Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 66
68* ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Gott er að eiga Guðna að ÞVÍ er stundum haldið fram að stjórn- málamenn efni sjaldan heit sín. Þessu er ég ekki sammála, því að mýmörg dæmi eru um að einarðir pólitíkusar hafi fórnað miklu til þess að geta staðið við loforðin. Ég trúi að Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra sé maður þés^arar gerðar og að þúsundir íslenskra stangaveiðimanna geti talið hann hollvin sinn. í viðtali við Sportveiði- blaðið sagði hann nefnilega orðrétt: „Ég vil ekki og mun ekki taka neina áhættu sem getur orðið til þess að við eyðileggjum eitt af sér- kennum Islands sem eru þessar yndislegu veiðiár okkar með sér- Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face stakan stofn í hverri á. Ég ætla ekki að standa að því að rugla náttúruna." Þetta er vel mælt og ég veit að veiðimönn- um hlýnaði um hjarta- rætur, en samkvæmt síðustu talningu eru þeir um 55.000 hér á landi. Meginþorri þessa stóra hóps hefur haft af því gríðarlegar áhyggjur að rugla eigi íslenska náttúru svo um munar með því að hefja umfangsmikið sjókvíaeldi á norskum laxi við Islandsstrend- ur. Eftir yfirlýsingu Guðna er þeim hins vegar rórra og ekki síður bændum og búaliði á tæplega 1.900 lögbýlum hringinn í kringum landið sem hafa tekjur af laxveiðihlunn- indum. Reynsla annarra þjóða sýnir óvé- fengjanlega að umfangsmikið sjókvíaeldi með tilheyrandi meng- un, sjúkdómahættu og erfðablönd- un hefur gengið mjög nærri villtum laxastofnum. Súrt regn, mengun frá óskyldri starfsemi, stíflur og virkjanir bæta svo ekki úr skák. I Mbl. 12. ágúst í fyrra sagði frá því að laxalús væri að drepa villta laxinn í Vestur-Noregi. Þar sagði að vísindamenn hefðu ekki fullnað- arsannanir fyrir því að lúsafarald- urinn mætti rekja til eldisstöðva, en hins vegar væri plágan verst þar sem eldið væri mest. Líkurnar eru svo sterkar að það er hafið yfir all- an skynsamlegan vafa að Norð- menn hafi ruglað náttúruna með fiskeldi sínu. Nýlega var frá því greint að yf- irvöld í Kanada hefðu neyðst til að láta tugi milljóna dala renna til nýrra verndar- og viðhaldsaðgerða vegna fiskeldis. Astandið er þannig hjá mestu fískeldisþjóðunum að verja þarf ómældu fjármagni til að bæta fyrir fiskeldisævintýrin - og það af opinberum sjóðum! Vítin eru til að varast þau. Morgunblaðið kunni frá því að segja 12. desember sl. að forráða- menn Islandslax hf. íhuguðu að nota kví háhyrningsins Keikós til laxeldis í Klettsvík. Trúlega er ekki til sterkari kví í víðri veröld, enda hönnuð af Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Samt gaf hún sig í íslensku roki og máttu menn þakka Kvíaeldi Eigum við íslendingar að taka áhættuna, spyr Ragnar Hólm Ragnarsson, og stofna íslenska laxa- stofninum í voða? fyrir að hvalurinn slapp ekki. Gefur þó augaleið að norskur lax hefði notað tækifærið til að strjúka. Forráðamenn íslandslax hf. hafi þökk fyrir að vekja athygli á þessu. Keppinautarnir verða þá með eitt- hvað lélegra dót sem rifnar upp og slitnar annað slagið þegar vindur blæs sem er ekki fátítt hér við land. Hægt væri að tína til fjölmörg dæmi um vitleysuna og vitna til varnaðarorða virtra vísindamanna. En ég spyr: Þarf frekari vitnanna við? Eigum við íslendingar að taka áhættuna og stofna íslenska laxa- stofninum í voða? Við hljótum að svara því neitandi og benda á að réttara og skynsamlegra sé að láta Ragnar Hólm Ragnarsson náttúruna njóta vafans. Atlants- hafslaxinn er nú þegar í útrýming- arhættu! Stjórn Landssambands stanga- veiðifélaga er alfarið á móti sjókvía- eldi á norskum laxi við Islands- strendur. Við, sem í stjórninni sitjum, teljum það vera óðs manns æði að hefja sjókvíaeldi hér við land á meðan ekki er sannað að það sé með öllu skaðlaust fyi’ir íslenska náttúru. Landssamband stangaveiðifélaga gætir hagsmuna íslenskra veiði- manna og mun aldrei taka þátt í neinu starfi sem grundvallast á málamiðlunum og hálfkáki sem miðast að því öðru fremur að lág- marka skaða sem sjókvíaeldi á norskum laxi við Islandsstrendur myndi valda. Það er einfaldlega krafa sambandsins að þetta eldi fari aldrei af stað og strax verði lokað fyrir tilraunaeldið svokallaða undir