Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 35 Eng-in venjuleg hetja BÆKUR llnglingabók GLÖTUÐ Eftir Mats Wahl Hilmar Hilmarsson þýddi Mál og menning, 2000.170 bls. „UPP með hendur!“ heyrir hann sagt og snýr sér við. I dyragaettinni standa þrír menn þétt saman og graf- kyrrir.“ (bls 138) Martröð, er orðið sem söguhetja bókarinnar Glötuð (De övergivna) eftir Svíann Mats Wahl notar um þessa daga í lífi sínu sem sagt er frá. Mennirnir í gættinni eru aðeins brot af viðburðaríki'i atburða- rásinni. Glötuð er vissulega spennubók, og að mínu mati fyrir aldurshópinn 16-24 ára. Ekki yngri vegna þess að hún er blóðug: „Hálsinn fer í sundur og höf- uðið veltur niður í kjöltuna og þaðan niður á gólfið. Fyrir aftan körfu- stólinn er rúðan mölbrotin. Púðurlykt breiðist um herbergið og maðurinn sem stendur hefur fært sig nær pilt- inum.“ (139). Og ekki fyrir mikið eldri vegna þess að atburðarásin, en ekki persónumar, skiptir meginmáli, þótt aðalsöguhetjan sé ekki dæmigerð. Mats Wahl er virtur sænskur rit- höfundur og hafa Mál og menning og Hilmar Hilmarsson þýðandi hans miðlað Islendingum ágætum verkum hans undanfarin ár. Þekktust er ef til vill bókin Maj Darling en Hilmar fékk verðlaun fyrir þá þýðingu. Hann hef- ur einnig vandað sig við þetta verk, en bókin Glötuð er sjálfstætt framhald Vetrarvíkur með sömu sögupersónu, blökkupiltinum John-John, og eiga atburðir sér stað í Svíþjóð. Bækumar um John-John, sem er e.t.v. tæplega tvítugur, era þrjár og hafa verið vin- sælar í heimalandi höfundar, og víðar. Martröð John-Johns í þessari bók felst í því að syskinin Lotta og Nisse, sem era um fertugt, neyða hann til að taka þátt í grófum glæp. Þau þykjast ætla að greiða honum fyrir vikið, en hann á að vera bflstjórinn á vettvangi glæpsins. John-John hafði álpast til að fara í óleyfi með Sluggo vini sínum inn í afskekkt hús þeirra systkina, og eftir það er ekki aftur snúið. Örlög vinar hans era honum fyrst í stað dul- in, en hann dreymir og rifjar upp nokkur atvik úr æsku þeirra. Glötuð er myrk glæpasaga með dimmum himni og það styttir varla upp. Persónur bókarinnai- era úr und- irheimunum og áttu erfiða æsku og vonir þeirra virðast brostnar. Sögu- hetjan John-John er ekki skrifuð sem dæmigerð hetja. Hún er þolandi og iðulega eru það aðrir sem sýna frarn- kvæði. Stúlkan sem hann er hlekkj- aður við á tímabili er með kjaft og áræði en hann er ævinlega hikandi, hræddur og getur jafnvel brostið í grát. Þetta er því svolítið óvenjuleg söguhetja og ekki beinlínist sprottin upp úr dæmigerðum dagdraumum drengja um hetjudáðir sínar. Lesend- ur geta fundið til með honum vegna þess að umhverfið er honum svo frekt. Jafnvel þótt martröðinni linni, heldur fólk áfram að ráðskast með hann og segja honum fyrir verkum, stilla honum upp við vegg til að velja það sem þeim þóknast. „Þú skalt segja söguna svona,“ segir Petters- son. „Nákvæmlega svona, orð fyrir orð.“(152). Þannig talar lögfræðingur við John-John. Bókin getur vakið lesendur til um- hugsunar um hetjuhugtakið. Hvað er hetja? Hvenær er maður hetja? Hvemig verða einstaklingar hetjur? Býr samfélagið til þær hetjur sem það vill hafa? Spurningarnar vakna vegna þess hvemig höfundurinn lýsir mót- sögninni milli hetjuímyndar sam- félagsins annarsvegai- og einstak- lingsins John-Johns hinsvegar. Athyglisvert er að frásögnin breytist um miðbik sögunnar, úr fyrstu per- sónu í þriðju persónu frásögn. Ef til vill er það til að leggja áherslu á áhrifavald samfélagsins og sviptingu á sjálfræði söguhetjunnar. Eg fann eitt dæmi um yfirsjón höf- undar á smáatriði: Plástrar era límdir fyrir augu stúlku sem er rænt. Hún er með aðra hönd í handjámi á móti þeim sem á að gæta hennar og hina lausa, samt hvarflar aldrei að henni að rífa sjálf af sér plástrana, heldur bið- ur húp.piltinn um það: „Taktu af mér plástrana og svo sláum við hana niður þegar hún kemur næst,“ segir stúlk- an.