Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk Égheyrisagtað Þettaeralltskóla- jólaleikritinu þínu nefndinni að hafi verið frestað kenna Ég taldi mig hafa skrifað gott leikrit.. /MV BE5T 5CEME UJA5 N /U)MERE J05EPH DRIVE5 MI5 [ FAMILY TO E6YPT IN A , V56TMUNPERBIRP.. y' Besta atriðið var þar sem Jófsef keyrir fjölskylduna til Egyptalands í ‘56 árgerðinni af Thunderbird.. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Villandi sjónar- horn frétta Frá Birni S. Stefánssyni: ÆSKILEGT er, að skýringar, sem fylgja fréttum, útbreiði ekki villandi hugmyndir. Svo þykir mér samt iðu- lega vera í slysafréttum. Þar er áber- andi að kenna slysstaðinn við næsta þéttbýli, þó að slysið tengist þéttbýl- inu ekki neitt. Af því styrkist sú ranghugmynd, að hættumar séu mestar í þéttbýli, en staðreyndin er sú, að fréttnæmustu slysin eru frek- ar utan þéttbýlis. Nokkur dæmi. Sagt var frá flug- slysi við Höfn í Hornafirði. Það vakti þá hugmynd, að slysið hefði orðið nærri mannvirkjum og mannaferð á Höfn, en það varð reyndar uppi í fjalli og ekki nær Höfn en hverjum öðrum stað í Homafirði. Höfn kom því málinu ekki við, en eftir kann að hafa setið beygur vegna fólks á Höfn. Eins er þótt sagt sé frá öðmm atvik- um og málum í Austur-Skaftafells- sýslu en slysum, þá er Höfn á heila fréttamannanna. Talað var um veg- inn um Hvalnesskriður austan Hafn- ar í Hornafirði. Hvalnesskriður em fyrir austan Lón, en Lón er fyrir austan Hornafjörð, og í Homafirði er reyndar Höfn, eins og margt annað og kemur ekki Hvalnesskriðum við. Enn versnaði, þegar sagt var frá fomleifum í Nesjum ,4 nágrenni Homafjarðar", en Nes em reyndar sveit í Hornafirði Af sama tagi og fréttin af flugslys- inu í Hornafirði var frétt um bana- slys í akstri í nánd við Varmahlíð í Skagafirði. Það kallaði fram mynd af hinum fjölfömum vegamótum þar, en slysið varð reyndar langt frammi í Tungusveit og tengdist umferðinni við Varmahlíð ekki á neinn hátt. Eft- ir situr tilfinning um Varmahlíð sem varasaman stað. Sagt var frá bílveltu fyrir utan Hólmavík. Veltan var reyndar á Ennishálsi, sem er minnst 40 km frá Hólmavík, og tengdist um- ferð um Hólmavík ekki á neitt hátt. Sagt var frá útafakstri á sveitavegi rétt fyrir austan Selfoss. Það vekur hugmynd um útjaðar Selfoss, en óhappið reyndist vera á Ölvesholts- vegi í Hraungerðishreppi. Enn eitt dæmi um voðastaðinn Selfoss er frétt um íkveikju „í sumarbústað nærri Selfossi“, en hann var reyndar uppi í Hreppum. Fréttamenn eins og útlendingar Sama tilhneiging, að hafa þéttbýlið undir sjónarhominu, þótt atburður- inn sé fjarri því, kemur fram í frá- sögnum erlendra manna. Þannig sagði bandarískur listamaður í Les- bók Morgunblaðsins frá laugum á ís- landi. Laugin í Reykjarfirði í Arn- arfirði varð í frásögn hans í dal suður af Bíldudal, Krosslaug (trúlega Krossneslaug) rís upp úr jörðinni fyrir norðan Hólmavík (hún er reyndar í Trékyllisvík) og þá er sagt frá Laugum norður af Búðardal. Undarlega algengt er að neftia ekki Dalina, heldur miða við Búðardal. „Eldur kom upp f íbúðarhúsi að bæn- um Dunkárbakka, nálægt Búðardal, rétt fyrir hádegi í gær.