Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Sigurður Líndal lagaprófessor Dómurinn ekki sérstakt áfall fyrir Alþingi SIGURÐUR Líndal lagaprófessor segist ekki telja að líta eigi á dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabanda- lagsins sem sérstakt áfall fyrir Al- þingi. Hæstiréttur sé í þessu máli að veita löggjafarvaldinu visst aðhald og Alþingi geti í framhaldinu sett ný lög sem samræmist stjómarskrá. Það sé alls ekki óæskilegt að löggjöf þróist í víxlverkan löggjafarvalds og dóms- valdsins. Hann segir dóminn í sam- ræmi við þróun sem átt hafi sér stað í evrópskum rétti á seinni árum. Sigurður vill horfa á dóm Hæsta- réttar í sögulegu ljósi. „í stjómar- skránni segir að dómendur eigi ein- ungis að dæma eftir lögunum. Það má þá spyrja, hvað em lög? Á ein- veldisöld fólu ákvarðanir einvaldsins í sér lög eins og þau birtust í settum lögum. Síðan færðist þetta vald yfir til fulltúasamkomunnar. Þá var lengi viðurkennt að fulltrúasamkoman mætti ein setja lög. Síðar viður- kenndu menn venjur, með nokkmm semingi. Dómstólar höfðu hins vegar ekkert vald til að setja neinar reglur. Þeir áttu bara að mæla fyrir munn löggjafans eins og Montesquieu orð- aði það. Á þessum tíma var þjóðfélag- ið frekar einfalt miðað við það sem nú er og framþróun frekar hæg. Evr- ópumenn fengu þá hugmynd að það mætti setja öll lög í eina allsherjar lögbók og það var reynt án þess að það tækist nokkurn tímann almenni- lega. Þegar fram liðu stundir verður þróunin hraðari og afleiðingin verður sú að löggjafinn heldur ekki í við þró- unina. Þetta birtist í því að annars vegar hreinlega vantar lög eða lög em tiltölulega almennt orðuð, oft í formi svokallaðra vísireglna sem vísa til almennrar réttarvitundar á hveij- um tíma, heiðarleika, góðra við- skiptahátta o.s.frv. Hins vegar birtist þetta í því að löggjafinn framselur valdið til framkvæmdarvaldsins, eins og raunar kom til álita í þessum um- rædda dómi. Löggjafinn hefur einnig framselt vald til hagsmunaaðila eins og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þýðir að upp koma ágrein- ingsefni sem verður að leysa úr. Þjóðfélagið þolir ekki óvissu. Hvað eiga dómstólar þá að gera þegar ann- aðhvort vantar lög eða lög em mjög opin og óskýr? Nú, þeir einfaldlega setja reglur, að vísu ekki með sama hætti og löggjafinn heldur í anda við- urkenndra lagasjónarmiða og laga- hefðar.“ „Ég held að það sé ekki umdeilt að dómstólar setja reglur. Það er hins vegar álitamál hversu langt þeir eigi að ganga. Sumir telja að dómstólar eigi að halda sig mjög til hlés, en aðr- ir telja að þeir gangi ekki nógu langt. Þetta er ekki bara íslensk þróun heldur er þetta þróun víða um Evr- ópu. Evrópudómstóllinn hefur geng- ið mjög langt og sett nokkrar gmnd- vallarreglur fyrir Evrópusambandið. Mannréttindadómstóllinn hefur gert það sama.“ Sigurður sagði að þróun í stjóm- skipun hefði einnig verið mjög ör. Áhersla á mannréttindi hefði verið vaxandi og Mannréttindadómstóllinn ráðið miklu um þróunina. „Æðstu dómstólar ríkjanna hafa bmgðist við og löggjafinn um leið. Þama hefur því orðið víxlverkan sem hefur valdið mjög örri þróun. Ég held að hún hafi beinst í þá átt að gefa þessum almennt orðuðu yfirlýs- ingum, eins og er í stjómarskrá og mannréttindasáttmálum, efnislegt inntak. Eins og t.d. það að allir eigi rétt á tiltekinni framfærslu eins og segir í greininni sem Hæstiréttur vísar til. „Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli ..." Hæstiréttur telur að þessi regla feli í sér að mönnum séu tryggð einhver tiltekin lágmarkskjör, sem yrðu þá væntanlega miðuð við það sem tíðk- ast í hlutaðeigandi samfélagi.