Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skinnaiðnaður hf. fær 100 milljóna lán Ástæða til bjartsýni þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að veita Skinna- iðnaði hf. lán að upphæð 25 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði gegn tryggu veði í fasteignum félagsins. Þessu til viðbótar hafa Lífeyrissjóð- ur Norðurlands og Samvinnulífeyr- issjóðurinn veitt Skinnaiðnaði 12,5 milljóna króna lán hvor sjóður og þá hefur Landsbanki íslands veitt félaginu 50 milljóna króna rekstrar- lán. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar sagði að á haustin væri mun meiri fjárþörf hjá fyrirtækinu, m.a. í tengslum við gærukaup og þyrfti að brúa það bil, þar sem tekjurnar kæmu inn í fyr- irtækið um miðbik árs. Þarna væru stærstu eigendur félagsins að koma inn með fjármagn með þessum hætti. „Menn væru þó ekki að lána okkur þessa peninga ef þeir héldu að þeir fengju þá ekki aftur til baka. En eins og komið hefur fram er staðan erfið og þrengra um rekstrarfé en oft áð- ur. Það er þó ekki ástæða til annars en bjartsýni og við erum nú að sjá stöðu varðandi pantanir sem við höf- um ekki séð sambærilegar síðustu þijú ár. Unnið úr ríflega 400 þúsund gærum Einnig erum við að sjá hagstæða þróun á okkar helstu sölumyntum og evran hefur verið að bæta sig gagn- vart dollar,“ sagði Bjarni en helstu markaðir íyrirtækisins eru í Evrópu. Skinnaiðnaður flutti í Folduhúsið á Gleráreyrum fyrr á árinu, eftir að félagið seldi verksmiðjuhús sitt und- ir verslunarmiðstöðina Glerártorg. Bjarni sagði að flutningurinn hafi gengið vel og að á þeim tíma sem hann stóð yfir hafi verið farið í að keyra upp vinnsluna aftur. Fyrir- tækið keypti ríflega 400 þúsund gær- ur í haust og þá eingöngu innanlands og sagði Bjarni að það magn ætti að duga, miðað við söluspár og vænt- ingar. Hjá fyrirtækinu eru um 150 ársverk. Aðalfundi Skinnaiðnaðar sem vera átti í vikunni var frestað fram í miðj- an janúar. Reikningsár félagsins miðast við september en ekki ára- mót. Bjarni sagði ekki standa til að breyta því, „við höfum haldið okkur við gæruárið". Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Jólasveinarnir eru að tínast einn af öðrum til byggða og í gær kom Hurðaskellir til Akureyrar með flugvél að vestan. Er hann skellti á eftir sér flugvélarhurðinni urðu yngstu flugvallargestirnir dálítið hvumsa en tóku hann þó f sátt áður en hann hélt ferð sinni áfram. Hurðaskellir kominn í bæinn JÓLASVEINARNIR eru nú að koma til bæjar einn af öðrum og í gær var það hann Hurðaskellir sem kom til Akureyrar með flugi að vestan. Eitthvað urðu yngstu flugstöðvargestirnir hvumsi þeg- ar karlinn skellti á eftir sér flug- vélarhurðinni en tóku hann þó í sátt áður en hann hélt ferð sinni áfram. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Ösin gctur orðið mikil í verslunum rétt fyrir jólin og þá getur verið gott að fá sér sæti og kæla sig niður. Jólainnkaupin í auknum mæli gerð á Akureyri JÓLAVERSLUN hefúr farið vel af stað á Akureyri og eru kaupmenn sammála um að meira sé um utanbæj- arfólk en áður. Verslun hefur dreifst talsvert með tilkomu nýrrar verslun- aiTniðstöðvar á Glerártorgi en kaup- menn eru misánægðir með jólaversl- unina þar sem af er. Karl Jónsson rekur leikfangaversl- irnina Dótakassinn á þremur stöðum í bænum, í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, á Glerártorgi og í miðbæn- um. „Mér fínnst verslunin vera svipuð og áður en maður verður þó var við að það er góð tíð. Einnig er meira af ut- anbæjarfólki sem kemur í bæinn.