Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ævar Guð- mundsson fædd- ist í Hafnarfirði hinn 24. nóvember 1950. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala í Fossvogi aðfara- nótt 15. desember siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur I. Guð- mundsson, sýslumað- ur, alþingismaður, utanríkisráðherra og síðar sendiherra, f. 17. júlí 1909, d. 19. desember 1987, og kona hans Rósa Ingólfsdóttir, húsfreyja, f. 27. júní 1911, d. 27. júní 1998. Bræður Ævars eru Guðmundur Ingólfur, lögfræðing- ur, f. 5. apríl 1943, kvæntur Rósu Steinunni Jónsdóttur, Ingólfur Vignir, f. 17. nóvember 1944, d. 16. september 1961, Grétar, deild- arstjóri, f. 11. maí 1946, kvæntur Kathleen Guðmundsson, Orn, fulltrúi, f. 17. febrúar 1949, kvæntur Kristínu Guðfínnsdóttur. Ævar kvæntist hinn 21. júlí 1973 Guðrúnu Jóhannesdóttur, félagsfræðingi og leiðsögumanni, f. 22. desember 1950. Foreldrar hennar eru Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur, f. 18. júlí 1920, d. 8. júní 1995 og kona hans Margrét Sigrún Ragnarsdóttir, húsfreyja, Smábréf til að segja bless. Þú komst í þennan heim fjórum árum á eftir mér og nú ert þú stunginn af. Við vorum bara bræður í upphafi, fimm strákar (nei, það er ekki rétt við vorum sex með Dadda, sem, jú, var alltaf einn af okkur), þar til eitt dimmt haustkvöld 1961 fækkaði um einn og ómeðvitað varð sú breyting á, að frá því að vera bara bræður, urðum við vinir, vinátta sem hefur haldist í gengum árin, eitthvað sem aldrei verður frá mér tekið. Þú hefur verið lánsamur maður, átt góða konu, Guðrúnu og góð börn, Guðmund, Evu, Jóhannes og Ingólf. Vannst að því sem þú hafðir mikla ánægju af og gerðir mjög vel. Eg þakka þér fyrir þann tíma sem við höfðum saman þótt hann væri of stuttur. Þinn vinur og bróðir, Grétar. r Blómabwðiiá > öapðskom . v/ T-ossvogskií'kjwgai'ð J \. Sími. 554 0500 f. 7. nóvember 1924. Böm Ævars og Guð- rúnar eru Eva Margrét, lögfræð- ingur, f. 11. mars 1973, f sambúð með Kolbeini Árnasyni, lögfræðingi, Jó- hannes Ragnar, grafískur hönnuður, f. 2. desember 1974, Ingólfur Vignir, við- skiptafræðinemi, f. 8. nóvember 1978, unnusta hans er Sól- rún Ársælsdóttir, nemi. Sonur Ævars og Sigrúnar Helgadóttur, líffræðings, f. 22. september 1949, er Guðmundur Freyr, matreiðslumaður, f. 13. desember 1970. Sonur hans er Emil Freyr. Ævar lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1971. Hann lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Islands í júní 1976 og varð héraðsdómslögmað- ur í júní 1978. Hann starfaði sem fulltrúi á Lögmannstofunni Vest- urgötu 16 frá júní 1976 til júní 1978. Hefur rekið eigin lög- mannstofu f Reykjavík frá 1. júlf 1978. Útför Ævars fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!" Þessar ljóð- h'nur um fallvaltleika lífsins úr ljóðaflokknum Rubyat eftir Omar Khayyam í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar koma upp í hugann þeg- ar ég kveð Ævar Guðmundsson, mág minn, nýorðinn fímmtugan. Leiðir Ævars og Guðrúnar systur minnar lágu saman í Versló í stúd- entsferðinni til Grikklands sem hann hafði veg og vanda af að und- irbúa og skipuleggja. Síðan þá hafa þau verið samferða og verið hvort öðru allt, vinir, hjón, félagar og samstarfsmenn. Eg hef oft hugsað um hversu ótrúlega heppin þau voru að eiga samleið í lífinu, hve vel þau áttu saman og bættu hvort ann- að upp. Því er missir Guðrúnar mik- ill. Nú í lok nóvember fóru þau til Mexíkó til að njóta þar stórafmælis hans í hlýju og fögru umhverfi, sem átti svo vel við þau bæði. En dvölin varð ekki eins og ætlað var í upp- hafi. Ævar, sem alltaf var svo hress, lagðist veikur og þegar heim kom varð ekki við neitt ráðið þrátt fyrir aðhlynningu færustu lækna og hjúkrunarfólks. Það eru þung spor fyrir Guðrúnu og börnin