Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Égheyrisagtað Þettaeralltskóla-
jólaleikritinu þínu nefndinni að
hafi verið frestað kenna
Ég taldi mig hafa
skrifað gott leikrit..
/MV BE5T 5CEME UJA5 N
/U)MERE J05EPH DRIVE5 MI5
[ FAMILY TO E6YPT IN A ,
V56TMUNPERBIRP.. y'
Besta atriðið var þar sem Jófsef keyrir
fjölskylduna til Egyptalands í ‘56
árgerðinni af Thunderbird..
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Villandi sjónar-
horn frétta
Frá Birni S. Stefánssyni:
ÆSKILEGT er, að skýringar, sem
fylgja fréttum, útbreiði ekki villandi
hugmyndir. Svo þykir mér samt iðu-
lega vera í slysafréttum. Þar er áber-
andi að kenna slysstaðinn við næsta
þéttbýli, þó að slysið tengist þéttbýl-
inu ekki neitt. Af því styrkist sú
ranghugmynd, að hættumar séu
mestar í þéttbýli, en staðreyndin er
sú, að fréttnæmustu slysin eru frek-
ar utan þéttbýlis.
Nokkur dæmi. Sagt var frá flug-
slysi við Höfn í Hornafirði. Það vakti
þá hugmynd, að slysið hefði orðið
nærri mannvirkjum og mannaferð á
Höfn, en það varð reyndar uppi í
fjalli og ekki nær Höfn en hverjum
öðrum stað í Homafirði. Höfn kom
því málinu ekki við, en eftir kann að
hafa setið beygur vegna fólks á Höfn.
Eins er þótt sagt sé frá öðmm atvik-
um og málum í Austur-Skaftafells-
sýslu en slysum, þá er Höfn á heila
fréttamannanna. Talað var um veg-
inn um Hvalnesskriður austan Hafn-
ar í Hornafirði. Hvalnesskriður em
fyrir austan Lón, en Lón er fyrir
austan Hornafjörð, og í Homafirði er
reyndar Höfn, eins og margt annað
og kemur ekki Hvalnesskriðum við.
Enn versnaði, þegar sagt var frá
fomleifum í Nesjum ,4 nágrenni
Homafjarðar", en Nes em reyndar
sveit í Hornafirði
Af sama tagi og fréttin af flugslys-
inu í Hornafirði var frétt um bana-
slys í akstri í nánd við Varmahlíð í
Skagafirði. Það kallaði fram mynd af
hinum fjölfömum vegamótum þar,
en slysið varð reyndar langt frammi í
Tungusveit og tengdist umferðinni
við Varmahlíð ekki á neinn hátt. Eft-
ir situr tilfinning um Varmahlíð sem
varasaman stað. Sagt var frá bílveltu
fyrir utan Hólmavík. Veltan var
reyndar á Ennishálsi, sem er minnst
40 km frá Hólmavík, og tengdist um-
ferð um Hólmavík ekki á neitt hátt.
Sagt var frá útafakstri á sveitavegi
rétt fyrir austan Selfoss. Það vekur
hugmynd um útjaðar Selfoss, en
óhappið reyndist vera á Ölvesholts-
vegi í Hraungerðishreppi. Enn eitt
dæmi um voðastaðinn Selfoss er
frétt um íkveikju „í sumarbústað
nærri Selfossi“, en hann var reyndar
uppi í Hreppum.
Fréttamenn eins og útlendingar
Sama tilhneiging, að hafa þéttbýlið
undir sjónarhominu, þótt atburður-
inn sé fjarri því, kemur fram í frá-
sögnum erlendra manna. Þannig
sagði bandarískur listamaður í Les-
bók Morgunblaðsins frá laugum á ís-
landi. Laugin í Reykjarfirði í Arn-
arfirði varð í frásögn hans í dal suður
af Bíldudal, Krosslaug (trúlega
Krossneslaug) rís upp úr jörðinni
fyrir norðan Hólmavík (hún er
reyndar í Trékyllisvík) og þá er sagt
frá Laugum norður af Búðardal.
Undarlega algengt er að neftia ekki
Dalina, heldur miða við Búðardal.
