Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ
: 50 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000
MINNINGAR
ÆVAR
GUÐMUNDSSON
rökfastur og fylgdi hverju máli þétt
eftir, enda mikill keppnis- og bar-
áttumaður í eðli sínu eins og hann
átti kyn til.
Ævar Guðmundsson var mynd-
arlegur maður að vallarsýn, hávax-
inn, grannur, beinn í baki, snar í
hreyfingum og fríður sýnum.
Augnaráðið gat verið hvasst, um
varir hans lék oft kankvíslegt bros,
og tilsvör hans gátu á stundum ver-
ið snögg og beinskeytt. Af því
drógu sumir þá ályktun, að Ævar
væri kaldlyndur maður. Því fór
hins vegar víðs fjarri og undir yf-
irborði, sem stundum gat verið ei-
lítið hrjúft, einkum fyrr á árum, sló
milt og nærgætið hjarta. Hann var
með afbrigðum trúr þeim, sem
hann bast tryggðar- og vináttu-
böndum, greiðvikinn og góðviljað-
ur, og í eðli hans bjó rík samúð með
þeim sem á einhvern hátt urðu und-
ir í lífinu.
Þegar ég nú við leiðarlok kveð
minn góða vin og félaga Ævar Guð-
mundsson hinstu kveðju eru mér
efst í huga ljúfar minningar frá lið-
inni tíð. Jafnframt minnist ég með
hlýhug og þakklæti velgjörða hans í
garð foreldra minna en þeim bast
hann vináttu- og tryggðaböndum og
reyndist jafnan sem hinn besti son-
ur allt til hinstu stundar.
Ævar Guðmundsson féll fyrir ill-
vígum sjúkdómi langt um aldur
fram og bar andlát hans hratt og
óvænt að. Skuggi sorgar hvílir yfir
fjölskyldu hans þessi jólin. Ég sendi
konu hans, Guðrúnu, bömum þeirra
hjóna og ástvinum öðrum mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Þungur
harmur er að þeim kveðinn. En
minningin um góðan dreng lifir.
Megi það verða nokkur huggun
harmi gegn.
Þorgeir Orlygsson.
Sú hugsun var fjarstæð þegar við
kvöddum Guðrúnu og Ævar á Kefla-
víkurflugvelli hinn 6. des. eftir
ferðalag til Mexíkó að við ættum
ekki eftir að sjá Ævar vin okkar aft-
ur. Við höfðum öll hlakkað til ferð-
arinnar til Mexíkó og þar héldum
við m.a. upp á 60 ára afmæli Ævars
hinn 24. nóvember. Guðrún og Ævar
voru dugleg að ferðast og við feng-
um að vera þátttakendur í mörgum
ferðum með þeim bæði innan lands
og utan. Stundum með bömunum og
stundum án þeirra. Allar þessar
ferðir em okkur minnisstæðar og
við töldum víst og sjálfsagt að við
fjögur ættum eftir að fara saman í
margar ferðir enn.
Skömmu eftir að við komum til
Mexíkó gerðum við okkur grein fyr-
ir að Ævar, sem jafnan var hreystin
uppmáluð, var ekki eins og hann átti
að sér. En hann bar sig vel og gerði
lítið úr veikindum sínum, fór í lang-
ar göngur með okkur á ströndinni
og reyndi af veikum mætti að njóta
Mexíkódvalarinnar með Guðrúnu og
okkur. Að lokum leitaði hann til
lækna sem fundu enga skýringu á
veikindum hans. Þegar við komum
heim til Islands var Ævar orðinn svo
langt leiddur að nauðsynlegt reynd-
ist að flytja hann af flugvellinum
með sjúkrabíl. Guðrún fylgdi manni
sínum en við ókum bílnum þeirra
heim. Það var dapurlegur endir á
ferðalagi sem átti að vera svo
ánægjulegt. En líkt og Ævar vorum
við þess fullviss að hann næði fljót-
lega heilsu og yrði brátt kominn aft-
ur til vinnu sinnar.
En lífið er hverfult. Daginn sem
við sóttum ljósmyndirnar úr ferðinni
barst okkur fréttin um andlát Æv-
ars.
Skyndilega verður jólaundirbún-
ingurinn fánýtur og tilgangslaus,
ekkert hægt að gera nema kveikja á
kerti og láta hugann reika til baka.
