordæmi.
Gunnar Kvaran sellóleikari.
Okkar ástkæri,
BALDUR KR. HERMANNÍUSSON,
lést á heimili sínu í Perth, Vestur-Ástralíu, laugardaginn 9. desember.
Bálför hefur farið fram.
Sigrún Pretlove Hermanníusson,
börn, barnabörn
og systkini hins látna.
+
Eiginmaður minn,
SVEINN BJÖRNSSON
bóndi
frá Víkingavatni,
er látinn.
Guðrún Jakobsdóttir.
Safnaðarstarf
Kyrrðarstund
fyrir konur
í miðborginni
KONUR og húsmæður hafa mjög
miklu hlutverki að gegna á aðventu
og jólum. Það má raunar segja að
þær séu lykillinn að þeirri stemmn-
ingu sem skapast í kringum jólahá-
tíðina. Það er mikil ábyrgð sem
fylgir því og þess vegna á að hlúa
vel að húsmæðrum á þessum tíma.
Af því tilefni verður boðið til
kyrrðarstundar fyrir konur í Dóm-
kirkjunni 20. desember kl. 18, á
þeim tíma sem miðborgin okkar ið-
ar af mannlífi og kannski nokkurri
streitu. í Dómkirkjunni 20. des-
ember geta konur gleymt sér um
stund og notið andlegrar hvíldar
og uppörvunar.
Lífsglaða söngkonan, Anna Sig-
ríður Helgadóttir, leiðir lofgjörðina
jafnframt því að syngja einsöng við
undirleik Gróu Hreinsdóttur org-
anista. Söngkonan Gerður Bolla-
dóttir mun einnig næra viðstadda
með einsöng. Skáldkonurnar Vil-
borg Dagbjartsdóttir og Sigur-
björg Þrastardóttir lesa úr verkum
sínum. Prestarnir Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir og Jóna Hrönn Bolladótt-
ir leiða stundina og loks verður
fyrirbæn og helg smurning.
Hvernig væri nú að drífa sig
með góðri vinkonu eða vinkonum á
kyrrðarstund í Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 20. desember og fara
síðan saman á kaffihús í miðborg-
inni á eftir? Það er næsta víst að
makar ykkar myndu glaðir elda
pylsur eitt kvöld. Tökum tíma frá
til að vera „Maríur1" og skiljum
„Mörtu“ eftir heima smástund.
Miðborgarstarf KFUM og K,
Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-
14. Skemmtiganga kl. 10.30. Léttur
hádegisverður framreiddur.
Mömmu- og pabbastund í safnað-
arheimilinu kl. 14-16.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu eftir stundina.
Hallgrimskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Háteigskirkja. Æskulýðsfundur kl.
19.30-21.30 í safnaðarheimilinu.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin
til bænagjörðar í hádeginu. *F
Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12.
Seltjamarneskirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Fríkirkjan í Reykjavík. Bæna-
stund í kapellunni í safnaðarheim-
ilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bæn-
arefnum á framfæri áður en
bænastund hefst eða með því að
hringja í síma 552 7270 og fá bæn-
arefnin skráð. Safnaðarprestur
leiðir bænastundirnar. Að bæna-
stund lokinni gefst fólki tækifæri
til að setjast niður og spjalla. Allir
eru hjartanlega velkomnir til þáttj*
töku.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í
dag kl. 12.10. TónHst, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9
ára börn kl. 16.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn
í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið húp<
kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Vídalínskirkja. Helgistund í
tengslum við félagsstarf aldraðra
kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10-12 ára
í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í
safnaðarheimilinu.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT - tíu-tólf
ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga
kl. 18.15- 19.
Utskálakirkja. Safnaðarheimilið
Sæborg. NTT (9-12 ára) starf ern»
hvern þriðjudag £ vetur kl. 17. Allir
krakkar 9-12 ára hvattir til að
mæta.
Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið
Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er
hvem þriðjudag í vetur kl. 17 í
safnaðarheimilinu. Allir krakkar 9-
12 ára hvattir til að mæta.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HULDA NJÁLSDÓTTIR
fyrrverandi húsfreyja
á Skúfsstöðum,
Melum, Hjaltadal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju-
daginn 12. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Hóladómkirkju fimmtudaginn 21. desember
kl. 13.30.
Sigurður Þorsteinsson,
Hólmfríður Guðbjörg Sigurðardóttir, Gunnar Þór Garðarsson,
Reynir Þór Sigurðsson, Rún Rafnsdóttir,
Una Þórey Sigurðardóttir, Rafn Elíasson,
Njáll Haukur Sigurðsson,
Inga Fjóla Sigurðardóttir, Stefán Ægir Lárusson,
Halla Sigrún Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
EMELÍA SIGURGEIRSDÓTTIR,
Auðbrekku,
Húsavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík,
föstudaginn 15. desember, verður jarðsungin
frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 21. desem-
ber kl. 14:00.
Gunnþórunn Guðrún Þorsteinsdóttir,
María Halldóra Þorsteinsdóttir, Stefán Jakob Hjaltason
og aðrir aðstandendur.