Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 í LEIÐARA Morg- unblaðsins hinn 14. des. sl. sér leiðarahöf- undur ástæðu til að hafa skoðun á nýjasta hneyklismálinu á Landsspítala-háskóla- sjúkrahúsi undir yfir- skriftinni „Skoðana- frelsi á Háskólasjúkra- húsi“. Höfundur leið- arans fjallar um brottrekstur Steins Jónssonar, læknis, fyr- ir fáeinum dögum og eru settar fram ýmsar spumingar vegna málsins. Spumingar, sem hljóta einnig að brenna á vömm landsmanna, t.d. hvort starfsfólk eigi yfir höfði sér brottrekstur fyrir að gagnrýna heil- brigðisþjónustuna? „Hvaðan kemur stjómendum spítalans heimild til að láta fólk gjalda þess að það gagnrýni spítalann?" segir orðrétt í leiðaran- um. Leiðarahöfundur veltir líka fyr- ir sér hvort skoðanafrelsi ríki á Landsspítala-háskólasj úkrahúsi eins og annars staðar í þessu þjóð- félagi? Ekki hvað síst spyr leiðara- höfundur „Hver hefur gefið stjóm- endum þessarar stofnunar heimild til að svipta starfsfólk hennar þess- um sjálfsögðu mannréttindum?" Þessi síðasta spuming er aðalkjarni málsins. Heimildin til að svipta fólk mann- réttindum. Stjómendur „þurfa ekki“ heimild. Ég hef verið áhorf- andi að meingjörðum stjómenda Landsspít- ala-háskólasjúkrahúss sl. 2 ár. Þá er ég að tala um Magnús Pétursson, forstjóra, Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóra, og Jóhannes Pálmason, lögfræðileg- an ráðunaut. Sem kunnugt er undirrituðu þeir uppsögn á hendur eiginmanni mínum dr. Gunnari Þór Jónssyni, prófessor, á árinu 1999. Ekki mun ég rekja það mál að þessu sinni. Gunnar Þór höfðaði mál vegna uppsagnarinnar og komst Hæstiréttur Islands að þeirri niðurstöðu að uppsögnin væri ógild. Það þýðir í raun að uppsögnin hefur ekki þau réttaráhrif sem henni var ætlað að hafa og eðlilega ætti Gunnar Þór að vera í starfi sínu eins og uppsögnin hefði ekki komið til. Stjórnendur spítalans hafa hins vegar sent írá sér þau skilaboð, að þangað komi hann ekki inn fyrir dyr. Niðurstaða Hæstaréttar ís- lands skiptir þessa menn sem sé engu máli. Ríkislögmaður sjálfur Skoðanafrelsi Þessir tilteknu menn vilja bara handvelja sjálfir, segir Arnþrúður Karlsdóttir, óháð rétt- indum manna, lögum og reglum. Hvað þá mann- réttindum. sagði í málflutningi sínum að upp- sögnin hefði ekkert með læknis- fræðileg atriði að gera. Þrátt fyrir það varð Gunnar að víkja, áður en sameining spítalanna færi fram- .Tímasetningin á uppsögninni var engin tilviljun. Gunnar Þór var fyrir öðrum manni sem þóknaðist stjóm- endum spítalans betur. Enda hefur það komið á daginn að Brynjólfur Mogensen hefur verið settur í starf Gunnars og er farinn „óvart“ að leysa prófessorinn af við kennslu í læknadeild. Þessir tilteknu menn vilja bara handvelja sjálfir, óháð réttindum manria, lögum og reglum. Hvað þá mannréttindum. Stöður yf- irmanna þarf ekki lengur að aug- lýsa. Það er handvalið innan stofn- unarinnar. í einkafyrirtækjum er handvalið. Þeir „eiga“ Landsspítala- háskólasjúkrahús. Það er þeirra „einkasjúkrahús" og hvað eru þá læknar eins og Steinn Jónsson að tala um einkarekið sjúkrahús útí bæ? Enginn ber ábyrgð? Það verður ekki hjá þeirri stað- reynd litið að menn geta átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir það eitt að stela skóhlífum. Þá liggur refsing við broti. í sakamálaréttarfari kall- ast það ódæði þegar menn fremja eitthvað án þess að hafa til þess heimild og brjóta lög og reglur, en mér sýnist að í íslenskri stjómsýslu sé „heimildarleysið" kallað „þetta er bara svona“. Og allir eiga vera ánægðir með það. Með fáum und- antekningum eru menn ekki dregnir til ábyrgðar fyrir embættisafglöp, brot á starfsmannalögum, brot á fjárlögum og jafnvel brot í opinberu starfi. Hér virðast stjómendur geta