Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Forsætisráðherra var boðið í skötuveislu um borð í Blátindi, en verið er að gera skipið upp uin þessar mundir. Skötuveisla í Blátindi DAVIÐ Oddssyni forsætisráðherra var boðið í skötuveislu um borð í Blátindi í Vestmannaeyjum í há- deginu í gær, áður en hann fór og skoðaði ummerki brunans sem varð í Isfélaginu laugardaginn 9. desember. Árni Johnsen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, bauð for- sætisráðherra velkominn í bátinn sem var smíðaður í Vestmanna- eyjum árið 1947 og þjónaði m.a. sem varðskip á Faxaflóa í kringum 1950, þá búið fallbyssu í stað veið- arfæra. Stofnað hefur verið félag um bátinn sem nefnist Blátindsfélagið og stendur það fyrir endurgerð hans. Blátindur er eini báturinn sem smiðaðúr var í Eyjum á fimmta áratugnum, en alls voru 78 slíkir bátar smiðaðir. Endurgerð bátsins gengur vel Ámi sagði að endurgerð bátsins gengi vel og að til stæði að afhenda hann bæjaryfirvöldum fullbúinn á næsta sjómannadegi, en til stendur að flytja bátinn á Skansinn og hafa hann þar til sýnis fyrir almenning. Veitingamaðurinn Grímur Gísla- son sá um skötuveisluna sem var hin veglegasta en auk skötunnar kæstu var boðið upp á ýmsa aðra fiskrétti. Við þetta tilefni þakkaði Davfð Zrir sig en varð að orði að hann og rni væru í megrunarkúr og þyrftu því að fara varlega í veit- ingarnar. Reyndar sagði hann að megrunarkúrinn gengi það vel að meira að segja stjórnarandstaðan hefði lýst yfír sérstakri ánægju og hvatt hann til að halda áfram því hann væri alveg að hverfa. Umhverfísmat svínabúsins á Melum Stjörnugrís stefnir ráðherra öðru sinni STJÖRNUGRÍS á Kjalarnesi hefur höfðað mál á hendur Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra f.h. ís- lenska ííkisins þar sem krafist er að felldur verði úr gildi með dómi úr- skurður umhverfisráðherra um að stækkun svínabús fyrirtækisins á Melum í Leirár- og Melahreppi í Borgarfjarðarsýslu skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Þetta er í annað sinn sem Stjörnu- grís stefnir umhverfisráðherra vegna svínabúsins á Melum, en Hæstiréttur dæmdi í apríl sl. að krafa ráðuneytisins um að bygging þess og rekstur sættí umhverfismati bryti í bága við ákvæði stjómar- skrárinnar um vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Svínabúið á Melum átti upphaf- lega að hýsa að meðaltali um 8.000 grísi, eða um 20.000 á ári, en meðan á málarekstri við umhverfisráðherra stóð í fyrra fékkst aðeins leyfi fyrir öðru húsi af tveimur sem fyrirhuguð vora á svæðinu og starfsleyfi fyrir tæplega 3.000 grísa búi. Eftir dóm Hæstaréttar sótti Stjörnugrís um byggingarleyfi fyrir öðru húsi og þar með stækkun upp í áður áætlaða stærð. Það var samþykkt á fundi byggingarnefndar og gefið út bygg- ingarieyfi en starfsleyfi fékkst ekki þar sem Skipulagsstofnun og síðar umhverfisráðherra töldu það háð nýjum lögum um umhverfismat. Við það vill Stjörnugrís ekki una og hef- ur fyrirtækið nú stefnt ráðherra á þeim forsendum að hann hafi verið vanhæfur til að úrskurða í kærumál- inu með því að mæla beinlínis fyrir um afgreiðslu þess á lægra stjórn- sýslustigi. Auk þess á þeim forsend- | um að við meðferð málsins eigi að byggja á lögum um umhverfismat frá 1993, en ekki nýjum lögum um 1 umhverfismat frá í júní á þessu ári, sem hafi gengið í gildi eftir að um- sókn um stækkun var lögð fram. Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður Stjörnugríss, segir fyrirtækið hafa átt von á að fá starfsleyfi gefið út vandræðalaust í ljósi dóms Hæsta- réttar, en svo virðist sem stjómvöld- um sé mjög í mun að svínabúið sæti k mati á umhverfisáhrifum. Meðal annars hafi Skipulagsstofnun rök- j stutt kröfu um slíkt með vísan til laga sem ekki hafi tekið gildi. „Slíkt verður að teljast með mikl- um ólíkindum. Það er í sjálfu sér ekki mitt að dæma hvað er eðlilegt í þessu sambandi, en þetta hljóta að teljast mjög sérstakir stjórnsýslu- hættir,“ segir Guðjón. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. desember sl. og hef- | ur dómstjóri heimilað flýtimeðferð. 28 milljarðar í LSR á þremur árum Landspítali - háskólasjúkrahús Sættir í deilumáli RÍKISSJÓÐUR hefur á síðustu tveimur árum greitt 13 milljarða inn í Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins og áformað er að greiða allt að 15 milljarða inn í sjóðinn á næsta ári. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra segir að ýmislegt hafi verið gert af hálfu ríkisins til að grynnka á eftirlaunaskuldbind- ingum ríkisins við opinbera starfs- menn. Pétur Blöndal alþingismaður Lögreglu- hundurí miðborgina LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í hyggju að nota lögregluhund við lög- gæslu í Reykjavík. Hugmyndin er að nota lögreglu- hund um kvöld og helgar gegn hópa- myndun sem ógni öryggi borgar- anna þá. Vill lögregan grípa til þessa ráðs vegna atburða sem orðið hafa er lögregla hefur haft afskipti af ofbeldi en verið hindruð í starfi. benti á það í grein í Morgunblaðinu í gær að lífeyrisskuldbindingar rík- isins gagnvart opinberum starfs- mönnum hefðu aukist um tæplega 77 milljarða á fjórum árum og að horfur væru á að þessar skuldbind- ingar hækkuðu enn með kjara- samningi við kennara. „Það er ljóst að þarna eru heil- miklar óbrúaðar skuldbindingar og við höfum verið að borga inn á þær til að grynnka á þeim,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. „Skuldbindingarnar hafa engu að síður verið að vaxa, en það er ómögulegt að segja fyrir um hvern- ig það þróast. Það fer eftir ávöxtun og fleiru. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á undanförnum árum með því að auka dagvinnuhlutann í launum ríkisstarfsmanna auka mjög þessar skuldbindingar vegna þess að eftirmannsreglan byggist á dagvinnulaunum eftirmannsins. Af þeim sökum er ljóst að þessi breyt- ing hefur heilmikil áhrif,“ segir ráðherra og telur að verði kjara- samningur við framhaldsskóla- kennara byggður á því að auka hlut dagvinnulauna muni það hafa mikl- ar eftirlaunaskuldbindingar í för með sér. SÆTTIR hafa náðst í ágreinings- máli hjá Landspítalanum - háskóla- sjúkrahúsi, en það snerist um að for- stjóri spítalans afturkallaði val Steins Jónssonar í stöðu sviðsstjóra kennslu og fræða vegna gagnrýni þess síðarnefnda á spítalann og hagsmunaárekstrar, þar sem hann ynni að undirbúningi stofnunar einkasjúkrahúss. Steinn Jónsson læknir og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, hafa orðið sammála um að Steinn taki að sér skipulagningu og sam- ræmingu framhaldsmenntunar að- stoðarlækna og deildarlækna í klín- ísku námi á lyflækningasviðum spítalans. Yfiriýsing þessa efnis var send frá skrifstofu forstjóra spítal- ans í gær. í yfirlýsingunni segir að unnið sé að því að efla háskólasjúkrahúsið með ýmsum hætti og samkomulagið sé liður í því. Tekið er fram að ákvörðunin sé tekin í samráði við forystumann lyflækninga í lækna- deild Háskóla íslands og að Steinn Jónsson verði áfram sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum á Land- spítalanum. Steinn sagði í gærkvöldi að hið nýja starf fælist í að hafa forystu um framhaldsmenntunarmál á lyflækn- ingasviðunum báðum og þau væru stór hluti af spítalanum. Framundan væri talsverð þróunarvinna og margvíslegar nýjungar hefðu verið til umræðu að undanförnu. „í þessu felst nokkur áherslu- breyting hvað varðar málefni fram- haldsmenntunar í heild. Þau eru nú færð nær sviðum og deildum spít- alans og svo kann að fara að skipaðir verði kennslustjórar við stóru svið- in. Ég hef stungið upp á því að sam- ræming þessara mála fari fram í framhaldsmenntunarráði lækna- deildar og vel hefur verið tekið í að málin fari í þann farveg.“ En er afskiptum Steins af hug- myndum um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu lokið með þessu samkomulagi? „Nei. í umræðunni að undanförnu höfum við náð að skýra betur sjón- armið okkar í þeim efnum og ég held að flestir geri sér nú grein fyrir því að þeir sem gagnrýndu málið hvað mest gerðu það út frá villandi upplýsingum. Það er ekki verið að tala um einkaspítala sem slíkan, heldur nánari útfærslu á sérfræði- þjónustu utan sjúkrahúsa og nánari 1 samvinnu læknamiðstöðvanna í Reykjavík. Þær viðræður munu halda áfram og við munum ljúka | þeirri hagkvæmniathugun sem stendur yfir og stefnum á að kynna niðurstöður hennar fyrir heilbrigð- isráðherra og Tryggingastofnun þegar þar að kemur,“ segir Steinn Jónsson. Ekki náðist í Magnús Pétursson vegna þessa máls í gær, en yfirlýs- ing hans og Steins fer hér á eftir: „Steinn Jónsson læknir og Magn- ús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, hafa orðið sammála um að Steinn taki að sér skipulagningu og samræmingu framhaldsmenntunar aðstoðar- lækna og deildarlækna í klínísku námi á lyflækningasviðum spítalans. Unnið er að því að efla háskóla- sjúkrahúsið með ýmsum hætti og er þetta samkomulag liður í því- Ákvörðunin er tekin í samráði við forystumann lyflækninga í lækna- deild Háskóla Islands. Steinn Jónsson verður áfram sér- fræðingur í lyf- og lungnalækning- um á Landspítala - háskólasjúkra- húsi.“ áiMMtXÍX BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is -wmmsasm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.