Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
V erslunin er í sókn
VERSLUN á Islandi er í sókn-
arhug bæði á heimamarkaði og í út-
löndum. Breytingar í rekstri og aðr-
ar markvissar aðgerðir eru að skila
árangri.
Dagvöruverslunin
I dagvöruverslun er verðsam-
keppnin mest og hefur hún leitt til
þess að matvörur og vörur til dag-
legra heimilisnota hafa lækkað tölu-
vert í verði. Mikið var rætt um verð
matvöru fyrr á árinu, það talið of
' 'hátt á íslandi og versluninni kennt
um þetta. Þessi umræða og skoðun
á málinu hefur leitt í ljós að verð
matvara hefur hækkað þrisvar sinn-
um hægar en vísitala neysluverðs á
Islandi á þessu ári. Beinn verðsam-
anburður á milli landa er varasamur
þar sem mismunandi rekstrarum-
hverfi getur valdið misjafnri tekju-
þörf fyrirtækja. Kostnaðarmyndun í
matvöruverslun er þannig að um
60% eru innlend aðföng, 20% erlend
aðföng (mest keypt í Evrópumynt-
um), 10% laun og 10% húsnæðis-
kostnaður, annar innlendur kostn-
aður og afskriftir. Þorri innlendu
aðfanganna eru íslenskar landbún-
^aðarvörur og því skiptir mestu um
■* þróun matvöruverðs hvemig verð
þessara aðfanga þróast. Ef litið er á
styrkjakerfi íslensku landbúnaðar-
varanna þá sýnir skýrsla OECD frá
því í júní sl. að neytendur greiða um
1% af vergri landsframleiðslu (6.204
milljónir árið 1999) með landbún-
aðarvörum í vömverði og sem skatt-
greiðendur síðan svipaða upphæð
(6.809 milljónir 1999) til að viðhalda
landbúnaðarframleiðslunni. Samtals
nema þessar ársgreiðslur nú um 2%
af vergri landsframleiðslu. Óhag-
ræðið af því innflutningskerfi sem
' verslunin býr við varðandi innflutn-
ing grænmetis og land-
búnaðarvara hefur
jafnframt orðið Ijósara.
Áhrifin á verð matvæla
á íslenskum smásölu-
markaði era augljós, -
þau hækka verðið.
Sérvöruverslun
í sókn
Samþjöppun og
fækkun fyrirtækja hef-
ur verið einna mest
áberandi í dagvöra-
versluninni en svipuð
þróun er einnig í sér-
vöranni. Ferðalög ís-
lendinga og þekking á
verslun aukast og við-
mið neytenda um þjónustu, vöraval
og verð í verslun breytast. Neyt-
endur verða kröfuharðari og versl-
unin svarar með ýmsum breyting-
um sem gera henni kleift að rækja
þjónustuhlutverk sitt í takt við þarf-
ir neytenda. Sérvöraverslunin hefur
jafnframt lagt sig fram um að ná
meiri verslun inn í landið, bæði með
því að sinna þörfum heimamarkað-
arins vel og eins með því að auka
verslun við útlenda ferðamenn. Mik-
ill árangur hefur náðst í ferða-
mannaverslun og salan er að verða
veigamikill þáttur í rekstri þeirra
verslana. Hún nemur um 2 millj-
örðum á ári án vsk. sem er rúmlega
eitt prósent af heildar smásöluversl-
un. Allt að fimmtungs aukning í
þessari vörasölu á milli ára er stað-
festing á ágæti íslenskra verslana,
vöraframboði, gæðum og vöraverði.
Útlendir ferðamenn staðfesta þetta
í viðtölum og nefna jafnframt ein-
stök þægindi af hinu mikla framboði
alþjóðlegrar merkjavöra á litlu
svæði í Reykjavík. Talið er að enn
sé hægt að sækja
meiri tekjur til þess-
ara viðskiptavina og
það ætlar íslensk
verslun sannarlega að
gera.
