Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ v? 72 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 DAGBÓK í dag er fóstudagur 22. desember, 357. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum, (Lúk. 11,36.) Skipin Reykjavikurhöfn: Vigri, Goðafoss, Ingar Iversen, Remöy, Vil- helm Þorsteinsson, Ge- vostar, Ako og Faxi RE koma í dag. Fréttir Bdkatíðindi 2000. Númer föstudagsins 22. desember er 8096. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar not- uð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Utlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík, og hjá ' Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Mannamot Aflagrandi 40. Bingó kl. 14, Reynir Jónasson leikur jólalög í kaffitím- anum. Allir velkomnir. Árskógar 4. Perlu- og kortasaumur kl. 9, tai- chi leikfimi kl. 11.15, smíðastofa kl. 13, bingó kl. 13.30, hár- og fót- snyrtistofur opnar ld. 9. Bólstaðarhlfð 43. Hár- greiðsla kl. 8, böðun kl. 8.30, bókband kl. 9-12, handavinna og fótaað- gerð kl. 9-16, vefnaður og spilað í sal kl. 13. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Hár- greiðslustofan opin kl. 9, leikfimi kl. 9.45. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Böðun kl. 8, hársnyrting kl. 10, „opið hús“ kl. 13, spiiað á spil. Gullsmári Gullsmára 13. Starfsemi Gullsmára verður sem hér segir um jólin. Lokað verður dagana 23., 24., 25., 26., 27. og 28. desember. Föstudaginn 29. des- ember verður mat- arþjónustan opin eins og venjulega, það þarf að panta mat fyrir kl. 10. Fótaaðgerðastofan verður opin 27., 28. og t' 29. desember. Hár- greiðslustofan verður opin 28., 29. og 30. des- ember. Starfsemi Gull- smára hefst aftur að nýju þriðjudaginn 2. janúar 2001. Leikfimi byrjar miðvikudaginn 3. janúar á venjulegum tíma. Kynningardagur verður miðvikudaginn 3. janúar kl. 14-16. Skráning á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er -» hvatt til að mæta og Koma með tillögu um hvað hægt er að gera í félagsheimilinu. Heitt á könnunni og heimabak- að meðlæti. Gjábakki, Fannborg 8. Málm- og silfursmíði kl. 9.30, gler- og postulíns- málun kl. 13. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alia virka daga frá ki. 10-13. Matur í hádeginu. Ath. Skrifstofa FEB verður lokuð á milli jóla og ný- árs. Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 10. Línudanskennsla Sigvalda verður mið- vikudaginn 27. desemb- er kl. 19.15. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá ki. 10-16. Gerðuberg, féiagsstarf. Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, spilasalur op- inn frá hádegi. Miðviku- dag, fimmtudag og föstudag milli jóla og nýárs er opið frá 9- 16.30 spiiasalur opinn frá hádegi, heitt á könn- unni. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10.30 á laug- ardögum. Hraunbær 105. Bað- þjónusta og útskurður kl. 9-12, hárgreiðsla kl. 9-17, bútasaumur kl. 9- 12.30, leikfimi kl. 11 og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56-58. Bað- þjónusta og hárgreiðsla kl. 9, bútasaumur kl. 9- 12.30, leikfimi kl. 11. Hæðargarður 31. Hár- greiðsla kl. 9, göngu- hópur kl. 9.30 og 14. Norðurbrún 1. Hár- greiðsla kl. 9, útskurður kl. 9-12.30, boccia kl. 10. Vesturgata 7. Fótaað- gerðir og hárgreiðsla ki. 9, handavinna kl. 9.15, sungið við flygilinn ki. 13, dansað í aðalsal ki. 14.30 - Sigvaldi. Vitatorg. Smiðjan og hárgreiðsla kl. 9, bók- band og morgunstund kl. 9.30, leikfimi og fóta- aðgerð kl. 10. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Ailir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Minningarkort MS-félags íslands. Minningarkort MS- félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Rvk, í síma 568-8620 og mynd- rita s. 568-8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöidum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Hoits- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440, hjá Ás- laugu í síma 552-7417 og hjá Nínu í síma 564- 5304. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9—13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró-og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arféiags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Minningarkort Rauða kross íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavikurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 5691222, auglýsingar 5691110, skrifstofa 5681811, gjaldkeri 5691115. NETFANG: RIT- STJtci’MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innaniands. í lauBasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn ANNA hafði samband við Velvakanda vegna jólaljósa í Kirkjugarði Hafnarfjarð- ar. Sagðist hún hafa gengið frá að sett yrðu jólaljós á tvö leiði náinna ættingja í Kirkjugarðinum i Hafnar- firði. Sagðist hún síðan kvöld eitt hafa ætlað að sýna móður sinni Ijósin á leiðunum en þá var allt slökkt. Þegar hún fór að grennslast fyrir um hverju sætti var henni sagt að ljós- in væru slökkt kl. 19 á kvöldin. Undrast hún þessa ráð- stöfun og spyr hverju það sæti að ljósin séu ekki kveikt á kvöldin í skamm- deginu þannig að fólk geti notið þeirra ef það vitjar leiðis eftir vinnutíma - eða hvort ekki megi vera kveikt á Ijósunum allan sólar- hringinn á aðventunni og yfir hátíðisdagana. Kennslustund í innbrotum RÍKISSJÓNVARPIÐ í sýndi mánudaginn 11. des- ember sl. hvemig þjófar haga sér við innbrot. Þetta var eins og kennslustund í innbrotum. Auðvitað má vara fólk við þjófum, en þetta var fyrir neðan allar hellur. Eldri borgari, Áskorun til kráareigenda EG vil beina því til eigenda kráa og öldurhúsa að hafa lokað hjá sér á aðfangadag ogáannan dagjóla. Það mundi áreiðanlega gleðja marga, ekki síst böm, því áfengisneysla á jólum spillir jólagleði heim- ilanna. Vilhjálmur Sigurðsson, Dýr EG get ekki annað en tekið mér penna í hönd, því í Morgunblaðinu 12. des- ember sl. kom sú frétt í frétt í blaðinu að Fjör- gammur væri á föram til Þýskalands. Það er stóð- hesturinn Otur sem er 18 vetra. Nú spyr ég, hvað er að svona mönnum? Er það fé- græðgi að selja svona gaml- an hest, hefði nú ekki verið nær að Ieyfa honum að eyða því sem eftir er ævi sinnar hér og vera frjáls? Nei, í staðinn fær hann að búa í Þýskalandi, mjög trúlegt að hann fái sumarexem, en áður þarf hann líka að þola flutning úr landi og sjálf- sagt fleiri flutninga. Ekki má gleyma heimþránni. Eru engin lög til hér um dýr? Hvað mega þau vera orðin gömul, þegar þau era flutt úr landi? Mér finnst að yfirdýra- læknirinn hér á landi ætti að taka í taumana. Eins finnst mér Dýraverndar- samtökin vera engin hér á landi. Það er bara símsvari og netfang. Það er ekki mikið verið að hugsa um þarfasta þjóninn, hvað hon- um á eftir að líða illa, held- ur hvað græði ég mikið. Þykir fólki ekki vænt um dýrin sín lengur, ég bara spyr? Ég vona að þeir sem áttu Otur eigi gleðileg jól, ekki hefði ég þau eftir að hafa selt besta vin minn úr landi. Dýravinur, kt.111043-2139, Tapað/fundið Kúrlandssystur JÓLAGJÖF fannst á Berg- staðastræti miðvikudaginn 20. desember sl. Upplýs- ingar í síma 561-2355. SAAB Lyklakippa LYKLAKIPPA fannst í aftasta sæti stórs leigubíls föstudagskvöldið 15. desember sl. Á kippunni, sem er úr leðri með SAAB/ SCANIA-merki úr málmi, eru tveir lyklar. Annar lyk- illinn er af bifreið og hinn er húslykill. Upplýsingar um lykilinn er hægt að nálgast í síma 865-1086. Dýrahald Kári er týndur KÆRU lesendur. Nú er Kári Snæland búinn að vera týndur í tæpar þrjár vikur og ég orðin verulega áhyggjufull. Kári er tveggja ára fressköttur, dökkbröndóttur og stór. Hann var með hálsól þegar hann hvarf og hann er eyrnamerktur (tattóverað- ur). Við búum í Stangar- holti í Reykjavík og mestar líkur eru á að Kári hafi far- ið í skoðunarferð um nær- liggjandi bæjarhluta og ekki ratað heim. Mér þykir Iíklegt að hann sníki sér mat hjá góðhjörtuðu fólki sem kannski áttar sig ekki á að hann er á flækingi. Vinsamlega hafið samband ef þið getið hjálpað mér að finna Kára lifandi eða dauð- an. Gleðilega hátíð, Þór- hildur Snæland, símar 562 4622 og 897 0032. Krossgáta LÁRÉTT: 1 skrautgjarn, 8 fiskveið- ar, 9 hrósar, 10 slæm, 11 dregur, 13 mannsnafn, 15 æki, 18 ofsamaður, 21 guð, 22 ginni, 23 fuglinn, 24 nábýliskona. LÓÐRÉTT: 2 slóttug, 3 talar, 4 Iítill bátur, 5 skottið, 6 knippi, 7 ósoðinn, 12 bardaga, 14 sefa, 15 hæð, 16 flát, 17 stff, 18 ósvífin, 19 sárið, 20 skýra frá. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 trýni, 4 bolti, 7 nefna, 8 riftu, 9 níð, 11 rýrt, 13 grun, 14 askur, 15 fork, 17 árás, 20 urt, 22 mokar, 23 efn- uð, 24 linna, 25 glita. Lóðrétt: 1 týnir, 2 ýlfur, 3 iðan, 4 borð, 5 lifir, 6 Iðunn, 10 ískur, 12 tak, 13 grá, 15 fámál, 16 rakan, 18 rengi, 19 síðla, 20 urða, 21 teig. Víkverji skrifar... VINKONA Víkverja, sem er viðskiptamaður hjá Tali, sagði sínar farir ekki sléttar. í tvígang að minnsta kosti hafði það hent hana að hún hafði keypt inneign á Frelsiskort og síðan þegar sízt skyldi hafði fyrirtækið gert upp- tæka inneign hennar, þ.e.a.s. greiðslan inn á kortið hafði fyrnzt og þegar hún hringdi kom rödd, sem sagði að hún ætti ekki fyrir símtalinu, þrátt fyrir að örfáum dögum áður höfðu verið inni á kortinu um 1.200 krónur. Þessi kona spurði: Getur verið að það séu góðir og löglegir við- skiptahættir að fyrna fjárhæðir, sem fólk hefur greitt, bara vegna þess að fólk tekur ekki af innstæð- unni, sem það sannanlega á á þeim hraða sem fyrirtækinu þóknazt? Konan sagði, ég kaupi af SVR af- sláttarmiða, sem ég get síðan notað í mörg ár, svo lengi sem þeir end- ast. Engum dettur í hug að fyrna þá. Sama er að segja um sundkort í sundlaugar og baðstaði borgarinn- ar. Það kort sem ég kaupi, endist svo lengi sem ég hef ekki farið í sund og látið gata allt kortið. Það hljóta að vera í hæsta máta skrítnir viðskiptahættir að fyrir- tæki geti sagt við viðskiptavin sinn. Þar sem þú notar innlögn þína of hægt, missir þú það sem þú hefur lagt inn á reikning þinn. Gaman væri ef Tal rökstyddi, hvers vegna nauðsynlegt sé að fyrna innlagnir á Frelsiskort? Varla eru það margir, sem nota inneign sína svo hægt sem þessi vinkona Víkverja. Að auki má geta þess, að málið snýst ekki bara um peninga, heldur og það að fólk, sem á slík Frelsiskort, verður að geta treyst þvi að síminn virki, þegar á þarf að halda. xxx KUNNINGI Víkverja fór til læknis. Læknirinn skrifaði lyfseðil og sagði við kunningjann að hann ætti að taka tvær töflur af lyfinu á dag í 20 daga. Að svo búnu skyldu þeir athuga hvort ekki hefði verið komizt fyrir lasleikann. Kunninginn fór með lyfseðilinn í apótek. Afgreiðslustúlkan í apótek- inu kom með tvö pilluglös. í hvoru glasinu um sig voru 30 töflur eða samtals 60 töflur. Kunninginn horfði á stúlkuna og glösin og hann sagði: Ég á bara að taka 40 töflur í 20 daga, þetta er 20 töflum of mik- ið. Stúlkan sagði að það væri sama, ef hann ætlaði að fá 40 töflur eins og lyfseðillinn segði til um, yrði hann að kaupa 60 töflur, pakkn- ingin frá töfluframleiðandanum væri þannig og apótekið gæti ekki opnað pakkninguna, slíkt kallaði á mistök að fara að skipta pakkning- unum. Kunningjanum fannst þetta nú ekki frambærilegt svar. Lyfja- fræðingur með allt sitt langa og dýra nám hlyti að geta talið 20 töfl- ur án mistaka. Og þar við sat. Mikið er sparaði í heilbrigðiskerfinu og ríkisvaldið er sífellt að draga úr þátttöku sinni í lyfjakostnaði. Getur slíkt tilvik sem þetta kannski haft þar einhver áhrif. Vegna þess að apótekin eru ekki lengur framleiðendur lyfja og vilja ekki einu sinni opna pakkn- ingarnar frá lyfjaframleiðandan- um, getur verið að sjúklingar og Tryggingastofnun séu að greiða fyrir mun meira magn lyfja en læknar biðja um? XXX IGÆR var skemmstur dagur og framundan eru dagar, þar sem sól fer að hækka á lofti, hænufet á hverjum degi til að byrja með, en svo hraðar. Framundan er lengri sólargangur og vonandi betri tíð. Annars má nú eigi kvarta undan tíðinni hér á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur verið einstök það sem af er vetri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.