Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 1
295. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bush segir af sér sem ríkisstjóri Jcrúsalem. Rcuters, AP. SHIMON Peres, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels og handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður ekki í kjöri í forsætisráðherrakosningun- um í ísrael 6. febrúar þar sem Mer- etz-flokkurinn ákvað í gærkvöld að styðja ekki framboð hans. Því verða aðeins tveir í framboði í kosningun- um, Ehud Barak forsætisráðherra og Ariel Sharon, leiðtogi Likud- flokksins. Miðstjórn Meretz hafnaði tillögu um að Peres yrði forsætisráð- herraefni flokksins með 25 atkvæð- um gegn 17. Þrír miðstjórnarmenn sátu hjá. Peres lýsti því yfir í fyrradag að hann hygði á framboð í kosningunum en til þess þurfti hann stuðning tíu þingmanna Meretz-flokksins, sem er hlynntur friðarviðræðum við Palest- ínumenn. Peres er ráðherra byggðamála í stjórn Baraks og er sagður hafa vilj- að bjóða sig fram gegn forsætisráð- herranum vegna óánægju með að fá ekki valdameira embætti. Leiðtogi Meretz, Yossi Sarid, skoraði í gær- kvöld á Barak og Peres að sættast og taka höndum saman í þágu friðarvið- ræðnanna. „Meretz krefst þess að Barak skipi Peres formann samn- inganefndarinnar," sagði Sarid. Peres sagði að ákvörðun Meretz ylli sér vonbrigðum þar sem hann teldi litlar líkur á að Barak bæri sig- urorð af Sharon í kosningunum. Margú- vinstrimenn höfðu hins veg- ar óttast að atkvæði stuðningsmanna friðarviðræðnanna myndu skiptast á milli Baraks og Peres ef þeir yrðu báðir í framboði og það yrði til þess að Sharon kæmist til valda. fsraelar sagðir gefa eftir í friðarviðræðunum Bill Clinton Bandaríkjaforseti af- henti samningamönnum Israela og Palestínumanna drög að hugsanleg- um friðarsamningi í gær og þeim virtist miða í samkomulagsátt í deil- unni um framtíð Jerúsalem, að sögn palestínskra embættismanna. Stjórnarerindrekar sögðu að ísr- aelar hefðu gefið verulega eftir í deil- unni um Jerúsalem og boðist til að láta stærri svæði á Vesturbakkanum af hendi en gert var ráð fyrir í fyrri tilboðum þeirra. Israelskur embætt- ismaður sagði þó að eftirgjöf ísraela væri háð því að Palestínumenn sýndu sveigjanleika, einkum í deil- unni um hvort milljónir palestínskra flóttamanna ættu að fá rétt til að setjast að í ísrael. Israelskir embættismenn sögðu að tillögur Clintons væru fremur óljósar en tækju tii allra helstu deilu- málanna. Shlomo Ben-Ami, utanrík- isráðherra ísraels, sagði að ísraelar gætu fallist á flestar tillögur forset- ans. „Hvað varðar yfirráðin yfir ar- abíska hluta Jerúsalem, meðal ann- ars helgum stöðum gyðinga og múslima, erum við nú mjög nálægt samkomulagi," sagði Yasser Abed Rabbo, samningamaður Palestínu- manna. GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði af sér sem rfkisstjóri Texas í gær og eft- irmaður hans, repúblikaninn Rick Perry, tók formlega við embættinu. Bush sagði að mikiil árangur hefði náðst í mennta-, dóms- og skatta- málum í ríkinu á þeim sex árum sem hann gegndi embættinu en það væri engum einum manni að þakka heldur góðu samstarfi repúblikana og demókrata. „Ég er stoltur af því góða sem við höfum áorkað hér í sameiningu og hlakka til þess góða sem við eigum eftir að gera saman í þágu Bandaríkjanna." Bush tilkynnir hér afsögn sína í þinghúsi Texas. Með honum eru nýi ríkisstjórinn og eiginkona hans, Anita Perry. ■ Þykir hæfileikaríkur/31 Barak og Sharon etja kappi f kosningum í ísrael Peres verður ekki í framboði Stokkað upp í dönsku rflrisstjórninni Efasemdir um að stjórnin styrkist Haldið upp á fæðing- arafmæli Stalíns UM 500 Georgíumenn komu saman í gær til að halda upp á 121 árs fæð- ingarafmæli Jósefs Stalíns í heimabæ hans, Gorí, einum af fáum stöðum í heiminum þar sem sovéski einræðisherrann er enn dýrkaður. Gamlir stuðningsmenn Stah'ns gengu með myndir af honum niður Stalín-götu að risastórri Stalín- styttu við safn sem kennt er við hann f miðbæ Gorí, litlum bæ um 65 km vestan við Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Fyrrverandi hermenn, sem börðust í síðari heimsstyrjöld- inni, sungu byltingarsöngva og fóru með ljóð um Stalfn. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin tók miklum breyt- ingum í gær eftir að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra ákvað að flýta uppstokkun sem hann hafði boðað á nýju ári. Fimm nýliðar setj- ast á ráðherrastóla og fjórir fara frá, auk þess sem íjórir ráðherrar skipta um ráðherrastóla. Efasemdir eru um að breytingamar styrki stjómina, einkum óttast menn að brotthvarf Mogens Lykketoft úr embætti fjár- málaráðherra kunni að skaða hana. Lykketoft fer reyndar ekki langt því hann sest í stól utanríkisráðherra í stað Niels Helveg Petersen sem til- kynnti óvænt um afsögn í fyrradag. Lykketoft hefur verið fjármálaráð- herra í átta ár og þótt kraftmikill og ákveðinn ráðherra sem hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Anders Fogh Rasmussen, formað- ur Venstre, er einn þeirra sem telur stólaskipti Lykketofts veikja stjóm- ina, þar sem hún bætist ofan á brott- hvarf tveggja reyndustu ráð- herranna, Helvegs Petersens og Hans Hækkeraps. Pólitísk viðbrögð við uppstokkun- inni era annars lítil, flestir flokksleið- toganna era á því að breytingin skipti engu máli. Eini flokkurinn sem lýst hefur ánægju með hana er Sósíalíski vinstriflokkurinn sem styður stjóm- ina á þingi. Tveir ráðherrar víkja Við uppstokkunina misstu tveir ráðherrar embætti sín; Sonja Mikk- elsen heilbrigðisráðherra og Jytte Hilden, jafnaðar-, bæjar- og húsnæð- ismálaráðherra. Mikkelsen leyndi ekki vonbrigðum sínum en kvaðst myndu sætta sig við orðinn hlut. Þeg- ar hún var spurð hvort neikvæð fjöl- miðlaumfjöllun hefði orðið henni að falli svaraði hún: „Blaðamenn geta ekki rekið ráðherra. Aðeins einn maður getur gert það; forsætisráð- herrann." ■ Radikale/30 «/Jiian Síttui Metsölulisti Mbl. Ævisögur „Lesandinn kemst ekki njá því að hlæja upphátt‘ Kristín Ólafs/Mbl. J/j0 JPV FORLAG MORQUNBLAÐH) 22. DESEMBER 2000 5 6909C 0 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.