þeirra að fylgja honum síðasta spölinn í dag. Ævar hafði marga mannkosti til að bera, hann var skarpgreindur, hæglátur, nokkuð dulur, en glettinn og mjög ákveðinn ef því var að skipta, með mikinn viljastyrk. Hann lét ekki mikið uppi um hvað hann var að fást við eða hvað honum fyndist. Þó átti hann það til að koma með stutta hárbeitta athugasemd í hálfkæringi og líta á mann á sinn vissa hátt. Minnist ég þess ekki að hafa nokkum tima séð hann skipta skapi, þó að skapmaður væri. Oft var erfitt fyrir þá sem ekki þekktu hann að átta sig á hvað hann var að hugsa. Hann var sjálfur mikill mannþekkjari og átti einnig mjög auðvelt með að greina stöðu í erf- iðum málum og sjá marga leiki fram í tímann. Ég minnist mjög flókins máls sem ég leitaði til hans með eft- ir að hafa leitað til nokkurra lög- fræðinga um aðstoð. Það stóð ekki á skýringunum og greiningunni hjá Ævari og lagði hann öll mál til hlið- ar til að vinna þetta fyrir mig, þótt hann væri önnum kafinn. Ég vildi launa honum greiðann, en hann svaraði að bragði: „Við emm nú vanir því í þessari fjölskyldu að vinna frítt fyrir Alþýðuflokkinn." Þetta var sagt með glimti í auga og brosi út í annað, sem var svo dæmi- gert fyrir hann. Ævar naut mikils trausts sem lögmaður, enda mjög fær í sínu fagi og gaf hann sig allan í vinnuna fyrir skjólstæðinga sína og náði yfirleitt góðum árangri. Þannig eignaðist hann mjög góða vini og trausta við- skiptamenn sem mátu hann mikils, en einnig andstæðinga og öfundar- menn. Nú þegar ég kveð Ævar með sár- um trega og miklu þakklæti fyrir tæplega 30 ára kynni, rifjast upp margar ánægjulegar samvem- stundir. Þegar við hjónin hófum bú- skap á háskólaárum okkar var sam- gangur tíður enda bjuggu þau á Sólvallagötunni og við á Víðimeln- um. Þegar við Einar Örn vomm far- arstjórar í Portúgal komu Ævar og Guðrún þangað með börnin í sum- arleyfum sínum og áttum við ógleymanlegar stundir þar. Þetta var þegar ferðamennskan var að byrja þar aftur og strendumar voru nánast okkar einkastrendur. Oft sagði Ævar skrautlegar sögur af veitingastöðunum á ströndinni, þar sem við gæddum okkur á nýveiddu sjávarfangi, en hann hafði til að bera skemmtilega frásagnagáfu. Fyrir ári fómm við saman í ógleymanlega ferð til Egyptalands, þar sem við hjónin og Guðrún tók- um að okkur fararstjórn og Ævar slóst með í för með dags fyrirvara. Þetta var stórkostlegt ævintýri og lagðist Ævar í lestur bókanna um Ramses II í kjölfarið og upplifði ferðina margsinnis - grafir konung- anna, Abu Simbel, Karnak og hofin á bökkum Nílar - allt varð ljóslif- andi að nýju fyrir hugskotssjónum hans. Þótt Ævar væri heimakær þá naut hann þess að ferðast með Guð- rúnu og vom þau alltaf á ferðinni þegar þau gátu. Gönguferðir innan- lands um öræfi og óbyggðir, vél- sleða- og jeppaferðir voru tíðar. I önnum dagsins gáfu þau sér alltaf tíma til gönguferða og var oft geng- ið rösklega í Heiðmörk og um El- liðaárdalinn. Það var eins og Ævar hefði haft eitthvert hugboð um að tími hans væri að styttast. Að minnsta kosti nýtti hann undanfarið hverja stund sem gafst frá lögmannsstörfunum, sem vom reyndar ærin, til að skoða heiminn með Guðrúnu systur minni. Þau undirbjuggu sig vel fyrir hverja ferð, samhent eins og æv- inlega, allt tiltækt var lesið um áfangastaðina og Guðrún punktaði niður. Allt skyldi skoðað og oft var farið á undan ferðafélögunum á fæt- ur til að sjá áhugaverða staði sem ekki vom inni í ferðaáætluninni. Þótt útkallið í þessa hinstu ferð hafi borið mjög brátt að og komið alltof snemma, þá var Ævar búinn að undirbúa þá ferð eins og aðrar. Hann fór aldrei svo frá verki að kveldi að ekki gæti hver sem er gengið að hlutunum að morgni. Það var hans vinnulag. Ævari var Guðrún og fjölskyldan ákaflega kær, hann gætti hennar í hvívetna og hafði