Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
l
FRÉTTIR
Forsætisráðherra skoðaði ummerki eldsvoðans í ísfélaginu í gær
Þýðingarmikið að efla
atvinnulíf í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Davíð Oddsson forsætisráðherra skoðar brunarústir ísfélags Vestmannaeyja ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæj-
arstjóra. Einar, sonur Sigurðar Einarssonar heitins, leiddi fólkið um rústimar. í baksýn má sjá Áma Johnsen,
þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðbjörgu M. Matthíasdóttur, ekkju Sigurðar, og Iliuga Gunnarsson, aðstoð-
armann forsætisráðherra, Kristinn, sonur Sigurðar heitins, snýr baki í myndavólina.
ÞRETTÁN dagar eru liðnir síðan
bruninn varð í húsi ísfélags Vest-
mannaeyja og í gær fór Davíð
Oddsson forsætisráðherra ásamt
Árna Johnsen, þingmanni Sjálf-
stæðisflokks, á staðinn til þess að
skoða ummerki eldsvoðans, en búið
er að rífa þakið af stórum hluta húss
fyrirtækisins og eru stórvirkar
vinnuvélar þar við hreinsunarstörf.
Davíð sagði að þótt hann hefði séð
myndir af brunanum í fréttum væri
það ekkert líkt því að fá að skoða
þetta sjálfur. Hann sagði afar mik-
ilvægt að efla atvinnulífið í Eyjum í
kjölfar brunans.
„Máttur eyðileggingarinnar er
gríðarlegur og blasir við mönnum
þegar gengið er um svæðið," sagði
Davíð. „Það er samt huggunarefni
að sjá af hversu miklum dugnaði er
nú verið að þrífa í rústunum og
hversu mikill vilji virðist vera til
þess að koma starfseminni í gang á
nýjan leik. Forráðamenn þessa fyr-
irtækis virðast vinna mjög skipu-
lega í málinu. Taka hvern dag eins
og hann er og taka verkefnin föst-
um tökum. Nú er það hreinsun og
síðan uppbygging og maður verður
ekki var við annað en það sé mikill
vilji og staðfesta í því að tryggja hér
starfsemi og það er þýðingarmikið."
Fundaði með
forráðamönnum Isfélagsins
Einar Sigurðsson, sonur Sigurð-
ar Einarssonar heitins, sem var að-
aleigandi ísfélagsins, leiddi hóp
fólks um rústirnar og skýrði frá
málsatvikum kvöldið þegar húsið
brann. Með í för auk Davíðs og
Árna voru þau Illugi Gunnarsson,
aðstoðarmaður ráðherra, Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjóri, Jóhann
Pétur Andersen, framkvæmda-
stjóri ísfélagsins, Jón Ólafur
Svansson, rekstrarstjóri hjá Is-
félaginu, Guðbjörg M. Matthías-
dóttir, ekkja Sigurðar heitins,
Kristinn, sonur þeirra, og Arnar
Hjaltalín, formaður Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja.
Davíð fundaði með forráðamönn-
um ísfélagsins á skrifstofum fyrir-
tækisins í gamla Isfélagshúsinu.
„Ég var að heyra þeirra sjónar-
mið og fá svör við ýmsum spurn-
ingum,“ sagði Davíð. „Þeir skýrðu
með hvaða hætti þeir væru að vinna
sig út úr þeim mikla vanda sem
þessi stórbruni hefur valdið þessu
glæsilega fyrirtæki - öllum Eyjun-
um og mannlífinu hér. Það fyllir
mann bjartsýni að sjá hvemig hér
er staðið að málum.“ Davíð sagði að
á þessu stigi hefði ríkisstjórnin ekki
rætt um það hvort eða hvemig hún
gæti stutt fólkið í Eyjum.
„Við viljum fá að fylgjast með og
sjá hverju fram vindur en það hafa
ekki verið gefin nein loforð af hálfu
ríkisstjórnarinnar eða borist beiðni
um slíkt frá fyrirtækinu.“ Að sögn
Davíðs er þýðingarmikið að efla at-
vinnustarfsemi í Vestmannaeyjum.
„Vonandi næst samstarf milli fyr-
irtækja, annaðhvort hér á staðnum
eða milli fyrirtækja hér og annars
staðar, um að tryggja hér stöðugt
atvinnulíf og gott mannlíf.“
150 manns eru á
atvinnuleysisskrá
Davíð fundaði einnig með for-
ystumönnum verkalýðsfélaganna í
húsnæði þeirra við Miðstræti. Á
fundinum kom í ljós að mikill hugur
er í fólki þrátt fyrir að hugsanlega
megi búast við um 8% atvinnuleysi í
bænum þegar loðnuvertíðinni lýk-
Arnar Hjaltalín sagði að í dag
væm um 150 manns á atvinnuleys-
iskrá, þar af 80 sem unnið hefðu hjá
Isfélaginu. Hann sagði að eftir að
loðnuvertíðinni lyki mætti jafnvel
búast við því að um 50 manns í við-
bót fæm á atvinnuleysisskrá, en þá
verða um 200 atvinnulausir í Vest-
mannaeyjum eða um 8% bæjarbúa.
