Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skrásett
vörumerki
„ Vorumerkið“ er til staðar, sérfrœðiþekk-
ingin fáanleg og 2000 ára sölustarfsemi
á ólíkum mörkuðum prýðilega skjalfest.
Aég að hengja engilinn
upp fyrir ofan dyra-
símann eða nýtur
hann sín betur í
glugganum við hlið-
ina á Betlehem-stjömunni? Á ég
að setja upplýsta plastjólasveininn
í garðinn miðjan eða hafa hann
nær 49.000 króna útiseríunni?
Bíddu, hvort á ég að vinna á fer-
fætlingi um jólin eða hafa rjúpur í
matinn? Mér skilst að rjúpumar
séu þjóðlegri svona álíka íslenskar
og endurminningar Steingríms
Hermannssonar.
Við, sem aldrei getum gert upp
hug okkai' og emm öldungis ófær
um að taka sjálfstæðar ákvarðanir,
eigum margt og mikið að þakka
auglýsendum. Markaðurinn leitast
við að uppfylla allar okkar þarfir
og gera okkur þar með að ham-
ingjusamari mannvemm. Af sjálfu
leiðir að ham-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
ingjusamt fólk
er einnig betra
fólk. Ham-
ingjusamur
maður fremur ekki myrkraverk.
Þeir, sem koma til okkar „sldla-
boðunum“, em markaðsfræðing-
amir; fólk, sem hefur sérþekkingu
á mannlegum þörfum og hefur að
baki langt nám íþví skyni að fá
uppfýllt þær. Á Islandi eins og í
Bandaríkjunum nefnast auglýs-
ingar oftar en ekld „skilaboð“ og
þar vestra líkt og hér segja íjöl-
miðlamenn jafnan að þeir „komi til
baka eftir þessi skilaboð" þegar
hlé er gert á dagskrá fýrir auglýs-
ingar.
Þannig lýsir tungumálið, þetta
undursamlega birtingarform
mannlegrar hugsunar, íslenskum
vemleika. Utan Bandaríkjanna og
Islands gera menn gjaman grein-
armun á auglýsingum og skila-
boðum á þann veg að ef til vill megi
segja að allar auglýsingar feli í sér
skilaboð en því fari fjarri að öll
skilaboð séu auglýsingar.
Þessi greinarmunur þekkist
ekki á Islandi. Þess vegna er
jólahátíðin jafn gefandi og ánægju-
leg og raun ber vitni hér í lýðveldi
skilaboðanna.
Þessi skipan mála er hagstæð
okkur, sem emm leitandi sálir og
skiljum á köflum ekki eigin hneigð-
ir og viðbrögð - hræðumst þau
jafnvel í viðvarandi existensíalískri
sjálfsvorkunn. Því getum við út-
skýrt fyrir okkur sjálfúm og öðr-
um t.a.m. hvers vegna við drekk-
um fremur kók en pepsí eða öfugt.
„Skilaboðin, sem ég hef fengið frá
kók/pepsí em sýnilega sterkari,"
segjum við þegar sú áleitna spum-
ing er borin fram hvers vegna við
kjósum ákveðna tegund mjörkva
umfram aðra.
Jafnframt er okkur nú kleift að
útskýra hvers vegna við kjósum
ekki tiltekið atferli eða vömteg-
und, stjómmálaflokk eða sum-
arleyfisstað. Skilaboðin, sem okk-
ur hafa borist í þá vem, hafa
sýnilega ekki náð tilgangi sínum.
Um leið fá markaðsfræðingamir
verðugt umhugsunar- og úr-
vinnsluefni.
Nú vitum við t.a.m. hvers vegna
stór hluti þjóðarinnar fer aldrei í
kirkju. Skilaboðin um að það beri
mönnum að gera em ekki nægi-
lega áleitin til að kalla fram það at-
ferli.
Nema ef til vill um jól og páska.
En nú fer það væntanlega að
breytast.
Á dögunum var boðað til mál-
þings hvar saman vora komnir
fulltrúar kirkjunnar, verslunar-
manna og auglýsenda. Á sam-
kundu þessari var til umræðu
táknmál trúar og auglýsinga.
Sérfræðingur einn á sviði aug-
lýsinga bar í erindi sínu saman
„tvö frægustu vömmerki heims,“
eins og hann orðaði það. Þar var
annars vegar um að ræða krossinn
og hins vegar Coca Cola-merkið.