hag hennar ávallt í fyrirrúmi. Fyrir það ber að þakka að leiðarlokum. Börnin þeirra munu búa að því um alla framtíð. Fyrir hönd tengdafjölskyldunnar vil ég þakka Ævari fyrir allt og bið Guð- rúnu, börnum hans, þeim Evu Margréti, Jóhannesi, Ingólfi og Guðmundi Frey, og tengdabörnun- um, Kolbeini og Sólrúnu, og litla afastráknum, Emil Frey, guðs blessunar á þessum erfiða tíma. Ásta R. Jóhannesdóttir. Það er svo óraunvemlegt að sitja hér á tíma ljóss og friðar til að skrifa kveðjuorð um Ævar, mág minn. Það er eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti aldrei að gera, en Ævar var tekinn svo fljótt frá okkur, svo stuttu eftir fimmtugsafmæli hans, að mér finnst að ég hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja hann. Fimmtíu ár em ekki langur tími, en Ævar notaði tímann mjög vel. Þegar foreldrar hans fluttu til Eng- lands 1965, vegna starfs Guðmund- ar, sem sendiherra, ákvað Ævar, sem var bara 14 ára, að framtíð hans væri hér á íslandi og hann stefndi að því að vera áfram hér og ljúka námi. Hann vissi strax hvað hann vildi gera þótt ungur væri og það var ákveðið að hann skyldi búa í foreldrahúsinu á Sólo hjá eldri bróður sínum, meðan foreldrar hans væm erlendis. Það var stór ákvörðun fyrir ungan dreng að segja nei við ævintýraferð til Lond- on, en svona var Ævar, hann vissi alltaf hvað hann vildi. Ævar kláraði gmnnskólanámið, fór í Verzlunar- skólann og svo í Háskólann þaðan sem hann útskrifaðist sem lögfræð- ingur árið 1976. Nokkrum árum eftir að Ævar út- skrifaðist, opnaði hann sína eigin stofu, fyrst í Armúla og svo í Síðu- múla. Lögmennskan krefst mikillar vinnu og Ævar var tilbúinn til að vinna mikið, en í rauninni var það ekki vinna fyrir Ævar, heldur frek- ar tómstund. Hann hafði brennandi áhuga og ánægju af starfi sínu og týndi sjálfum sér á skrifstofu sinni, sem er full af dóti og myndum sem honum þótti vænt um. í lok Versló kynntist Ævar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu. Ævar og Guðrún vom mjög sam- hent hjón, það var aldrei talað um þau hvort í sínu lagi, heldur saman, eins og þau hafa alltaf verið. Guð- rún hefur verið heittelskuð eigin- kona hans, besti vinur og kollegi. Þau hafa búið, unnið og leikið sam- an og hafa alltaf styrkt hvort annað allan þann tíma sem ég hef þekkt þau. Ævar átti fjögur börn, Guðmund Frey frá fyrir sambandi og svo þrjú börn með Guðrúnu, Evu Margréti, Jóhannes og Ingólf, sem eru honum öll til mikils sóma. Ævar var mikill fjölskyldumaður og honum leið best í faðmi fjölskyldunnar. En hann var ekki bara góður eiginmaður og pabbi, hann var líka góður bróðir, og bræður hans kunnu að meta hann. Bræðurnir em mjög sam- hentir og Ævar var alltaf reiðubú- inn til að hjálpa þeim með hvað sem var. Ævar hafði sérstaka kímnigáfu og gat alltaf fundið eitthvað fyndið um alveg ótrúlegustu hluti og þegar við komum saman á sunnudögum, eins og við vorum vön, fyrst á Sólo og svo í Miðleiti, var mikið hlegið. Við eigum eftir að sakna húmorsins alveg rosalega mikið. Þótt Ævar ynni mikið, fann hann alltaf tíma til að gera það sem hon- um fannst gaman. Hann var mikill útivistarmaður og þau Guðrún fóru oft í útilegur með krakkana þegar þeir vom yngri. Ævari fannst gam- an að ferðast og þau Guðrún voru mjög dugleg að skoða eins mikið af heiminum og þau gátu. Það var líkt og hann vissi að tíminn væri að renna út og því væri mikilvægt fyrir hann að sjá sem mest. Þegar ég hugsa til baka, finnst mér að það sé svo stutt síðan ég kynntist Ævari, árið 1972, þegar hann tók á móti okkur á Heathrow eftir fyrsta fríið mitt á íslandi. Við Grétar höfðum dvalið í íbúð þeirra í Reykjavík meðan þau dvöldu í íbúð okkar í London. Hann var bara © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir "• ”* * ~ ^ ' fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is EHF. Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. I Sverrir IEinarsson I útfararstjóri, !/s Msími 896 8242 JL Sverrir Olsen útfararstj&rl Baldur Frederiksen útfararsljóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ævar GUÐMUNDSSON tæplega 22 ára, hár og myndarleg- ur, með sitt dökka hár og Abraham Lincoln skegg, sem klæddi hann svo furðulega vel. Já, tíminn hefur verið fljótur að líða, en þótt Ævar sé farinn frá okkur, veit ég að hann mun lifa áfram í minningu okkar sem góður og traustur vinur. Guðrúnu, Evu Margréti, Jonna, Ingó, Guðmundi Frey, bræðrum Ævars og öllum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Kathy. Kær mágur minn, Ævar Guð- mundsson, er látinn. Hann kvaddi þetta jarðlíf aðfaranótt 15. desemb- er sl. Ekki grunaði mig að ég væri að hitta Ævar í síðasta skipti, þegar ég heimsótti hann sex dögum fyrir andlát hans. Hann var veikur þá, en vonin um að honum myndi batna var svo sterk að það hvarflaði ekki að okkur sem stóðum honum næst að svona mundi fara. Ævar var yngsti bróðir Guð- mundar, maka míns, gott og náið samband var á milli þeirra bræðra. Stutt var í grín og glens þegar þeir komu saman og gaman var að hlusta á þá og taka þátt. Blikið í augunum hans Ævars boðaði alltaf eitthvað skemmtilegt og stundum var spurning um hvort að maður ætti að trúa því sem að hann sagði eða ekki. Þeir skiptust alltaf á jóla- gjöfum og voru gjafirnar frá Ævari ævintýri líkastar. Honum fannst gaman að koma stóra bróður sínum á óvart, þannig að Guðmundur tók alltaf sinn tíma í að opna gjafirnar. Oftast voru þær nokkrar um hver jól og vöktu yfirleitt mikla kátínu. Alltaf var hægt að leita til Ævars þegar á ráðleggingum þurfti að halda jafnt í stórum málum sem smáum. Hann var glöggur og fljót- ur að sjá hlutina í réttu ljósi. Hann var hlýr og traustur þeim sem stóðu honum næst og er ég ríkari að hafa átt hann að. Ég kveð Ævar með söknuði og þakka honum allt. Guð geymi Guð- rúnu, börn, barnabarn og fjöl- skyldu. Rósa Steinunn. Kæri vinur. Mig langar að kveðja þig með ör- fáum orðum sem geta þó á engan hátt tjáð nægilega þá djúpu vináttu sem á milli okkar er og verður áfram, því vissulega nær vinátta okkar langt út fyrir takmarkanir þessa heims. Við kynntumst fyrir meira en 20 árum í gegnum störf okkar. Með ár- unum þróaðist gott samstarf í hlýja og trausta vináttu. Það var alltaf hægt að leita til þín með hvað sem var. Þú svaraðir öllum spurningum, stundum með annarri spurningu og þá var eins gott að geta rökstutt það sem verið var að biðja um. Það var líka skemmtilegast, þú varst snillingur í orðalist! Við áttum sam- eiginlega svolítið kaldhæðinn húm- or en hann var alltaf tempraður af hjartahlýju þinni. Já, oft var hlegið dátt, en stundum þurfti líka að brosa gegnum tárin og það var ekki vandamál frá þinni hendi, þú hélst bara áfram að spjalla þar til tárin hurfu. Til þín gat ég alltaf hringt eða komið, móttökurnar voru ávallt glaðlegar og hlýjar. Stundum leið langur tími á milli samtala en það skipti engu, við vorum sálufélagar. Þú átt yndislega konu, og ef þú varst ekki við eða upptekinn var Guðrún alltaf til staðar að spjalla eða gera góðlátlegt grín. Það var gott að vera í návist ykkar, því er söknuðurinn svo sár. Vissulega er það eigingirni af minni hálfu að vilja hafa þig lengur hér þrátt fyrir viss- una um að þú sért kominn á miklu betri stað. Þetta líf hér er aðeins augnablik í eilífðinni og brátt mun- um við hittast við aftur. Elsku Guðrún, ég bið algóðan Guð að styrkja þig og börnin þín. Ykkar vinkona, Sigríður Jónsdóttir. Eftir milt og veðursælt haust nálgast jólin með allri sinni litadýrð. Ennþá er bið eftir fyrsta snjónum og engin teikn á lofti þar um. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.