“ Tekjutengingar ekki ólöglegar „í dóminum virðist lagt til gmnd- vallar að ákveðnum hópi hafi verið mismunað meira en öðrum. Þetta þýðir ekki að mínum dómi að tekju- tenging til skerðingar sé alveg for- takslaust ólögleg," sagði Sigurður. Það sjónarmið hefur komið íram að Hæstiréttur hafi í þessum dómi gengið of langt. „Löggjafinn hefur alltaf það úr- ræði að bregðast við og setja skýrar reglur innan marka stjómarskrár. Þannig getur hann hamið dómsvaldið ef svo má segja og ég held að það sé alls ekki óæskilegt að löggjöf þróist í víxlverkan löggjafarvalds og dóms- valdsins. Ég tel því að það þurfi ekki að líta á þennan hæstaréttardóm sem eitthvert sérstakt áfall fyrir Alþingi. Löggjafinn þarf sitt aðhald og dóms- valdið þarf einnig aðhald. Er ekki lýðræðið fólgið í því að ein stofnun tempri aðra? Það slæma í þessu er hins vegar þessi afturvirkni. Dóms- valdið er alltaf í nokkmm vanda þeg- ar það stendur frammi fyrir því að lagðir hafa verið á ólöglegir skattar fyrir einhveijum ámm. Það slæma við lagasetningarvald dómsvaldsins er að það er öðmm þræði afturvirkt." "m Það n taka margirnýju Compaq litunum ' - fagnánði. ^ Sérstaklega þeir sem eru með tölvuna í stofunni. Pakkinn samanstendur af 5 hlutum: Spjöldum fyrir hátalara, lykla- borð og tölvuna sjálta. 5 Irtir fáanlegir. COMPACL Grafarvogi Skeifunni < Reykjanesbæ Hafnarfirði • Kringlunni • Akureyri • Egilsstöðum niHuorUi' Morgunblaðið/Jón Svavarsson Betur fór en á horfðist þegar steypubfllinn valt ofan á fólksbifreiðina. í steypubflnum vom um 6 ms af steypu. Steypubíll valt ofan á fólksbíl STEYPUBILL ók á fólksbifreið í Engidal í Hafnarfirði í gærmorg- un. Við það snerist fólksbfllinn í hálfhring en steypubfllinn hafnaði á umferðareyju og valt því næst ofan á afturhluta bflsins. Lögreglan í Hafnarfirði segir flest benda til þess að ökumaður steypubflsins hafi ekið yfir á rauðu ljósi og þannig orðið valdur að árekstrinum. Fólkbfllinn var á leið inn í Hafnarfjörð þegar steypubfllinn skall á vinstri hlið hans. Tveir karlmenn voru í fólk- bílnum og voru þeir ásamt öku- manni steypubflsins fluttir á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Heilbrigðisráðherra segir að nefnd verði falið að semja frumvarp um tryggingabætur Ekki greitt fyrr en ný lög hafa verið sett INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að ekki verði hægt að greiða öryrkjum tryggingabætur í samræmi við niðurstöðu Hæsta- réttar í máli Öryrkjabandalagsins fyrr en lögum hafi verið breytt á Al- þingi. Fjórir ráðherrar í ríkisstjóm- inni áttu í gær fundi með ríkislög- manni þar sem farið var yfir dóminn. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að á fundinum hefði verið farið yfir málin með lögfræðingum sem hefðu verið að undirbúa minnisblöð fyrir ríkisstjómarfund sem verður í dag. „Það var aðeins verið að fá skýr- ingar lögfróðra manna á þessum dómi sem er dálítið óklár og óljós í ýmsum efnum og lögfræðilega afar sérstakur svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði Davíð. Ingibjörg sagði að dómur Hæsta- réttar væri viðurkenningardómur. Málið væri ekki höfðað af einstak- lingi sem krefðist bóta af Trygginga- stofnun og því væri ekki í dómnum að finna útlistan á því hvernig bæri að reikna út bætunar. „Á þessum fundi vomm við að fara yfir þessi flóknu mál með ríkislög- manni. Við stefnum að því að greiða bætur í samræmi við niðurstöðu dómsins eins hratt og mögulegt er. Það verður fljótlega skipaður starfs- hópur til að semja fmmvarp