Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐJÐ
LISTIR
Fjalla-Eyvindur fyrr o g nú
BOKMENIVTIR
L e i k r i t
FJALLA-EYVINDUR
Jóhann Sigurjónsson, JPV forlag
2000,216 bls.
JÓN VIÐAR JÓNSSON leikhús-
fræðingur hefur ráðist í það verk að
annast útgáfu á Fjalla-Eyvindi Jó-
hanns Sigurjónssonar eftir dönsku
lokagerð leikritsins, en sú gerð
verksins er verulega frábrugðin
frumgerðinni sem kom fyrst út á
dönsku 1911 og kom út á íslensku
1912. Jón Viðar er með þessu fram-
taki að verða við áskorun Lárusar
Sigurbjörnssonar, en hann mun hafa
bent á það fyrir sextíu árum að nauð-
syn bæri til „að laga hinn íslenska
texta Fjalla-Eyvindar eftir dönsku
lokagerðinni" (sjá formála JVJ, bls.
6). Betra er seint en aldrei.
Dönsk lokagerð verksins kom
fyrst út árið 1913 og var síðan endur-
útgefin 1917. Textinn er sagður end-
urskoðaður frá frumútgáfunni, enda
verulega frábrugðinn henni, eins og
áður segir. Þessi endurskoðun hefur
hins vegar aldrei náð inn í íslenskar
útgáfur á verkinu, fyrr en nú. Þannig
er það frumgerðin sem er birt í heild-
arsafni rita Jóhanns Sigurjónssonar
sem Mál og menning gaf út í þremur
bindum 1980. Það er Jón Viðar sjálf-
ur sem hefur endurskoðað íslenska
textann „með nákvæmri hliðsjón af
dönsku lokagerðinni" (bls. 7), eða
m.ö.o. strikað út það sem Jóhann
hefur strikað út úr frumgerðinni og
þýtt þær viðbætur sem um er að
ræða, geri ég ráð fyrir. (Ekki er talað
um „þýðingu" í formála Jóns Viðars,
en um slíkt hlýtur að vera að ræða ef
lokagerð textans er ekki til á ís-
lensku frá hendi höfundar.)
Fyrir áhugamenn um „frumtexta"
má geta þess að ekki er hægt að gera
upp á milli danska og íslenska text-
ans að þessu leyti því Jóhann Sig-
urjónsson vann - eins og títt er um
tvítyngda höfunda - nokkuð jöfnum
höndum að báðum gerðunum, eins
og fram kemur í aðfaraorðum Jóns
Viðars að Viðauka I, og „er hér í raun
um að ræða tvær sjálfstæðar gerðir
sama verks, aðra á dönsku og hina á
íslensku" (bls. 119).
Auk hins nýja, endurskoðaða texta
Fjalla-Eyvindar er í bókinni birt
nokkuð ítarleg ritgerð Jóns Viðars
um tilurðasögu verksins og þrír við-
aukar. Viðauki I sýnir texta leikrits-
ins samkvæmt íslensku frumútgáf-
unni frá 1912 með breytingum
dönsku lokagerðarinnar. I Viðauka
II er að finna fyrri gerðina af endi
Fjalla-Eyvindar (svokallaðan
,,hrossakjötsendi“) og í Viðauki III
er birt þjóðsagan um Fjalla-Eyvind
úr íslenskum þjóðsögum og æfintýr-
um Jóns Ámasonar.
Af framansögðu má vera ljóst að
mikill fengur er að þessari bók, ekki
síst fyrir þá sem fást við bókmennta-
kennslu, en að sjálfsögðu einnig fyrir
alla aðra áhugamenn um íslenska
leiklist og bókmenntir. Fræðimenn
sem hafa sérstakan áhuga á texta-
fræði fá hér einnig nokkuð fyrir sinn
snúð því Jón Viðar rekur tilurðasögu
verksins á skilmerkilegan hátt í rit-
gerð sinni, „Fjalla-Eyvindur frá
frumdrögum til lokagerðar". í rit-
gerðinni sýnir Jón Viðar fram á
hvemig Jóhann Sigurjónsson glímir
lengi við efni leikritsins, með „blóði
og svita“, og gerir að því margar at-
lögur áður en yfir lýkur. Hann gerir
grein fyrir samspili leikritahöfundar
og leikhússins, þar sem Jóhann átti
við ofurefli að etja þar sem var
prímadonna norræns leikhúss, Jo-
hanne Dybwad. Hún réði því að
„hrossakjötsendirinn" var notaður í
frumsýningu Dagmarleikhússins í
Kaupmannahöfn vorið 1912 og síðar í
Osló - en sá endir var leikkonunni
meira að skapi þótt fáir deili nú um
að listrænt gildi hins „tragíska" end-
is sé meira.