“ (99). En þetta fellir ekki söguna. Eg ætla ekki að hengja mig í smá- atriðum. Bókin er spennandi og höf- undurinn nær markmiðum sínum, og ég er sannfærður um að ungu fólld þykir þessi bók mjög spennandi. Hér er engin lognmolla, engin væmni, heldur keyrt áfram af vægðarlausri hörku. Gunnar Hersveinn Með hlýlegiim blæ BÆKUR II a r ii a b « k TÓTA Á FERÐ OG FLUGI Eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Myndskreytingar gerði Jean Antoine Posocco. Bókaforlagið Salka. Gutenberg annaðist fílmuvinnu og prentverk. BARNABÓK með glaðlegri mynd af lítilli telpu með brúðuna sína á herðunum ratar inn á borð gagnrýn- andans nokkram dögum fyrir jól. Eftir að hafa rennt í gegnum bókina kemur sú hugsun upp í hugann að synd sé að bókin hafi ekki komið fyrr út og þar af leiðandi fengið meiri kynningu. Jafn hófstilltar litlar bæk- ur eiga nefnilega til að drakkna í straumþunga síðustu daga jólabóka- flóðsins. Höfundurinn byrjar á því að ávarpa litla lestrarhesta og vekja at- hygli þeirra á því að sagan sé sögð bæði í bundnu og óbundnu máli. „Hlustaðu vel,“ segir hann. „Taktu eftir því hvað fljótlegt er að læra sög- una þegar hún er sögð í vísum, en miklu seinlegra ef hún er sögð í óbundnu máli. Þess vegna varðveit- ist málið okkar vel í vísum eða ljóð- um.“ Þessu næst hefst hin raunveralega saga. Stelpan Tóta og brúðan Bína era kynntar til sögunnar, efst á síð- unni í bundnu máli, í afmörkuðum ramma neðst á síðunni í óbundnu máli. Söguþráðurinn er hvorki flók- inn né hraður. Hann er hófstilltur og byggist umfram allt annað á næmi fyrir hinu smáa í umhverfinu og nátt- úrunni. Stfllinn er lifandi og persónu- legur eins og kemur fram með skemmtilegum hætti þegar lækurinn er persónugerður. Tónninn er hlýr og hefur ósjálfrátt róandi áhrif á les- andann. Gagnrýnandinn var ekki viss um að stutt atvikin myndu halda athygli ungra barna allt til enda og las söguna fyrir nýlega fjögurra ára telpu. Skemmst er frá því að segja að barnið hreifst af Tótu á ferð og flugi og lifði sig sérstaklega inn í atvik þar sem dýr komu við sögu. Vísurnar vöktu lukku og af frjóum orðaforða spunnust skemmtilegar umræður. Orðaforði í bamasögum þarf heldur alls ekki að vera einfaldur því börn eru fljót að læra ný orð og gott tæki- færi gefst til þess í góðum barnabók- um. Myndskreytingarnar í Tótu á ferð og flugi eru ákaflega fallegar og skemmtilega unnar, t.d. er gaman að sjá hvernig sjónarhorninu er beint að hinu smæsta eins og önnum köfnum hunangsflugunum. Eins er athyglis- vert hvemig sjónarhomið breytist, t.d. er lesandinn í einni myndinni kominn undir yfirborð lækjarins. Ekki er ofsagt að Tóta á ferð og flugi sé skemmtilegur leikur að Ijóði og sögu. Myndskreytingarnar fylgja með og bæta við söguna með sínum einstæða hætti. Ef frá er talið að gott hefði verið að hafa blaðsíðutöl að styðjast við er frágangur bókarinnar til stakrar fyrirmyndar. Anna G. Olafsdóttir. Framandi trúarhefðir BÆKUR Trúarbrögð TUNGLSKIN SEM FELLUR Á TUNGLIÐ Vésteinn Lúðvíksson tók saman. Útgefandi: Stilla. Stærð: 142 blaðsíður. UMRÆÐUR um þjóðkirkjuna og opinberan