„Eldur kom upp f íbúðarhúsi að bæn-
um Dunkárbakka, nálægt Búðardal,
rétt fyrir hádegi í gær.“ Dunkár-
bakki er í Hörðudal og er um tvo
hreppa foma að fara á leið í Búð-
ardal.
Þorpsækni og borgsækni kemur
líka fram í erlendum fréttum. Sagt
var frá gistihúsbruna skammt frá
Brisbane í Ástralíu; hann var reynd-
ar 300 km frá Brisbane og var það
því líkt og frétt væri um brana
skammt frá Reykjavík, þegar eldur
kæmi upp í gistihúsi á Akureyri.
Braninn var í Queens-landi, það var
eðlileg staðarkynning. Sagt var frá
því, að börn hefðu verið tekin í gísl-
ingu í smábæ nærri Stafangri, en þar
heitir reyndar Hjelme-land og óvið-
komandi Stafangri og torsótt á milli;
eðlilegt hefði verið að segja Hjelme-
land á Rogalandi. Sagt var frá manni,
sem strútur réðst á í bænum Byg-
land suðvestur af Osló. Það er rétt
skoðað undir sjónarhomi flugmanns,
en annars út í hött að tengja Bygland
á Ögðum við Osló og ekki kalla Norð-
menn Bygland bæ. Meira frá Noregi.
Utvarpið talaði um herstöð í Bardu-
foss nærri Tromsö í Norður-Noregi.
Nær hefði verið að segja Bardu-foss í
Troms, en í Troms er líka Tromsö.
Þetta var í hádegisfrétt, en um
kvöldið sagði Sjónvarpið sömu frétt.
Þá var tekið fram, að staðurinn væri
1.200 km fyrir norðan Osló, en af-
staðan til Oslóar kom fréttinni ekki
við.
Flóinn þurkaður út
Ég nefndi áðan Selfoss og út-
afakstur í Flóanum. Flóinn er ekki
aðeins nærri þurkaður upp með
skurðum, heldur líka þurkaður út í
málinu, en í frásögnum af því, sem
þar er að gerast, er miðað við Selfoss
á einn eða annan veg. í veiðifréttum
var þannig sagt, að menn hefðu rennt
á Volasvæðinu „fyrir austan Sel-
foss“. Ég hygg, að veiðimenn, þegar
þeir era að veiðum í miðjum Flóan-
um, vilji sem minnst vita af Selfossi.
Enn fjær Selfossi en Voli og austar
er Þingborg, en í frásögn af starf-
semi þar sagði Morgunblaðið Þing-
borg rétt utan við Selfoss. Síðan varð
fólkið í Litlu-Sandvík fyrir því í
langri kynningu Morgunblaðsins
(Fjórar kynslóðir undir sama þaki),
að þar kom hvergi fram, að það ætti
heima í Flóanum. A sömu bókina var
dagskrárkynning útvarpsins um
flugstöðina „í Kaldaðarnesi nærri
Selfossi", sem sagt Kaldaðarnesi í
Flóa.
Mýrdalur er annað byggðarlag,
sem hverfur í skugga þorps í frá-
sögnum. Dæmigerð frásögn af at-
burðum á bæ í Mýrdal er „í Fagra-
dal, sem er skammt austan Víkur í
Mýrdal“. Fjarlægðin frá þorpinu
Vík, sem líka er í Mýrdal, kom sög-
unni ekki við, svo að blátt áfram var
um að ræða Fagradal í Mýrdal. Sjón-
varpið sagði frá drakknun í fjöranni í
Reynishverfi við Vík í Mýrdal, en á
milli Víkur og Reynishverfis er fjall
og ófært á milli sjávarmegin, og
drakknunin ekki tengd Vík á nokk-
urn hátt. Utvarpið sagði frá því eftir
flóð í Skaftá, að flæddi á veginn fyrir
austan Vík í Mýrdal. Frá Vík er fyrst
yfir Mýrdalssand að fara og síðan
Kúðafljót til að nálgast flóð í Skaftá.
Hugsanlega era fréttamenn gjarna
undir áhrifum löggæslumanna eða
vegagerðarmanna sem heimildar-
manna, sem segja frá undir sjónar-
horni stöðva sinna; í þessu dæmi eru
löggæslustöðin og bækistöð Vega-
gerðar ríkisins báðar í Vík.
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Kleppsvegi 40, Reykjavík
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.