Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 74
74 ■ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið ki. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 13/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. sun. 14/1 nokkursæti laus. HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12, nokkur sæti laus, lau. 6/1, sun. 7/1, fös. 12/1. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12 kl. 16.00. uppselt, mið. 3/1, fös. 5/1, lau. 13/1, sun. 14/1. ÁSTKONUR PICASSOS - Brian McAvera Fim. 11/1 ogfös. 12/1. GJAFAKORT I ÞJÓBLEIKHÚSIB - GJÖFIM SEM L1FNAR l/IÐf www.lefkhusid.is midasala@leikhusid.is Sámapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán,—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. Ath! Opið til kl. 20 á Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag. Leikfélag íslands Gjafakort í Leikhúsið — skemmtileg jólagjöf sem lifir 551 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda 3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda lau 13/1 kl. 20 fös 19/1 kl. 20 SJEIKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 19 fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 530 303O SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 lau 6/1 kl. 20 fös 12/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042. opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn I salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is Gleðigjafamir eftir Neil Simon Leikstjóri Saga Jónsdóttir Sýn. fös. 29. des kl. 20. sýn. lau. 30. des kl. 20. Barnaleikritið Tveir misjafnlega vitlausir eftir Aðalstein Bergdal. sýn mið. 27.12 kl. 15. Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar MÓGLf e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMS. - UPPSELT! Lau 30. des kl. 14 -ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 7. jan kl. 14 Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson. Leikarar: Miðrik Friðriksson, Ellert A. Ingimundar- son, Thedór Júlíusson, lóhann G. Jóhannsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhanna Vigdís Amardóttir og Edda Biörg Eyjólfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Johannesson. Hljóð: Jakob Tryggvason. Búningar: Linda Björk Amadóttir. Leikmynd: Stígur Stein- þórsson. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ, ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TILVALIN IJÓLAPAKKA YNGSTU FJÖLSKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason Fös 29. des íd. 20 Lau 30. des kl. 20 HEILL HEIMUR I EINU UMSLAGI! NÝ OG FALLEG GJAFAKOKT Á LEIKSÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEG JÓLAGJÖF. HRINGDU (MIÐASÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉRJÓLAGJAFIRNAR UM HÆL! HÁTfÐARTILBOÐ Á GJAFAKORTUM FYRIR JÓLIN! GLEÐILEG JÓL Starfsfólk Borgarleikhússins óskar leikhúsgestum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vió þökkum ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að íiða og hlökkum til að sjá þig á næsta ári! Miðasala: 568 8000 Mtáasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími mtðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is KatflLeibliúsið Vesturpötu 3 Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir Sýning í dag 22.12. kl. 17.30 Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00 „Járunn Sigurðardáttir flutti einleikinn frábærlega...einstök helgistund í Kaffileik- húsinu...hér er sýning sem óhætt er að mæla með á aðventunni..." SAB, Mbl. Sýningar á Evu, Háalofti og Stormi og Ormi verða teknar upp aftur á nýju ári. MIÐASALA I SIMA 551 9055 Miðapantanir i Iðnó í síma: 5 30 30 30 AFI/AMHA Allt fyrir minnsta barnabarnið. Þumalína, Pósthússtræti 13. FÓLK í FRÉTTUM Stemmningin endurlifuð Tonllst Geislaplata ALLUR SKALINN Allur skalinn, tónlist úr söng- leikjum Flugfélagsins Lofts og Leikfélags Islands. Flytjendur: Margrét Eir, Helgi Bjömsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Valgerður Guðna- dóttir, Emilíana Torrini, Daníel Ág- ust Haraldsson, Jón Ólafsson, Björn Jömndur Friðbjörnsson, Jónmund- ur Grétarsson, Egill Ólafsson, Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Pálína Jónsdóttir, Valur Freyr Emilsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Geirfugl- arair, Skárren ekkert, Ragnhildur Gísladóttir og Sigurður Eyberg. Umsjón, tónlistarval og samsetn- ing: Jón Ólafsson. títgefandi: Leik- félag Islands. 