Verslunin hefur ár-
lega kynnt heima-
markaðinum þennan
góða árangur og hvatt
landsmenn til að
þekkja það sem inn-
lend verslun hefur á
boðstólum áður en
þeir fiykkjast í haust-
ferðir til nágranna-
landa. Aður vora þess-
ar ferðir mikið notaðar
til innkaupa, en nú
hafa flestir áttað sig á því að tím-
anum er betur varið til annarra
hluta þar sem ávinningur er oft lítill
eða enginn af innkaupum ytra. Nú
þykir það fremur kjánalegt að segja
Viðskipti
Áhrif íslensks atvinnu-
lífs þurfa að vera meiri,
segir Sigurður Jónsson,
á vettvangi stofnana og
ráða í Brussel.
frá innkaupum í slíkum borgarferð-
um. I nýlegri verðkönnun sem
Morgunblaðið gerði og birti með
samanburði við meðalverð í London
og í Evrópuborgum kom fram að
meðalverð jólavörapakkans reynd-
ist lægra í Reykjavík en í London,
en örlítið hærra en meðalverð Evr-
ópuborga. Enn er rétt að hafa í
huga mismunandi gjöld og aðstæður
í rekstri verslana á þessum stöðum.
Þó er sérstök ástæða til að benda á
að þrátt fyrir að virðisaukaskattur
sé a.m.k. 7 prósentustigum hærri í
Reykjavík reyndist verð lægra þai-
en í London.
Aukin gæði þjónustu
í versluninni
Til þess að styrkja íslenska versl-
un í samanburði við útlenda hafa
SVÞ - Samtök verslunar og þjón-
ustu nú í haust komið á tveimur
breytingum í ágætu samstarfi við
aðildarfyrirtækin, samtök neytenda
og stjórnvöld. Annars vegar er um
að ræða siðareglur um netviðskipti,
sem SVÞ hefur kynnt og komið í
notkun hjá netverslunum og -mið-
stöðvum, en markmið þeirra er að
auka traust neytenda á netviðskipt-
um og útbúa ákveðinn og skilvirkan
farveg fyrir hugsanlegan ágreining í
þeim viðskiptum. Hins vegar era
reglur um aukinn skilarétt neytenda
í verslunum, sem SVÞ tók þátt í að
móta. Þessar reglur vora nýlega
kynntar af viðskiptaráðherra í
Kringlunni og tóku gildi í verslun-
um NTC þar. Þessar „siðbætur“ í
verslun eiga að stuðla að betri gæð-
um í þjónustu við neytendur, veita
samkeppnisyfirburði umfram versl-
anir keppinauta í nágrannalöndum
og efla íslenska verslun að sama
skapi. Þessi sókn íslenskrar versl-
unar á heimamarkaði mun færa
meiri verslun inn í landið, en á sama
tíma er verslunin í útrás til annarra
landa. Baugur hf. er þannig í sókn-
arhug bæði vestan hafs og austan
og fleiri fyrirtæki í verslun era að
skoða möguleika til útrásar, ann-
aðhvort sjálf eða með því að veita
sérleyfi í öðram löndum. Það er því
enginn uppgjöf í íslenskri verslun,
fjarri því.
Hagsmunabarátta
innanlands sem utan
Það besta sem verslun og þjón-
usta geta óskað sér er rekstraram-
hverfi sem er sambærilegt því sem
erlendir keppinautar búa við og
kröfuharðir neytendur sem hafa
þekkingu á gæðum vöra og þjón-
ustu. Því miður skortir nokkuð á
hvort tveggja, en greinin beitir
landssamtökum sínum, SVÞ - Sam-
tökum verslunar og þjónustu, til að
ná fram umbótum. Samtökin mæta
almennt skilningi og velvilja þegar
leitað er að leiðum til úrbóta, en það
er ekki aðeins á Islandi sem heyja
þarf þá baráttu, heldur einnig og
ekki síður í Brussel. Vegna aðildar
íslands að EES verða tilskipanir og
lög Evrópusambandsins oftar en
ekki að lögum á íslandi og því skipt-
ir miklu að geta haft áhrif á þróun
þeirra á umræðu- og undirbúnings-
stigi. SVÞ era aðilar að samtökum
Evrópuverslunarinnar, EuroCom-
merce, og hafa í samstarfi við syst-
ursamtök sín á Norðurlöndunum
innan EuroCommerce og með að-
stoð fastafulltrúa Samtaka atvinnu-
lífsins í Brussel, náð að hafa nokkur
áhiif á gang mála.
Áhrif íslensks atvinnulífs þurfa að
vera meiri á vettvangi stofnana og
ráða í Brassel. Telja verður líklegt
að þessi þáttur verði aukinn í fram-
tíðinni, einkum á vegum SA. SVÞ
mun leggja kapp á að reka sem ár-
angursríkasta hagsmunabaráttu
fyrir verslun og þjónustu, - innan-
lands sem utan.
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
- Samtaka verslunar ogþjónustu.
