Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 7\
FRÉTTIR
Ur dagbók lögreglunnar
Tilkynnt um 73
árekstra um helgina
15.-17. desember
ADFARANÓTT laugardags var fá-
mennt í miðbænum. Ölvun var í
meðallagi, ástand gott og unglingar
undir 16 ára aldri ekki áberandi.
Einn maður var fluttur á slysadeild
og tveir handteknir vegna ölvunar.
Fremur rólegt var í miðbænum að-
faranótt sunnudags. Nokkuð þurfti
að hafa afskipti af ölvuðu fólki
vegna slagsmála en þó var ölvun
lítil. Einhverjir hlutu minniháttar
meiðsl í þessum slagsmálum og
flutti lögregla þá á slysadeild. Fjór-
ir voru handteknir og tilkynnt var
um fjórar líkamsárásir.
Ótrúlegnr
fjöldi árekstra
Á föstudag féll fyrsti snjór vetr-
arins á höfuðborgarsvæðinu og enn
sem fyrr voru ökumenn vanbúnir
til vetraraksturs og virtust undr-
andi á því að það skyldi snjóa í des-
ember. Mikill fjöldi árekstra og
óhappa varð vegna hálku og
óviðbúinna ökumanna en alls voru
tilkynntir 73 árekstrar um helgina
sem er ótrúlegur fjöldi. Hins vegar
voru aðeins fjórir stöðvaðir vegna
hraðaksturs og átta grunaðir um
ölvun við akstur.
Um helgina var talsvert kvartað
yfir akstri jeppa utan vega, jafnvel
á stöðum sem ætlaðir eru fyrir
sleða- og skíðafólk.
Aðfaranótt laugardags var bifreið
stöðvuð og reyndist ökumaður vera
undir áhrifum kannabisefna. Á
meðan verið var að ræða við öku-
mann reyndi einn farþeganna að
stinga af á hlaupum en lögreglu-
maður elti hann uppi. Ástæðan mun
hafa verið sú að farþeginn var með
ætluð fíkniefni á sér ásamt áhöld-
um.
Síðdegis á laugardag varð
árekstur á gatnamótum Suðurgötu
og Brynjólfsgötu. Fimm voru fluttir
á slysadeild Landsspítala-háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi en áverkar
ekki taldir alvarlegir.
Snemma á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um bflveltu á Suðurlands-
vegi við Litlu kaffistofuna. Meiðsli
á fólki voru minniháttar.
Golfvajgn
fannst í trjálundi
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í nýbyggingu þar sem
stolið var talsverðu af verkfærum.
Á laugardag kom erlendur ferða-
maður á lögreglustöðina við Hverf-
isgötu og tilkynnti um hvarf á
svartri leðurtösku. Hann kvaðst
hafa sett töskuna í farangurshólf
flugrútunnar við flugstöðina en
þegar hann ætlaði að taka töskuna
við endastöð í Reykjavík var taskan
horfin. í töskunni voru farmiðar og
ýmis skilríki sem slæmt er að
missa.
Á laugardag fannst golfvagn í
trjálundi í Seljahverfi. Þessum
vagni hafði verið stolið fyrr í mán-
uðinum í Höfðahverfi og var hann
mikið skemmdur, jafnvel talinn
ónýtur.
Tilkynnt var um mann og konu
sem voru að stela vörum úr versl-
unum á Laugavegi. Þau voru flutt á
lögreglustöðina og í framhaldi af
því í fangageymslu. Þau voru með
nokkra poka með sér sem í var ætl-
að þýfi. Þetta var aðeins eitt af
mörgum tilfellum þar sem fólk var
handtekið fyrir að stela í verslunum
um helgina.
Tilkynnt var um að aðvörunar-
kerfi hefði farið í gang í húsi í aust-
urborginni. Öryggisvörður náði þar
manni á hlaupum og var hann með
ýmsa muni á sér. Maðurinn fékk
gistingu í fangageymslu.
Slegist um leigubíl
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um þijá menn sem voru að
ganga í skrokk á einum til móts við
pylsuvagninn í Tryggvagötu. Þol-
andinn komst undan og hljóp suður
Lækjargötu og árásarmennimir
hlupu á eftir. í öryggismyndavélum
sást maðurinn fara inn í leigubfl á
móts við Menntaskólann í Reykja-
vflc en árásarmennimir náðu hon-
um og veittust að honum í leigu-
bflnum. Leigubflstjóri náði að
skakka leikinn áður en lögregla
kom og vora mennirnir þá famir af
vettvangi.
Aðfaranótt sunnudags var til-
kynnt um fjöldaslagsmál við Þórs-
café þar sem bifreið hefði m.a.
skemmst. Slagsmál vora í gangi
þegar lögreglumenn komu á stað-
inn, þrír á móti tveimur. Slagsmálin
munu hafa hafist vegna deilna um
ferð með leigubfl. Einn maður var
handtekinn en var sleppt að lokn-
um viðræðum við varðstjóra.