sið hennar hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfama mánuði. Sýnist sitt hveijum. Ljóst er að eins- leitni trúarbragða íslendinga heyrir sögunni til ekki síst með fjölgun ný- búa frá öllum heimshomum sem flytja trúarbrögð sín með sér. Þessi breytta staða undanfarinna ára kallar á gagnkvæman skilning og virðingu á siðum, menningu og trúarbrögðum Islendinga gagnvart hver öðram. Hún gerir kröfu til aukinnar þekking- ar á öðram trúarbrögðum. Bókin sem hér er til umræðu er framlag til kynningar á framandi trúarhefðum. Hún hefst á því að gera grein fyrir umfjöllunarefni sínu sem er kynning á tvfleysishyggju advaita vedanta í hindúasið. Þar segir að fólk þekki almennt ekki hinn stóra sann- leika eða aflið að baki tilveranni. Það sér bara að „eitthvað óþekkt gerir eitthvað en ... [veit] ekki hvað“ (s. 10). Reynsla þess af tilverunni er eins og fanganna í hellissögu Platóns í Rík- inu. Þeir era hlekkjaðir neðanjarðar í helli og geta aðeins horft beint fram. Að baki þeim logar eldur sem varpar skugga fram fyrir þá af því sem gerist á milli þeirra og eldsins. Þeir trúa á þessa skuggamyndasýningu og segja að hún sé veruleikinn. Þeir sem kom- ast út úr hellinum verða að athlægi þegar þeir snúa til baka og reyna að útskýra fyrir hellisbúunum að þeir hafi lifað í blekkingu fram að þessu. Reyni þeir að losa fólkið úr fjötrunum og leiða það út úr hellinum gætu þeir átt á hættu að týna lífinu. T0 era þefr sem hafa yffrgefið hellinn fyrir fullt og allt. Svokallaðir dulhyggjumenn (mystikeraij hafa séð nokkuð af hell- inum en ekki komist út og era því enn leitendur. Þeir sem hafa orðið fyrir uppljómun hafa yfirgefið hellinn, þeir hafa vaknað og sofna ekki aftur. Uppljómun er eins konar alhygli, reynsla af veraleikanum sem gengur þvert á þá reynslu okkar af honum sem við eram vön. Höfundur kallar hana einnig tvfleysi sem er andstæða tvíhyggju eða non-dualism eins og það er kallað á erlendum málum. Þetta hefur verið kallað einhyggja á íslensku. Alhuginn (ljómhuginn, vitr- ingurinn, vitinn, meistarinn) sér ein- ingu alls, hins skapaða og óskapaða. Alhugar allra tíma segja að sannur skilningur sé handan skilnings og misskilnings. Það er hvorki hægt að skilja né öðlast sannleikann, en „þú ert hann þegar þú hættir að vera „þú“ - og þá finnurðu líka að þú hefur í raun aldrei verið neitt annað“ (s. 12). Þessari reynslu af veraleikanum er erfitt að lýsa með orðum. Alhygli og skipuleg trúarbrögð fara illa saman en borið hefm- á al- hygli innan flestra trúarbragða. Tví- leysishefðin sem kennd er við advaita vedanta (sem þýða mætti einhyggja vedaloka) á rætur sínar og sögu fyrst og fremst að rekja til Indverja. Hún hefur lítið verið kynnt hér á landi að mati höfundar sem vill bæta úr því. Hann segir að um leið og alhygli verði að hugmyndakerfi sé hún ekki lengur alhygli því að hún er oft röklaus og mótsagnakennd að mati manna. Höfundur hefur viðað að sér efni víða að, snarað sumu ftjálslega, að eigin sögn, og sleppt því að nota hug- tök á sanskrít sem er frammál sumra heimilda hans. Höfundar sem helst er tekið mið af era Ramana Maharishi (1879-1951) og Jnaneshvar (1271- 1296). Bókin skiptist í sjö kafla er allir hefjast á inngangi höfundar sem er útskýring á meginefninu sem er þýð- ing á völdum köflum úr heimildum. Dæmi um efni sem fjallað er um er „Orð og hugmyndir", „Sjálfið" „Leit- in“ og ,AIhuginn“. Ljóst er að bókin er ekki fræðileg á nokkum hátt, enda er heimilda ekki getið í textanum. Rit- skrá er í bókarlok en ómögulegt er að átta sig á því við lesturinn hvaða texti kemur úr hvaða riti. Það rýrir gildi hennar. Framsetning höfundar á al- hyglishefðinni advaita vedanta er því brotakennd en gefur þó ágæta innsýn í hugsunargang hennar og mún því án efa gagnast þeim sem vilja kynnast henni. Málfar og frágangur er til fyr- irmyndar. Kjartan Jónsson Golfsveifla á jólum MYNDBÖIVD Golfkennsla MEISTARAGOLF með Arnari Má Ólafssyni PGA- golfkennara og Úlfari Jónssyni, margföldum Islandsmeistara í golfi. 