Ótal ánægjulegar minnar koma í
hugann, minningar sem við munum
ætíð varðveita sem dýrmætan sjóð.
Tilhugsunin um að eiga ekki eftir að
hitta Ævar aftur er óskiljanleg.
Hugurinn leitar til Guðrúnar, sem
hefur varla vikið frá manni sínum
síðustu vikur, og ástvinanna sem
hann skilur eftir sig. Og við spyrjum
aftur og aftur, hvers vegna þurfti
þetta að fara svona?
Elsku Guðrún, börn og aðrir að-
standendur, við biðjum góðan guð
um að styrkja ykkur í sorginni.
„Þó að ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekld um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf.
óþ.)
Olöf og Vigfús.
t
Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda-
móðir og amma,
JÓFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Hólavegi 17,
Sauðárkróki,
er iátin.
Gunnar Þórðarson,
Anna Kristín Gunnarsdóttír, Sigurður Jónsson,
Birna Þóra Gunnarsdóttir, Sölvi Karlsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og tengdadóttir,
KRISTÍN KARÍTAS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Ósabakka 11,
Reykjavík,
«5 lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 20. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Einar Norðfjörð,
Einar Þór Einarsson, Margrét Sif Andrésdóttir,
Sólveig Einarsdóttir,
Þórður Einarsson,
Bergsteinn Ólafur Einarsson,
Sólveig Guðmundsdóttir.
KJARTAN
GÍSLASON
+ Kjartan Gísla-
son fæddist í
Reykjavík 10. ágúst
1913. Hann Icst á
heimili sínu 15. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjdnin Gisli Jdhann-
esson, múrari, f. 25.
september 1873, d.
1958, og Stefanía
Björnsddttir, f. 2.
apríl 1879, d. 1932.
Bæði voru þau ættuð
úr Rangárvallasýslu.
Gísli og Stefanía
eignuðust átta börn
en af þeim ddu tvö í æsku. Önnur
systkini voru Guðmundur Stefán,
Sigurbjörg Lilja, Jdn, Guðmundur
Jdn og Unnur. Þau
eru öll látin.
Kjartan kvæntist
eftirlifandi eiginkonu
sinni, Sigríði Kristínu
Pálsddttur, 4. ndvem-
ber 1939. Þau bjuggu
allan sinn búskap f
Reykjavík. Kjartan og
Sigríður eignuðust
tvær dætur: 1) Stef-
anía Sigríður, f. 29.
oktdber 1950, var gift
Rundlfi Maack. Sonur
þeirra er Kjartan Ás-
geir Maack, f. 7. oktd-
ber 1975. 2) Margrét
Lilja, f. 9. ndvmeber 1954, gift Jd-
hannesi Þdr Ingvarssyni. Böm
þeirra em: a) Ingvar Þdr, f. 4.
mars 1977. b) Sigríður Kolbrún, f.
1. oktdber 1980. c) Dagný, f. 28.
júlí 1986.
Kjartan lærði málaraiðn hjá
Óskari Jdhannssyni, lauk náms-
tíma og Iðnskdlaprdfi 1935. Strax
um haustið sigldi hann tii Kaup-
mannahafnar til framhaldsnáms
og lauk þar sveinsprdfi vorið 1936
og hlaut bronsverðlaun fyrir prdf-
ið. Kjartan tdk virkan þátt í félags-
störfum fyrir málarastéttina.
Hann gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Málara-
meistarafélagið, var ritari þess,
varaformaður og formaður. Sat í
samninganefnd og prdfnefnd um
áraraðir, oftast sem formaður.
Var í ritnefnd Málarans, tímarits
félagsins, um árabil. Þá var hann
oft fulltrúi félagsins á mdtum
Sambands norrænna málarameist-
ara.
Útfdr Kjartans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Vegir guðs eru órannsakanlegir,
en hitt er víst að einhverntíman för-
um við öll á vit nýrra ævintýra. Nú
hefur þú, afi okkar, lagt af stað í
eitt slíkt ferðalag. Eitthvað var nú
brottförin þér lík, hljóðleg og frið-
söm en samt ákveðin.