20 lög - lengd 70:24 mín. ÞAÐ ER fátt skemmtilegra en að fara í leikhús og sjá þar eitthvert gott stykki. Sérstaklega höfða söng- leikir til breiðs hóps áhorfenda og ná yfírleitt að skapa góða stemmningu. Með tilkomu Loftkastalans og Leik- félags íslands jókst mjög framboð á söngleikjum en undanfarin sex ár hafa þessi leikfélög, sem nú hafa reyndar sameinast í eitt undir nafni Leikfélags Islands, sett á svið fjöl- marga söngleiki eða leikrit með tón- listarlegu ívafi. í tilefni sameining- arinnar er kominn út geisladiskur sem inniheldur tuttugu lög úr þess- um stykkjum. Lögunum er raðað í tímaröð og er það ágætis leið því tón- listin er það ólík að erfitt hefði verið að blanda henni þannig að heilsteypt mynd næðist. Það er of langt mál að tína til hvert og eitt lag og stikla ég því á stóru. Platan byrjar á lagi úr Hárínu, „Að eilífu", í frábærum flutningi Margrétar Eirar. Helgi Bjömsson kom mjög á óvart sem Frank ’n’Furter í Rocky Horror og flytur „Taumlaus transi“ úr því verki af mikilli snilld. Emilíana Torrini er áberandi á plötunni, en hún syngur þrjú lög. Fyrst er að nefna Melanie- lagið „Lay Down“ úr Stone Free og svo tvö lög úr leikritinu Veðmálið, „Io Te“ og „Heaven Knows“ sem hún syngur með Birni Jörundi. Fáar söngkonur íslenskar standa jafnfæt- is Emilíönu, hún býr yfu- sérstakri og magnaðri rödd og hefur auk þess mikla út- geislun. Hennar hlýt- ur að bíða heimsfrægð, hún hefur að minnsta kosti allt til að bera. Fyrrum fél- agarnir úr Ný- danskri, Daníel Ágúst og Björn Jör- undur, flytja báðir lög á diskinum, Bjöm Jörandur reyndar tvö sem hann samdi einnig sjálfur. Áðurnefnt „Heaven knows“ og svo dúett með Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu í laginu ,Á sama tíma að ári“ úr sam- nefndu leikriti. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af þessari sérkennilegu rödd Björns Jömndar og tel hann með okkar allra skemmtilegustu söngvuram. Ekki skemmir fyrir að hann kann að semja lipur popplög. ,Á sama tíma að ári“ er eitt af bestu lögum plötunnar, ekkert síðra en þau þekktari eriendu. Tvö barnalög eru á diskinum, „Það er svo gaman að vera í skóla“ og „Það vantar spýt- ur“ úr leikritinu um Hatt og Fatt. Lögin ættu að höfða einnig til þeirra fullorðnu því tónlist Ólafs Hauks Símonarsonar virðist ná til breiðs aldurshóps, samanber að Eniga Memga-diskurinn sígildi er alveg jafn vinsæll hjá foreldrum og böm- um. Hljómsveitin Skárr’en ekkert á tvö lög, „Þáttaskil" úr leikritinu Rommí og „Eldur“ úr Stjörnum á morgunhimni. Hljómsveitin hefur verið nokkuð iðin við að semja tónlist við leik- og dansverk undanfarin ár enda tónlist þeirra vel til þess fallin, fáir ná fram jafn góðri stemmningu. Þeir eru hvað þekktastir fyrir nota- lega kaffihúsatónlist en hafa þó sýnt það og sannað að þeir fara létt með að semja aðra tegund tónlistar eins og heyra má í hinu frá- bæra lagi „Eldur". Lokalögin tvö á diskinum eru úr væntanlegum söngleik, Hed- wig, sem frum- sýndur verður í Loftkastalan- um á næsta ári. Lögin eru afar vel sungin af Sigurði Ey- berg, sem eftir mínu besta minni söng með keflvísku sveitinni Deep Jimi and the Zep Creams hér fyrir nokkr- um árum. Ég reyndar hélt við fyrstu hlustun að hér væri sjálfur Lloyd Cole kominn syngjandi á íslensku en það er hreint ótrúlegur svipur með rödd og söngstíl hjá honum og Sig- urði. Tónlistai’stjórn í þessum stykkjum er í höndum fjölmargra, m.a. Þorvalds B. Þorvaldssonar, Ragnhildar Gísladóttur, Margrétar Örnólfsdóttur og síðast en ekki síst Jóns Ólafssonar, sem ber ábyrgð á tónlistinni í fjórum söngleikjum á plötunni og er auk þess umsjónar- maður með þessari útgáfu. Lögin á Öllum skalanum virka misvel án leik- hússins, sum ganga einungis upp sem leikhúslög en önnur eru meiri poppsmiðar. Þetta er þó diskur sem allir ættu að hafa gaman af, sérstak- lega þeir sem hafa séð þessar sýn- ingar og