Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 37 Maðurinn er alltaf einn Syngjandi gítar MYNDLIST Gal lerí Gangur, Rekagranda 8 HÖGGMYNDGUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR Til 15. janúar. Opið eftir sam- komulagi. HÖGGMYNDIR Guðrúnar Veru Hjartardóttur vekja óneitanlega at- hygli, svo nálægar eru þær, raun- verulegar og þó svo undarlega fjar- lægar sökum smæðar. Ein slík prýðir Gallerí Gang, þetta sérstæða heimagallerí Helga Þorgils og konu hans Margrétar. Hún situr stóísk og innvirðuleg á hillu rétt við inngang- inn í íbúðina, rétt eins og brölt þessa heims væri það síðasta sem raskaði ró hennar. Það þarf varla að fara mörgum orðum um Gallerí Gang eftir að Listasafn Reykjavíkur hélt stóra yf- irlitssýningu á ferli þessa sérstæða sýningarsalar. Að vísu minnir mig að þar hafi ekki verið mikið um þá ís- Náttúr- an í nátt- úrunni MYNDLIST Galierí Reykjavík MÁLVERK SIGURÐUR ATLI Til 31. desember. Opið virka daga frá kl. 13-18; laugardaga 13-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. SIGURÐUR Atli sýnir 25 verk í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur. Yfír myndum hans, sem flestar eru náttúrulýsingar, býr sérkennilegur drungi sem sennilega vitnar um dulúð og þörfina fyrir það að leita á vit þess sem býr í þokunni. Reyndar er Gallerí Reykjavík búið að marka sér slíka myndlist sem sérsvið án þess að það sé endilega gert með ákveðinni vitund. Sú rómantíska náttúra sem nær- ist á náttúrunni nær ljósaskiptun- um á sér langa hefð. Claude, sem kenndur var við Lótringen, nýtti KVIKMYNDIR Háskólabfó whipped ★★ Leiksljórn og handrit: Peter M. Cohen. Aðalhlutverk: Amanda Peet, Brian Van Holt, Judah Domke, Zorie Barber og Jonathan Abrahams. Destination Films 1900. ÞRÍR ungir menn halda sig guðs- gjöf til kvenna, og stæra sig í sí- fellu af uppáferðum sínum hvor við annan þegar þeir hittast á sunnu- dögum í matarvagninum, og tala þá heldur fjálglega. Eitthvað slett- ist upp á vinskapinn þegar þeir komast að því að þeir hafa allir fallið fyrir sömu konunni. Hér er á ferðinni háðsádeila á stærilæti ungkarla þegar að kyn- ferðislegum afrekum kemur. Einn- ig er ýjað að því að kvenmenn á sama aldursreki séu lítið skárri og er það skemmtileg tilbreyting. „Allir ríða öllum, það er eðli dýrs- ins,“ segir Mia draumadís í upp- hafi myndar. lensku listamenn sem sýnt hafa á Gangi, ef þar var þá nokkur. Þeir eru þó ófáir Islendingarnir sem Gallerí Gangur hefm- kynnt á þeim tuttugu árum sem það hefur verið rekið. Og nú er það Guðrún Vera, sem fer sér að engu óðslega en er þó í hópi þeirra eftirtektarverðu lista- manna sem hafa breytt íslensku list- landslagi á undanfornum árum. Þeg- ar sá gállinn er á henni sem fram kemur á gangi Rekagranda 8 er hún ekki á ólíkum slóðum og spænski myndhöggvarinn Juan Munos. Mað- urinn er sýndur sem lítil og brothætt vera, einn og yfirgefinn í sínum stóra og oft hættulega heimi. Þar má hann hafa sig allan við til að vera hann sjálfur og varðveita sinn innri frið. Svo merkilega vill til að smæð og varnarleysi vaxkarlanna hennar Guðrúnar Veru gæðir þá um leið þeirri innri reisn og æðruleysi sem yfir þeim hvílir. Þeir eru af öðrum heimi um leið og þeir fá okkur til að velta fyrir okkur tilverunni hér og nú. Haganleg útfærsla hennar á stellingu, höndum og andlitsfalli ber vott um ríkulegt innsæi og óvenju- sér síðaftanstemmninguna í Kamp- aníuhéraði á Suður-Ítalíu til þess að draga upp mynd af horfnum heimi sem einungis var til sem fög- ur geymd í frumspekilegum fylgsnum huga hans. Saknaðar- kenndur heimur hans hitti þó fyrir ótölulegan fjölda