Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stokkar upp í ríkisstjórn sinni
Radikale miss-
ir valdamesta
embættið
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
„BREYTINGARNAR eru í þágu
heildarinnar, ekki vantraust á ein-
staka aðila, sagði Poul Nyrup
Rasmussen, forsætisráðherra Dana,
þegar hann kynnti nýja ríkisstjóm í
gær, þá fjórðu sem hann fer fyrir.
Tvö ráðherrahöfuð fjúka við upp-
stokkunina og fjórir ráðherrar
skipta um embætti, þeirra á meðal
Mogens Lykketoft sem færir sig úr
stóli fjármálaráðherra yfir í utan-
ríkisráðuneytið. Fjórir nýliðar
koma inn í ríkisstjómina og í hópi
þeirra er að finna mann sem aðeins
hefur verið jafnaðarmaður í þijá
daga, þótt hann taki nú við ráð-
herraembætti fyrir flokkinn, og 27
ára gamlan ráðherra sem verður
yngsti kvenráðherra landsins
nokkm sinni. Radikale Venstre tap-
ar valdamesta embætti flokksins en
heldur sama ráðherrafjölda.
f>að var brosmildur forsætisráð-
herra sem kynnti nýja ríkisstjóm í
gær sem hann sagði dæmi um
breytingar, framkvæmdavilja og
endurnýjun. Honum á hvora hönd
sátu konur, sem nú fara með tvö af
valdamestu embættunum, fjármála-
og efnahagsmálaráðuneytin. „Ég
hef mikla trú á peningaviti kvenna,
sagði forsætisráðherrann er hann
kynnti fyrstu konuna sem sest í stól
fjármálaráðherra, Piu Gjellemp, áð-
ur atvinnumálaráðherra. Hún á
vissulega erfitt verk fyrir höndum
þar sem Lykketoft hefur þótt taka
fjármálin föstum tökum og hefur
mikið til verið þakkaður sá stöð-
ugleiki sem ríkir í dönskum fjár-
málum.
Hvernig Lykketoft tekst svo til í
utanríkisráðuneytinu kemur í ljós
en vitað var að hann hefur litið
embættið hým auga svo sú breyt-
ing kom ekki á óvart. Lykketoft er
eins og fráfarandi utanríkisráð-
herra, Niels Helveg Petersen, sem
sagði óvænt af sér í fyrradag, yf-
irlýstur Evrópusinni.
Hann kvaðst í gær myndu reyna
að gera sitt besta til að starfa í
þeim þrönga stakk sem fyrirvarar
Dana við Maastricht-sáttmálann
sníða honum en Helveg Petersen
sagði það meginástæðu afsagnar
sinnar að hann gæti það ekki leng-
ur.
Jan Trojborg, nýr vamarmála-
ráðherra, mun einnig þurfa að
glíma við fyrirvarana á vamarsvið-
inu. Var hann í gær varkár í tali um
þá, kvaðst munu gera sitt besta til
að feta í fótspor fyrirrennarans,
Hans Hækkemp, sem nú heldur til
Kosovo.
Radikale segjast ekki tapa
Með brotthvarfi Helveg Petersen
missir Radikale Venstre næst-mik-
AP
Paul Nymp Rasmussen kynnir breytta ráðherraskipan við Amalienborgarhöll í gær. Frá vinstri eru Johannes
Lebech, Jan Trojborg, Ole Stavad, Lotte Bundsgaard, Rasmussen, Anita Bay Bundegaard, Pia Gjellerup,
Mogens Lykketoft, Frode Sorensen og Arne Rolighed.
ilvægasta embætti ríkisstjórnarinn-
ar og fær annað minna í staðinn.
Marianne Jelved, efnahagsmála-
ráðherra og formaður flokksins,
vísaði því hins vegar á bug í gær að
hann hefði tapað á uppstokkuninni.
í hlut Radikale Venstre féllu
kirkjumála-og þróunarmálaráðu-
neytið en við því síðarnefnda tekur
blaðamaðurinn Anita Bay Bunde-
gaard.
Eins og búist var við var tveimur
ráðhermm vikið úr ríkisstjórninni,
Jytte Hilden, jafnréttis-, bæjar- og
húsnæðismálaráðherra, og Sonju
Mikkelsen heilbrigðisráðherra en
báðar hafa legið undir mikilli gagn-
rýni. Á það hefur þó verið bent að
Mikkelsen er sjöundi heilbrigðis-
ráðherrann sem situr í rfldsstjórn
Nyrap Rasmussen, embættið hefur
reynst mörgum of stór biti.
Við því tekur maður með traust-
vekjandi nafn, Arne Rolighed.
Hann hefur mikla reynslu af heil-
brigðismálum, var um árabil for-
maður sjúkrahússtjómar í Árósum
og hefur starfað ötullega að
krabbameinsforvömum. Pólitísk
reynsla hans er hins vegar tak-
mörkuð enda gekk hann í Jafn-
aðarmannaflokkinn fyrir þremur
dögum.
Yngsti ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar verður svo arftaki Hilden, Lotte
Bundsgaard, en hún er aðeins 27
ára, barnaskólakennari frá Óðins-
véum. Hún þykir hins vegar hafa til
að bera það sem til þurfi í starfið,
góðar gáfur, gott skapferli og þekk-
ingu á því hvernig fást eigi við
vandræðaböm.
Amazon.com ★★★★1/2
„Stórbrotin skemmtun."
