Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 73 DAGBOK BRIDS límxjrtn Guðmundnr l’rtll Arnarsun. Við grípum niður í bik- arleik frá því í sumar, þar sem við áttust sveitir Flugleiða - frakt og Jóns Erlingssonar. í NS voru Páll Bergsson og Björn Theódórsson, en AV Vil- hjálmur Sigurðsson, stundum nefndur júníor, og Gunnar Valur Gunn- arsson: Suður gefur; enginn á hættu. Nofður * A10 ¥ 10 * 9862 * KD10863 Vestur Austur *8 *KG97542 ¥G732 ¥954 ♦ KG105 »74 +G754 +2 Suður +D63 ¥ÁKD86 ♦ÁD3 +Á9 Vestur Norður Austur Suður 2 lauf Pass 3 lauf 3 spaðar 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Allir pass Páll og Björn spila stand- ard og Páll í suður ákvað að vekja á alkröfu. Svar Björns á þremur laufum lofaði góðum lit og já- kvæðum spilum og síðan lá leiðin upp í sex lauf. Vestur kom út með spaðaáttuna í lit mak- kers. Páll drap með ás og lét sér detta í hug að taka laufás og svína strax fyrir gosann fjórða í vest- ur, því einhverja ástæðu hlaut austur að hafa fyrir innákomunni. En það væri að setja öll eggin í sömu körfuna og Páll tók laufið ofanfrá. Þar með var ljóst að vestur átti slag á laufgosa. Páll sneri sér nú að hjartanu; tók þrjá efstu (henti spaða) og stakk hjarta. Nú var hjartað frítt og það eina sem átti eftir að gera var að svína tígli- En bíðum við? Þrátt fyrir innákomuna var ekki endilega víst að austur ætti tígulkónginn. Það gat ekki skaðað að fresta svíningunni, því ef spaðinn var 7-1 myndi vestur ekki komast út nema á tígli. Páll spilaði því trompi á gosa vesturs og fékk sendingu upp í tígulgaffalinn. Tólf slagir. Slemman var líka sögð á hinu borðinu, en tap- aðist þar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsima 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnað heilla Q fj ÁRA afmæli. Á »/U morgun, laugardag- inn 23. desember, verður ní- ræð Geirlaug Guðmunds- dóttir. Hún mun taka á móti gestum þann sama dag milli kl. 16 og 20 á heimili frænku sinnar, Sigurborgar Valdi- marsdóttur, og eiginmanns hennar, Jóns Ólafssonar, Rauðagerði 49, Reykjavík. Vonast hún til að sem flestir vinir og ættingjar sjái sér fært að gleðjast með henni á þessum merku tímamótum. Í7Q ÁRA afmæli. í dag, I vr föstudaginn 22. des- ember, verður sjötug Ingi- björg Hermannsdóttir. Hún heldur upp á afmælið sitt í New York með fjölskyldu sinni. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Dýrleif Olafs- dóttir og Gunnar Ingi Guð- mundsson. Heimili þeirra er í Hafnarfírði. Með morgunkaffinu SK\K IJmsjön llelgi Áss Grrttarsson Viswanathan Anand (2.774) hefur staðið undir væntingum sem stiga- hæsti skákmaður heims- meistaramóts FIDE. Hann hefur sýnt mikið ör- yggi og etur nú kappi við Alexei Shirov um heims- meistaratitilinn. Staðan kom upp fyrr í keppninni á milli hans, hvítt, og pólska stórmeistar- ans Bartlomiej Ma- cieja (2.536) 25. Bxe6! fxe6 26. Dxe6+ Kh8 26. ...Kg7 væri vel svar- að með 27. Hd7+ Kg6 28. Df7+ Kf5 29. g4+ og hvítur hefur stórsókn fyrir manninn. 27. Dxf6+ Kg8 28. De6+ Kh8 29. Dxh6+ Kg8 30. De6+ Kh8 31. h3 Hf8 32. Dh6+ Kg8 33. Dg6+ Kh8 34. Dg3 Dc2 35. Hd4 og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti. Skákin í heild tefldist svona: 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Rgf6 6. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bb3 h6 9. R5f3 a5 10. a4 c5 11. Bf4 Bd6 12. Re5 0-0 13. Rgf3 Rbd5 14. Bg3 Dc7 15. dxc5 Dxc5 16. 