geta því endurlifað stemmninguna. Iris Stefánsdóttir Fyrirtaks bræðingur Tónllst Geislaplata so LOW So low, geisladiskur Jóhanns Ás- mundssonar. OII lög em eftir Jó- hann fyrir utan „To do or not to do“ sem er eftir Þóri tílfarsson. Á plöt- unni leikur Jóhann á bassa, gítar og hljómborð en með honum leika trommuleikararnir Einar Valur Scheving, Haildór Gunnlaugur Hauksson, Sigfús Óttarsson, Arnar Gfslason, Gunnlaugur Briem og Matthías Hemstock. Á hljómborð leika Þórir tílfarsson, Eyþór Gunn- arsson, Þórir Baldursson, Davíð _ Þór Jónsson og Óskar Einarsson. Á gítar leika þeir Ómar Guðjónsson, Sigurgeir Sigmundsson, Jón Elvar Hafsteinsson og Kristján Grét- arsson. Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson, Mike Campagna og Jó- el Pálsson leika á saxófóna. Samúel Jón Samúelsson leikur á básúnu og einnig koma við sögu þeir Illugi Magnússon og Björgvin Pálsson. Jóhann hljóðblandaði sjálfur ásamt Þóri tílfarssyni og hljómjafnaði síð- ar með Bjarna Braga Kjartanssyni. JÓHANN Ásmundsson hefur um árabil verið einn af fremstu bassa- leikurum þjóðarinnar ef ekki Evr- ópu. Sem liðsmaður bræðingssveit- arinnar Mezzoforte hefur hann notið mikillar virðingar af fagfólki og tónlistaráhugamönnum víða um heim og ekki að tilefnislausu. Lítið hefur farið fyrir Jóhanni síðustu misserin og þrátt fyrir að hafa leik- ið með hinum ýmsu kráarsveitum, t.d. Gildrumezz, þá er orðið æði langt síðan síðast heyrðist í honum á sínum helsta tónlistarvettvangi, bræðingnum. So low, inniheldur ellefu tónsmíð- ar, þar af tíu eftir Jóhann en eina eftir Þóri Ulfarsson. Það má segja að Jóhann sé með eins konar bræð- ingslandslið með sér á plötunni því á þriðja tug afbragðshljóðfæraleik- ara koma við sögu. Mezzoforte- kapparnir Eyþór Gunnarsson og Óskar Guðjónsson eru þar á meðal og eiga sérdeilis góðan leik, eink- um og sér í lagi Ey- þór sem er í jóhaW*sn þeim klassa i að óskiljanlegt er að hann skuli ekki starfa á erlend- um vettvangi. Ungur og „Ey- þórsskotinn" hljómborðsleik- ari, Davíð Þór Jónsson, á einnig mjög góðan leik á So low, einkum er einleikskafli hans í lagi Þóris Úlfars- sonar, „To do or not to do“, fram- úrskarandi. Aðrir hljóðfæraleikarar plötunnar skila sínu sömuleiðis fá- dæma vel; mikið hrynnæmi og al- mennt „músíkalitet“ er nánast und- antekningalaust á leik þeirra að heyra. Stjarna plötunnar er þó tví- mælalaust Jóhann sjálfur, sem sýn- ir mikla snilld á rafbassa, með og án banda. Jóhann leikur mikið með svokallaðri „slap“-tækni sem vinsæl er í hrynríkum stefnum á borð við tónlistarsystkinin bræðing og fönk. Á níunda áratugnum var tækni þessi reyndar notuð sýknt og heil- agt í flestum tegundum tónlistar, einkum í „sítt að aftan" poppinu, en heldur þykir það eldast illa í dag. Slík tegund bassaleiks hefur oft farið í taugarnar á undirrituðum en því er ekki að heilsa á So low því „slappið“ hæfir tónlistinni ákaflega vel. Svo eru líka fáir menn sem fremja slíkan þumalbarning betur en Jóhann. Lögin á So low eru öll ósungin, eins og títt er með bræðingstónlist. Smíðarnar eru flestar einfaldar og á köflum heldur þunnar. Það kemur kannski ekki á óvart því bræð- ingurinn verður seint talinn tónlist lagasmíðanna. Sem óbeint af- sprengi djasstón- I listar þá er hann fyrst og fremst tónlist hljóð- færaleiksins; hrynhiti og einleikskafiar eru allsráð- andi en lögin eru meira eins og form til að halda hljóðfæraleiknum saman. So low ber glögg merki þeirra ein- kenna en smíðarnar eru þó sjaldn- ast beinlínis ómerkilegar. Víða má finna þekkilegustu laglínur þó oft sé um klisjulegar lausnir að ræða. Hið jólalega og djassskotna „Ser- enity Walz“ þykir mér besta lag plötunnar og flutningurinn er af- bragð. Það er lifandi hljóðritum, þ.e. ein upptaka, og gefur til kynna ótvíræða kosti þeirrar vanmetnu upptökuaðferðar. Ég væri að ljúga ef ég segði að mér þætti So low skemmtileg plata. Bræðingur hefur aldrei höfðað til mín, en taka ber ofan fyrir því sem vel er gert og það geri ég óhikað í þessu tilfelli. So Low er um margt mjög vel heppnuð plata og uppfull af fyrirtaks spilamennsku. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.