Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fujimori og Montesinos viðriðnir eiturlygasölu Leiðangur til Plútós hugsanlegur Gróðinn hátt í fjórir milljarðar króna Bogota, Lima, Caracas. Reuters. ALBERTO Fujiraori, fyrrverandi forseti Perús, og Vladimiro Montesinos, félagi hans og fyrrverandi yfirmaður perúsku leyniþj ónustunnar, fengu hátt í fjóra millj- arða íslenskra króna fyrir samninga við kól- ombíska eiturlyfjabar- óninn Pablo Eseobar. Er það haft eftir bróð- ur hans, Roberto, en Pablo féll í átökum við lögregluna 1993. Roberto Escobar, „E1 Osito“ eins og hann er kallaður, sagði í síðasta mánuði, að bróðir sinn hefði látið Montesinos fá 87 millj. kr. árið 1989 til að fjármagna kosningabar- áttu Fujimoris en upphæðimar, sem hann nefnir nú, eru margfalt hærri. „Montesinos og Fujimori fengu hátt í fjóra milljarða kr. í þann tíma, sem þeir störfuðu með Pablo, bróður mínum,“ sagði Escobar í viðtali við RCN-sjónvarpsstöðina í Kólombíu en það var téföð í fangelsi í borginni Itagui, þar sem hann er í haldi. Sagði hann ekki hve lengi þeir Fujimori og Montesinos hefðu starfað með bróð- ur hans en í væntanlegri bók, „Bróð- ir minn Escobar“, segir hann, að Pablo hafi haft persónulegt samband við þá báða. Birtust útdrættir úr bókinni í fréttatímaritinu Semana í þessari viku. Þar ítrekar hann, að Montesinos hafi krafist og fengið 87 millj. kr. til að fjármagna kosninga- baráttu Fujimoris 1989 og segir, að Perúforseti hafi sjálfur hringt í Pablo Escobar til að þakka honum fyrir. Vladimiro Montesinos Alberto Fujimori Lögreglan í Perú er nú að kanna fjöldann allan af reikningum í bönk- um víða um heim, meðal annars nokkra í Sviss, sem geyma um sex milljarða kr., og eru þeir allir taldir tengjast Montesinos. Hann hrökkl- aðist frá sem yfirmaður leyniþjón- ustunnar í september vegna mútu- hneykslis og fer nú huldu höfði. Fujimori er aftur á móti sestur að í Japan þar sem hann hefur borgara- rétt og verður ekki framseldur til Perús. Forstjóri læknastöðvar í Caracas í Venesúela sagði í fyrradag, að Montesinos hefði komið þangað, skeggjaður og undir fölsku nafni, og látið breyta á sér andlitinu, nefi og augnlokum, í síðustu viku. Hefði hann síðan látið sig hverfa án þessa að greiða reikninginn. Hefur nú ver- ið fyrirskipuð opinber rannsókn á því hvort Montesinos hafi komið ólög- lega til landsins. Yfirvöld í Perú segjast nú hafa nægar upplýsingar í höndunum til að höfða mál á hendur hundruðum stjómmálamanna, herforingja og kaupsýslumanna fyrir spillingu. Er búist við, að það verði gert smám saman til að ofbjóða ekki réttar- kerfinu. Segja má, að allt samfélagið standi á öndinni eftir að „Síamství- burarnir“ eins og þeir eru kallaðir, Fujimori og Montesinos, hrökkluð- ust frá enda náði spillingarvefurinn, sem þeir höfðu ofið, út í hvem krók og kima. Þingmenn, blaðamenn og margir aðrir saka hver annan um tengsl við Montesinos og blöðin birta daglega „nýjar upplýsingar" um „vini Mont- esinos". Sagt er, að hann hafi tekið upp á myndband þúsundir funda sinna með frammámönnum í sam- félaginu og líklegt er, ef satt er, að margur maðurinn sé dálítið kvíðinn. 10 millj. kr. fyrir flugfarminn Roberto segir, að Montesinos, sem Kólombíumennimir hafi kallað „Montecristo", hafi stundum dvalist á búgarði Pablos skammt frá kók- aínhöfuðborginni Medellin. Þar hafi meðal annars verið gengið frá samn- ingum um, að kólombískar flugvélar gætu lent á leynilegum flugvöllum í Pení með hráefnið í eitrið, sem síðan var fullunnið í Perú og flutt aftur til Kólombíu. Fyrir hvert kíló af því fékk Montesinos 24.000 kr., sem hann skipti síðan út. „Það þýðir, að fyrir hvern flug- farm gat hann hæglega fengið um 10 millj. kr.,“ segir Roberto í bókinni. Roberto segir, að Montesinos hafi sjálfur haldið eftir 40% af fénu en deilt hinu út milli foringja í hernum og annarra, sem gerðu samningana við Pablo Escobar mögulega. Vom peningarnir afhentir honum í Pan- ama eða Miami og aldrei notaðir bankareikningar. Friðarjól á Austur- Tímor NASA Þessi mynd af Plútó og tungli hans, Charon, var tekin með Hubble- stjörnusjónaukanum 1994. Ferðin tæki um tíu ár ÍBÚI í Dili á Austur-Tímor setur upp helgimynd af Jesúbarninu með Maríu mey og Jósef. Austur- Tímorar undirbúa nú önnur jólin frá blóðsúthellingunum í landinu eftir að þeir samþykktu sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Um 90% Austur-Tímora eru kristinnar trúar. BANDARÍSKA geimvísindastofn- unin, NASA, hefur tilkynnt að verið sé að kanna möguleikana á að senda geimfar til fjarlægustu plánetu sól- kerfisins, Plútós. Skammt er síðan stofnunin afiýsti öllum athugunum á slíkum