starfað án ábyrgðar á því, sem þeir eiga að bera ábyrgð á. Það er verð- ugt verkefni fyrir alþingismenn að íhuga vel og vandlega framtíð stjórnsýslunnar í landinu. Fólk hef- ur hingað til sagt fátt þegar á því er brotið, en það er ekki þar með sagt að þögnin ein tryggi stjómendum starf í framtíðinni. Fólk vill ekki valdníðslu, geðþóttaákvarðanir né stjórnsýslubrot. Það er ekki skrýtið þótt leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins sé rasandi og spyrji spuminga. Það gera fleiri. Höfundur er blnöa- og fréttamaður og fyrrv. varaþingmaður. _____________UMRÆÐAN___ Stj órnsýsla í molum Amþrúður Karlsddttir SIGBJÖRN Gunn- arsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, víkur að mér orði í Morgun- blaðsgrein sl. laugar- dag. Sigbjöm vitnar þar til rabbs sem við höfðum skömmu áður átt í gegnum síma og hafði ég nú ekki áttað mig á að það spjall ætti eftir að verða að tilvitnaðri heimild í blaðagrein. Rétt er að við ræddum þar m.a. um þann grundvallar- mun sem væri á úr- skurðum eða niður- stöðu í umdeildum málum eftir því hvort viðkomandi framkvæmd hefði í aðdragandanum sætt fullgildu lögformlegu umhverf- ismati eða ekki. Þetta breytir að sjálfsögðu ekki því að slíkar fram- kvæmdir, ef heimilaðar eru, geta áfram orðið umdeildar og ýmsir ósáttir við þá niðurstöðu. Svo háttar til, eins og við Sigbjöm báðir vitum, um niðurstöðu skipulagsstjóra og síðan úrskurð umhverfisráðherra í framhaldi af kærum hvað varðar frekara kísilgúrnám í Mývatni. Niðurstaða skipulagsstjóra og‘ úr- skurður ráðherra vekja ýmsar spurningar um lagaleg atriði og á þeim nótum voru fyrirspurnir sem Kolbrún Halldórsdóttir og undirrit- aður lögðu fram á Alþingi. Fyrir- spumimar vörðuðu tengsl þessa máls við Ramsarsamninginn um vemdun votlendissvæða og álitamál sem snerta túlkun svonefndrar var- úðarreglu sem íslendingar gerðust aðilar að með undirritun sinni á Rio-sáttmálanum. Þessar fyrir- spurnir höfðu legið frammi á Al- þingi um nokkurt skeið þegar margnefnt símtal okkar Sigbjörns Gunnarssonar fór fram. Þegar um- hverfisráðherra hafði svarað seinni fyrirspurninni gerði ég örstutta at- hugasemd, en það geta þingmenn aðrir en málshefjendur gert, þó að- eins í eina mínútu. Ég mótmælti því að ráðherrar skyldu ekki nota ræðutíma sinn til að svara með mál- efnalegum hætti þeim spurningum sem fyrir þá væru lagðar. Það eina sem ég sagði efnislega um úrskurð umhverfisráð- herra var að ég teldi ráðherra vera tiltölu- lega einan um það að telja hann gott dæmi um að nátttúran hefði fengið að njóta vafans. Sigbjörn Gunnarsson má kalla það að skat- tyrðast og verður hver að velja hugsunum sín- um orð. Iðnaðarráðherra svarað Úr því þessi mál ber á góma á annað borð í blaðagrein er rétt að ég noti tækifærið og svari Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra sem opinberlega hefur túlkað mjög frjálslega ummæli sem ég lét falla um úrskurð skipulagsstjóra varðandi frekara kísilgúmám úr Mývatni á fundi með bæjarstjórn- armönnum á Húsavík fyrr í haust. Þar sagði ég efnislega á þá leið að ég teldi úrskurð skipulagsstjóra í aðalatriðum standast og vera verj- anlegan fyrir utan eitt atriði, sem vissulega er mjög stórt, og það er dýpt í námugryfjum á svæði 2. Það vakti strax mikla undrun mína að skipulagsstjóri skyldi víkja með öllu til hliðar ráðleggingum alþjóðlega sérfræðihópsins sem einmitt varar sérstaklega við því, ef farið verði út í vinnslu á svæði 2 á annað borð, að þar verði dýpkað um meira en 2 metra sökum hættu á umtalsverð- um setflutningum ofan í þær gryfj- ur. Ég sé ástæðu til að rifja upp í þessu sambandi að í raun felur úr- skurðurinn, og sú stefna sem málin hafa tekið, í sér að horfið er frá öll- um hugmyndum um kísilgúrdæl- ingu