Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLASIÐ 58 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Vegabætur á utan- verðum Tröllaskaga NÚ liggur frammi til kynningar tillaga að matsáætlun um jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Nokkrir kostir eru í stöðunni en eins og gengur eru menn ekki sammála um á hvern þeirra eigi að leggja mesta áherslu. Núverandi vegakerfi á svæðinu er ekki upp á marga fiska, leiðin frá Ketilási í Siglufjörð er erf- i ið og dýr í rekstri og einkar við- sjálverð í vondum veðrum og veg- urinn yfir Lágheiði h'tt betri en margir utanvegaslóðar á hálendinu. Undirritaður fór yfir Lágheiðina í síðustu viku októbermánaðar síðast- liðinn og getur vitnað um að veg- urinn var svo til óökufær þrátt fyrir að vera fannlaus. Hér á eftir verður litið á þrjár hugmyndir um vegaframkvæmdir á svæðinu og hvernig þær koma hin- um venjulega leikmanni fyrir sjónir. Eins eru tínd til nokkur atriði sem koma fyrst upp í hugann um helstu kosti og annmarka hverrar leiðar. la. Vegur og tvö göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar j<*’ um Héðinsfjörð. lb. Vegur og tvö göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. 2. Vegur og tvö göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Fljót. 3. Nýrupphækkaðurvegur um Austur-Fljót og yfir Lágheiði. Nokkrar vegalengdir í dag og sam- kvæmt möguleikum la, lb, 2 og 3 Sjá töflu: 1. Kostir: Styttir leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar mjög t mikið og fært allt árið. Góður hring- vegur kæmi á Tröllaskaga sem er styrkur fyrir ört vaxandi ferðaþjón- ustu. Gallar: Nýtist ekki öðrum sveitar- félögum en Siglufirði til fullnustu. Ohemju snjóþungt milli gangnamunna í Héð- insfirði og snjóflóða- hætta. Náttúruperlan Héðinsfjörður myndi ekki verða ósnert á eft- ir. Afram þyrfti að halda við veginum um Almenninga. Trúlega myndi minnka áhersla á viðhald og rekstur leiðarinnar frá Hofsósi til Siglufjarðar og Fljótin verða meira af- skekkt en nú er. 2. Kostir: Styttir leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar mikið Jarðgöng Vegaframkvæmdir eru dýrar og getur þeim fjármunum verið illa varið, segir Hjalti Þdrð- arson, ef ekki er haldið rétt á spilunum. og fært allt árið. Styttir leiðina suð- ur fyrir Ólafsfirðinga og Siglfirð- inga. Fljótin eru í alfaraleið og stutt bæði í Siglufjörð og Ólafsfjörð. Þyrfti ekki lengur að halda við leið- inni um Almenninga milli Fljóta og Siglufjarðar sem er erfið og dýr í rekstri. Góður hringvegur kæmi á Tröllaskaga sem er styrkur fyrir ört vax- andi ferðaþjónustu. Gallar: Óhemju snjó- þungt milli gangnam- unna í Fljótum. Minni áhersla lögð á veginn fram Austur-Fljót. 3. Kostir: Samgöng- ur innan Austur-Fljóta stórbatna. Einhver möguleiki að það verði fært yfir Lágheiði allt árið. Langódýrasta vegaframkvæmdin. Gallar: Lágheiðin er annáluð fannakista og er trúlega mjög erfitt að halda þar úti heilsársvegi, alveg sama hvað vegurinn er byggður mikið upp. Fram til þessa hefur manni fund- ist umræðan um jarðgöng á utan- verðum Tröllaskaga beinast fyrst og fremst að bættum samgöngum milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Auðvit- að er nauðsynlegt að bæta samgöng- ur til beggja þessara staða, því neit- ar enginn. En umræðan þarf að fara meira inn á þá braut að verið sé að bæta samgöngur á norðanverðum Tröllaskaga til hagsbóta fyrir íbúa beggja megin skagans. Vegafram- kvæmdir eru dýrar og getur þeim fjármunum verið illa varið ef ekki er haldið rétt á spilunum. Þær fram- kvæmdir eru því ekki einkamál ör- fárra útvaldra heldur er það mál þjóðarinnar allrar og verða menn að ná samstöðu um framkvæmdir sem nýtast sem flestum. Góðar samgöng- ur á utanverðum Tröllaskaga eru mikiivægur hlekkur í sívaxandi um- ferð fólks um svæðið, liðir í aukinni Hjalti Þórðarson Strákagöng | Jarðgöng 4,7 km \100mh.y.s. I 100 eða 150 m h.y.s. Jarögöng 7,9 eöa 8,5km f 100 eða 