Lengi hefur þú yljað okkur með
léttu lundarfari og góðmennsku og
sjaldséður er hæfileikinn sem þú
barst með þér að sjá björtu hlið-
arnar á flestum málum. Ósjaldan
vorum við í pössun hjá ykkur ömmu
þegar við vorum lítil, svo foreldrar
okkar fengju nú smáfrið, og munum
við víst aldrei gleyma þeim tímum.
Hláturinn er okkur sérstaklega
minnisstæður enda svo einlægur og
smitandi. Ekki munum við heldur
gleyma öllum bókunum sem þú last,
en sú viska sem þú bjóst yfir er víst
ekki öllum gefin.
Það er dálítið skrýtið að hafa þig
ekki hjá okkur lengur og eitt er
víst, sá fjórfætti af okkur er ekki
kátur núna, enda fær hann víst ekki
lengur aukabita við matarborðið.
Þó svo að söknuður ríki í hjarta
okkar allra munu allar minningarn-
ar sem þú hefur gefið okkur öllum
ilja okkur um hjartarætur um
ókomna tíð. Þú átt vísan stað í
hjarta okkar allra. Við vitum að þú
ert á góðum stað og vonandi færðu
að spila smáfótbolta þarna hinum
megin. Það myndi örugglega gleðja
þig-
Farðu í friði, elsku afi, og vonandi
færðu bráðlega einhver svör við öll-
um þeim spurningum sem bækum-
ar gátu ekki gefið. Þú getur kannski
laumað einhverjum þeirra til okkar
við tækifæri til að hjálpa okkur við
að takast á við lífið í allri sinni
margbreytilegu mynd.
Kjartan, Ingvar,
Sigríður og Dagný.
Kjartan móðurbróðir minn er lát-
inn 87 ára að aldri. Hann var heilsu-
hraustur fram á síðustu ár og átti
langa starfsævi.
A mínum æskuárum var talsverð-
ur samgangur milli foreldra minna
og þeirra Kjartans og Siggu. Kjart-
an var mömmu alltaf mjög kær og
þær Sigga voru góðar vinkonur.
Kjartan var frekar hávaxinn
maður, grannur og léttur á sér.
Hann var ekki margmáll og lítið
fyrir að flíka tilfinningum sínum.
Hann var fríður sýnum og það var
alltaf stutt í brosið. Það var oft
hlegið þegar þau hittust foreldrar
mínir og þau Kjartan og Sigga.
Kjartan var hægur og rólegur,
allt virtist svo áreynslulaust. Kjart-
an var málarameistari að mennt og
atvinnu. Mamma hafði tröllatrú á
smekkvísi og fagmennsku Kjartans
og stóð hann alltaf undir vænting-
um. Það kom því að sjálfu sér þegar
þurfti að mála hjá foreldrum mínum
að kallað var í Kjartan og fengnar
ráðleggingar og álit um litaval. Það
var á þeim tímum þegar ekki var
hægt að fara í málningarbúð og
velja úr hundruðum litaspjalda en
einnig eftir að sú tækni kom til. Þá
kom Kjartan með litatúpumar sínar
og töfraði fram liti sem allir voru
ánægðir með.
Kjartan var vindlareykingamað-
ur. Hann naut þess að fá sér góðan
vindil. Ef við bræðurnir vorum ekki
heima þegar Kjartan og Sigga
komu í heimsókn til foreídra okkar
þá leyndi það sér ekki þegar heim
var komið. Vindlalyktin hans Kjart-
ans þótti okkur alltaf svo góð.
Nú þegar Kjartan er dáinn og
þar með öll systkini hennar mömmu
á ég einungis góðar minningar í
huga um þau. Minningu um nægju-
samt fólk, glaðvært og traust.
Elsku Sigga, Stebba og Magga,
guð gefi ykkur styrk og ró á þessari
erfiðu stund.
Birgir Bachmann.
Þar sem minn gamli vinur Kjart-
an Gíslason hefur nú horfið yfir
móðuna miklu, vil ég minnast góðs
drengs sem reyndist öllum vel og
studdi ávallt góð málefni.
Það eru nú yfir sjötíu ár síðan ég
kynntist honum á Rólutúninu við
Bræðraborgarstíg í vesturbænum.
