Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 88
.ÁS8 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Haust í New York er jólamynd Háskólabíós Hélt ég væri of músarleg Nýlega var frumsýnd hér á landi ástarsag- an Haust í New York með þeim Richard Gere og Winona Ryder í titilhlutverkum Hulda Stefánsddttir ræddi við þau um lífið og nýju myndina. WINONA Ryder hóf að leika í kvikmyndum og á sviði snemma á unglingsárum en Haust í New York er nítjánda mynd hennar. Ryder er fædd í bænum Winona í Minnesota-fylki árið 1971 og alin upp í smá- bæjum og hippakomm- 'Ohium Kaliforníu og síðar í San Fransiskó, ein fjögura systkina. Því verður ekki neitað að Winona Ryder kem- ur manni fyrir sjónir sem fremur við- Winona Ryder annars vegar á persón- urnar sem ég er að leika og hins vegar á mína eigin persónu. Ég er talsvert sterk- ari og kraftmeiri manneskja en ætla mætti og þó svo að vissulega sé hægt að segja margt verra um mann en það að vera veiklulegur þá vildi ég óska að þess háttar lýsingum færi að linna.“ Berskudraumur kvæmnisleg manneskja. Lágvaxinn og fíngerð sem hún er segist hún þó vera ósátt við þá ímynd sem gjaman sé dregin upp af henni í fjölmiðlum. „Persónunum sem ég leik er ekki svo sjaldan líst sem viðkvæmnisleg- um, ef ekki hreinlega veikburða Ananneskjum sem ég get ekki skilið að hægt sé að fá út ef litið er yfír hlutverkaskrá mína,“ segir Ryder. „Ég hef alltaf borið mig eftir fjöl- breyttum hlutverkum og tekist það ágætlega að ég held. Eg get hins vegar augljóslega ekki breytt því hvemig ég er og kannski að fólki hætti til að yfírfæri útlit mitt um of Það skýtur því svo- lítið skökku við að sjá Winonu Ryder taka að sér hlutverk í svo róman- tískri kvikmynd sem Haust í New York. Hún hefur líka áður látið eftir sér hafa að rómantískar gamanmyndir á borð við Pretty Woman og The Run- away Bride, þar sem mótleikari hennar Richard Gere fór með aðal- hlutverk, séu móðgun við gáfnafar áhorfenda og að í Hollywood skorti sárlega vitsmunaleg kvenhlutverk. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka að þér aðalkvenhlutverkið í Haust í New York? „Bernskudraumur," svarar hún að bragði og sennilega ekki í fyrsta skipti. „Ég hef lengi gengið með það í maganum að láta þennan draum rætast, um að leika í hjartnæmri ástarsögu sem fær tár áhorfenda til að flóa. Ekki það að þetta séu endilega þær myndir sem ég hef mest gaman af sjálf en hins vegar langar mig sem leikkona til að spreyta mig á sem flestu. Mér hefur aldrei áður boðist tækifæri til að leika í mynd af þessu tagi og ákvað því að slá til þegar færi gafst.“ Það kemur á óvart að heyra að þér hafí ekki verið boðið hlutverk sem þetta áður þar sem þú ert meðal þekktustu leikkvenna í Hollywood. „Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því sjálf hvaða mynd fólk gerir sér af mér en ég upplifi mig ekki á þennan hátt. Hafa ber í huga að í fyrstu 5-6 kvikmyndunum var per- sónum mínum lýst í handriti sem beinlínis óaðlaðandi í útliti!" segir Ryder. „Sjálf sá ég alltaf fyrir mér að lág- vaxin og með mitt músarlega útlit myndi ég fremur tilheyra hópi kar- akterleikara en fegurðardrottninga. Síðan fór ég að leika í kvikmyndum þar sem sögusvið voru fyrri tímar með tilheyrandi búningum en þó að ég hafi farið með aðalhlutverk var ég samt alltaf líka þessi hálfskrítna per- sóna. Það er svo mikið af gullfallegum leikkonum í boði og ég býst við að þegar verið er að ráða í hlutverk í rómantískum ástarsögum detti mönnum frekar í hug konur eins og Julia Roberts, sem gera slíkt mjög vel, en gera líka meira vel og ættu Veitingamaðurinn Wili fellur flatur fvri_ r^'T<1/Andrew ^ SMPSP ynr Cariottu sem er dauðvona. þess vegna, að mínu áliti, einnig að fá tækifæri til að spreyta sig á annars konar hlutverkum." Ástin er erfið Charlotta, persóna þín í þessari mynd, er dauðvona, hvernig settirðu þig í hlutverk hennar? Hefurðu sjálf haft kynni af fólki sem berst við al- varlegan sjúkdóm? „Ég ólst að hluta til upp í San Francisco þar sem er stórt samfélag samkynhneigðra og margir þeirra voru smitaðir af alnæmi. Eg átti vini sem dóu úr eyðni og man að þegar líða tók að lokum sjúkdómsferils þeirra þá greip þá þessi þörf fyrir