Vogastapa á Vatnsleysuströnd. Við erum sammála landbúnaðarráð- herra. Við ætlum ekki að standa að því að rugla náttúruna. Mikið er gott að eiga mann eins og Guðna Ágústsson að þegar skammsýnin, gróðavonin og eigin- hagsmunasemin sækir að lífríkinu. Mér er að minnsta kosti rórra. Höfundur er formaður Landssambands stangaveiðifélaga. Jólagjafir á mbl.is Á mbl.is er að finna kynningu og umfjöllun um nær allar plötur og bækur sem hafa verið út síðustu misseri. Þar eru einnig u og tóndæmi 4* BÆKUR & TÓNLIST A mbl.is Ástleitni norska laxins sönnuð Fiskeldismenn halda því fram í umræðunni um sjókvíaeldi á norsk- um laxi hér við strend- ur að engin hætta sé á að hann og íslenskur lax erfðablandist. Þetta er annað hvort mis- skilningur eða lygi. Það vita þeir sem sátu ráð- stefnu Veiðimálastofn- unar nýverið, þar sem útlendir sérfræðingar, sem byggðu á vísinda- legum rannsóknum og gagnmerkum tilraun- um, hröktu þessa full- yrðingu út í hafsauga. Sömu fiskeldismenn og orðið hafa uppvísir að framangreindri staðleysu hafa ekki treyst sér til að svara þess- um sérfræðingum með rökum, bara með upphrópunum um að þeir séu sérstaklega pantaðir andstæðingar fiskeldis. Það má vera að eldismenn ástundi slík vinnubrögð sjálfir í áróð- ursherferð sinni en málflutningur sérfræðinganna var afar sannfær- Laxeldi Lýst er eftir málefna- legri umræðu um þessi mál, segir Hilmar Hans- son, þar sem fiskeld- ismenn vilja kannast við ábyrgð sína. andi, byggður á traustum grunni og laus við öfgar. Niðurstöður þeirra benda eindregið til að íslenska laxa- stofninum stafi stórhætta af áform- um um sjókvíaeldi á laxi af norskum uppiuna, að það verði ekki ráðist í slíkt eldi án fórna. Norskur lax mun sleppa úr kvíun- um, um það eru allir sammála, og engum þarf lengur að blandast hug- ur um að strokufiskurinn muni rugla saman reitum við íslenska laxinn og útvatna eiginleika sem hann hefur þróað með sér frá örófatíð; eiginleika sem hafa gert honum kleift að búa og fjölga sér við íslenskar aðstæður eins og þær hafa orðið verstar á hverjum tíma. Sýndu sérfræðingarnir fram á að þess konar sérhæfð arfgerðarupp- bygging getur hrunið eins og spila- borg á tiltölulega skömmum tíma eigi sér stað erfða- blöndun rið annarlegan stofn. Þeir fiskeldismenn, sem mest hafa haft sig í frammi, gera hins veg- ar lítið úr hættunni á því að eldisfiskur sleppi úr kvíunum. Þar eru þeir enn að slá ryki í augu fólks, allt í nafni fjárhagslegs árinnings. Lágar prósentutölur, sem þeir nefna, segja ekki allan sannleikann um lax sem sleppur því að þótt þessar lágu töl- ur yrðu teknar trúan- legar væri slíkur fjöldi norskra strokufiska á bak rið þær, að skipu- lagðar sleppingar á íslenskum laxi hér á landi bliknuðu í samanburði. í þessu sambandi er afar hæpið að bera íslenskar aðstæður saman rið norskar þar sem sjókriaeldi hefur þegar rutt sér til rúms og unnið óbætanlegt tjón. Eins og málum er komið verða umhverfisáhrif laxeldis í Noregi ekki líkt því eins alvarleg og á Islandi auk þess sem þar er verið að tala um innlendan stofn! Þar á ofan verður að hafa hugfast að hagsmunir norska þjóðarbúsins af laxeldinu eru margfalt meiri en þess íslenska. Þess vegna eiga allt önnur sjónarmið rið þegar á að ákveða hvort hefja skuli sjókvíaeldi hér rið land. Akvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra um starfsleyfi sjókvíaeldinu til handa er þri miklu stærri og afdrifaríkari en þegar hann leyfði innflutning á fósturrisum úr norskum kúm. (Dreifingu þeirra á þurru landi er a.m.k. hægt að stýra.) Ráðherra verður að vega og meta fjárhagslegan ábata nokkurra manna af laxeldinu á móti þeim miklu og margrislegu hagsmunum sem hér hefur verið lýst. Má þá líka nefna hættuna á mengun og sjúk- dómum. Ráðherra getur ekki heim- ilað sjókriaeldið öðrurisi en að færa um leið fórnir í íslenskri náttúru. Lýst er eftir málefnalegri umræðu um þessi mál þar sem fiskeldismenn vilja kannast við ábyrgð sína. Rangar staðhæfingar þeirra í veigamiklum atriðum hafa hins vegar vakið svo mikla tortryggni í garð eldisins að vafasamt er að á þeim verði tekið mark úr þessu. Höfundur er varaformaður Lands- sambands stangveiðifélaga. Hilmar Hansson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.