annarra huga sem fundu á sér hvað hann var að fara. Sigurður Atli virðist vera á þessu gamla gullaldarróli án þess að hægt sé að segja að tækni hans sé hálfdrættingur á við lipurð Claude. En það er nú samt gott og blessað. Öllu verra er að listamað- urinn fylgir ekki eftir því besta Hugmyndin að myndinni er í grunninn ágæt, hvernig hún er út- hugsuð, en því miður er hún ekki nógu hugvitlega framkvæmd, og myndin virkar því bæði bjánaleg og brokkgeng. Mörg atriði eru bráðfyndin, önnur jafn groddaleg. Myndin dettur alveg niður á köfl- um, enda er hún full endurtekn- ingasöm. Ef Amanda Peet er draumakona karlmanna, finnst mér ekki mikið til þeirra koma lengur. Ef horft er fram hjá laglegu andliti þá hefur hún ekkert við sig. Algjörlega óheillandi og eiginlega óaðlaðandi, og það má ekki skrifa á karakter- inn sem hún leikur, því hún getur ekki leikið. Reyndar er leikarahóp- urinn allur frekar slappur, og þar má kannski kenna um reynsluleysi leikstjórans, en leikararnir eru reyndar líka reynslulitlir. Karlleikararnir eru þó býsna skondnir og greinilega til í að gera endalaust grín að sjálfum sér, sem er ljósi punktur myndarinnar. Hildur Loftsdóttir Ljósmynd/Halldór Björn Vaxstytta Guðrúnar Veru Hjart- arddttur á sýningu hennar í Gallerí Gangi. lega tilfinningu fyrir tjáningarmögu- leikum efniviðarins. Ahorfandinn er ekki samur frammi fyrir höggmynd sem þessari og þó getur hann ekki annað en brosað. Hún er eins og dvergvaxin spegilmynd af sjálfum okkur og þar af leiðandi er hún svo óendanlega tjáningarrík þótt hún virðist með hugann við allt annað en þann sem á hana horfir. sem kemur undan pensli hans og leitar þess í stað annarra og ófrjórri fanga eins og þar sem hann reynir að koma nakinni konu inn á sviðið með heldur dauflegum hagnaði. Bestur er Sigurður Atli þegar hann gerir sem minnst til að elta uppi óljósar sýnir sínar en leyfir þeim þess í stað að fara sínu fram undan penslinum. Hann mætti hugleiða, hvers vegna meistararnir á fyrri hluta aldarinnar stóluðu á hendinguna sér til happs og ósjálf- ráða teikningu til halds og trausts? Halldór Björn Runólfsson Tímarit • Norræna leikritaforlagið Strakosch í Kaupmannahöfn hefur gefið út rit um leiklist á Norðurlöndunum í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins. Leiklist hvers lands eru gerð skil á tvennan hátt, ann- ars vegar með grein um leik- listarlíf í hverju landi tímabil- ið 1975-2000 og hins vegar með myndasyrpu úr leiksýn- ingum frá sama tíma. Þannig eru fimm greinar og jafnmargar myndaseríur í ritinu og fyrir Islands hönd ritar Hávar Sigurjónsson leiklistarfræðingur grein um leikhúslíf á Islandi. Aðrir höfundar eru Jens Kistrup frá Danmörku, Ola B. Johannessen frá Noregi, Lars Ring frá Svfþjóð og Panu Rajala frá Finnlandi. Ritstjóri er Ebbe Mörk og útgefandi er Nordiska Strakosch Teaterförlaget, Gothersgade 11, DK-1123. Kph. netfang: nor- diska@inet.uni2.dk TONLIST Geislaplötur SPANISH GUITAR MUSIC Isaac Albéniz: Sevilla, Granada og Asturias úr Suite Espanola op. 47. Cordoba úr Cantos de Espana op. 232. Zambra Granadina. Vicente Asencio: Suite Valenciana, La Joia og La Calma úr Collecicí íntim. Fjögur þjóðlög frá Katalómu útsett af Miguel Llobet: E1 testament d’A- melia, E1 noi de la Mare, Can?