Sigurður
Jónsson
Stéttaskipting
framtíðarinnar
UM þriðjungur vinnuaflsins á ís-
landi hefur einungis lokið grann-
skóla í formlegu námi. Þetta hefur
verið óbreytt a.m.k. síðustu 10 ár
"'samkvæmt skýrslum Hagstofunnar.
Rúmlega 30% nemenda í framhalds-
skólum landsins hverfa frá námi ár
hvert.
Ef ekkert verður að gert mun
myndast þjóðfélagslegt gap sem
misskipting þekkingar getur leitt af
sér og samfara því má búast við að
dragi úr samkeppnishæfni og lífs-
gæðum öllum til handa. Stéttaskipt-
ing, sem markast af aðgangi og
tækifæram til náms, mun skerpast í
samfélagi þar sem þekkingin hefur
aldrei verið dýrmætari.
Þjóðhagslega hagkvæmt að
símenntun nái til allra
Einkenni þekkingarsamfélagsins
•era örar breytingar bæði á sam-
félaginu og vinnumarkaðnum. Þess-
ar breytingar kalla á þörf fyrir stöð-
ugt nám - símenntun. Það heyrir
sögunni til að hægt sé að afla sér
þekkingar á starfi og að sú þekking
endist út starfsævina.
í athugunum sem gerðar hafa ver-
ið bæði hér á landi og erlendis kem-
ur hins vegar í ljós að þeir sem hafa
stutta skólagöngu að baki sækja sér
síður endurmenntun/símenntun en
þeir sem hafa lengri skólagöngu.
Sem mögulegar skýringar má nefna
_slæma reynslu og minningar frá
íyrri skólagöngu, langt
er um liðið frá því nám
var stundað, minni
hvatning frá vinnuum-
hverfinu/atvinnurek-
anda og oftast á það við
að í þessum hópi eru
þeir sem hafa lægstu
launin og því minnstu
möguleikana á því að
fjárfesta i námi. Síðast
en ekki síst vil ég nefna
sem skýringu skort á
raunveralegum tæki-
færam til náms fyrir
þennan hóp - nýjum
tældfæram til náms.
í harðnandi sam-
keppni og kröfum um
aukinn árangur er þekkingin lykill-
inn að árangri og aukinni verðmæta-
sköpun. Því verður það að teljast
þjóðhagslega hagkvæmt að tryggja
að símenntun nái til allra og þá ekki
síst til þess hóps á vinnumarkaðnum
sem hefur skemmsta skólagöngu.
Ný tækifæri til náms
En hvernig tryggjum við að sí-
menntun nái til allra og hvað getum
við lært af öðram þjóðum?
í nágrannalöndum okkar hefur
verið bragðist við með metnaðarfull-
um áætlunum sem hafa það að meg-
inmarkmiði að hækka menntunar-
stig þjóðanna og þar með
samkeppnishæfni. Megináherslan
er á að bjóða þeim hópi
sem hefur stysta skóla-
göngu ný og aðgengi-
leg tækifæri til náms.
Norska áætlunin
„Markviss hæfnisupp-
bygging“ (Kompet-
ansereformen) er sam-
starfsverkefni ríkis,
sveitarfélaga, samtaka
atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingar-
innar. Grannurinn er
að gera atvinnulífið
betur í stakk búið til að
mæta kröfum morgun-
dagsins. Úrræðin era
fjölmörg og athyglis-
verð og hafa það að
markmiði að auka möguleika þess
hóps, sem hefur stysta skólagöngu,
til að bæta við þekkingu sína. Náms-
tilboðin era opnari og sveigjanlegri
og aðlöguð þörfum fullorðinna. Sem
dæmi má nefna:
• námsleyfi
• námslán/námsstyrkir
• annað tækifæri til að Ijúka
menntun á grann- eða
framhaldsskólastigi
• formlegtmatverðilagtá
raunhæfni (realkompetanse)
• raunhæfni verði metin
sem hluti af námi
• auka aðgengi að náms-
og starfsráðgjöf
• aukin áhersla á starfsmenntun
í atvinnulífinu og aukin fjöl-
breytni
• einstaklingurinn og þarfir hans
í forgranni
• rannsóknir og þróunarvinna
• nýjar kennsluaðferðir
- ný viðhorf
Að mínu mati er þessi norska
áætlun mjög athyglisverð og metn-
aðarfull. Hún er forvitnileg fyrir
okkur íslendinga en kallar hins veg-
Hrafnhildur
Tómasdóttir
Nám
Forðum því að hér þró-
ist stéttskipt þjóðfélag,
sem markast af því, seg-
ir Hrafnhildur Tóm-
asdóttir, hverjir hafa
aðgang og raunveruleg
tækifæri til menntunar.
ar á byltingarkennda breytingu á
ríkjandi viðhorfum til náms, náms-
umhverfis og fullorðinna náms-
manna og þá kannski sérstaklega
þess hóps sem hefur skamma skóla-
göngu að baki.
