Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýja Bíó í Keflavfk opnar nýj- an sal NÝR sýningarsalur verður opnaður í Nýja Bíói í Keflavík um jólin, og verða þá komnir tveir sýningarsalir í húsið. Salurinn tekur 100 manns í sæti, en fyrir er 300 manna salur. Arni Samúelsson, framkvæmda- stjóri SAM-bíóanna sem eiga Nýja Bíó, segir að aðsókn að bíóinu hafi fjórfaldast á tveimur árum eftir gagngerar endurbætur, og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna annan sal. Arni og fjölskylda hans reka eins og kunnugt er SAM-bíóin, sem eru Bíóhöllin, Kringlubíó, Sagabíó og Bíóborgin í Reykjavík og Nýja Bíó á Akureyri og Nýja Bíó í Keflavík. Árni og fjölskylda hans hafa rekið Nýja Bíó í Keflavík frá árinu 1967, en þar á undan rak fjölskylda kon- unnar hans, Guðnýjar Björnsdóttur, bíóið. „Björn sonur minn fór út í það að breyta þessu bíói allverulega fyrir tveimur árum síðan, og var öllu mokað út og allt nýtt sett inn. Bíóið var endumýjað eins og bíó best ger- ist, en við það fjórfaldaðist aðsóknin að húsinu. Við ákváðum því að taka í notkun annan sal, enda vorum við með ónotað pláss í húsinu sem var á sínum tíma vinsæll skemmtistaður sem hét Bergás.“ Framkvæmdir hófust í október og verður salurinn tekinn formlega í notkun í kvöld, en fyrstu almennu sýningarnar verða annan í jólum. Árni segir að bíórekstur hafi gengið ágætlega á Akureyri og Suðurnesj- um, enda sé ágætis grundvöllur fyr- ir bíóhúsarekstur í þéttbýliskjöm- um utan höfuðborgarsvæðisins. „Þar hafa bíóin staðið sig vel. Ef fólkið út á landi fær samskonar bíó og í Reykjavík, og sér nýjar myndir sem sýndar era samhliða bíóunum í þar, þá ertu með það sem vantar. En það þarf auðvitað að vera byggðakjarni fyrir hendi, og þarna suður frá er komin um 15.000 manna byggð.“ ------^4-*------ Fiskur og kartöflur til spillis FLUTNINGAKASSI eyðilagðist og nokkuð fór til spillis af fiski og kart- öflum þegar tengivagn valt út af hringveginum við Þveiti um 10 km vestan við Höfn í Hornafirði í fyrra- kvöld. Engin slys urðu á fólki. Bílstjóri vöraflutningabifreiða- rinnar mun hafa misst bifreið sína of mikið út í hægri kant. Tengivagninn lenti við það utan vegar og flutnings- kassi sem á honum var losnaði frá og brotnaði. Bílstjóranum tókst að rétta bílinn af en ekki vildi betur til en svo að tengivagninn valt út af veginum vinstra megin og dróst nokkum spöl á eftir bílnum. Farmurinn, nokkur bretti af kartöflum og fiskikör, er að mestu ónýtur. ---------------- Bflvelta á Húsavík ÞRJÁR ungar konur sluppu betur en á horfðist þegar bifreið þeirra valt nokkrar veltur fram af háum kanti við Héðinsbraut á Húsavík í fyrri- nótt. Óhappið er rakið til hraðakst- urs en hálka er einnig talin hafa stuðlað að því hvernig fór. Flytja varð ökumanninn á sjúkra- hús, en hún mun ekki hafa verið í ör- yggisbelti. Reyndust meiðsl hennar þó ekki mikil og hinar stúlkurnar sluppu með minniháttar skrámur. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er bifreiðin, sem er nýlegur fólksbíll, ónýt eftir óhappið. Leiðir til að draga úr loftmengun kannaðar UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að fela gatna- málastjóra og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vinna að úttekt á úrræðum sem tiltæk eru borgaryf- irvöldum tii að draga úr loftmeng- un. Hrannar B. Amarsson, for- maður nefndarinnar, tjáði Morgunblaðinu að tillagan væri komin til vegna aukins mengandi svifryks sem rekja megi að miklu leyti til notkunar nagladekkja. I tillögunni er gert ráð fyrir að sérstaklega verði kannað hvernig hægt sé að draga úr