ó del Lladre og E1 Mestre. Joaquin Turina: Ráfaga op. 53 og Fand- anguillo op. 30, Hommage á Tár- rega op. 69. Hljóðfæraleikur: Krist- inn Arnason (gítar). Heildartími: 66’31. Útgefandi: AC-Classics AC 99057. Verð: kr. 2.199. HVERNIG stendur eiginlega á því að íslendingar eiga svo marga góða gítarleikara? Gítarinn, sem er jú þetta dæmigerða suðræna hljóð- færi, er eins óíslenskt og hugsast getur. Og enn stærri leyndardóm- ur felst raunar í því að Islendingur skuli geta látið þetta makalausa hljóðfæri hljóma eins og þar sé á ferðinni tónlistarmaður sunnan úr Evrópu. Islendingur eins og Krist- inn Árnason með rammíslenskt rímnablóð í æðum. Kristinn Árnason lauk burtfar- arprófi úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en þar kenndu hon- um Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Síðan lá leið hans til náms erlendis. Fyrst lauk hann námi frá Manhattan School of Music í New York en stundaði síðar nám á Eng- landi og Spáni þar sem hann tók m.a. þátt í námskeiði hjá Andrés Segovía. Hann hefur um árabil lát- ið að sér kveða með tónleikahaldi hér heima og víða erlendis og hef- ur meðal annars leikið í Wigmore Hall í London og litla salnum í Concertgebouw í Amsterdam. Hann hlaut menningarverðlaun DV 1995 og diskur hans með verk- um Fernandos Sor og Manuels Ponce hlaut Islensku tónlistar- verðlaunin í sínum flokki árið 1997. Kristinn hefur nú hljóðritað sinn fjórða einleiksdisk og sem inni- heldur spænska gítartónlist, þekkta og óþekkta. Með slíkan fer- il að baki sem Kristinn er ekki að furða að væntingarnar séu tals- verðar og er skemmst frá því að segja að hér má heyra afar mús- íkalskan gítarleik, mikið tæknilegt öryggi og skemmtilegt og fjöl- breytt efnisval innan þess ramma sem lagt er upp með. Áf nógu er að taka þegar spænsk gítartónlist er annars vegar og hún er sannarlega misjöfn að gæðum eins og öll mannanna verk. Hér hefur tilviljun engan veginn ráðið ferðinni. Krist- inn hefur sett saman efnisskrá sína af mikilli kostgæfni og eingöngu valið bitastæða tónlist. Katalónsku þjóðlögin fjögur í umritun Miguels Llobets eru í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Þeir sem kannast við frábæran flutning Montserrats Figueras, La Capella Reial de Catalunya og Jordis Sav- alls á þessum yndislegu lögum munu heldur ekki verða fyrir von- brigðum með leik Kristins. Sér- staklega ber að nefna fallega túlk- un hans á lögunum E1 Testament d’Amelia og Cancó del Lladre (Söngur þjófsins). Hið fyrrnefnda er dapurlegur söngur um váleg ör- lög, ást, afbrýði og grimmd móður sem stelur elskhuga dóttur sinnar. Lagið á sér reyndar afar óljósan uppruna, er jafnvel talið koma frá Svíþjóð! Það síðarnefnda, sem fjallar um veg unglingsins út á braut afbrotanna, lætur mann alls ekki í friði og er útsetning Llobets ekki síður vel heppnuð. Hér heyr- ist vel hvernig góður listamaður fær hljóðfærið sitt til að syngja í bókstaflegum skilningi. Cordoba eftir Isaac Albéniz er að mínu mati gullmolinn á þessari plötu. Þetta er framúrskarandi glæsilegt verk og hér rís flutningur Kristins hvað hæst. Dulúðugt andrúmsloftið í upphafi er ótrúlega magnað og hér er það aftur þessi makalausi syngj- andi tónn Kristins sem hrífur mann. Hvílíkir hljómar, hvílíkir tónar. Og ekki er hinn dansandi seinni hluti þessa ágæta verks lak- ari. Virtúósinn í Kristni Árnasyni kemur einnig fram í mikilli fingra- fimi og krafti í lögum eins og Fandanguillo og Garrotin eftir Joaquin Turina. En það er í hinu gegnsæja og ljóðræna sem leikur Kristins er óviðjafnanlegur. Vel mætti nefna miklu fleiri atriði sem mæla með þessari ágætu geisla- plötu en þetta verður að nægja. Þetta er vel unninn diskur að öllu leyti og ástæða er til að óska Kristni Árnasyni til hamingju með nýja fjöður í hatt hans. Valdemar Pálsson Halldór Björn Runólfsson Ljósmynd/Halldór Björn Frá sýningu Sigurðar Atla í Gallerí Reykjavík. Stærilæti ungkarla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.