1150mh.y.s. Dalvík trskógs sandur 10 km Jarðgöng 3,8 km \ (TaX Múlagöng ^e. Hnsey Nokkrar vegalengdir nú og skv. möguleikum 1a. 1b, 2 og 3 Um Lágheiði Um Öxna- dalsheiði 1a 1b 2 3 Ketilás-Siglufjörður 23 - - 23 23 11 23 Ketilás-Ólafsfjörður - 39 229 38 43 21 39 Siglufjörður-Ólafsfjörður - 62 253 15 20 32 62 Ketilás-Akureyri - 100 168 99 104 81 100 Siglufjörður-Akureyri - 123 192 76 81 93 123 Siglufjörður-Reykjavik 443 - - 443 443 431 443 Ólafsfjörður-Reykjavik - 459 472 458 463 440 459 ferðaþjónustu og áherslu sem ein- staklingar og sveitarfélög leggja á þann málaflokk. Byggð á þessu svæði hefur átt á brattann að sækja á undanförum árum og íbúum hefur fækkað. Góðar samgöngur eru því ekki síður liður í eflingu atvinnulífs með meiri samvinnu sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga og auk- inni fjölbreytni og möguleikum fólks til búsetu. Á þetta ekkert síður við um byggðina í Fljótum og tengingu austur fyrir og til Siglufjarðar eins og milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Ef farið er á annað borð út í vega- bætur af þessari stærðargráðu þá skiptir það kannski ekki svo miklu máli hvort þær kosta 3 eða 5 millj- arða, e.t.v. verður hagnaðurinn af dýrari framkvæmdinni meiri þegar fram líða stundir. Verða því ráða- menn vegamála að líta á allar að- stæður, vega og meta kosti og galla allra möguleika sem eru á borðinu áður en ákvörðun er tekin. Höfundur býr í Skagafirði og er starfsmaður Hólaskóla. Fiskeldi í sátt við náttúruna MIKIÐ hefur verið skrifað um fyrirhugað kvfaeldi á laxi hérlendis sem við bárum aldrei gæfu til að ná tökum á um árið. Margir þeirra ágætu manna sem vara við þessum áformum í skrifum sínum nýverið hafa greinilega misst sálarró sína af ótta sem er mér óskiljanlegur. Mörgum óskyldum atburðum síð- ustu ára er hrannað upp í það sem mér sýnist að sé ætlað að vera rök gegn kvíaeld. Það sem kemur skýrt fram er kvíði og hatursfullar hugs- anir í garð fiskeldismanna og stjórn- málamanna. Eg vildi óska þess að ég gæti stillt þennan kvíða. Brottflutningur af landsbyggðinni í þessari grein ætla ég að fjalla um fiskeldi út frá þeim raunveruleika sem birtist mér sem hef: Lært um lífríki og heilbrigði fiska, starfað við fiskeldi, kennt náttúrufræði og lifað í þeim raunveruleika sem blasir við í byggðarlögum þar sem fólk þarf að horfa á eftir venslafólki sem neyðist til að elta atvinnutækifæri í aðra landshluta. Það síðastnefnda er erf- iðast að gera grein fyrir, en lætur engan ósnortinn sem upplifir þau áhrif sem brottflutningur ástvina hefur í litlum samfélögum. Við fyrir sunnan upplifum þetta oft sem þenslu og síðustu ár hafa fasteigna- eigendur hér grætt mikið á sam- þjöppun atvinnutækifæra í þéttbýli. Kvíaeldi er byggðavænt Mörg þau samfélög þar sem fækk- að hefur störfum eru í eða nálægt fjörðum þar sem aðstæður til kvía- eldis eru góðar. Á þeim stöðum hefur fækkun starfa orðið mest í fiskveið- um og vinnslu. Kvíaeldi á laxi mundi því skapa störf við ámóta vistvæna framleiðslu og horfið hefur úr þess- um byggðarlögum til svæða þar sem mengun var meiri fyrir. Störf í kvía- eldi eru jöfn allt árið og efla þannig undirstöðu byggðar. Svo dæmi sé tekið um áhrif 8.000 tonna fisk- eldisstöðvar þá eru verðmætin sem sköpuð eru á við 15-20.000 tonna þorskkvóta. Slík framleiðsla verður ekki seld af staðnum. Það er því skiljanlegt að mik- ils áhuga gæti hjá for- svarsmönnum þessara byggðarlaga um að efla einmitt slíka atvinnu- starfsemi. Lax og byggðamál í Noregi í Noregi hefur tekist einstaklega vel til við að byggja upp fiskeldi sem atvinnuveg á landsbyggðinni í sátt við náttúruna og aðra atvinnuvegi. Sá mannauður og samgöngumann- Laxeldi í Noregi hrundu laxa- stofnar í þeim ám þar sem sýrustig náði ákveðnu stigi, segir Skúli Guðbjarnarson. Fylgnin var svo sterk að enginn hefur efast um niðurstöður vísinda- manna í þeim efnum. virki sem nauðsynleg eru í blómleg- um byggðum eru einnig