loftmengun vegna umferðar og notkunar nagladekkja. Einnig að steypa verði skoðuð sem valkostur við malbikun. Hrannar B. Arnarsson segir það tilgang tillögunnar að leita leiða til að takmarka eða banna notkun nagladekkja þar sem sterk rök hafi hnigið að því að auk- ið svifryk megi rekja að miklu leyti til notkunar nagladekkja og auk- innar umferðar á höfuðborgar- svæðinu. Bregðast verður við auknu svifryki I greinargerð með tillögunni segir að reglubundnar loftmæling- ar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sýni að samhliða minnkandi styrk ýmissa mengandi efna vegna út- blásturs bíla hafi magn svifryks aukist jafnt og þétt. Bregðast verði við þessari aukningu þess með markvissum hætti enda nálgist hún hættumörk verði ekkert að gert. „Áður en gripið verður til aðgerða er nauðsynlegt að liggi fyrir hver úrræði borgaryfirvalda eru og ekki síður á hvaða sviðum væri nauð- synlegt að leita eftir samstarfi við ríkisvaldið og nærliggjandi sveit- arfélög," segir í greinargerðinni. Morgunblaðið/ Kristínn. Margrét Rún Einarsdóttir, nemandi í Borgarholtsskóla og í stjórn Félags framhaldskólanema, Ómar Örn Ólafs- son, ármaður skólafélags MS, og Gísli Berg, tækjavörður og nemandi í MR, sem hannaði póstkortið. Barist gegn áfengisneyslu UNGLINGALANDSLIÐIÐ í hand- bolta og fleira ungt fólk dreifði í gær og dreifir næstu daga póst- kortum með ábendingum ætluðum foreldrum og öðrum fullorðnum. Eru þeir hvattir til að berjast gegn áfengisneyslu unglinga á framhaldsskólaaldri. Átakið er á vegum samráðshóps Félags fram- haldsskólanema. Áfengis- og vímuvarnaráðs, Islands án eitur- lyfja, Lögreglunnar í Reykjavík, Félags framhaldsskólanna og Heimilis og skóla í samstarfi við ÁTVR, HSÍ og unglingalandslið kvenna í handbolta. Á blaðamannafundi þar sem átakið var kynnt kom fram að talsvert hefur dregið úr ölv- unardrykkju unglinga í efstu bekkjum grunnskólans. Hins veg- ar séu vísbendingar um að þegar unglingar komast á framhalds- skólaaldurinn aukist áfeng- isneysla þeirra verulega. Af þess- um sökum sé ástæða til að brýna rekstraraðila vínveitingahúsa til að virða reglur um áfeng- iskaupaaldur. Átakið beinist hins vegar al- mennt að foreldrum og öðrum fullorðnum. Unglingalandslið kvenna í handbolta og fleira ungt fólk dreifir í þessu skyni póst- kortum við áfengisverslanir víða um land. Foreldrar eru beðnir að styðja unglingana og setja þeim skýr mörk með því að segja nei við áfengisneyslu þeirra. Þá er bent á að foreldrar verða að geta treyst því að aðrir fullorðnir hvorki veiti né kaupi áfengi fyrir börn þeirra, né veiti þeim aðstöðu til áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Gísli Berg, tækjavörður og nemandi í MR, hannaði póst- kortið. Hann segir að póstkortið sé stflað til foreldra og annarra sem bera hag ungs fólks fyrir brjósti. Margrét Rún Einarsdóttir, nem- andi í Borgarholtsskóla og í stjórn Félags framhaidsskóla- nema, átti hugmyndina að dreif- ingu póstkortanna. Hún segir afar auðvelt fyrir framhaldsskólanema að nálgast áfengi. „Ég ætla ekki að segja að allir foreldrar kaupi áfengi fyrir börnin sín en það er samt hluti af heildinni. Ég held að sniðugast sé að byrja á foreldrum, þar sem þeir eru fyrirmyndin." Ómar Órn Ólafsson, ármaður skólafélags Menntaskólans við Sund, er einn þeirra sem stóðu að ákvörðun um gerð póstkortsins. Hann telur líklegt að sú stað- reynd að ekki hafa verið haldin skólaböll í kennaraverkfallinu hafi leitt til þess að nemendur hafi leitað í auknum mæli inn á almenna vínveitingastaði. „Það er geysilega mikil áfengisnotkun hjá aldurshópnum