“ Glerártorgið mikið að segja Verslunin hjá Dótakassanum hefur verið mest í miðbænum og segir Karl að það sé eðlilegt þar sem þar sé stærsta búðin. „Ég tel að þrátt fyrir að verslun færist að einhverju leyti frá miðbæn- um yfir á Glerártorg þá njóti miðbær- inn einnig góðs af torginu þar sem það dregur talsvert af utanbæjarfólki til Akureyrar sem verslar þá einnig í miðbænum." Hjónin Ulfar Gunnarsson og Vil- borg Jóhannsdóttir reka tískuvöru- verslunina Centro, bæði í miðbæum og Glerártorgi. Úlfar segir að versl- unin' hafi farið mjög snemma af stað á Glerártorgi. „Það var mun meiri sala í nóvembermánuði heldur en hefur verið áður og því hefur verslunin farið talsvert fyrr af stað. Það hefur heldur dregist saman verslunin hjá okkur í miðbænum með tilkomu nýju versl- unarinnar á Glerártorgi en í heildina er þó verslun meiri. Það virðist að sökum þessarar nýju verslunarmið- stöðvar og einmuna veðurbh'ðu hafi fólk flykkst í bæinn til að gera jólainn- kaupin. Því er heildarverslunin á Ak- ureyri meiri en fyrri ár en ég tel að kaupmátturinn sé svipaður og í fyrra.“ Úlfar segir að þrátt fyrir að Gler- ártorg laði fleira fólk til Akureyrar þá séu færri heimsóknir í miðbæinn og því þurfi miðbæjarsamtökin að gera miðbæinn meira aðlaðandi fyrir fólk og sé vinna þegar hafin við það. Verslunin dreifðari Birgir Reynisson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Glerártorgi, seg- fr að verslunin hafi farið vel af stað. „Það er ekki hægt að segja annað en jólaverslunin hafi farið vel af stað hjá okkur. Það er aukning frá fyrra ári enda erum við nú betur staðsettir. Það virðist sem verslunin nú sé jafn- ari yfir desember og er það vel að dreifa álagspunktunum. Margt fólk hefur komið hingað á Glerártorg og mér hefur heyrst á kaupmönnum hér að þeir séu mjög sáttir." „Það verður því miður að segjast eins og er að verslunin hjá okkur hef- ur farið heldur rólega af stað,“ segir Einar Kristjánsson í Radiovinnustof- unni í verslunarmiðstöðinni Kaup- angi. „Nú eru enn annasömustu dag- amir eftfr þannig að maður gerir sér ekki alveg grein fyrir heildarmynd- inni en mér sýnist að verslunin verði síst meiri enn í fyrra.“ Tannlæknastofa Egils Jónssonar á hjólum tilbúin Foreldrar aðrir tann- læknar EGILL Jönsson tannlæknir á Ak- ureyri kynnti í gær tann- læknastofu sína á hjólum en hann hefur látið innrétta 20 ára gaml- an rútubíl sem keyptur var frá Þýskalandi. í bflnum, sem er tæp- lega 12 metra langur, er aðstaða fyrir tvo tannlækna og hyggst Egill nota bflinn við grunnskóla bæjarins en einnig kemur til greina að nota bflinn utan Ak- ureyrar. Heildarkostnaður við þetta verkefni er 7-8 milljónir króna. Skólanefnd Akureyrar sam- þykkti í siðasta mánuði erindi frá Agli, þar sem hann óskaði eftir þvi að fá að koma upp tann- læknastofu á hjólum við grunn- skóla bæjarins. Ekki eru þó aliir sáttir við þessa hugmynd hans og fjölmargir tannlæknar á Ak- ureyri hafa kvartað yfír þessari ætlan hans og telja m.a. að með slíkri starfsemi sé verið að stíga skref afturábak. Egill hefur ekki enn fengið starfsleyfí fyrir