Þekking byggð á
reynslu verði metin
Við höfum vanist því fram til
þessa að meta þekkingu manna út
frá formlegu námi í skóla. Á tímum
símenntunar þar sem þekking verð-
ur til í gegnum reynslu og nám, bæði
formlegt og óformlegt, er að mínu
mati orðið aðkallandi að hægt verði
að fá slíka þekkingu metna og við-
urkennda - að fá formlegt mat á
raunhæfni. Fyiir þann hóp fullorð-
inna á vinnumarkaði sem hefur
stutta formlega skólagöngu að baki
er þetta sérlega mikilvægt. Slík við-
urkenning yrði hópnum mikil hvatn-
ing til að bæta við þekkingu sína. Ég
tel að hér þurfi að verða til námsleið
þar sem þekking byggð á reynslu
yrði metin sem hluti af námi. Þetta
er eitt af því sem Norðmenn hafa
verið að þróa nokkur undanfarin ár.
Svokölluð fagbréf eru árangur þess
og ríkir um þau almenn ánægja og
sátt hjá öllum hlutaðeigandi, yfir-
völdum menntamála, samtökum at-
vinnulífsins og samtökum launa-
fólks. Fagbréfin (Praksiskandidats-
ordningen) hafa reynst vera raun-
verulegt annað tækifæri til náms
fyrir stóra hópa á vinnumarkaði. Ég
er þeirrar skoðunar að framtíð slíkr-
ar námsleiðar sé best tryggð hjá
fullorðinsfræðslustofnunum eins og
MFA og símenntunarmiðstöðvunum
í nánu samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins og ríkisvaldið.
Aðgangur að náms- og
starfsráðgjöf
I sífellt flóknara samfélagi hefur
þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf
stöðugt verið að aukast. Ég tel afar
mikilvægt að fullorðnu fólki á vinnu-
markaði sem hefur stutta skóla-
göngu verði tryggður greiður að-
gangur að náms- og starfsráðgjöf:
• Ráðgjöf sem stuðlar að aukinni
sjálfsþekkingu m.t.t. starfsvals.
• Ráðgjöf þar sem einstaklingur-
inn fær hvatningu og stuðning til
að leggja mat á þekkingu sína og
færni og hvar henni sé ábótavant.
• Ráðgjöf sem styrkir og hvetur til
náms og veitir leiðsögn um
vinnubrögð í námi.
Ég tel að slík ráðgjöf geti styrkt
stöðu hópsins á vinnumarkaði og
þátttöku hans í símenntun. Hún eyk-
ur líkur á starfsánægju og þá um leið
betri árangri og er því eftirsóknar-
verð bæði fyrir einstaklinginn og at-
vinnulífið.
Stéttaskipting
framtíðarinnar
I umræðunni um símenntun hér á
landi hefur verið lögð mikil áhersla á
ábyrgð einstaklingsins á því að við-
halda þekkingu sinni og starfshæfni.
Ég vil ekki gera lítið úr þeirri
ábyrgð en tel hins vegar að þeir sem
hafa skemmri skólagöngu þurfi sér-
staka hvatningu til náms og raun-
veruleg ný tækifæri. Slík tækifæri
þurfa að vera sameiginlegt verkefni
ríkisvaldsins, samtaka atvinnulífsins
og verkalýðshreyfingarinnar. Ég lít
á það sem skyldu samfélagsins að
ti-yggja slík tækifæri til náms.
Verkefnið er brýnt ef við viljum
koma í veg fyrir að hér verði til tvær
þjóðir, þeir sem hafa þekkingu og
hinir sem hafa hana ekki og sem eiga
jafnvel á hættu að verða ýtt til hliðar
og þurfa að treysta á forsjá sam-
félagsins. Forðum því að hér þróist
stéttskipt þjóðfélag sem markast af
því hverjir hafa aðgang og raun-
veraleg tækifæri til menntunar.
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi,
verkefnisstjóri MFA.