85 mínútur. KYLFINGUM á íslandi fjölgar ört og því er sjálfsagt ágætur mark- aður fyrir kennslumyndband því að eins og allir vita skapar æfingin meistarann, ekki síst í golfinu. Til að ná langt í þeim íþrótt verða menn að æfa mikið og miðað við hvar á hnettinum við erum stödd dugar sumarið ekki til þess og því er til- valið að skoða kennslumyndband um réttu handtökin yfir vetrarmán- uðina og sveifla kylfum inni í stofu fyrir framan spegil þannig að þegar vora tekur séu menn tilbúnir í slag- inn. Raunar er myndbandið einnig gott til þess að nota á sumrin þegar menn fyllast efasemdum um kunn- áttu sína í íþróttinni. Fyrir þá sem taka íþróttina alvar- lega, hvort sem það era meistara- kylfingar eða meðaljónar, er mynd- band þetta kærkomið. Raunar gaf Arnar Már út þrjár myndbandsspól- ur fyrir nokkrum árum þar sem far- ið var yfir það sama og gert er á nýja myndbandinu. Síðan hefur Arnar Már þroskast sem kennari og á nýja myndbandinu leggur Úlfar til marg- ar mjög gagnlegar æfingar. Aukin- heldur er myndbandið styttra og hnitmiðaðra en spólurnar þrjár hér um árið og því betri kostur. Þeir félagar hefja leikinn á að kenna mönnum að halda rétt á kylf- unum og standa rétt við að slá. Farið er yfir sveifluna, sýnd era mismun- andi tegundir högga við mismunandi aðstæður, hvernig best er að velja kylfur, hvernig haldið er á púttern- um og hvernig á að pútta. Stutta spilinu í kringum og á flötunum eru gerð sérstök skil enda mjög mikil- vægur þáttur í golfleik. Þá er aðeins farið yfir hvernig menn skipuleggja leik sinn og spila þeir félagar eina holu með misjöfnum hætti til þess að sýna það - og fá báðir fugl á holuna. Meistaragolf er ágætlega unnið myndband, tekið upp á Gut Dune- burg-golfvellinum þar sem Arnar Már er golfkennari. Farið er yfir alla mikilvægustu þætti íþróttarinn- ar og tekst þeim vel að sýna hversu einfaldur, en á sama tíma flókinn og margbrotinn, leikur golfið er. Það er ekki laust við að mann langi til þess að draga fram kylfurnar og prófa, en ætli það verði ekki að bíða næsta sumars, nema maður hliðri aðeins til í stofunni hjá sér og hefji inniæf- ingar? Það er alltént nokkuð Ijóst, ef marka má þá félaga, að fari maður eftir því sem þeir segja mun golfið skána hjá manni og til þess er jú leikurinn gerður. Meistaragolf er góð viðbót við bókina Betra golf eftir þá félaga en hún kom út fyrir tveimur árum. Arnar Már og Úlfar gera flókna hluti einfalda og áhorfendur geta lært heilmikið af myndbandinu, sama hvað kylfingurinn er með í for- gjöf. Helst til finnst mér málfar þeirra stofnanalegt og nafnorðaveikin alls- ráðandi enda tala þeir mikið um sveiflugalla, sveifluvandamál, högg- stöðu og lengdarstjórnun þar sem hæglega væri hægt að nota góð og gegn íslensk orð eins og að eiga í vandræðum með að meta fjarlægð- ina að einhverjum ákveðnum stað, til dæmis holunni. Skúli Unnar Sveinsson Tilvalin jolagjof 1.895 kr Moulinex brauðrist 2ja sneiða, 800 W HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.