Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 86

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 86
MORGUNBLAÐIÐ .86 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 {$h ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12, lau. 6/1, sun. 7/1. Smíðaverkstæðið kl. 16.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12, uppselt, fim. 4/1 kl. 20.30, fös. 5/1 kl. 20.30. GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIB - GJÖFIM SEM LIFNAR l/IB! www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán. — þri. kl. 13—18, mið,—sun. kl. 13—20. Leikfélag íslands Gjafakort í Leikhúsið — skemmtileg jólagjöf sem lifir m 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 örfá sæti 2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda 3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda lau 13/1 kl. 20 fös 19/1 kl. 20 SJEiKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 19 fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 530 303O | SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 lau 6/1 kl. 20 fös 12/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is Fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30 - örfá sæti laus Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 - laus sæti Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 - laus sæti Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Amdís Halla Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór fslensku óperunnar Kórstjóri: Garöar Cortes I (Z) LEXUS Háskófabló v/Hagatorg Sími 545 2500 Miöasala aila daga kl. 9-17 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN v^?nrfí»lu 3 HiWiVyffliliMilHM Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Innlegg Kaffileikhússins til jólanna, helgi- 09 kyrrðarstund fyrir alla fjölskylduna I önn jó- laundirbúningsins. Helgileikur sem vekur frið og eindrægni, leikinn í ró við kertaljós og helgistemningu. Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir Sýning í dag 19.12. kl. 17.30 Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00 Sýningar á Evu, Háalofti og Stormi og Ormi verða tcknar upp aftur á nýju ári. MIÐASALA I SIMA 551 9055 HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ 0 Símonarson Sýnlngar hefiast kl. 20 aukasýn. fim 28. des, laus sæti Jólasýn. fös. 29. des. örfá sæti sýn. fös. 5. jan. laus sæti Sýnlngar hefjast kl. 20 Vítleyslngamir eru hluti af dagskrá A mörkunum, Leiklístarhátíðar Sjálfstæóu lelkhúsanna. Miðasala í sfma 555 2222 og á www.vlslr.ls BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMS. UPPSELT Lau 30. des kl. 14 FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ, ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TIL- VALIN IJÓLAPAKKA YNGSTU FJÖL- SKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 HEILL HEIMUR í EINU UMSLAGI! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT Á LEIKSÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEG JÓLAGJÖF. HRINGDU í MIÐASÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉR JÓLAGJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐAR- TILBOÐ Á GJAFAKORTUM FYRIR JÓLIN! Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is DDAUMASMIÐ7AN GÓiAR HÆSBIR efttr Auði Haralds Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningin er á leiklistarfiátíðinni Á mörkunum Hjðapantanir i Iðnó í síma: 5 30 30 30 C leðigjafarnir eftir Neil Simon Leikstjóri Saga Jónsdóttir Sýn. fös. 29. des kl. 20. sýn. lau. 30. des kl. 20. Barnaleikritið Tveir misjafnlega vitlausir eftir Aðalstein Bergdal. sýn fös. 27/12 kl. 15. Miðasala opin alla virka daga kl. 13 — 17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Nettoi* ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu ver&i ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Friform | HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Brandtex fatnaður FÓLK í FRÉTTUM J árnkj arnarokk „Anger is not enough er prýðilegasti frumburður einnar efnilegustu harðkjamasveitar landsins, sveitar sem er í örri þróun í þessum skrif- uðu orðum," segir Amar