Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ ^60 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 FERSKT • FRAIUIANDI • FRUMLEGT Cjafakörfur fyrir sæikera Suðurlandsbraut 6 • s. 568 3333 www.mbl.is Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FAKAFENI 11, s, 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Gíróscðlar liggja frammi í ötlum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. „Hjálpum þeim sem ekki geta hjálpað sér sjátfir. Þarf að segja nokkuð meira?" Laufey Jdkobsdóttir Samhæft Office A islensku fyrir Windows Fæst í öllum bókabúðum Bóker besta gjöfin Bókatíðindi 2000 komin út ■OBHBMM m Félag íslenskra bókaútgefenda I ALMANAK HÁSKÓLANS Jótyjjöf útivistafóOfins Verð (q. 755 UMRÆÐAN Hindra laun kennara framþróun í starfsmenntun? Framhaldskólakennurum hefur bæst nýr liðsmaður í umræðunni um framhaldsskólann og starfsmenntun sérstaklega og er það vel. Liðsmaður þessi er Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þó er sá hængur á, eins og oft vill verða þegar menn vilja koma góðum mál- stað til hjálpar, að þeir fara nokkuð geyst. Rétt er því að benda á nokkur atriði sem þarfnast umhugsunar svo liðsstyrkur hans verði beinskeyttari næst þá hann kveður sér hljóðs. Fyrst er tO að taka að kjarasamningar kennara eru ekki heil- ög boðorð útgefin af Kennarasam- tökunum né verðskrá sem vinnuveit- andi þeirra, ríkið, verður að taka hverju sinni heldur samningur sem báðir aðilar koma að og oftar en ekki eru íþyngjandi ákvæði sett af ríkinu og verða kennarar að kyngja þeim sem og aðrir. Tveir meginkaflar samningsins eru launasetning ásamt launatöxtum annars vegar og ákvæði um vinnu- tíma hins vegar. Þess vegna er það hárrétt hjá Ara þegar hann vitnar í tiltekna skýrslu um skólastarf að „kennarar fá greidd laun fyrir ákveðna vinnu sem er skilgreind í kjarasamningi og allt umfram það telst yfirvinna." Enginn þarf að furða sig á þessu enda eru allir launamenn ráðnir tU að skila ákveð- inni vinnu og taka laun samkvæmt því. Fari vinna út fýrir fóst vinnuskil fá flestir launþegar yfivinnuþóknun (a.m.k. enn þá). Áframhaldið lýsir hins vegar vanþekkingu þeirra sem skýrsluna sömdu og verður Ari ekki sakað- ur um hlutdeUd í því en þar segir: „í kjara- samningnum er ekkert fjallað um mælanleg markmið né mælanleg- an árangur." Hið rétta í þessu er að fyrirmæli um markmið og árang- ur eru ekki í kjara- samningum heldu í að- alnámskrá og náms- tengdum kröfum menntamálaráðuneyt- isins, skólanámslö-ám og kröfum tU sveins- prófs í viðkomandi iðn- grein en þær eru settar af atvmnulífinu. Starfsmenntun á flótta úr framhaldsskólakerfinu Eitt raunverulegt dæmi nefnir Ari um skipbrot samstarfs atvinnulífsins og skóla en það er nám í bUiðnum við Borgarholtsskólann. I skýrslunni sem fyrr var nefnd, í hverja Ari sæk- ir upplýsingar sínar um það að kjara- samningar kennara standi í vegi fyr- ir samstarfi, er margt sagt; ýmist ofsagt eða van. Það er ekki efni þess- arar greinar að fara í saumana á þessari skýrslu né á því hvers vegna „b0greinin“ sagði sig frá samstarfi við menntamálaráðuneytið um starfsmenntun í Borgarholtsskólan- um en sök í því er hjá báðum aðilum. Þriðji aðilinn, starfsmenn skólans, sem gerður er að blóraböggli; bera þá sök eina að hafa gert kjarasamn- ing við fjármálaráðuneytið um laun Kennarar Eina samkeppnin um kennarana er við at- vinnulífíð skrifar Ingibergnr Elíasson. sem hvergi duga tU að fá hæfustu fagmenn tU að slást um kennslu- störftn. Nú er mál að nefna annað atriði sem Ara er ekki nægilega kunnugt en það er krafan um kennararétt- indi. Svo tekið sé dæmi úr bUiðna- kennslunni, sem áður er nefnd, var þeirri stefnu haldið til streitu að enginn kennari úr bíliðnakennslu við Iðnskólann í Reyjavík yrði ráð- inn til