leiðangri. Er greint frá þessu á fréttavef breska rikisútvarpsins, BBC. Plútó er eina plánetan í sólkerfinu sem aldrei hefur verið könnuð með geimfari. NASA leitar nú tilboða frá helstu fjárfestum og stofnunum í heiminum um framlög til leiðang- ursins. Ekki eru sett nein takmörk á það hvenær geimfarið þyrfti að Ieggja af stað en markmiðið er þó að það nái til plánetunnar 2015. Þegar NASA afboðaði í sept- ember sl. áætlanir um leiðangur til Plútós mótmæltu geimvísindamenn harðlega og sögðu að ef leiðangur næði ekki til plánetunnar í síðasta lagi árið 2020 myndi dýrmætt tæki- færi glatast og ekki gefast aftur í 230 ár. Ástæðan er sú, að lofthjúpur Plútós er þunnur í aðeins 20-30 ár af þeim 248 árum sem það tekur plán- etuna að fara einn hring um sólina. Annars er hjúpurinn gaddfreðinn. Undir venjulegum kring- umstæðum tæki það geimfar um 12 ár að fara þá sex milljarða kíló- metra sem eru frá jörðinni til Plútós en verði lagt af stað áður en langt um líður kann að vera hægt að stytta þann tíma í átta ár því unnt væri að nýta aðdráttarafl Júpíters til að flýta fórinni. Dr. Ed Weiler, talsmaður NASA, sagði að stofnunin væri ekki að full- yrða að af leiðangrinum yrði. „Við erum bara að kanna tilboð,“ sagði hann. Plútó er yfirleitt Qarlægasta plán- etan frá sólinni en braut hans er sér- stæð og á timabili árið 1979 var hann nær sólinni en Neptúnus. Plútó er úr gijóti í ís og uppgötvaðist 1930. Á braut um hann er stórt tungl er kallað er Charon en það fannst ekki fyrr en 1978. Vísindamenn telja að Plútó sé stærsti hluturinn í geri af gijót- og ishnullungum sem eru á braut um sólina í kaldasta og ysta hluta sól- kerfisins, svonefndu Kuiper-belti. Bill Clinton gefur út nýjar reglur um vernd heilsufarsupplýsinga í Bandarrkjunum Sjúklingar samþykki aðgang að gögnum BILL Clinton Bandaríkjaforseti gaf í gær út umfangsmiklar nýjar reglur um leynd persónuupplýsinga í sjúkraskýrslum, að því er The New York Times greinir frá. Samkvæmt reglunum verða læknar og sjúkra- hús að fá samþykki sjúklinga áður en aðgangur er veittur að heilsufars- upplýsingum. Nýju reglumar munu hafa áhrif á svo að segja hvern einasta lækni, sjúkling, sjúkrahús, lyfjabúð og heilsutryggingu í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem sett eru al- ríkisviðmið um upplýsingar, sem nú heyra undir mikinn hrærigraut af lögum í hverju ríki fyrir sig. Þingið beindi því til stjórnar Clint- ons að sett yrðu persónuleyndarvið- mið samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru með stuðningi þingmanna úr báðum flokkum 1996. Sögðu þingmenn að þörfin á slíkum reglum hefði aukist með tæknifram- förum sem gerðu fólki kleift að hnupla og dreifa heilsufarsupplýs- ingum með því að smella nokkrum sinnum á tölvumús. Janlori Goldman, framkvæmda- stjóri verkefnisins Einkaheilbrigði, við Georgetown-háskóla, sagði að nýju reglurnar væru „meiriháttar sigur fyrir neytendur.“ Sagði hún ríkisstjórnina hafa lagt sig alla íram um að svara athugasemdum neyt- enda um reglumar, sem voru gefnar út í nóvember í fyrra. Alls bárust um 50 þúsund athugasemdir vegna þeirra. Tryggingafyrirtæki og atvinnu- veitendur hafa lýst stuðningi sínum við persónuleynd, en hafa jafnframt kvartað yfir því að reglurnar séu þunglamalegar og krefjist skrif- finnsku og muni auka kostnað. Haft var eftir framámönnum í heilbrigðisiðnaðinum í gær að þeir myndu fara þess á leit við George W. Bush, sem tekur við forsetaembætt- inu 20. janúar, að hann endurskoðaði reglurnar. En fulltrúar ríkisstjóm- arinnar sögðu að mikill stuðningur almennings við svona reglur myndi verða til þess að stjórn Bush myndi samþykkja þær. Talsmaður Bush sagði hann fylgjandi persónuleynd, en að reglurnar yrðu athugaðar. Þurfa skriflegt leyfi Samkvæmt reglunum ber læknum og sjúkrahúsum að fá skriflegt leyfi frá sjúklingum áður en veittur er að- gangur að heilsufarsupplýsingum um þá, jafnvel vegna svo alvanalegra hluta sem meðhöndlunar eða greiðslu á kröfum. Sjúklingur gæti skrifað undir yf- irlýsingu þegar hann kæmi til læknis í fyrsta sinn, og veitt þar með leyfi fyrir því að heilsufarsupplýsingar hans yrðu framvegis veittar til þess- ara hluta. Upplýsingar vegna ann- arra hluta, til dæmis til vinnuveit- anda til notkunar við mannaráðn- ingar, yrðu einungis veittar ef sjúklingurinn veitti aðra heimild. Neytendur munu nú í fyrsta sinn hafa þann rétt samkvæmt alríkislög- um að skoða og taka afrit af upplýs- ingum í sjúkraskýrslum sínum. Þeir munu einnig eiga rétt á að krefjast leiðréttinga á upplýsingum sem þeir telja ónákvæmar eða ófullnægjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.