hömlulausa skemmtun daginn út og inn. Þeir fóru að merkja hluti sem þeir höfðu aldrei tekið sérstaklega eftir áður, vildu ferðast og upplifa sem mest áður en þeir færu. Ég er viss um að mér hefði seint gengið að skilja Charlottu og trúa henni, nema vegna þess að ég hafði upplifað þetta með vinum mínum í San Francisco. Síðustu mánuðimir í lífi þeiiTa voru eins og eitt allsherjar samkvæmi." Ýmissa erfíðleika gætir í sam- drætti aðalpersóna myndarinnar, ekki síst vegna aldursmunar á þeim. Heldurðu að það sé erfíðara að verða ástfangin í dag en oft áður? „Nei, ég held að það hafi alltaf ver- ið erfitt og sé það enn. Ég held að maður hafi enga stjóm á því hverjum maður fellur fyrir, það bara gerist, og er alltaf svolítið erfitt. En þannig er það bara. Sjálf hef ég aldrei átt í ást- arsambandi við eldri menn en ég held að hvað varðar persónuna sem ég leik, Charlottu, þá sé hún svo stað- ráðin í að lifa lífinu til fulls að eitthvað eins og aldursmunur skipti hana engu. Hana langar í alla þá reynslu sem hún getur fengið og inn í líf henn- ar kemur Jiessi myndarlegi, ríki, eldri maður. Eg þekki reyndar stelpur sem eiga sér drauma um slíkan mann þó að ég geti ekki sagt það sama um sjálfa mig. En veltur þetta ekki ann- ars alltaf á persónu en ekki aldri?“ „Þetta er mitt karma“ LEIKFERILL Richard Gere hefur GTfcrið rysjóttur. Hann vakti fyrst athygli á sviði í Lundúnum í söng- leiknum Grease sem síðar var fluttur vestur um haf og var settur upp við miklar vinsældir á Broadway. Hann hafnaði hins- vegar hlutverki foringja stráka- klíkunnar, Dannys Zukos, þegar söngleikurinn var kvikmyndaður skömmu síðar. Kvikmyndin vakti verulega at- hylgi á John Travolta í sama hlut- verki og hefur það fylgt þeim í gegnum leikferilinn að vera gjarn- an orðaðir við sömu rullurnar. Fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Richard Gere var í myndinni Lo- oking for Mr. Goodbarþ ar sem ;>(fe§nn lék á móti Diane Keaton. Hlutverkið hafði upphaflega verið ætlað John Travolta, eins og reyndar aðalkarlhlutverkin í tveimur þekktustu myndum Rich- ards Gere, American Gigolo frá 1980 og An Officer and a Gentle- man sem gerð var tveimur árum síðar. Gere ólst upp á sveitabæ í New York-fylki og var að eigin sögn óspart hvattur til dáða af list- hneigðri móður. Hann lagði stund á heimspeki og leiklist í tvö ár. Þá reyndi hann fyrir sér sem tfifcilistarmaður en hneigðist fljótt til leiklistar. Richard Gere leikur á ein 9 hljóðfæri og það nýtti Franc- is Ford Coppola sér í Cotton Club þar sem Gere fór með hlutverk trompetleikara. I kvikmyndinni Pretty Woman, sem boðaði end- urkomu Richards Gere eftir langt hlé, og heimsfrægð kvikmynda- sttjörnunnar Juliu Roberts, var sið- an séð til þess að kappinn fengi að leika listir sínar á píanó í einni róm- antískri senunni. Hann hefur oft þótt djarfur í hlutverka- vali og í kjölfar vel- gengni sinnar í hlut- verks gleðimannsins í American Gigolo kaus hann t.d. að koma fram á sviði í leikritinu Bent sem fjallar um samkyn- hneigðan gyðing í Auschwitz síðari heimsstyrjaldar. Leikritið var marg- verðlaunað en hæfi- leikar Geres hafa ekki alltaf verið svo rómaðir og á árunum milli 1980 og ’90 hvarf hann næstum sjónum í hlutverkum í myndum sem seint verða taldar honum til tekna. Barðist gegn kynþokka- og hetjuímyndinni Sagt var að Gere kynni afar illa við fmynd sína sem rómantískrar hetju hvíta tjaldsins og á tímabili gerði hann flest til að vinna gegn henni. Fór að bera á nýju áhuga- sviði Richards Geres, mannrétt- indabaráttu, og þá helst frelsisbar- áttu Tíbet en Gere hafði snúist til búddatrúar þegar fyrri frægðar- sól hans reis sem hæst í kringum 1980. Hann stofnaði Tíbet-húsið í New York sem berst fyrir frelsun Tíbet undan stjórn Kína og stóð fyrir ferð Dalai Lama sjálfs til New York fyrir tveim árum. Þá hefur hann komið á laggirnar sjóði á vegum Gere-stofnunarinnar sem veitir styrki til mannréttinda- samtaka víða í heim- inum. Velgengni Pretty Woman var fylgt eftir með kvikmyndinni The Runaway Bride síðast- liðið sumar og Autumn in New York er þriðja mynd Geres í röð róm- antfskra gamanmynda. Bendir því flest til þess að hann hafi tekið ímynd sína og end- urteknar tilnefningar sem „kynþokkafyllsti karlmaður ársins" í bandaríska tímaritinu People í fulla sátt. „Þetta er mitt karma,“ segir Gere og yfirvegun geislar af manninum sem fyrr á árum átti víst allt annað til í samskiptum við fjölmiðla. „Það tók mig tíma að átta mig á þessu en núna nýt ég þess að leika í kvikmyndum sem aldrei fyrr.