kennslu við Borgarholtsskól- ann þegar bOgreinin hóf þar sam- starf við skólann um framkvæmd námsins. Þess í stað átti að ráða hæfustu fagmenn úr atvinnulífinu tU kennslustarfa. Þetta gekk nánast eftir því aðeins voru ráðnir tveir kennarar úr sjö manna hópi úr Iðn- skólanum. Það tókst að manna kennslustörfin en starfsmannavelt- an hefur verið mjög mikil. Ekki vegna þess að kennsluréttindi skorti því vandalaust er að ráða hæfa fag- menn án kennsluréttinda til starfa ef þeir bjóðast. Hitt, að fá þá til að taka ráðningu í starf og vera til langframa, er erfiðara, hvers vegna? Jú, það er vegna afspymu lélegra launa. Fagmaður, sem tekur að sér kennslu í bíliðnum, er tæplega hálf- drættingur miðað við að taka starf sem iðnaðarmaður úti í atvinnulíf- inu. Þetta á einnig við starfsmennta- kennara almennt og raunar lungann af framhaldsskólakennurum. Fjölgun vinnuveitenda í skólakerfínu Lausnin á vanda framhaldsskól- ans er að sögn Ara fólgin í aukinni samkeppni í menntakerfinu. Rétt er það að samkeppni er nú um stundir engin á mörgum sviðum skólastarfs, þar kemur til fámenni á lands- byggðinni, nemendafæð á starfs- menntabrautum og fjársvelti skól- anna. Aðeins einn framhaldsskóli í landinu hefur úr einhverju að moða vegna þess að nemendur hans borga veruleg skólagjöld, kr. 49.000, en laun kennaranna í þeim skóla eru hins vegar borguð af rfidnu og eru þau sömu og í ríkisreknum fram- haldsskólum. Eina samkeppnin um kennarana er við atvinnulífið og það er bersýnilegt að framhaldsskólinn getur ekki haft betur eða í besta falli verið jafnfætis nema að meira fé komi til skólanna. Auknar fjárveitingar tfi skólanna eru ekki í valdi kennaranna heldur ríkisstjómar með tilstyrk Alþingis ef vilji þjóðarinnar stendur til betri skóla. Þetta er hinn bitri sannleikur um framþróun starfsmenntunar og framhaldsskólans. Mikill fengur er í þeim sjónarmið- um Ara að auka þurfi samkeppni um laun, kennara og nemendur. Þá verða bundnar væntingar við að hann, f.h. samtaka sinna, leggist á árina um meira fjármagn til skól- anna svo þeir sleppi út úr spenni- treyju fátæktarinnar. A hann er hlustað. Höfundur er kennari við Borgarholtsskóiann. Ingibergur Elíasson Auka þarf utflutning Islands til Kína KÍNVERJAR eru fjölmennasta þjóð heims og í Kína býr tæpur fjórðungur mannkyns. Sú opnun sem orðið hefur í kín- versku efnahagslífi hefur leitt til þess að Kína er orðið að mik- ilvægum markaði þar sem margar þjóðir keppast við að hasla sér völl. Gífurleg upp- bygging á sér nú stað í þéttbýlum strand- héruðum landsins og nú þegar hafa mörg vestræn fyrirtæki reist þar verksmiðjur og opnað starfstöðvar. Skýringin er einföld. Kína er á góðri leið með að verða efnahagslegt stórveldi og ef áframhald verður á hinum viða- miklu efnahagsumbótum líður ekki á löngu uns Kínamarkaður verður mikilvægasti markaður í heimi. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir íslendinga að efla og rækta við- skiptatengsl sín við Kínverja og þar gegnir atvinnulífið lykilhlut- verki. Aukin samskipti íslendinga og Kínverja Stjórnmálasamband var tekið upp á milli íslands og Kínverska alþýðulýðveldisins árið 1971. Á undanförnum árum hafa samskipti þjóðanna vaxið hröðum skrefum og gildir þá einu hvort litið er til stjórnmálalegra, viðskiptalegra eða menningarlegra tengsla. Margir íslenskir ráðamenn hafa farið í opinberar heimsóknir til Kína og Kínverjar hafa endurgold- ið þær heimsóknir eins og tíðkast í samskiptum þjóða. Má nefna heimsókn Qians Qichens, utan- ríkisráðherra Kína, árið 1995 og nýaf- staðna heimsókn Li Pengs, forseta kín- verska þingsins. Kínversk stjórnvöld hafa ávallt lagt áherslu á góð stjórn- málaleg samskipti við Islendinga og opnuðu þau sendiráð í Reykjavík skömmu eftir að ríkin tóku upp