Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESBMBER 2000 39 FJÖLMIÐLUN þeim ófaglegu vinnubrögðum, sem Hollick og ráðgjafar hans hafa beitt,“ segir Colson, „og við furðum okkur á, að þeir skyldu ákveða að selja þegar þeir gátu hugsanlega fengið betra verð fyrir hluthafana." f sex mánuði hjá samkeppnisyfirvöldum? Hinir tveir bjóðendurnir, Daily Mail & General Trust og Press Holdings þeirra Barclays-bræðra, eru sama sinnis og í öllum þremur fyrirtækjunum nota menn slíkt orðbragð um Hollick, að ekki er víst, að þætti einu sinni birting- arhæft í Asian Babes og Nude Readers’ Wives, klámblöðunum hans Desmonds. Hjá United hafa menn þó svarið á reiðum höndum. Þeir segja, að hefðu þeir samið við eitthvert fyr- irtækjanna þriggja, hefði samning- urinn komið til kasta samkeppn- isyfirvalda og þar hefði hann getað tafist í allt að sex mánuði. Eins lík- legt væri, að á þeim tíma minnkaði verðmæti Express-blaðanna. Salan til Desmonds hefði hins vegar verið einföld og fljótleg afgreiðsla. Hvað sem þessu líður finnst helstu blaðamönnunum hjá Ex- press sem Hollick hafi svikið þá. Þeir segjast raunar aldrei hafa skilið hvers vegna hann keypti Ex- press á sínum tíma því hann hafi aldrei sýnt fyrirtækinu mikinn áhuga og aldrei lagt því til nægi- legt fjármagn. Þá þykja önnur af- skipti hans af hræringum á blaða- markaði ekki hafa aukið hróður hans. Sumir blaðamannanna telja jafn- vel, að með sölunni til Desmonds hafi Hollick verið og nota síðasta tækifærið til að gera þeim ein- hverja skráveifu. Ef eitt- hvert hinna fyrirtækj- anna þriggja hefði keypt Express-blöðin, hefði hagur þeirra líklega vænkast, en með því að selja þau Desmond, sem hefur enga reynslu eða þekkingu á blaðaútgáfu, er ekki ósennilegt, að reksturinn verði erfiðari. Ef svo fer, getur Hollick sagt sem svo, að honum hafi bara tekist vel upp við reksturinn. Ekki fer á milli mála, að Desmond er dauðans alvara með kaupunum á Express og sagt er, að hann hafi sýnt fyrirtækinu meiri áhuga á fyrstu fjórum dögunum en Hollick á fjórum árum. Honum er líka um- hugað um að losa sig við klámrita- orðsporið og segir nú fullum fetum, að hann gefi ekki út nein klámrit, enda séu þau bönnuð. Hann gefi bara út tímarit fyrir fullorð- ið fólk. Hann hefur látið auka prentað upplag blaðanna um 250.000 á dag og hefur hrint af stað auglýsingaherferð í sjónvarpi fyrir hátt í 130 milljónir ísl. kr. Þá ætlar hann að hætta með fjórar vefsíður á vegum blaðanna og nota þann milljarð kr., sem við það sparast, í þágu þeirra sjálfra. Margar yfirlýsingar Desmonds þykja þó dálítið barnalegar og hann segir fullum fetum, að hann ætli sér að verða nýr Beaverbrook lávarður og milljarðamæringur að auki. Desmond er 48 ára gamall, sterkefnaður, og fyrrverandi sam- starfsmenn hans segja, að hann geti verið mjög heillandi. í raun sé hann þó „mjög miskunnarlaus mað- ur, sem lætur stjórnast af löngun í peninga, upphefð og völd“. Des- mond segist vera jafnaðarmaður og mikill Evrópusinni, hampar Tony Blair en hallmælir William Hague. Honum finnst samt, að Daily Ex- press sé allt of vinstrisinnað. Framtíð Express-blaðanna er greinilega dálítið óviss um þessar mundir. Það hefur lengi verið við- kvæðið hjá blaðamönnum þeirra, að allt sé betra en Hollick en nú vita þeir hreint ekki hvað segja skal. Richard Desmond Glæsilegt úrval af kápum og jökkum Casmir ull Verð frá 12.950 Samkvæmisfatnaður í úrvali LOVISA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A S(MI 562 6999 LANGUR LAFGAUDAGUR Drottningin I, er komin í jólaskap KNICKERBOX \ Gleðileg jol Fullar búðir af fallegum jólavörum fyrir hana. Heppnir viðskiptavirtir fá háisfesti í jóiagjöf rum víð þig þvi þú ert lang flottust Munið gjafakortin Sendum í póstkröfu Fallegar gjafaöskjur iia/ví I AyUrAVI Gl 117 - SÍMI 511 6665 rjóstahaldari 3.099 kr. nærbuxur classic eða g-string 1499 kr. KNICKERBOX Laugavegt 62, sími 551 5444 Kringlunni, simi 533 4555 Póstsendum :auqur A. Moqnússon GJAFAKORT Laugavegi 60 s.552 0253 Ísíensí^hönnun oij smiði i 75 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.