Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ
36 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
„Þessi bók er auðlesin og
skýr. Allt vínáhugafólk getur
haft gagn af, bæði það sem er
að hefja „meðvitaða" léttvíns-
drykkju og það sem lengra er
komið. Matarkaflarnir skilja
eftir vatn í munni."
Einar Thoroddsen,
Morgunblaðið.
Heimur
VÍT^SINS
Heimur vínsins
Tilboð til áskrifenda
Morgunblaðsins
Fyrsta (slenska alfræðiritið um vín og vínmenningu er komið út. Bókin
er m.a. byggð á vinsælum greinum Steingríms Sigurgeirssonar, vín- og
matarsérfræðings Morgunblaðsins. Þetta er glæsileg bók sem endur-
speglar hrífandi veröld vínmenningarinnar og er prýdd á annað hundrað
litljósmyndum. Salka gefur bókina út í samvinnu við Morgunblaðið.
Nú gefst áskrifendum Morgunblaðsins einstakt tækifæri til
að eignast bókina á tilboðsverði.
Tilboðsverð er 3.900 kr. en leiðbeinandi verð er 5,480 kr.
Áskrifendur geta komið í Morgunblaðshúsið í Kringlunni 1 eða
keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is.
Fáðu nýja sýn á veröld vínsins!
Salka
FRÉTTIR
Bifreið afhent í jóla-
tombólu Skógarsjóðsins
SKÓGARSJÓÐURINN afhenti á
dögunum einn af aðalvinningum í
jólatombólu sinni, glæsilega bifreið
frá Bflheimum, Opel Vectra að
verðmæti um 1.660.000 kr. Vinn-
ingshafinn heitir Hólmfríður Gísla-
dóttir, segir í fréttatilkynningu.
Þess má geta að annar bfll sömu
gerðar er enn þá á ósóttum miða í
jólatombólu Skógarsjóðsins ásamt
mörgum öðrum vinningum, svo
sem utanlandsferðum, breiðtjalds-
sjónvörpum, Playstation 2 og fleira
því vinningur er á hverjum miða.
Jólatombólan er meginfjáröfl-
unarleið Skógarsjóðsins. Afrakstr-
inum er varið til Skógræktar í öll-
um landsfjórðungum. I því skyni
hefur sjóðurinn varið 12 milljónum
króna í styrki til yfir 60 ein-
staklinga og skógræktarfélaga og
nýlega gerði sjóðurinn stærsta
uppgræðslusamning sem gerður
hefur verið hérlendis um upp-
græðslu 1.300 hektara lands í
Þjórsárdal. Um það verkefni verð-
ur leitað til stórfyrirtækja um sam-
starf.
Fagna nið-
urstöðu
Hæstaréttar
GEÐH JÁLP hefur sent frá sér
eftirfarandi tilkynningu:
„Félagið Geðhjálp fagnar
niðurstöðu Hæstaréttar í máli
Öryrkjabandalags íslands
gegn Tryggingastofnun ríkis-
ins. Geðhjálp gleðst fyrir hönd
skjólstæðinga sinna og allra ör-
yrkja yfir því að nú skuli loks-
ins hafa reynt á stjórnarskrár-
bundinn réttindi þeirra og það
misrétti sem þeir hafa búið við
undanfarin ár vegna skertrar
tekjutryggingar leiðrétt.
Félagið vill minna á að hátt
hlutfall allra öryrkja eru það
vegna geðraskana. Geðsjúk-
dómar færast stöðugt ofar í
lista þeirra sjúkdóma sem
valda mestri örorku og eru
samkvæmt Alþjóð heilbrigðis-
málastofnuninni nú í öðru sæti.
Því er dómurinn mikið fagnað-
arefni fyrir öryrkja en hvatning
til okkar sem vinnum að hags-
munagæslu og forvörnum. “
Rúmfatalag-
erinn gefur
jolagjof
RÚMFATALAGERINN hefur
ákveðið að gefa meðferðarheimili
Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti í Mos-
fellsbæ veglega jólagjöf. Jólagjöfin
mun innihalda rúm, dýnur, náttborð,
skápa og parket, alls að verðmæti 1,5
milljónir kr.
Þessi gjöf mun bæta úr brýnni
þörf en vegna þröngs fjárhags hefur
eðlileg endurnýjun ekki verið mögu-
leg.
Lokadagur
klinksöfnunar
LOKADAGUR Kærleiksklinksöfn-
unar Landsbankans er í dag,
föstudaginn 22. desember.
Þetta er í annað sinn sem
Landsbankinn hefur staðið fyrir
þessari söfnun til styrktar Um-
hyggju, félagi sem vinnur að bætt-
um hag sjúkra barna og fjöl-
skyldna þeirra. Síðast skilaði sú
söfnun 8 milljónum króna til þessa
félags.
---------------
Bifreið Byrg-
isins á ferð
um jólin
LÍF - BIFREIÐ Byrgisins verður á
götum höfuðborgarsvæðisins um
jólahátíðina, þ.e. á Þorláksmessu, að-
fangadag og annan í jólum.
Um borð í bifreiðinni verður kaffi,
kakó, súpur og smurt brauð. Hægt
verður að setjast inn í bifreiðina og
fá ráðgjöf varðandi áfengis- og/eða
fíkniefnavanda.
---------------
LEIÐRÉTT
45 milljónir
í grein Sveins Indriðasonar, sem
birtist í Bréfi til blaðsins í gær, kom
fram sú villa, að í söfnuninni 1998 til
byggingarframkvæmda á Reykja-
lundi hefðu safnast 5 milljónir króna.
Það er rangt, því alls söfnuðust 45
milljónir. Þetta leiðréttist hér með.
Vegarlagning hófst 1929
Það skal áréttað, vegna fréttar um
lagningu nýs vegar milli Borgar-
fjarðar og Dala, að lagning núver-
andi vegar hófst árið 1929 og var
vegurinn formlega opnaður 1932.