Jón Viðar Ieiðir að því rökum að
Jóhann hafi gerst „áður en yfir lauk
heldur sveigjanlegur gagnvart leik-
húsinu“ (bls. 114). Þetta telur hann
meginástæðu þess að hann varð
aldrei sá „arftaki Ibsens og Strind-
bergs, alþjóðlegt norrænt leikrita-
skáld“, eins og „sumir samtíðarmenn
hans vonuðust til“ (bls. 114). Þar var
ekki um að kenna skorti á skáldskap-
argáfu, heldur það „að hann var of
áður því að leikhúsið viðurkenndi
hann og hampaði honum“, segir Jón
Viðar (bls. 114).
Utgáfa þessi sem hér um ræðir er í
alla staði vönduð. Myndir úr sýningu
Dagmarleikhússins 1912, svo og úr
sýningum Leikfélags Reykjavíkur
1940 og 1967, og sýningum Þjóðleik-
hússins 1950 og 1988 prýða textann á
stöku stað og er það vel. Ég get tekið
undir með því sem segir á baksíðu-
texta bókarinnar að „mikill fengur"
sé að útgáfunni „fyrir alla unnendur
leiklistar og leikhúsbókmennta“.
Soffía Auður Birgisdóttir
Vísnadýr gömul og ný
BÆKUR
B a r n a e f n i
VÍSNABÓK UM
ÍSLENSKU DÝRIN
Eftir ýmsa höfunda. Teikningar
eftir Freydísi Kristjánsdóttur.
Vaka-Helgafell, 2000.28 blaðsíður.
DÝR á íslandi eru viðfangsefni
nýrrar myndskreyttrar barnabókar
með 12 vísum og þulum. Sumar þeirra
eru gamlar, aðrar nýjar, en segja á
einn eða annan hátt frá dýrum, bæði
tömdum og ótömdum, hestum, kind-
um, kiðlingum, köttum, músum, hana,
hænum, hundum, kúm, selum, refum,
svínum, tófum og hreindýrum. Svo
allt sé upptalið. Teikningamar eru líf-
legar og aðlaðandi og ánægjulegt að
sjá gamalkunnar vísur ganga í end-
umýjun lífdaga, svo sem Vísumar um
kindina eftir Jóhannes úr Kötlum,
bamaþulu eftir Huldu, vísumar um
Sigga og lágfótu eftir Jónas Jónasson
frá Hrafnagili, þjóðvísu um kisu, litla
vísu um „tóu með mjóan skó á kló“
eftir Bólu-Hjálmar, gamla þulu um
kýmar, vísur um sofandi sel á steini
eftir Jónas Hallgrímsson, Hænsna-
þulu Sigrúnar Ámadóttur, hrein-
dýravísur Hákons Aðalsteinssonar
(sem reyndar á líka vísur í annarri
bókaröð um dýrin) og vísuna um
Snata og Óla eftir Þorstein Erlings-
son. Gömlu vísumar standa svo sann-
arlega alltaf fyrir sínu og gleðja bæði
ömmu og afa, eða aðra sem vilja rifja
sitthvað upp. Þær nýrri em skemmti-
legviðbót.
Yfirbragð bókarinnar er bjart og
aðlaðandi, bakgmnnur örlítið þjóð-
sagnakenndur og jafnvel til þess fall-
inn að vekja með einhveijum fortíð-
arþrá. Þar glittir í torfbæi, forvitin
tröli í helli, smalastúlku með hrafn-
svart hár, mjaltakonu með gullnar
fléttur, sóleyjar, fífla, bláklukkur og
gleym-mér-ei. Mikil hreyfing og létt-
leiki er í myndunum, hestar hlaupa
suður dal, kiðlingar og hvolpar hoppa
og skoppa, léttfætt og glaðleg böm
leika sér og hreindýr una sér i faðmi
fjallanna. Veröldin sem við blasir er
að mestu falleg, ,jslensk“ og björt,
þótt vá steðji að einstaka dýri.
Kannski veitir ekki af.