Aðfaranótt laugardags óskaði
maður, sem var að ryðja snjó af
bflastæði, aðstoðar vegna ölvaðs
manns sem gerði sér að leik að
standa í vegi fyrir moksturstækinu.
Sá ölvaði hafði sig á brott er lög-
reglu bar að.
Gleðileg jól
, Hólagarður
Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
Fékkstu kartöflu
í skóinn?
Snúðu þá vörn í sókn!
Búðu til nokkurs konar blómaskreytingu úr þeim
kartöfium sem hafa safnast saman hjá þér á
\Á aðventunni. Festu rauðkálsblöð á kartöflurnar
V allan hringinn, stingdu prjóni í þær og festu svo
einhvers konar salatblöð eða jafnvel brokkolí á
þessa „stilka“. Stingdu svo „blómunum“ í þar til
gerðan blómaskreytingakubb og settu greni allt
í kring. Þarna er komin gullfalleg skreyting á
hátíðarborðið. — v. .
Pfnirvinir T
fsienskir kartöflubændur
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti hjónunum Sigríði Vil-
hjálmsdóttur og Má Sigurðssyni (2. frá hægri), eigendum Geysisstofu,
og Guðjóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, (2. frá vinstri),
verðlaunin. Lengst til vinstri er Ámi Johnsen alþingismaður.
Hlutu Nýsköpunar-
verðlaun Ferðamálaráðs
EIGENDUR Geysisstofu og Vest-
mannaeyjabær hljóta Nýsköpunar-
verðlaun Ferðamálaráðs í ár. Eig-
endur Geysisstofu era verðlaunaðir
fyrir dugnað og framsýni við
stefnumótun og uppbyggingu á ein-
um fjölsóttasta ferðamannastað ís-
lands og Vestmannaeyjabær fyrir
að hafa gert Skanssvæðið að enn
einni perlunni sem laðar ferðamenn
«1 Eyja.
Það var samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson, sem afhenti
hjónunum Sigríði Vilhjálmsdóttur
og Má Sigurðssyni, eigendum
Geysisstofu, og Guðjóni Hjörleifs-
syni, bæjarstjóra Vestmannaeyja,
verðlaunin við hátíðlega athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu.
Formaður stjórnar Ferðamála-
ráðs, Tómas Ingi Olrich, gerði
grein fyrir valinu en verðlaunin eru
veitt þeim sem að mati ráðsins hafa
stuðlað að nýsköpun í ferðaþjón-
'ustu, annaðhvort með uppbyggingu
á nýjum þáttum ferðamennsku eða
með því að vekja athygli á þáttum
tengdum menningu og sögu Islands
og gera þá aðgengilega ferðamönn-
Mikið úrval af
íóiaskóm á börnin
Staerð 28-38
Verð 4.990,-
Stærð 24-30
Verð 3.490,-
Gráir
Opið 10 til 18, lau. 11-15
Smáskór
r bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919
V.
Hf. Eimskipafélag íslands
Hlutafjársala
Hf. Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að bjóða hluthöfum til kaups eigin bréf
félagsins. Tekið er fram að hér er ekki um hlutaijárhækkun að ræða heldur sölu
á eigin bréfum. Salan fer fram dagana 20.- 29. desember.
Fjárhæð hlutabréfa
Nafnverð hlutabréfanna er 61.158.104 kr. sem er um 2% hlutur í félaginu, og
bjóðast þau á genginu 7,1.
Fyrírkomulag og skilmálar sölu
Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir hærri ijárhæð en þeir eiga hLutfallslegan rétt
á. Nýti hluthafi ekki rétt sinn tiL kaupa að fullu, þá skiptast eftirstöðvar milli
hluthafa, sem hafa skráð sig fyrir hærri ijárhæð, í hlutfalli við eignarhlut þeirra.
Verði eftirspurn eftir hlutafé meiri en það hlutafé sem tiL söLu er, verður sala tiL
hluthafa skert hlutfallslega. Ef eftirspurn eftir hlutafé verður minni en það hlutafé
sem til sölu er, mun féLagið bjóða einum eða fleirum aðilum það til sölu án þess
að bjóða hluthöfum forkaupsrétt að nýju.
ÁskriftarbLöð verða send tiL hLuthafa. Einnig er möguLegt að fyLLa út áskriftarblað
á heimasíðu félagsins www.eimskip.is. Útfýlltum áskriftarblöðum skal skiLað til
fjárreiðudeildar Hf. Eimskipafélags ísLands, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík,
myndsími 525 7009, fyrir kl. 17:00 þann 29. desember n.k. Hluthöfum verður
sendur gíróseðilL fyrir keyptum hLutum að forgangsréttartímabili Loknu, en hann
þarf að greiða eigi síðar en 2. febrúar 2001.
Nánari uppLýsingar og aðstoð við skráningu eru veittar
af hLutahafaskrá Hf. Eimskipafélags íslands í síma 525 7188.
EIMSKIP