0-0 b6 17. Hfdl Ba6 18. c4 Had8 19. Rd4 Bxe5 20. Bxe5 Rb4 21. Rb5 Bxb5 22. cxb5 Hxdl + 23. Hxdl Hc8 24. Bxf6gxf6. Hvítur á leik. LJOÐABROT ÞULA Kvölda tekur, setzt er sól, sveimar þoka um dalinn, komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Dagurinn líður, dimma fer, dregst að nóttin svala; myrkrið gerir mér og þér marga byltu fala. Kvöldúlfur er kominn hér kunnugur innan gátta; sólin rennur, sýnist mér, senn er mái að hátta. STJÖRJYIJSPA eftir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert tilfinninganæmur og feiminn, en fastheldni þín á skoðanir á mönnum og málefnum fer í taugarnar á sumum. Hrútur (21. mars -19. apríi) Reyndu að ti-yggja það að óprúttnir aðilar misnoti ekki árangur erfiðis þíns í sína þágu og málstaðar, sem þér er hreint ekki að skapi. Naut (20. apríl - 20. maí) Afbrýðisemi er andstyggileg og eyðandi; ekki láta hana ná tökum á þér. Reyndu að ein- beita þér að þeim verkefnum, sem þú þarft að leysa. Tvtburar (21. maí - 20. júní) Afl Það þarf lag til að stefna öll- um þáttum þannig að þeir beri að þeim brunni, sem þú vilt. En þú getur þetta ef þú lætur aðra ekki ráða ferðinni. Krabbi (21. júnf-22. júlí) Það er ekki um annað að ræða en setja undir sig haus- inn og berjast gegn óveðrinu. Misstu ekki móðinn, brátt styttir upp og þá ert þú í góð- um málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er affarasælast að taka bara eitt skref í einu, þegar um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) wmL Það er um að gera að hafa gaman af hlutunum. Það er ekkert rangt við það að sjá broslegar hliðar á mönnum og málefnum, þegar svo ber undir. Vog m (23.sept.-22.okt.) Það er eitthvert slen í þér og þú ættir að geyma erfíðustu verkefnin tU betri tíma. Láttu það vera að fara á rand með- an þú ert ekki hressari. Sþorðdreki ^ (23. okt. - 21. nóv.) Það gengur ekki alltaf upp að halda öllu íyrir sig. Stundum er nauðsynlegt að deila hlut- um með öðrum svo hjólin snú- ist og mál komist í höfn. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AÍ-y Það er engin ástæða til þess að láta smáatriði standa í veg- inum fyrir því að tilskilinn ár- angur náist. Reyndu að yfír- vinna óttann í sjálfum þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) éSlf Þeir eru margir sem hafa þörf fyrir hjálparhönd þína. En mundu að þú þarft líka að hugsa um sjálfan þig; annars hefur þú ekkert að gefa öðr- um. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Ekki bregðast harkalega við, þótt þér þyki tilboð vinnu- félaga þíns út í hött. Reyndu að fínna flöt á samkomulags- leið og fá hann til að ganga hana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gæti verið rétt í stöðunni að leyfa hlutunum að þróast af sjálfu sér. Of mikil stýring getur leitt til þess að æskileg- ur árangur náist ekki. Stjörnuspána á að iesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jólanáttfatnaður Velour- og flíssloppar, náttkjólar, náttföt Mikið úrval af fallegum dömufatnaði ^/jSey/aiYiary « á/N/z/roe/Y, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. schIess'ér' ’ Nærbolir 09 buxur fyrir börn 09 fullorðna Náffföt 09 fatnaður í úrvali til jólagjafa ♦c BÚÐIN | Garðatorgi, sími 565 6550 J ólastemmning í Míru 20% afsláttur af öllum borðstofusettum og sófaborðum til jóla. 30% afsláttur afpostulíni og glösum Opið til kl. 22 til jóla mlö - Bæjarlind 6, " sími 554 6300 www.mira.is Fyrir konur, karla, börn og kornabörn Ull - angóra - silki 100 gerðir af nærbuxum 200 gerðir af nærbolum Opið 10-22 * silkinærföt * úlniiðshlífar * merinóullarnærföt * tískunærföt svört * sokkar * ökklahlífar * hnjáhlífar * mittishlffar * axlahiífar og hvít * silkihúfur * lambhúshettur ull eða silki * vettlingar * inniskór Allt til að halda hita frá toppi til táar Náttúrulækningabúðin Hlíðasmára 14, Kópavogi, s. 544 4344.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.