um þetta mál,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist ekkert geta tjáð sig um innihald þessa fmmvarps. Dómurinn næði eingöngu til öryrkja og það væri óljóst hvort starfshóp- urinn myndi leggja til einhverjar breytingar á greiðslum til aldraðra. Lækkun tekjuteng-ingar kostaði 800 milljónir á 3 árum „Það er nauðsynlegt að hafa í huga að bætur öryrkja hafa verið tengdar við tekjur maka í um 60 ár. Eftir að ég varð heilbrigðisráðherra hef ég beitt mér íyrir því minnka þessar tekjutengingar. Þeir sem nú tala hæst um þessi mál gerðu hins vegar engar breytingar á tekjuteng- ingunni meðan þeir vom í ríkis- stjóm. Ég hef tvívegis beitt mér fyr- ir því að draga úr þessari tekjutengingu. Á síðustu þremur ár- um hafa um 800 milljónir farið í að draga úr þessari tengingu." Ingibjörg sagðist vera þeirrar skoðunar að almennt væri nauðsyn- legt að beita tekjutengingum í al- mannatryggingalöggöfinni því að að- eins þannig væri hægt að koma á móts við þá sem minnst hefðu milli handa. Á fundinum í gær vora, auk Ingi- bjargar og Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jón G. Tómas- son ríkislögmaður. * • • Halldór Asgrímsson um dóm í máli Oryrkjabandalagsins Fjallar um möguleika Al- þingis til að jafna kjörin HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að dómur Hæsta- réttar í máli Öryrkjabandalagsins varði mjög vald löggjafans og mögu- leika löggjafarvaldsins til að jafna kjör börgaranna. Hann segir ekki Ijóst hver viðbrögð stjórnvalda verði fyrr en lögfræðingar ríkisstjórnar- innar séu búnir að fara betur yfir dóminn. „Þessi dómur fjallar um grund- vallarmál. Hann fjallar um mögu- leika löggjafarvaldsins til að jafna kjör borgaranna. Það má alltaf um það deila hvemig það skuli gert. Frá upphafi hefur það verið viðtekin venja í íslensku samfélagi að taka tillit til aðstæðna fólks, m.a. tekna og eigna og annarra aðstæðna fjöl- skyldna. Við höfum á undanfömum ámm verið að ganga í þá átt að draga heldur úr því sem kallað er tekjuskerðingar en jafnhliða því má vera Ijóst að þeir peningar verða þá ekki notaðir til að bæta kjör þeirra sem verstu aðstæðurnar hafa. Þetta er jafnvægislist sem hefur verið á verkefni stjórnmálamanna og allir stjórnmálaflokkar hafa verið sammála um. Það liggur alveg ljóst fyrir að það mun ekki eiga sér stað breyting í þessu efni nema að það komi til breyting á lögum. Það þarf að und- irbúa slíka löggjöf og hún þarl' að fara fyrir Alþingi. Það er fyrst þá sem Ijóst er hvaða afleiðingar þessi dómur hefur.“ Halldór vildi ekki fullyrða neitt um hvenær Alþingi kæmi saman til að fjalla um málið. Lögfræðingar ríkisstjórnarinnar þyrftu að fara vandlega yfir málið og í framhaldi af því þyrftu stjórnvöld að taka póli- tískar ákvarðanir um viðbrögð og leggja þær síðan fyrir Alþingi. „Þetta mál varðar mjög löggjaf- arvaldið og valdsvið þess. Hér er um að ræða löggjöf sem fleiri hafa staðið að en núverandi stjómar- flokkai’. Hún á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann. Sú löggjöf sem dómurinn byggir fyrst og fremst á er frá árinu 1993 þegar Alþýðu- flokkurinn fór með stjórn heilbrigð- ismála." Halldór sagði að þessi dómur fjallaði eingöngu um öryrkja og ekkert annað. „Ef þetta varðar allt sviðið, hvort sem það em aldraðir, námsmenn eða millifæranlegan per- sónufrádrátt og mismunandi skattprósentu hefur verksvið stjórnmálamanna minnkað afar mikið. Ég lít þannig á að hér sé um dóm að ræða sem varðar fyrst og fremst málefni öryrkja og það beri að fjalla um hann sem slíkan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.