Að sögn Arnars ræddi hann við
Davíð um að fá stuðning frá ríkinu
til þess að koma t.d. á starfsmennt-
anámskeiði fyrir þá sem væra á at-
vinnuleysisskrá og hefðu áhuga á að
mennta sig frekar. Hann sagði að
Davíð hefði tekið vel í þetta en á
fundinum var ákveðið að fulltrúi frá
forsætisráðuneytinu myndi skoða
þessi mál með bæjaryfirvöldum í
Vestmannaeyjum og hugsanlega
Alþýðusambandinu.
Um 80% af frysta
fiskinum í lagi
Jóhann Pétur sagði að hreinsun-
arstörfin hefðu gengið ótrúlega vel
frá því bruninn varð. Allir hefðu
lagst á eitt til að vinna þetta vel.
„Við eram jafnvel komnir heldur
lengra en ég gerði ráð fyrir í
fyrstu," sagði Jóhann Pétur, sem
sagði að samstaða fólksins hefði
komið sér veralega á óvart sem og
sá mikli og góði samhugur sem
hefði borist ofan af landi.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í síðustu viku hafa menn frá
Nýju skoðunarstofunni ásamt
fulltrúum Tryggingamiðstöðvarinn-
ar og Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna verið að skoða um 600 tonn
af pökkuðum frystum fiski, sem
vora í húsnæði ísfélagsins þegar
það brann. Jóhann Pétur sagði að
búið væri að meta um þriðjung af
fiskinum og um 80% af honum væri
í lagi og að það væri betra en menn
hefðu reiknað með.
Jóhann Pétur sagði að nú væra
öll sex skip Isfélagsins í höfn og þau
færa ekki á veiðar aftur fyrr en eft-
ir 2. janúar. Hann sagði að ef loðnu-
vertíðin yrði góð yrði hafin vinnsla í
gamla ísfélagshúsinu, en þar er nú
verið að umpakka hluta af þeim af-
urðum sem voru í hinu húsinu þegar
það brann.
Sækir um
aðstöðu
fyrir ráð-
stefnuskip
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur
hefur til athugunai' umsókn Siguijóns
Einarssonar í Noregi um að skip fái
að liggja í höfninni að vetrarlagi til
notkunar sem ráðstefnusetur. Vai’
hafnarstjóra falið að ræða við Sigurð
um málið.
Arni Þór Sigurðsson, formaður
hafnarstjómar, upplýsti Morgunblað-
ið um að hugmynd Sigurjóns væri að
skipið Maria Kosmas yi'ði í siglingum
við ísland að sumarlagi. Skipið lægi
síðan við bryggju yfir veturinn og yrði
notað sem ráðstefnusetur. Segir Ami
það hugsanlega unnt við Ægisgarð.
Þá var á fundi hafnarstjómar
fjallað um umsókn Bjama Tómasson-
ar um legupláss fýrir skemmtiferða-
skip við Faxagarð, eins konar hótel-
skip, frá maí tíl september. Ami Þór
segir ekki pláss við Faxagarð, m.a.
vegna þess að þar hafi skip Hafrann-
sóknastofnunar aðstöðu og því sé ekki
unnt að verða við erindinu næsta
sumar eins og sótt var um. Einnig
segir hann erfitt um vik á Ingólfs-
garði þar sem hann sé í nokkrum
lamasessi Segir formaður hafnar-
stjómar í ráði að setja á fót nefnd sem
athuga á framtíðarmál og framtíðar-
sýn hafnarinnar. Frestað var á fundi
nefndarinnar í vikubyrjun að skipa þá
nefnd.
---------------
Rafmagn
sló tít í Qöl-
býlishtísi
JARÐSTRENGUR bilaði við
Blöndubakka í Breiðholti í Reykja-
vík með þeim afleiðingum að allt raf-
magn fór af stórri íbúðablokk, frá
númer 1 til 15, klukkan 20:30 í gær-
kvöld. Viðgerð stóð yfir frameftir
kvöldi, en búist var við að rafmagn
kæmist á um miðnætti.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað á vettvang því reykur kom
úr rafmagnstöflu og héldu íbúar að
eitthvað væri að brenna. Reyndist
aðeins um smáreyk að ræða, en ótti
greip um sig meðal ibúa.
ur.