stj órnmálasamband. Islendingar opnuðu sendiráð í Peking árið 1995 og hefur það orðið til að styrkja tengslin enn frekar. Óhagstæður viðskiptaj öfnuður Innflutningur íslendinga frá Kína hefur jafnan verið mun meiri en útflutningur þangað. Sl. tíu ár hefur innflutningur frá Kína aukist jafnt og þétt eða að jafnaði um 20- 30% á ári. í fyrra keyptu íslend- ingar vörur frá Kína fyrir tæpa 2,8 milljarða króna. Utflutningur íslenskra fyrir- tækja til Kína er hins vegar afar lítill enn sem komið er og er við- skiptajöfnuður þjóðanna íslend- ingum mjög óhagstæður. Islend- ingar seldu vörur til Kína fyrir 362 milljónir króna í fyrra en innflutn- ingur þaðan er átta sinnum meiri.. Halli á viðskiptunum við Kína var því óhagstæður um 2,4 milljarða í fyrra. Síðustu tvö ár hefur vöru- sala til Kína dregist verulega sam- an og er sú þróun áhyggjuefni fyr- ir Islendinga. Viðskiptajöfnuður Ekki líður á löngu uns Kínamarkaður verður mikilvægasti markaður í heimi, segir Sigtrygg- ur R. Eyþórsson. Þess vegna er nauðsynlegt -------7------------------- fyrir Islendinga að efla og rækta viðskipta- tengsl sín við Kínverja Þegar leitað er skýringa á þessu þarf m.a. að hafa í huga hið ólíka fyrirkomulag viðskiptahátta í lönd- unum tveimur. Innflutningur til Kína er takmarkaður og ýmsum vandkvæðum bundinn enda háður flóknum reglugerðum og leyfum frá embættismönnum. Á íslandi ríkir meira viðskiptafrelsi og mik- inn vöruinnflutning frá Kína má því rekja til frumkvæðis íslenskra fyrirtækja. Mörg þeirra flytja nú inn kínverskar vörur með góðum árangri enda eru þær á hagstæðu verði og gæði þeirra hafa almennt aukist á síðustu árum. I könnun sem gerð var meðal ís- lenskra fyrirtækja, sem eiga nú þegar viðskipti við Kínverja, kem- ur fram að háir tollar og skrif- finnska í Kína standa helst í vegi fyrir því að þeim takist að auka umsvif sín þar. Væntanleg aðild Kína að Alþjóða viðskiptastofnun- inni (WTO) mun líklega hafa í för með sér tollalækkanir fyrir ís- Sigtryggur Rósmar Eyþórsson lenskar vörur sem seldar verða þangað. Hins vegar er ekki vitað hvenær Kínverjar verða formlega aðilar að WTO og á hve löngum tíma kínverskt viðskiptalíf aðlag- ast reglum stofnunarinnar. Innantómar yfirlýsingar? Þrátt fyrir ítrekuð vilyrði kín- verskra ráðamanna um að liðkað verði fyrir útflutningi íslendinga til Kína hefur ekkert dregið úr þeim örðugleikum sem íslensk fyr- irtæki eiga við að glíma til að koma vörum sínum inn á kín- verska markaðinn. Þessi mál bar m.a. á góma á fjöl- sóttri ráðstefnu um viðskiptatæki- færi íslands og Kína, sem haldin var hérlendis í september sl. Frú Wu Yi, félagi í kínverska ríkis- ráðinu og fyrrverandi utanríkisvið- skiptaráðherra Kína, lýsti því yfir á ráðstefnunni að kínversk stjórn- völd hefðu mikinn áhuga á að jafn- vægi ríkti í viðskiptum milli land- anna og að hún ætlaði að beita sér fyrir þvf. Umrædd yfirlýsing frú Wu Yi er í sjálfu sér fagnaðarefni en hún er þó aðeins hin síðasta í röð margra slíkra frá kínverskum ráðamönn- um á undanförnum árum. Því mið- ur hafa fyrri yfirlýsingar ekki gengið eftir eins og samdráttur í sölu íslenskra vara til Kína vitnar. Það er von Íslensk-kínverska við- skiptaráðsins að kínverskir ráða- menn standi við yfirlýsingar sínar og beini viðskiptum meira til ís- lands en gert hefur verið fram að þessu. Islenskir ráðamenn þurfa einnig að ganga harðar fram eftir efndum hjá kínverskum kollegum sínum og sýna í verki að þau styðji viðleitni fjölmargra fyrirtækja sem reyna nú að brjóta íslenskum út- flutningsvörum leið inn á Kína- markað. Islensk stjórnvöld verða að gera Kínverjum það ljóst að viðskiptafrelsi á að vera gagn- kvæmt. Höfundur er formaður fslensk- kínverska viðskiptaráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.