“ Handritið að Hausti f New York las Gere fyrst fyrir þrem árum. Hafnaði hann hlutverkinu í fyrstu en segir að umboðsmaður sinn hafi hrifist svo af sögunni að hann hafi áfram haldið verkinu að honum. Gere samþykkti loks að taka að sér að leika þennan miðaldra veit- ingahúseiganda og kvennamann sem verður ástfanginn af sér mun yngri konu. Segir hann val fram- leiðanda myndarinnar á leikstjór- anum Joan Chen hafa orðið til þess að honum snerist hugur. „Sá galli var á handritinu að mfnu mati að myndin hefði auð- veldlega getað orðið of væmin og yfirkeyrð af tilfinningum og ég ef- aðist um að þeir leikstjórar sem voru í umræðunni í fyrstu gætu Richard Gere gert sögunni skil með öðrum hætti,“ segir Gere sem siðan skipti um skoðun eftir að leikkonan og leikstjórinn Joan Chen var orðuð við myndina. „Ég hafði séð frum- raun Joan, kvikmyndina um Xiu- Xiu, og hrifist mjög af bein- skeyttum stíl hennar. Ég treysti henni vel til að gera þessari til- finningasömu sögu skil án þess að keyra fram úr hófi.“ Heldurðu að þetta sé saga sem höfðar sérstaklega til okkar tíma? _ „Veistu, égbaraveitþaðekki. Ég hef svo litla tilfinningu fyrir andrúmi tímans og skil aldrei af hveiju sumt gengur á einhverjum tíma en anuað ekki,“ segir Gere. „Það má þó vera að ákveðins vafn- ingaleysis gæti í kvikmyndum í dag, sérstaklega þegar kemur að því að gera mannlegum tilfinn- ingum skil. Nálgunin er af- skaplega hrein og bein og án allra útúrdúra." Jafnvægi sálarlífsins Eins og kannski var viðbúið berst talið fljótt að búddisma og hvaða áhrif kynni Geres af trúnni hafa haft á hann. Hann segir að búddisminn hafi fyrst og fremst kennt sér að þokast nær einhvers- konar jafnvægi sálarlífsins. „Það tekur langan tíma að til- einka sér og læra að iifa eftir lög- málum Búdda en eftir 26 ára dag- lega iðkun held ég að ég geti sagt að ég hafi orðið einhvers vísari. Að minnsta kosti þykir mér hin sjálf- sprottna óeigingirni sem felst í því að verða foreldri benda til þess.“ Gere á 8 mánaða gamlan son og segir brosandi að helsta breyt- ingin sem því hafi fylgt sé sú að hann hafi mun minni tima til að æfasig á gítarinn en áður. „Ég sef Ifka um þrem tímum skemur á nóttu en það að eignast son er samt það ánægjulegasta sem mig hefur hent í lífinu," segir Gere. Það hvarflar að manni að Gere myndi glaður sitja lengi við að ræða búddisma og áhrif hans en allt í einu er eins og hann ranki við sér þegar hann segir að nú sé hann víst farinn að vera leiðinlegur. „Ég hef engan áhuga á að predika búddisma og vona að sem flestir geti öðlast frið með sjálfum sér, sama hvaða leið þeir kjósa fara að því rnarki." Persóna þín ímyndinni, Will, verður ástfanginn af dauðvona konu. Hver varnálgun þin við hlutverkið ogþetta undirliggjandi þema myndarinnar sem dauðinn er? _ „Ég byggi fyrst og fremst á þeirri tilfinningu minni að dauði sé ekki annað en umbreyting sem stendur í samhengi við allar aðrar umbreytingar í lífinu, stórar sem smáar. Hver andardráttur felur í sér fæðingu og dauða, hver hreyf- ing okkar. Það er aldrei kyrrstaða í lífinu, hvorki tilfinningalega né líkamlega. Það er ákveðið sam- hengi sem við lifum í en morg- undagurinn er aldrei sá sami og dagurinn í gær. Draumar nætur- innar hafa alltaf örlítið breytt okk- ur. Því lít ég ekki á dauða sem annað en umbreytingu drauma yf- ir á annað svið,“ segir Gere. „Vitn- eskjan um ákveðinn endapunkt í lífinu gerir það að verkum að við lifum því á annan hátt en ella. Eft- ir að hafa horfst í augu við dauð- ann lifum við af meiri ábyrgð. Þetta var það sem mér þótti áhugaverðast að takast á við f myndinni." Að lokum; sérðu eitthvað af sjálfum þér ípersónu mynd- arinnar? „Auðvitað geri ég það,“ svarar Gere. Hann vill ekki fara nánar út í það en bætir loks við: „Eitthvað var það sem laðaði mig að þessari persónu.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.