frá 16 til 20 ára. Hún virðist hefjast um leið og unglingar koma í framhalds- skólana og þar virðist vera mikill félagslegur þrýstingur." NÝ úrræði varðandi húsnæðismál fatlaðra vora kynnt á fundi félags- málaráðherra í gær, þar sem m.a. kom fram að tekið verður í notkun nýtt húsnæði með rýmum fyrir 34 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á næsta ári, og að þeim verði fjölgað a.m.k. um 60 næstu tvö árin. Á fundinum skrifuðu Páll Péturs- son félagsmálaráðherra og Helgi Hjörvar, formaður Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins, undir nýjan samning um húsnæðismál fatlaðra, þar sem gert er ráð íyrir að Hús- sjóður ÖBÍ taki að sér að láta félags- málaráðuneytinu í té sérhæft hús- næði á næstu tveimur árum í Reykjavík fyrir 17 fatlaða einstak- linga í þremur sambýlum. Samningur þessi er í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar félags- málaráðuneytisins og Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins í byrjun desem- ber, um að hefja formlegt samstarf í húsnæðismálum fatlaðra. Markmið- ið er að mæta þörf fatlaðra fyrir sambýli í samræmi við skýrslu starfshóps félagsmálaráðuneytisins frá nóvember 2000 um búsetu fatl- aðra. Samstarfið felur í sér að Hús- sjóður lætur í té húsnæði fyrir sam- býli fatlaðra, sem íbúðalánasjóður veitir lán til að kaupa og félagsmála- ráðuneytið tekur að sér að reka. Með Morgunblaðí/Þorkell Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Helgi Hjörvar, formaður Hús- sjóðs ÖBI, undirrituðu nýjan samning varðandi úrræði í húsnæðismál- um fatlaðra. Þeim á hægri hönd er Björn Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. þessu fyrirkomulagi er stefnt að því að mæta allri þörf fyrir sambýli fatl- aðra á næstu fimm áram. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í gær mun Hússjóð- ur útvega félagsmálaráðuneytinu húsnæði fyrir þrjú sambýli í Reykja- vík. Fyrsta afhending fer fram 1. nóvember á næsta ári, en það sam- býli er ætlað fyrir 5 einstaklinga. Gert er ráð fyrir að einhverjir íbúar af Kópavogshæli flytji þangað. Nýjum rýmum íjölgi um 60 innan tveggja ára Þá mun Hússjóður ÖBI reisa sér- hæft sambýli við Barðastaði fyrir sex einstaklinga sem þurfa mikla aðstoð og annað við Hólmasund fyrir sama fjölda. Áætlað er að þessi sambýli verði afhent 1. apríl 2002, og mun félagsmálaráðuneytið leigja hús- næðið til 25 ára. Ráðherra og formaður Hússjóðs ÖBÍ undirrituðu einnig nýjan samn- ing um að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík taki á leigu aðra hæð fjölbýlishúss að Sléttuvegi 9 í Reykjavík, en þar mun Svæðisskrif- stofan reka heimili fyrir 9-11 fatlaða einstaklinga. Þar er um að ræða að- skildar íbúðir með sameiginlegu eld- húsi, og er gert ráð fyrir að þetta húsnæði verði tekið í notkun í apríl á næsta ári. Samkvæmt niðurstöðum starfs- hóps um húsnæðismál fatlaðra skipt- ist biðlisti eftir sambýlum þannig að 83 einstaklingar era á biðlista í Reykjavík, 34 á Reykjanesi og 17 á landsbyggðinni og dreifist sá fjöldi á fjögur svæði. I samstarfsverkefni félagsmála- ráðuneytisins og Hússjóðs ÓBÍ er gert ráð fyrir að nýjum rýmum fjölgi alls um 60 fram til október 2002. Á næsta ári er ætlunin að bæta við 13 nýjum rýmum í Reykjavík, auk tveggja skammtímavistana og stækkunar dagvistarinnar á Gylfa- flöt. Á Reykjanesi er gert ráð fyrir 16 nýjum rýmum á næsta ári og 5 rýmum á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmálaráðherra kynnir ný úrræði í húsnæðismálum fatlaðra Ný rými fyrir 34 ein- staklinga á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.