Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ Hvað þarf til? VIÐ undirritaðir höfum áhyggjur af börnum okkar sem eru í fram- haldsskóla. Verkfall framhaldsskóla- kennara er að fara illa með þessi börn og deiluaðilar eru að senda þeim afar sérkennileg skilaboð. Við erum vissir um að við erum ekki einu foreldrarnir í landinu sem hafa áhyggjur af þessu. Það eru ábyggi- lega þúsundir foreldra út um allt land sem geta tekið undir með okk- ur. Við skiljum ekki hvers vegna í ósköpunum deiluaðilar ná ekki sam- komulagi og við höfum alvarlegar áhyggjur af framvindu mála. I raun erum við argandi illir út í deiluaðila og skiljum ekki hvað þessi skrípa- leikur á að ganga lengi. Þær eru margar spumingarnar Kennarar Við biðjum um, segja Halldór Leví Björnsson, Jóhann Thoroddsen og Þorsteinn Ulfar Björns- son, að börnum okkar verði sýnd sú virðing að þessi deila leysist strax. sem brenna á vörum okkar en það eru spurningar sem við getum ein- ungis spurt út í loftið. Það er erfitt að fá svör frá deiluaðilum því þeir benda gjarnan hvor á annan. Okkur fínnst eins og enginn sé ábyrgur í þessari deilu. Við spyrjum okkur t.d. hvort það sé ekki einhver ábyrgð fylgjandi því að starfa í pólitík eða í stéttarfélög- um? Gera deiluaðilar sér fulla grein fyrir því fjárhagslega og andlega tjóni, sem nemendur og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir nú þegar? Þar sem þessi önn er þegar farin í vask- inn gera deiluaðilar sér grein fyrir því hvað tekur við eftir áramót ef bú- ið verður að semja? Hvað verður um þá nemendur sem voru búnir að ákveða að hefja skólagöngu í janúar og koma að yfírfullum skólum? Hvað ætla yfirvöld að gera næsta haust, þegar þeir sem ljúka samræmdu prófunum í vor vilja hefja nám í framhaldsskólum? Hvernig verða gæði þeirrar þjónustu (kennslu) sem boðið verður upp á eftir verkfall? Verður það einhver hraðsuða sex daga vikunnar? Er það ásættanlegt fyrir nemendur eða foreldra sem í flestum tilfellum greiða skólagjöld fyrir börnin sín? Svona gætum við haldið áfram að spyrja því nóg er af spurningum. Við undirritaðir skorum á samn- ingsaðila að semja ekki síðar en FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 6 M. UMRÆÐAN strax. Sýnið þá dirfsku og það þor sem til þarf. Umfram allt biðjum við um að börnum okkar verði sýnd sú virðing að þessi deila leysist strax. Við aðra foreldra viljum við segja að við getum ekki setið hjá og látið deiluaðila senda bömum okkar þau skilaboð að þau séu hálfgert fyrir- komuvandamál í þessu samfélagi. Við þurfum að sýna börnum okkar stuðning, sýna þeim í verki að okkur stendur ekki á sama um þau. Til að sameina krafta okkar til framtíðar skorum við á alla foreldra framhalds- skólanema að setja sig í samband við skrifstofu Landssamtakanna Heim- ili og skóli og skrá nafn sitt þar og hvernig hægt sé að ná til þeirra. Um- fang þess sem við foreldrar emm megnug að gera ræðst af fjöldanum og samstöðunni. Sími skrifstofunnar er 562 7475, fax 552 2721, netfang er heimskol@heimskol.is. Höfundar eru feður framhalds- skólanema. Fasteignir á Netinu 0mbUs Tilkynning frá Kirkjugöröum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í göröunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarö, Gufuneskirkjugarö og Suöurgötugarö til þess aö huga aö leiðum ástvina sinna. Viö munum leitast viö aö leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166, og skrifstofan í Gufunesi, sfmi 587 3325, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aöfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum viö upplýsingar, gefum leiöbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Leiösögn og prestsþjónusta Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin. Á aöfangadag munu prestar veröa til staöar fyrir þá, sem vilja staldra viö í dagsins önn. Starfsmenn kirkjugarðanna veröa á vettvangi í görðunum báöa þessa daga og leiðbeina fólki frá kl. 9.00 til 15.00. Æ\ Vkmá Gleöilega jólahátíð Kirkjugaröar Reykjavíkurprófastsdæma http://www.kirkjugardar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.