Fræðimaður þessi benti á „að
krossinn hefði verið við lýði í 2000
ár og boðskap hans fylgdi loforð
um eilíft líf, en Coca Cola-merkið
hefði verið við lýði í 100 ár en aug-
lýsingum og kynningum þess
fylgdi loforð um lífshamingju og
lífsfyllingu", að því er greint var
frá í Morgunblaðinu.
AJmenn niðurstaða málþingsins
var sú að ldrkjunni bæri að nýta
sér „nýjar leiðir til koma boðskap
sínum á framfæri". Kirkjan ætti
t.a.m. að nota auglýsingar til að
hreyfa heiminn til samúðar.
Þessi stórmerkilegu vísindi virð-
ast ekki hafa vakið tilhlýðilega at-
hygli. Loksins er komin fram hald-
góð og tæmandi skýring á þeim
skorti á mannúð, sem svo mörgum
sýnist einkenna jarðlífið.
Það vantar auglýsingar.
Þessar upplýsingar hijóta að
eiga sérstakt erindi við þjóðina,
sem fagnar hátíð Ijóss og friðar af
þvílíkri innlifun.
Krossinn er „vömmerki", sem
vísar til fyrirheits um eilíft líf. En
þetta „vömmerki" á undir högg að
sækja í nútímanum vegna þess að
nýjasta tækni er ekki nýtt til að
koma því á framfæri. „Skilaboðin“,
sem frá kirkjunni berast, fara því
ekki um samfélagið á þann veg að
fullnægjandi megi teljast. Afleið-
ingin verður sú að alþýða manna
lætur stjómast af öðrum „skila-
boðum“ og áhrifameiri, er styðjast
við þær boðskiptaleiðir, sem við-
teknar em í nútímanum.
Um verðleika er ekki spurt í
þessu efni enda upplýsti einn vís-
indamannanna, sem þátt tóku í
ráðstefnunni, að auglýsingar sem
shkar hefðu „ekki skoðun á því
hvað væri gott og hvað væri
slæmt,“ heldur væm þær tæki til
að koma einhverju á framfæri.
Þannig felur það ekki sér gild-
ismat af neinum toga ef krossinn
er notaður sem „vömmerki" held-
ur er verið að kynna tiltekinn val-
kost. Krossinn vísar til vöra, sem
ákveðin fyrirheit em bundin við og
það er verkefni handhafa einka-
leyfisins að uppfylla þau loforð á
markaði.
Nú ríður vafalaust á að þjóð-
kirkjan bregðist hart við þessum
nýju upplýsingum. Þarf ekki að
tryggja að krossinn fái þá stöðu á
I slandi að teljast „skrásett vöm-
merki“ til að aðrir auglýsendur en
kirkjan taki ekki að nýta hann í
baráttunni endalausu um „skila-
boðin“?
„Vörumerkið" er til staðar, sér-
fræðiþekkingin fáanleg og 2000
ára sölustarfsemi á ólíkum mörk-
uðum prýðilega skjalfest.
Þannig upphefur markaðurinn
allt það sem mannlegt er. Og um
jólin er upphafningin síðan full-
komnuð þegar enginn fær umílúið
„skilaboðin", sem fara á hand-
anheimahraða um hinn íslenska
vemleika.
Vænn sopi af slökunarolíu væri
vel þeginn.
KNUD KRISTJÁN
ANDERSEN
+ Knud Rristján
Andersen fædd-
ist í Landlyst í Vest-
mannaeyjum 23.
mars 1913. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 13.
desember sfðastlið-
inn og fór útfor hans
fram frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 18. desember.
Elsku afi ég vil
kveðja þig með þessu
ljóði.
Að endaðri lífsgöngu afi minn kær,
ertu nú horfinn og dvelur mér fjjær.
Kærkomin hinsta hvíldin mun þér,
kveðju senda vil ég frá mér.
Man ég þá tíð er þú leiddir mig lítinn
dreng,
leikandi enn þá með þér í huga ég geng.
Alls sem þú fræddir mig,
alls sem ég lærði af þér,
enn þá ég mynnist og geymi í hjarta mér.
Svo bið ég að guð þráða hvíld og ró veiti
þér.
Það góði afi er hinsta óskin frá mér.
(R.S.G.)
stóð andspænis par-
húsi þeirra bræðra
Knuds og Njáls
tengdaföður míns. Eg
fann strax að Knud var
heilsteyptur maður
hann var þægilegur í
umgengni, skemmti-
legur og hafði alltaf
eitthvað merkilegt til
málanna að leggja þeg-
ar þau vora rædd.
Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og hon-
um þótti vænt um sitt
fólk. Börn hans, af-
komendur, ættingjar
og vinir fundu í honum góðan dreng
sem alltaf var tilbúinn að leggja sitt
af mörkum til þess að leysa þau
vandamál sem upp komu.