úti í syðri flóa sjálfum og ekki er fallist á dælingu á svæði 1. Það sem fallist er á er dæling á svæði 2 að uppfylltum margvíslegum skil- yrðum, að vísu með þessu stóra frá- viki frá ráðgjöf erlendu sérfræðing- anna þar sem er dýpt gryfjanna. Eg á hins vegar ákaflega erfitt með að sjá að hægt sé að halda því fram að Mývatn Ég neita að gangast undir þá nauðhyggju, segir Steingrímur J. Sigfússon, sem því mið- ur gætir allt of oft í um- ræðum um umhverf- ismál hér á landi. varfæmissjónarmið hafi verið höfð í heiðri hvað þann þátt málsins varð- ar. Niðurlag Ég hef ekki farið í felur með mín sjónarmið í þessu erfiða deilumáli. Eg hef margsinnis boðað til al- mennra funda í Mývatnssveit til að ræða við heimamenn, skrifað um málið blaðagreinar, flutt um það þingmál á Alþingi og þar fram eftir götunum. Ef ég ætti að reyna að draga afstöðu mína til málsins í heild saman í örfá orð gæti það ver- ið á þessa leið: Væri engin kísilgúrverksmiðja á bökkum Mývatns í dag er ólíklegt að nokkrum dytti í hug að reisa hana þar og enn ólíklegra að á slíkt yrði fallist. Mývatn og Laxá með öllu sínu umhverfi eru nú einu sinni einhverjar skærustu perlur í nátt- úru Islands og njóta verndar sam- kvæmt sérstökum lögum. Kísilgúr- verksmiðjan er barn síns tíma og verður að skoðast sem slík. Hún er hins vegar til staðar og tilvist henn- ar skapar atvinnu og umsvif sem skipta verulegu máli í Mývatns- sveit, á Húsavík og víðar. I málinu vegast á umhverfisvemdar- og var- úðarsjónarmið í umgengni við dýr- mæta náttúru og lífríki annars veg- ar og atvinnu og nýtingar- hagsmunir hins vegar. Þær snúnu aðstæður sem búnar voru til með byggingu verksmiðjunnar ættu að kenna mönnum að flýta sér hægt og vanda til verka þegar ákvarðanir eru teknar um að einhverju leyti sambærilega hluti í nútímanum. Ég hef undanfarin ár hvatt menn til að horfast í augu við þann mögu- leika að starfseminni kynni að ljúka og undirbúa sig undir þá niðurstöðu jöfnum höndum. Ég hef haft miklar efasemdir um að réttlætanlegt sé að heíja námuvinnslu á nýjum svæðum í Mývatni vitandi þó vel um þá hagsmuni sem eru í húfi. Ég tel mig ekki síður áhugasaman en hvem annan um að byggð og mannlíf blómgist í Mývatnssveit sem og annars staðar í landinu. Ég neita einfaldlega að gangast undir þá nauðhyggju sem því miður gætir allt of oft í umræðum um umhverf- ismál hér á landi; að valið standi milli umhverfisverndar annars veg- ar og atvinnuuppbyggingar og framþróunar hins vegar. Slíkur hugsunarháttur er stórhættulegur í landi sem án nokkurs vafa á ein- hverja sína mestu framtíðarhags- muni fólgna í framsækinni umhverf- isverndarstefnu, sjálfbærri nýtingu auðlinda og sjálfbærri þróun á sem flestum sviðum. Höfutidur er alþingismaður. Nokkur orð um vafa og varúð Steingrímur J. Sigfússon HELENA RUBINSTEIN CHRISMAS BEAUTY POWER A CREAM 50 ml - jólaverð kr. 5.400 Verðmæti kr. 7.550 FALLEGAR JÓLAGJAFiR SEM GLEÐJA ALLAR KONUR Jólaöskjur í miklu úrvali^ sem innihalda andlitskrem - líkamsvöru - förðunarvöru Glæsileg rauð taska með; Mini Vertiginous maskari svartur + All Mascaras 50 ml. + Mini Kohl svartur + Ritual Rouge nr. 9 + Face Sculptor farði nr. 23, 10 ml.+ Face Sculptor krem 15 ml. JÓLAVERÐ kr. 2.800 Verðmæti kr. 6.300 ART OF SPA Fullkomin vellíðan, slökun og orka með tveimur líkamslínum. Nú fáanlegar í fallegum jólaöskjum. UTSOLUSTAÐIR Andorra Hafnarfirði, Ársól Efstalandi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Snyrtivöruversl Glæsibæ, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti, >■ Sigurboginn Laugavegi, Bjarg Akranesi, Hilma Húsavík, Hjá Maríu Amaro Akureyri,| Hjá Maríu Glerárt Akureyri Miðbær Vestmannaeyjum %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.