Rannsóknarráð umferðar-
Andlát
BJÖRN FR.
BJÖRNSSON
öryggismála stofnað
Morgunblaði/Þorkell
Sigrún Ámadóttir, formaður RKI, Jón Bjartmarz yfírlögregluþjónn,
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Þórhallur Olafsson, for-
maður Umferðarráðs. í ræðupúlti er Óli H. Þórðarson.
SEXTÁN aðilar stofnuðu á miðviku-
dag Rannsóknarráð umferðarörygg-
ismála, sem ætlað er að standa fyrir
„hvers konar rannsóknum sem nýta
má til að koma í veg fýrir umferð-
arslys og draga úr afleiðingum
slysa,“ eins og segir í stofnsamningi.
Á þessu ári hefur 31 maður látið lífið
í umferðarslysum á Islandi.
Markmið með stofnun ráðsins er
að afla nýrrar þekkingar innanlands
og utan og leiða saman þá aðila sem
vinna á sviði umferðaröryggis. Á
stofnfundinum í aðalstöðvum Rauða
kross Islands tilkynnti Hreinn Har-
aldsson framkvæmdastjóri Vega-
gerðarinnar að hún myndi leggja 15
- 20 milljónir króna til ráðsins ár-
lega næstu fimm ár.
Aðrir aðilar að ráðinu eru Rauði
kross íslands, Ríkislögreglustjóri,
Skráningarstofan, Umferðarráð,
Rannsóknarnefnd umferðarslysa,
Rannsóknastofnun byggingariðnað-
arins, Reykjavíkurborg, Okukenn-
arafélag Islands, Landspítali - há-
skólasjúkrahús, Tækniskóli Islands,
Félag íslenskra bifreiðaeigenda,
Háskóli íslands, Landlæknir, Sam-
band íslenskra tryggingafélaga og
Háskólinn í Reykjavík.
Gert er ráð fyrir því að nýir aðilar
geti komið að starfinu síðar.
Rannsóknarráðinu stýrir fyrst um
sinn fjögurra manna stjórn skipuð
fulltrúum frá undirbúningsaðilum
að samstarfinu. Stjórnina skipa
Hreinn Haraldsson frá Vegagerð-
inni, sem verður formaður, Sigurður
Arnar Sigurðsson frá Rauða kross-
inum, Brynjólfur Mogensen frá
Landspítala - háskólasjúkrahúsi og
Þórhallur Ólafsson frá Umferðar-
ráði.
BJÖRN Fr. Björns-
son, fv. sýslumaður og
alþingismaður, lést á
Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi Foss-
vogi, miðvikudaginn
21. desember, 91 árs
að aldri.
Hann fæddist í
Reykjavík 18. septem-
ber 1909, sonur
hjónanna Guðrúnar
Helgu Guðmundsdótt-
ur húsfreyju og
Björns Hieronymus-
sonar steinsmiðs.
Björn Fr. lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1929 og kandídats-
prófi í lögfræði frá Háskóla íslands
árið 1934. Hann vann að ýmsum
lögfræðistörfum þar til hann var
settur sýslumaður í Árnessýslu frá
1. des. 1936 til 1. okt. 1937. Bjöm
Fr. var settur sýslumaður í Rang-
árvallasýslu frá 8. nóv. 1937 og
skipaður sýslumaður þar frá 8. apr-
íl 1938 og gegndi því embætti til 1.
des. 1977.
Björn Fr. var þingmaður Fram-
sóknarflokks fyrir Rangárvalla-
sýslu á sumarþingi 1942 og sum-
arþingi 1959 og varaþingmaður
Rangárvallasýslu nóv.
1953 til apríl 1954 og
feb.-mars 1959. Hann
var þingmaður Suður-
landskjördæmis frá
1959-1974.
Björn gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum,
m.a. formennsku í
skólanefnd Skógaskóla
frá 1949-1977 og for-
mennsku í byggingar-
nefnd skólans. Einnig
var hann stjórnarfor-
maður Kaupfélags
Rangæinga frá 1955-
78.
Björn Fr. var fyrrverandi for-
maður og heiðursfélagi Dómara-
félags íslands og Sýslumanna-
félags íslands. Hann hlaut
riddarakross Hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1968 og Chevalier de
l’Ordre National du Merite 1966.
Björn lék með meistaraflokki
Víkings í knattspyrnu í mörg ár
eða allt þar til hann flutti úr borg-
inni. Var hann dyggur stuðnings-
maður félagsins til æviloka.
Eftirlifandi eiginkona Björns er
Ragnheiður Jónsdóttir. Hann læt-
ur eftir sig þrjá syni og tvær dæt-
ur.
l