- Kreml.is
„Bækur á borð við Fótboltafár
eru alitof sjaldséðar. Það er
nefnilega millivegur milli King
og Kundera. Bækur sem sam-
kvæmt skilgreiningunni flokk-
ast hvorki til hámenningar né
hreinræktaðs léttmetis eru að
mínum dómi skemmtilegustu
og oft bestu bækurnar.
Fótboltafár er millivegur.
Frábær bók.”
- Stefán Hrafn Hagalín, Strik.is
„Snilld"
Sonur Mitterrands bendl-
aður við spillingarmál
París. AFP.
JEAN-Christophe Mitt-
errand, sonur Francois
Mitterrand, fyrrverandi
Frakklandsforseta, var í
gær hnepptur í gæzluvarð-
hald vegna rannsóknar á
ólöglegri vopnasölu til
Angóla. Mitterrand yngri,
sem var ráðgjafi föður síns
í Afríkumálum frá 1986-
1992, var yfirheyrður af
lögreglumönnum sér-
hæfðum í svikamálum. Að sögn
heimildamanna AFP-fréttastofunn-
ar snemst yfirheyrslumar um
meintar mútugreiðslur sem hann á
að hafa fengið frá vopnakaupmann-
inum Pierre Falcone.
I tengslum við rannsóknina var
vel þekktur rithöfundur og fyrrver-
andi kaupsýslumaður í Frakklandi,
Paul-Loup Sulitzer, hand-
tekinn í gær. Er hann
einnig gmnaður um að
hafa þegið greiðslur frá
Falcone.
Falcone þessi mun vera
granaður um að hafa greitt
Mitterrand yngri hundmð
þúsunda franka, andvirði
nokkurra milljóna króna,
fyrir að fá aðgang að
tengslaneti hans í hinum
ýmsu Afríkulöndum í því skyni að
auðvelda vopnasölu þangað.
Rannsókn var hafm á starfsemi
Falcones fyrr í þessum mánuði en
hann er sakaður um ólögleg vopna-
viðskipti, skattsvik og spillingu.
Hann seldi meðal annars rússnesk-
an vopnabúnað til Angóla árið 1993
fyrir rúma fjóra milljarða króna.
Spænskt „hör-
hneyksli“ bloss-
ar upp á ný
Meðlimur framkvæmdastjórnar ESB
þarf að verjast ásökunum
Madríd, Brussel. AP, Daily Telegraph.
HNEYKSLI sem spænska ríkis-
stjórnin reyndi í fyrra að kveða
niður hefur nú blossað upp á ný,
eftir að spænskur saksóknari sem
sérhæfir sig í spillingarmálum lýsti
því yfir á þriðjudag að hann myndi
leggja fram ákærur í málinu, sem
snýst um að fé var svikið út úr
landbúnaðarstyrkjakerfi Evrópu-
sambandsins (ESB) til spænskra
hörframleiðenda. Saksóknarinn gat
þess þó ekki að sinni, gegn hverj-
um ákærurnar myndu beinast.
Óháð því hverjir verða ákærðir
telja spænskir fréttaskýrendur að
málið sé hið vandræðalegasta fyrir
spænsk stjórnvöld. Og það getur
reynzt einum varaforseta fram-
kvæmdastjórnar ESB, Loyola de
Palacio, skeinuhætt, en hún var
landbúnaðarráðherra í spænsku
ríkisstjórninni frá 1996 til 1999.
Innan framkvæmdastjórnarinnar
er hún ábyrg fyrir samgöngu-
málum.
Mikið af uppskerunni aðeins
til á pappírnum
Það var eitt af síðustu verkum
Palacio í embætti landbúnaðarráð-
herra Spánar áður en hún flutti til
Bmssel að lýsa því yfir að „hör-
hneykslið“ væri búið mál eftir af-
sögn tveggja embættismanna, sem
áttu hlut í búum eða verksmiðjum
sem framleiddu og unnu hör, sem
styrktur var háum niðurgreiðslum
úr sjóðum ESB. Annar þessara
embættismanna var yfir þeirri
stjórnarskrifstofu í Madríd, sem sá
um að beina ESB-styrkjum til
spænskra bænda.
„Hörstyrkjaáætlun ESB er eitt-
hvert versta slys hinnar sameig-
inlegu landbúnaðarstefnu sam-
bandsins (CAP),“ segir brezka
blaðið The Daily Telegraph um
málið. Uppmnalega hugmyndin
hafi verið sú, að hvetja til rækt-
unar hágæðahörs, sem hægt væri
að nota til framleiðslu á líni og
annarri sérvöru, m.a. til að bólstra
bílsæti. Þar sem andvirði um
60.000 kr. voru í boði frá ESB í
styrki á hvern hektara sem nýttur
væri til ræktunar gæðahörs - sem
er hátt í fimm sinnum meira en
fæst í niðurgreiðslur fyrir korn-
framleiðslu - fóm margir spænskir
bændur út í slíka ræktun. Um
91.000 hektarar vom snarlega lýst-
ir hörræktarsvæði „með það eitt
að markmiði að kría út styrkina"
eins og fullyrt er í Daily Tele-
graph. Mikið af uppskerunni sem
gefin var upp á skýrslum til ESB
var aðeins til á pappírnum. Þrír
fjórðu hlutar hinnar uppgefnu
framleiðslu á unnum hör hurfu.
Mikið af sönnunargögnunum
brann í dularfullum eldsvoðum í
birgðageymslum. Er talið að með
þessu hafi árlega verið sviknar allt
að 4,7 milljarðar króna út úr
styrkjakerfinu, unz framkvæmda-
stjórn ESB stöðvaði greiðslurnar í
júlí á þessu ári og nýjar reglur
tóku gildi.
I
I
i
i