bflinn en hann sagði að sú ákvörðun væri í höndum Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra. Það er þó ljóst að bfllinn verður ekki kominn í notkun fyrir áramót. Egill sagði að þeir foreldrar sem hann hefði rætt við væru mjög ánægðir með þetta framtak en aftur hefðu margir kolllegar sínir kvartað yfir því. „Þeir hafa þó aldrei rætt við mig en sjálfur hef ég margreynt að ræða þetta við þá, bæði á fundum og við ein- staka tannlækna en þeir fussa bara og sveia yfir þessu. Það er eðlilegt að tannlæknar tali um afturför þegar þeir ekki líta fram á veginn en ég hefði getað frætt þá um ýmislegt ef þeir hefðu vilj- að ræða málin.“ Egill segir að tannlæknar hafi kvartað yfir vinnuaðstöðu í bfln- um við Vinnueftirlitið og heil- brigðiseftirlitið og að þessir að- ilar hafi komið og skoðað Morgunblaðið/Kristján Egill Jónsson tannlæknir skoðar upp í Herdísi Maríu Sigurðardóttur í tannlæknabfl sínum. Honum til aðstoðar er Anna Soffía Bragadóttir og fyrir aftan þau situr Bryndís Yr Viggósdóttir. aðstöðuna. „Heilbrigðiseftirlitið fór fram á að það fengist úr- skurður um að lofthæðin væri boðleg. Ég hafði haft samband við heilbrigðsfulltrúa á Suður- landi þegar ég hóf þetta starf og hann sagði mér að Iofthæðin væri engin hindrun. En eftir að tann- Iæknar bæjarins kvörtuðu við heilbrigðiseftirlitið hér, þori ég að fullyrða að þeir aðilar þorðu ekki að taka þá ákvörðun sem þeir þurftu að gera og vísuðu málinu til ráðherra, ekki heil- brigðisráðherra heldur umhverf- isráðherra. Því þarf ég að sækja um starfsleyfi fyrir bflinn til um- hverfisráðherra og nú er bara að vona að Siv (Friðleifsdóttir) sé framsýnni en þessir 15 kollegar minir í bænum og ég efast ekkert um það. Egill er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist með bfl- inn og hann segir að þessi lausn komi sér vel fyrir sjúklinga sína (börnin), foreldra þeirra og starfsfólk sitt. Foreldrar þurfi ekki lengur að taka sér frí frá vinnu til að fara með börn sín til tannlæknis. -------------- Móttaka söfnunarkassa HJÁLPARSTARF kirkjunnar mun taka á móti söfnunarkössum og selja friðarljós í göngugötunni á Akureyri á Þorláksmessu og við kirkjugarðinn á Akureyri á aðfangadag. 89 Akureyr- ingar unnu til Islands- meistaratitils ÁRANGUR akureyrskra íþróttamanna var nokkuð góð- ur á árinu sem nú er að h'ða. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til Iþrótta- og tóm- stundadeildar bæjarins hafa 89 Akureyringar unnið til íslands- meistaratitils á árinu, auk þess sem margir Akureyringar voru valdir til að leika með landslið- um í hinum ýmsu greinum. Hin árlega úthlutun úr Af- reks- og styrktarsjóði Akur- eyrar fer fram í hófi sem haldið verður í íþróttahöllinni fimmtudaginn 28. desember nk. kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum ein- staklingum veitt sérstök viður- kenning og einnig verður öllum þeim Akureyringum sem unnið hafa til Islandsmeistaratitils á árinu 2000 afhentur minnispen- ingur íþrótta- og tómstunda- ráðs. Þá verður og tilkynnt val ÍBA á íþróttamanni ársins. Það er von ITA að þessir glæsilegu afreksmenn, foreldrar og for- ráðamenn þeirra og þjálfarar sjái sér fært að koma til athafn- arinnar á milli jóla og nýárs. Þar verða bornar fram veiting- ar í boði Akureyrarbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.