forsenda þess að hægt sé að þróa þar ferða- þjónustu. Rannsóknir sem fóru fram m.a. vegna fiskeldis í Noregi urðu þess valdandi menn gátu, með þekk- inguna að vopni, ráðist gegn þeim vanda sem hafði skapast í nokkrum ám vegna loftmengunar og byggt upp laxastofna þar á ný. Ástand villtra laxastofna í Noregi er nú mjög gott og Norðmenn framleiða megin- þorra þess Atlantshafslaxs sem framleiddur er í heim- inum. Kostir íslenskra ijarða Kostir þess að ala lax í íslenskum fjörðum er að hitastig hér er til- tölulega jafnt og lágt. Ástand með tilliti til súrefnis er því mjög gott, hætta á sjúkdóm- um minnkar verulega og menn þurfa ekki að óttast að laxalús verði vandamál sem bitnar á villtum laxi. Islenskir firðir snúa flestir að opnu hafi, eru hæfilega djúpir og hafa ekki þröskuld. Slík strandsvæði hafa að jafnaði best umskipti á sjó og henta mjög vel til fiskeldis því þar er skjól einnig nægjanlegt. Atlantshafslax í Kyrrahafi Þau fyrirtæki sem hyggjast byggja upp atvinnutækifæri í kring- um kvíaeldi byggja á þeirri reynslu sem skapast hefur í norsku fiskeldi. Ekld er ætlunin að flytja inn lax til eldisins heldur nota sjúkdómafrían fisk sem hefur verið í eldi hérlendis í 17 ár. Fiskur af sama uppruna hefur verið fluttur til Kyrrahafsstrandar Kanada til eldis. Aður en tókst að þróa jafn öruggan búnað og nú er notaður sluppu laxar í nokkrum mæli á þessum slóðum. Þeir hafa ekki tekið sér bólfestu í ám í Kanada eða B.N.A. Eldislax og náttúran Tilraunir hafa verið gerðar til að kynbæta villta laxastofna í íslensk- um laxveiðiám. Ekkert bendir til þess að það mikla starf sem þar hef- ur verið unnið hafi haft neikvæð áhrif á villta laxinn. Margir fræði- menn efast reyndar um að það sé hægt að breyta villtum laxi til hins betra eða verra með kynbótum þeg- ar til lengri tíma er litið. Þeirra rök eru að sá fiskur sem hefur lagað sig að tiltekinni á hljóti að hafa að geyma erfðaefni sem gerir honum best kleift að lifa við breytilegar að- stæður þeirrar ár sem hann ólst upp í. Þetta leiði því til þess að einstakl- ingar sem hafi ekki „réttu genin“ verði íljótt undir. Það ber að hafa í huga að laxinn er sérhæfður í að laga sig að breytilegu umhverfi. Það er því engin tilviljun að hann sé að finna á mörkum tempraðs loftslags og heimskautaloftslags. Hann elst upp í ám þar sem aðstæður geta verið mjög breytilegar frá ári til árs og sérstaklega á milli hlýskeiða og kuldaskeiða. Til þess að þola þennan breytileika þarf laxinn að hafa erfða- eiginleika innan stofnsins sem gerir honum þetta fært. Það hefur sýnt sig að erfðamengi innan hvers stofns er mun fjölbreytilegra en mismunur erfðaefnis milli stofna. Fæst hrogn verða að fullorðnum fiskum. Náttúr- an sér um að þeir einstaklingar sem best eru hæfir til að lifa af þær að- stæður sem eru t.d. í ánni spjara sig vel, en hinir illa eða ekki. Þetta er leið náttúrunnar til þess að finna hverjum stað hæfar tegundir til þess að lifa af við tilteknar aðstæður. Með tilliti til þessa má sjá að umhverf- isbreytingar eru líklegri til að kalla fram breytingar í villtum laxastofn- um en fiskeldi. Þetta hefur verið raunin. Verið óhræddir I Noregi hrundu laxastofnar í þeim ám þar sem sýrustig náði ákveðnu stigi. Fylgnin var svo sterk að enginn hefur efast um niðurstöð- ur vísindamanna í þeim efnum. Or- sökin var loftmengun. Sýrustigi ánna var breytt með kölkun og það tókst að rækta þær upp aftur. Úm- fang fiskeldis hefur aukist jöfnum skrefum í Noregi og nálgast nú árs- framleiðslu sem nemur hálfri milljón tonna. Þegar þetta er skoðað í ljósi þess að villtir laxastofnar eru í mjög góðu ástandi í Noregi og að strjálbýl byggðarlög þarlendis hlúa að kvía- eldi er það Ijóst að við gerum ótrauð fetað í fótspor frænda okkar, jafnvel þótt við byrjum eins smátt og áform eru uppi um nú. Höfundur er náttúrufræðingur. Ur eru tollfrjaís! Hjé úrsmiönum «0* Skúli Guðbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.