Helga K. Einarsdóttir
Ástríða
áhugamanns
BÆKUR
S k á 1 d s a g a
FÓTBOLTAFÁR
eftir Nick Hornby.
Kristján Guy Burgess þýddi.
Hemra ehf. 2000.190 bls.
Nick Homby
HUGMYND Nicks Hornby að
bókinni Fótboltafár (Fever Pitch) er
mjög góð og enn betra er að höfund-
urinn leyfir sér aldrei að
stíga út fyrir rammann.
Bókin er um karlmann
sem gerir ekki skýran
greinarmun á sjálfum
sér og knattspyrnu-
félaginu Arsenal í ensku
úrvalsdeildinni. Líf hans
og Arsenal tvinnast svo
sterkt saman að sjálfs-
mynd hans hryndi ef
Arsenal hyrfi úr henni.
Söguhetjan gengur til
sálfræðings vegna af-
leiðinganna sem það
hefur að vera ákafur
áhangandi, einnig er hún sögumaður í
bókinni, sem er bókstaflega með
Arsenal á heilanum: „Meðvitundin
um orðróminn um að hann [Liam
Brady] hefði áhuga á að yfirgefa
Arsenal íylgdi mér alltaf sem skuggi
á sálinni og hefði komið fram á röntg-
enmyndum sem tákn um vanheilsu
mína“ (bls. 90).
Sögumaður lýsir lífi sínu í leiktíð-
um með leikjaskrá í annarri hönd og
penna í hinni, frá 1968-1992, og
Arsenal vinnur titilinn þrisvar á
þessu tímabili þótt það sé leiðinlegt
lið sem flestum er illa við. „Við erum
leiðinlegir og heppnir og skítugir og
fúlir og ríkir og vondir og höfum verið
það, eftir því sem ég kemst næst, frá
því á fjórða áratugnum" (95).
Fótboltinn er svo viðamikið áhuga-
mál að það hefur áhrif á skólagöng-
una alla, atvinnuna og einkalífið. Ef til
vill ætlar sögumaðurinn að verða rit-
höfundur til að minnka líkumar á því
að þurfa að missa af heimaleik á Hig-
hbury. „Útgefendur þessarar bókar
gætu ekki ætlast til þess af mér að ég
skrifaði um svona æði og beðið mig
svo um að missa af nokkrum leikjum
til að hjálpa þeim að markaðssetja
bókina. „Ég er klikkaður, muniði,"
segði ég við þá“ (166). Hann er hepp-
inn að vera með stelpu sem hefur líka
áhuga á fótbolta, en það renna á hann
tvær grímur þegar hún sér fyrir sér
að eftir að þau hafa eignast böm geti
þau skipst á að fara á Highbury-völl-
inn á laugardögum. En Arsenal er í
efsta sæti í lífi hans (166), og konan,
bömin og vinnan em í öðmm sætum.
Skipst á? Þetta er nú einu sinni
ástríðan hans! Sögumaður er fíkill
sem hefur náð nokkmm þroska: „...
þótt ég sé enn einn af tryggustu
stuðningsmönnum Arsenal og þótt ég
mæti enn á hvem einasta heimaleik
og finni sömu spennuna, ofsakætina
og leiðann og ég hef alltaf fundið átta
ég mig á því að þessar tilfinningar
eiga sér sjálfstæða tilvera og vel-
gengni og ólán liðsins er ekki í neinu
sambandi við mitt líf‘ (139). Þetta er
a.m.k. lifandi persóna sem lætur sig
eitthvað varða.
Bókin Fótboltafár hefur notið mik-
illa vinsælda í Bretlandi frá 1994 og
höfundurinn verið sagður bestur
sinnar kynslóðar í að lýsa
sálarangist karlmanns á
fertugsaldri. Bókin er góð,
það er ekkert vafamál, en
hvað er það sem gerir
hana góða? Efnið höfðar
vissulega til ákveðins
markhóps, en ef til vill ger-
ir sjálfshæðni persónunn-
ar útslagið um velgengn-
ina, en það sem skiptir þó
mestu máli er að lesendur
geta sett sig í spor sögu-
hetjunnar og spurt: Hvað
er í efsta sæti í lífi mínu,
númer eitt? Lesendur geta
skoðað sjálfa sig í Ijósi bókarinnar
með því að skipta út orðinu „fótbolti"
og sett það sem leikur stærsta hlut-
verkið í lífi þeirra í staðinn, sem flokk-
ast væntanlega undir vinnu, áhuga-
mál, hugsjónir eða fjölskyldumál.