Eggert Thoroddsen um fyrstu plötu járn- kjarnasveitarinnar Snafu. TONLIST Geisladiskur ANGERIS NOTENOUGH Anger is not enough, geisladiskur hljómsveitarinnar Snafu. Sveitina skipa þeir Eiður (gítar), Gunnar (bassi), Ingi (gítar), Matti (tromm- ur) og Siggi (söngur). Upptökum stýrðu Aron og Axel. Aukalög, tek- in af tónleikum, vom hijóðrituð af Valla, 6. október 2000.42,22 mín. Harðkjarni gefur út. ÞAÐ er mikil gróska í íslensku harðkjamarokki um þessar mundir en Snaíu er eitt af flaggskipunum þar. Sveitin hafnaði í öðru sæti Mús- íktilrauna í ár og nýttu liðsmenn sér hljóðverstímana sem þeir fengu í verðlaun til að taka upp þessa plötu og var hún tekin upp „beint“ á þremur klukkutímum. Harðkjamarokkið lýsir sér sem ein- hvers konar sam- bræðingur pönks og þungarokks og mik- ið líf hefur verið í þessari tónlistar- legu neðanjarðar- menningu undanfarin ár, einkanlega í Bandaríkjunum. Harð- kjamarokkið er margslungið form, það getur verið tilraunakennt, mel- ódíuvænt, „ska“-skotið eða níðþungt. Því er nokkuð athyglisvert hversu mikilli harðlínustefnu er fylgt hér- lendis hvað stíl varðar. Það má með sanni segja að hér sé allsterk báru- jámsslagsíða þar sem flestar sveitir hérlendis einbeita sér að þyngri gerð harðkjamarokks. Tónlist Snafu er svokallað jám- kjarnarrokk (e. metal-core). Söngur- inn er yfirdrifið og skrækróma öskur og tónlistin byggist upp af bjag- kenndum þungarokksstefjum. Lög em brotin upp með kaflaskiptingum, dokað er við áður en sveitin hendir sér út í hraða og níðþunga kafla, keyrða áfram á pönkvísu. Nokkurra áhrifa frá mulningsrokki (e. grind- core) gætir og andi hinnar frábæm jámkjamasveitar Earth Crisis svífur einnig óneitanlega yfir vötnum. Þessi fyrsta plata Snafu er á flestan hátt vel heppnuð. Liðsmenn sveitar- innar em ungir og ástríðufullir og það heyrist vel hversu áhugasamir þeir em um tónlistina. Greinilegt að það er mjög gaman hjá þeim og slíkt skil- ar iðulega jákvæðum niðurstöðum. Lögin em kraftmikil og flestöll hinar bærilegustu jámkjama- smíðar. Besta lag- ið „This am I“, geislar af öryggi og þar sýna Snafu alla sína bestu takta. Lagið byrjar með drungalegu og dramatísku gítar- plokki, smellur síð- an í bylmingsþétta stefleiðslu áður en Snafu læsa því í nán- ast fullkomna járn- kjamasveiflu. Frá- bært gróp! Önnur lög sem em vel að gera sig hér em t.d. „Cow mutil- ation Sucks“ og titillagið, „Anger is not enough“. Engu að síður em nokkrir óhjá- kvæmilegir vaxtarverkir á sveimi og platan ber það með sér að vera fyrsta varðan á lengri leið. Opnunarsamtal plötunnar, svo og lagaheiti eins og „Turn of yom- televisions" (sic) og „Cow mutilation Sucks“ einkennast af gáskafullri einlægni sem leiðir þá út í klisjuvandræði. Eg efast ekM um að Snafiimenn trúi á það sem þeir em að gera en héma finnst manni þeir vera undir full sterkum áhrifum frá sambærilegum erlendum hljómsveit- um. Einnig finnst mér lög eins og „Snafu", sem er víst orðinn einn mesti slagari íslensku harðkjamasenunnar, einkennast svolítið af fálmkenndum tilraunum hljómsveitar sem er að leita að sínum eigin stfl. Heldur ófrumlegt og einfalt. Um þessar mundir vex Snafu stöðugt fiskur um hrygg, hvort sem er með tilliti til spilamennsku eða lagasmíða. Því finnst manni þessi plata vera bam síns tíma á vissan hátt þó það rýri í sjálfu sér ekkert gildi hennar sem slíkrar. Hljómur plötunnar er líka að- eins of mottulegur, hefði mátt vera aðeins tærari og kraftmeiri. Fengur er að aukalögum, sem tek- in vom upp á tónleikum á Kakóbam- um í Geysishúsinu 6. október á þessu ári. Hljómur er að vísu afleitur en virðingarvert að menn fylli út í diskana með efni, að öðram kosti hefði platan ekM verið nema rúmar tuttugu mínútur. Snafuaðdáendur eiga ömgglega eftir að fagna þessum upptökum frekar en ekM og upptak- an gefur ágæta sýn inn í fjörið sem einkennir einatt harðkjarnatónleika. Anger is not enough er á margan hátt tímamótaútgáfa hérlendis. Þetta er fyrsta opinbera útgáfa Harð- kjama, útgáfufyrirtæMs sem tengist samnefndri heimasíðu, sem er í raun og réttu lífæð þessa menningarMma (www.dordingull.com/hardkjami). Harðkjami hefur staðið á bak við ýmsar sýnisútgáfur (e. demo) hljóm- sveita sem illu heilli hafa verið lítt sjá- anlegar almenningi. Þessi útgáfa er því skref í rétta átt. Allur umbúnaður plötunnar er til fyrirmyndar, sérstaklega er gaman að hópmyndinni sem í ijós kemur er diskurinn er fjarlægður úr hulstrinu. Myndin fangar vel þann anda sam- stöðu og einarðleika sem er það aðdá- unarverðasta við harðkjamamenn- inguna. Angeris not enough er prýðilegasti frumburður einnar efnilegustu harð- kjamasveitar landsins, sveitar sem er í örri þróun í þessum skrifuðum orð- um. Þó hún einkennist nokkuð af bemskubrekum stendur hún fyllilega undir sér sem hin ágætasta rokkskífa. Gáttir harðkjamans hafa nú verið opnaðar og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í framtíðinni. Arnar Eggert Thoroddsen Misjafn er mannanna hugur Tónlist Geislaplata MÁTTURHUGANS Máttur hugans, geisladiskur Frið- riks Karlssonar. Tónlistin er samin og flutt af Friðriki Karlssyni. Upp- tökur fóru fram í River of Light Studios í Claygate, Englandi. Ut- gefandi er Vitund/Skífan. Fyrir réttu ári skrifaði ég um geisladisk Friðriks Karlssonar, Hug- arró, og eftir að hafa hlýtt á Mátt hug- ans var vissulega freistandi að birta aftur í grófum dráttum hinn gamla dóm því hér er fátt nýtt undir sólinni. Það hefði þó verið í hæsta máta ósanngjamt að notast við fyrri dóm- inn og sem betur fer á ég hann ekM til. Eitt er nýtt við þessa útgáfu Frið- riks nú en það er viðbótardiskur þar sem Kári Eyþórsson leiðir slökun við tóna Friðriks. Þar sem ég mun seint teljast til sérfræðinga í andlegum fræðum og er fyrst og fremst ráðinn til þess að skrifa um tónlist læt ég ógert að fjalla sérstaklega um auka- disMnn með slökunarleikfimi Kára. Fyrri diskurinn af Mætti hugans inniheldur ofurrólega slökunartónlist Friðriks, án sefjunar eða áreitis tal- aðs máls. Lögin era einfóld í upp- byggingu og minna stundum á tón- smíðar hinnar geysivinsælu Enyu og fleiri í þeim poppgeira sem kenndur hefur verið við nýöld. Friðrik notast miMð við hljóðgervla og gerir það á stundum smekMega, en fyrir hljómborðsleikara í slökunarhugleiðingum er hljóðgervlasúpan ef- laust streitu- og pirr- ingsvaldur hinn mesti því allt of víða gætir notkunar á forgerðum hljóðum (pre-sets) úr kunnum hljóðbönkum sem flestir fag- menn innan bransans era löngu búnir að fá nóg af. Ofan á hljóðgervlasullið leikur Friðrik miMð á Massískan gít- ar og er það vel. Náttúmlegur hljóm- urinn er góður og lítið ber á ofskreyt- ingum eða sálarlausum „likkum" sem era kunn úr þeim geira poppsins sem Friðrik kemur úr, bræðingnum. Fyrsta lagið, „Annar heimur", er í hefðbundum dúr og því sama er að heilsa í næsta lagi, „Kyrrð“. Þessi lög gætu vel nýst á einhvers konar for- stigsnámskeiði í lagasmíðum, því þau em „ofurlógísk" og ekkert kemur á óvart í hljóma-eða laglínusamsetn- ingu. Friðrik hefur smíðað titillagið, „Máttur hugans", í moll og slæmt er að það skuli vera það eina sem maður getur sagt um titillag á geisladiski. Hinn jólalegi dúr tekur aftur völdin í „Nýjum degi“sem er og afar jólalegt lag. Bjölluhljóð ýmiss konar em áber- andi hér sem og víðar og ef Máttur hugans væri jólaplata þá mætti segja að hér væm öngvir ofvirMr „hó, hó“-jólasveinar heldur bara syfjuleg hreindýr. Tvö síðustu lögin, „Rafa- el“ og „Nótt“, eru jafn- lítið eftirminnileg og þau sem þegar hefur verið fjallað um. Ég slakaði ekki á við hlustun á Mætti hugans enda ósanngjarnt að gera ráð fyrir því. Tónlistin er það sem flokkast undir „easy listening“ og verður fyrir þjálfuð og hrokafull tóneym það sem kallast „evil listen- ing“. Hún er sem sagt það fyrirsjáan- leg að úr verður stemmningsleysi fyr- ir neytanda eins og mig. Þrátt fyrir að engar tónsmíðar Friðriks séu beinlínis meiðandi fyrir eyrað skortir alla ómstriðu og dýpt sem mér er nauðsynleg til að falla í einhvers konar slökunarástand eða mók. Ég er þó sannfærður um að margur er mér ósammála og muni eiga ljúfar stundir við tóna frá Frið- riM. Orri Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.