Ég minnist þess hve skemmtilegt
var að ræða við Knud um liðna tíð í
Vestmannaeyjum. Hann sagði frá
þeim tíma af lífi og sál og gjarnan
dró hann fram í dagsljósið hinar
spaugilegu hliðar mannlífsins þann-
ig að frásagnir hans urðu líflegar og
afar skemmtilegar. Hann bjó yfir
miklum fróðleik um atvinnulíf og
daglegt líf fólks í Vestmannaeyjum
frá því að hann var ungur drengur
að alast upp og allt fram á síðustu
Kveðja,
ár.
Knútur.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Knuds Andersen sem lést á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 13.
desember sl. Ég kynntist Knud þeg-
ar við Jóhanna bróðurdóttir hans
keyptum okkur húsið að Hásteins-
vegi 28 í Vestmannaeyjum en það
Milli þeirra hjóna, Knuds og Rak-
elar, og tengdaforeldra minna,
Njáls og Dóra, var ávallt mikil vin-
átta. Þeir bræður byggðu saman
parhúsið að Hásteinsvegi 27 og 29
og bjuggu þar í sambýli í rúm 50 ár.
Allan þann tíma ríkti vinátta milli
bræðranna og fjölskyldna þeirra og
samgangur var mikill þar á milli.
Sameiginlega sáu fjölskyldumar um
GUÐRÚN
BJARNADÓTTIR
+ Guðrún Bjama-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 16. aprfl
1930. Hún lést á St.
Jósefsspítala í Hafn-
arfirði 14. desember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 20. desember.
Elsku Gunna!
Nú ert þú farin,
skrítið er það að
hugsa til þess að þú
ert ekki lengur með
okkur.
Það er svo margs að minnast, al-
veg frá því ég fæddist hefur þú
verið hluti af mínu lífi, þú hefur
verið í fjölskyldunni sl. 50 ár eða
svo, eða frá því þú og Skarphéðinn
móðurbróðir minn giftuð ykkur.
Mamma og pabbi, þú og Skarpi
hafið alla tíð verið mikið samrýnd,
þið bjugguð hlið við hlið á Selvogs-
götunni og svo fluttu báðar fjöl-
skyldurnar upg á holt, þá varst þú
búin að eiga Ásgrím, þinn einka-
son, og mamma búin að eiga Lísu
og Sigurjón. Jóhanna amma fluttist
með þér og Skarpa og bjó hjá ykk-
ur í mörg ár og þið hugsuðuð um
hana þangað til hún fór á Hrafn-
istu.
Mamma minnist með mikilli
ánægju þegar þið áttuð báðar von á
ykkur á sama tíma, báðar með ykk-
ar fyrsta barn. Kvöldstundirnar
urðu margar þegar spjallað var
saman um frumburðina, verða
þetta strákur eða stelpa, hvor mun
eiga hvað, og mikil spenna var í
loftinu. Þessi spenna færði þig og
mömmu nær hvor annarri og hafið
þið haldið góðum vinskap alla tíð.
Það var mikið áfall fyrir þig, Ás-
grím og hans fjölskyldu þegar
Skarphéðinn lést fyrir rúmum
tveimur áram, eftir mikil en ekki
svo langvarandi veikindi.
í fyrra ætlaðir þú utan en þá
komu upp veikindi hjá þér, krabba-
mein, og vegna þess þurftir þú að
fresta þeirri för en þú
fórst í aðgerð sem
gekk mjög vel. Svo
ætlaðir þú utan núna í
ágúst með Ásgrími,
Dröfn og börnum en
þá kom í ljós að
krabbameinið væri
tekið upp aftur, og ill-
vígara í þetta sinn. Þá
byrjaði baráttan,
lyfjameðferðir og spít-
alavistir, en þú varst
ætíð svo dugleg, barð-
ist hetjulega uns þú
varðst að láta undan.
Núna veit ég að þú ert
komin til allra ættingjanna sem
eru farnir, búin að hitta Skarpa,
sem þú saknaðir svo mikið, Jó-
ömmu, sem þú hafðir alla tíð hugs-
að um, og alla vinina ykkar.
Ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar, elsku Gunna mín, og ég
veit að nú líður þér vel. Elsku Ás-
grímur, Dröfn og fjölskylda, for-
eldrar mínir og við systkinin send-
um ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum guð að styrkja
ykkur og leiða ykkur í gegnum
sorgina.
Jóhanna Harðardóttir.