Einhver setur „verðbréf', „stjóm-
mál“ eða „kennsla" í staðinn, annar
„golf ‘ eða „laxveiðar". Og loks í stað
„Arsenal“ eitthvert annað nafn:
„KR“, „Sjálfstæðisflokkurinn",
„Norðurá" eða nafn á einhveiju öðm
sem þeir hafa gert að sínu hjartans
máli. Þetta er bók fyrir alla sem eiga
sér brennandi áhugamál.
Fótboltafár gefur einnig innsýn í
félagslega þætti fótboltans, hvað það
er að vera alvömstuðningsmaður liðs,
hvað það virðist oft fánýtt og lítt gef-
andi. 30 ár eða meira geta liðið á milli
þess að liðið vinnur deildarbikarinn.
Líkt og gerðist þegar KR vann ís-
landsbikarinn í knattspymu eftir 30
ára baráttu, áhangendur sem höfðu
beðið öll þessi ár öðluðust langþráð
frelsi. Núna þegar ég heyri af tilviljun
úrslitin í enska boltanum lesin í út-
varpinu, t.d. Arsenal - Tottenham,
veit ég að bak við tölumar liggur
miklu meira en bai'a mörk, það er
gleði og sorg, ást og hatur, líf og dauði
og einnig eitthvað sem hefur áhrif á
fjölskyldulífið og jafnvel vinnuna.
Éins og íþróttamaður getur helgað
sig grein sinni getur áhangandi helg-
að sig áhugamáli sínu og fært fórnir
til að sinna því vel, jafnvel fómað vin-
um sínum. Fótboltafár er óvenjuleg
bók og fyndin en jafnframt einlæg og
trúverðug. Hún kom fyrst út árið
1994 og birtist núna í íslenskri þýð-
ingu Kristjáns Guys Burgess, sem
mér sýnist vera ágæt.
Gunnar Hersveinn
Náttföt
Barnanáttföt frá 1.480
Dömunáttföt frá 2.600
Dömusloppar frá 2.600
Herranáttföt frá 2.900
Herrasloppar frá 3.500
Mikið úrval
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
s. 554 4433.
Opið kl. 10—21 alla daga til 23. des.
BÆKUR
Barnaefni
RISAEÐLANALADAR
OG RISAEÐLURNAR
Disney. Vaka-Helgafell, 2000.
f þýðingu Sigrúnar Ámadóttur.
LITLA (og síðar risa-) eðlan Alad-
ar er enn í eggi, en lendir óvart í
klóm ránfugla og flugeðlu, það er
fyrir sextíu milljón árum. Eggið fell-
ur hins vegar til jarðar og lendir á
Lemúr-eyju þar sem Plíó-lemúrynja
er fyrir með fjölskyldu sinni. Hin
óvænta sending vekur ugg í fyrstu
en grænskeglu-unginn Aladar skríð-
Misgeð-
þekkar
eðlur
ur brátt úr egginu og reynist hinn
elskulegasti. Með tímanum vex hann
og dafnar og verður svo sannarlega
óvenjulegur (og risastór) leikfélagi
smávöxnu lemúr-unganna, sem til
dæmis fá að leika sér í gininu á hon-
um og kitla hann þar til hann læst
gefast upp. Þá er sagan öll, enda ætl-
uð minnstu bömunum.
I Risaeðlunum, sem ætluð er eldri
lesendum, hefst frásögnin þegar
Aladar er enn í egginu og lendir á
Lemúr-eyju, eins og í bókinni fyrir
litlu börnin, en heldur svo áfram og ,
að því kemur að hann fer að láta sig
dreyma um félagsskap við jafn- eða
risastór dýr. Þegar eldhnöttur tor-
tímir Lemúr-eyju syndir Aladar með
alla lemúrana á bakinu að næstu
strönd og við tekur tvísýnt ferðalag
með risaeðluhjörð, þar sem hann fær
að sýna hvað í honum býr. Allt fer
svo vel að lokum og endar raunar
með hjónabandi. Myndefnið í bók-
inni er í hefðbundnum Disney-teikni-
myndastíl og textinn á þjálli ís-
lensku, sem gerir gæfumuninn.
Ágætis afþreying um misgeðþekk- *
ar eðlur.
Helga K. Einarsdóttir