“ Dunkár- bakki er í Hörðudal og er um tvo hreppa foma að fara á leið í Búð- ardal. Þorpsækni og borgsækni kemur líka fram í erlendum fréttum. Sagt var frá gistihúsbruna skammt frá Brisbane í Ástralíu; hann var reynd- ar 300 km frá Brisbane og var það því líkt og frétt væri um brana skammt frá Reykjavík, þegar eldur kæmi upp í gistihúsi á Akureyri. Braninn var í Queens-landi, það var eðlileg staðarkynning. Sagt var frá því, að börn hefðu verið tekin í gísl- ingu í smábæ nærri Stafangri, en þar heitir reyndar Hjelme-land og óvið- komandi Stafangri og torsótt á milli; eðlilegt hefði verið að segja Hjelme- land á Rogalandi. Sagt var frá manni, sem strútur réðst á í bænum Byg- land suðvestur af Osló. Það er rétt skoðað undir sjónarhomi flugmanns, en annars út í hött að tengja Bygland á Ögðum við Osló og ekki kalla Norð- menn Bygland bæ. Meira frá Noregi. Utvarpið talaði um herstöð í Bardu- foss nærri Tromsö í Norður-Noregi. Nær hefði verið að segja Bardu-foss í Troms, en í Troms er líka Tromsö. Þetta var í hádegisfrétt, en um kvöldið sagði Sjónvarpið sömu frétt. Þá var tekið fram, að staðurinn væri 1.200 km fyrir norðan Osló, en af- staðan til Oslóar kom fréttinni ekki við. Flóinn þurkaður út Ég nefndi áðan Selfoss og út- afakstur í Flóanum. Flóinn er ekki aðeins nærri þurkaður upp með skurðum, heldur líka þurkaður út í málinu, en í frásögnum af því, sem þar er að gerast, er miðað við Selfoss á einn eða annan veg. í veiðifréttum var þannig sagt, að menn hefðu rennt á Volasvæðinu „fyrir austan Sel- foss“. Ég hygg, að veiðimenn, þegar þeir era að veiðum í miðjum Flóan- um, vilji sem minnst vita af Selfossi. Enn fjær Selfossi en Voli og austar er Þingborg, en í frásögn af starf- semi þar sagði Morgunblaðið Þing- borg rétt utan við Selfoss. Síðan varð fólkið í Litlu-Sandvík fyrir því í langri kynningu Morgunblaðsins (Fjórar kynslóðir undir sama þaki), að þar kom hvergi fram, að það ætti heima í Flóanum. A sömu bókina var dagskrárkynning útvarpsins um flugstöðina „í Kaldaðarnesi nærri Selfossi", sem sagt Kaldaðarnesi í Flóa. Mýrdalur er annað byggðarlag, sem hverfur í skugga þorps í frá- sögnum. Dæmigerð frásögn af at- burðum á bæ í Mýrdal er „í Fagra- dal, sem er skammt austan Víkur í Mýrdal“. Fjarlægðin frá þorpinu Vík, sem líka er í Mýrdal, kom sög- unni ekki við, svo að blátt áfram var um að ræða Fagradal í Mýrdal. Sjón- varpið sagði frá drakknun í fjöranni í Reynishverfi við Vík í Mýrdal, en á milli Víkur og Reynishverfis er fjall og ófært á milli sjávarmegin, og drakknunin ekki tengd Vík á nokk- urn hátt. Utvarpið sagði frá því eftir flóð í Skaftá, að flæddi á veginn fyrir austan Vík í Mýrdal. Frá Vík er fyrst yfir Mýrdalssand að fara og síðan Kúðafljót til að nálgast flóð í Skaftá. Hugsanlega era fréttamenn gjarna undir áhrifum löggæslumanna eða vegagerðarmanna sem heimildar- manna, sem segja frá undir sjónar- horni stöðva sinna; í þessu dæmi eru löggæslustöðin og bækistöð Vega- gerðar ríkisins báðar í Vík. BJÖRN S. STEFÁNSSON Kleppsvegi 40, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.