Skammt hefur verið stórra
högga á milli. Lífsgöngu Guðrúnar
á jörðu hér er lokið. Ekki er langt
síðan eiginmaður hennar, Skarp-
héðinn Kristjánsson, lést. Líf
þeirra var samofið sterkum bönd-
um og víst er að missir Guðrúnar
var mikill við fráfall hans. Ástvinir
eiga góðar minningar í hjarta. En
lífið heldur áfram og styrk á erf-
iðum tímum sækjum við til trú-
arinnar.
Eigi stjömum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
að hafa hús og garð ávallt sem
snyrtilegust þannig að eftir var tek-
ið. Þeir bræður og konur þeirra
vora reyndar óþreytandi við að
rækta garða sína og hlutu viður-
kenningar fyrir. Garðamir vora
þannig sem dýrmætir sjóðir sem
gáfu margar ánægjustundir fyrir
fjölskyldurnar sem nutu þess svo
sannarlega að vera saman. I minn-
ingunni em myndir af Knud í garð-
inum sínum bjartar og skýrar, þar
naut hann lífsins og þar leið honum
vel. Knud var margt til lista lagt og
eftir hann eru til ýmsir fallegir
munir sem em unnir eru af mikilli
natni og kostgæfni og gefa höfundi
sínum góðan vitnisburð. Knud hafði
einnig gaman af því að yrkja og
bera Ijóð hans það með sér að hann
hafði góð tök á skáldskap. Oft vora
vísurnar glettnar og léttar en einnig
samdi hann ljóð sem lýstu alvöra
lífsins. Hvort tveggja var vel gert
eins og allt það sem Knud tók sér
fyrir hendur.
Þegar við hjónin bjuggum í Dan-
mörku þótti okkur afar vænt um að
fá jólakort og bréf frá Knud ekki
síst þegar hann orti ljúft og fallegt
ljóð til Jóhönnu frænku sinnar. En
það sem meira var, Knud kom okk-
ur auðvitað á óvart með því að yrkja
Ijóðið á dönsku og gerði það mjög
vel eins og við var að búast. Þannig
sýndi hann á sér nýja hlið, skemmti-
lega og óvænta, kannski trúr sínum
danska uppruna. Þetta ásamt svo
mörgu öðru gerði það að verkum að
það var mjög auðvelt að láta sér
þykja vænt um Knud og þá
skemmtilegu töfra sem hann bjó yf-
ir.
Nú er Knud dáinn. Eftir lifir
minningin um góðan samferðamann.
Sú minning er okkur, sem kynntust
honum, afar dýrmæt. Ég votta fjöl-
skyldu Knuds samúð mína við lát
góðs föður og afa.
Ragnar Óskarsson.
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Þýð.Svbj.E.)
Blessiið sé minnig Guðrúnar.
Ásgrímur, Dröfn
og börnin.
Fallin er nú frá Guðrún Bjarna-
dóttir, eftir veikindastríð sem
nokkuð ljóst var frá því í vor, að
ekki myndi enda nema á einn veg.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast þeim hjónum, Guðrúnu og
Skarphéðni Kristjánssyni, fyrir
rúmum tuttugu árum, þegar dóttir
okkar, Dröfn, og sonur þeirra, Ás-
grímur, fóm að draga sig saman.
Guðrún var afskaplega róleg og
yfirveguð manneskja sem alltaf var
gaman að rabba við og gott að
hitta. Hún var ekki hávær eða
áberandi en þægilegri manneskju
er vart hægt að hugsa sér, sem
alltaf átti hlýtt bros til allra og ein-
hver falleg orð.
Guðrún missti mann sinn,
Skarphéðin, fyrir rúmum tveimur
árum, eftir erfið veikindi. Þau
höfðu verið einkar samhent hjón og
var hennar missir mikill.
Hún beit samt á jaxlinn og skap-
aði sér nýtt líf, keypti sér bíl og
fékk sér nýja íbúð sem hún innrétt-
aði afar smekklega.
Það er sárt fyrir barnabörnin,
Hrannar, Unni, Davíð Steinar og
Klöru Hödd, að sjá á eftir elsku-
legri ömmu sinni sem ekki sá sól-
ina fyrir þeim. Það er líka erfitt
fyrir Ásgrím, einkabarn foreldra
sinna, að sjá á eftir foreldrum sín-
um með svona stuttu millibili. Við
biðjum góðan Guð að styrkja þau í
sorg sinni.
Það er komið að leiðarlokum. Við
þökkum ánægjuleg kynni við Guð-
rúnu. Blessuð sé minning hennar.
Þórdís og Hreiðar.