Þá vorum við ungir drengir að
sparka bolta. Rólutúnið var í raun
leikvöllur en um leið uppeldismið-
stöð fyrir unglinga er ætluðu að
hasla sér völl í knattspymuliðum
KR. Þar æfðum við saman hvern
dag er veður gaf og uppskárum að
lokum að vera valdir í 3. flokks lið
KR. Kjartan var ávallt lipur knatt-
spyrnumaður og eftir að hinn
þekkti þjálfari Guðmundur Ólafsson
hafði valið hann til keppni fyrir
félagið, lék hann í öllum þremur
flokkum félagsins sem var keppt í
hér. Frægasti flokkur sem hann lék
í er sennilega 2. flokkur, en hann
vann það afrek að vinna öll mót sem
háð voru 3 ár í röð.
Árið 1934 stofnaði KR ferða- og
skíðanefnd félagsins, en þá voru að
hefjast hér skíðaferðir. KR vildi
ekki láta sitt eftir liggja og vildi sjá
um að félagar gætu æft hollar og
góðar íþróttir allt árið. Nefndin var
því stofnuð til að stjórna þessu nýja
átaki félagsins. Kjartan var þar í
forystusveit og var skipaður í fyrstu
stjórn nefndarinnar. Tók hann virk-
an þátt í störfum nefndarinnar svo
og í íjalla- og skíðaferðum sem urðu
fljótlega mjög vinsælar. Þá stóð
hann í ströngu með öðrum félögum
þegar fyrsti skíðaskálinn var byggð-
ur 1936, en hann var byggður hátt
uppi í hlíðum Skálafells, um 5 km
frá veginum. Allt efni var borið á
öxlum burðarmanna. Kjartan var
mjög félagslyndur og þótti gaman
að taka þátt í byggingu skálans og
styðja þar með átak félagsins í að
ryðja nýrri íþróttagrein brautar-
gengi sem ætti án efa að verða vin-
sæl. Þegar Kjartan valdi framtíð-
arstarf ákvað hann að fara í
málaraiðn. Gerðist hann þá lærling-
ur eins og títt var um unga menn.
Hann lauk því námi á tilskildum
fjórum árum ásamt Iðnskólanum.
Þegar hann hafði lokið þessu námi
vildi hann fara utan og fullnema sig
betur til að búa sig betur undir
framtíðarstarfið. Hann valdi þá leið
að fara til Kaupmannahafnar og
innritast á þekktan meistaraskóla.
Vildi svo til að urðum samskipa út,
þegar ég hóf nám mitt í þessari
gömlu höfuðborg okkar. Gátum við
komið því svo fyrir að við bjuggum
við sömu götuna þennan vetur. Var
það ánægjulegt að hafa þarna ágæt-
an knattspymufélaga með sér þeg-
ar farið var út að kynnast stórborg-
inni. Kjartan tók burtfararpróf frá
skólanum um vorið. Hlaut hann þar
sérstök bronsverðlaun fyrir frábært
próf. Eftir heimkomuna gerðist
hann fljótlega málarameistari og
stofnaði félagsskap með öðrum í
greininni. Vegna lipurðar og hæfi-
leika sinna varð hann skjótt eft-
irsóttur, svo fyrirtækið gekk frá
upphafi vel. Kjartan hafði mjög
næmt og listrænt auga fyrir litum
og litasamsetningum. Hann var því
fljótur að leysa slík mál með fal-
legum litaprufum er hann gerði á
svipstundu á staðnum fyrir húsráð-
anda.
Kjartan var mjög prúður og nær-
gætinn í allri framkomu. Hann vann
sér því fljótt hylli allra. Þá var hann
eftirsóttur til hverskonar félags-
málastarfsemi. Sat hann lengi í
stjórn Málarameistarafélags
Reykjavíkur svo og formaður þess
um tíma. Trúmaður var Kjartan og
kirkjurækinn. Hann gerðist félagi í
Bræðrafélagi Langholtskirkju og
starfaði þar um áraraðir til stuðn-
ings söfnuði og kirkjustarfi öllu er
þar fór fram.
Rétt fyrir stríð kvæntist Kjartan
æskuvinkonu sinni Sigríði Pálsdótt-
ur. Eignuðust þau tvær dætur, Stef-
aníu og Margréti. Hafa þær stofnað
sín eigin heimili. Nokkru eftir stríð
byggðu þau snoturt einbýlishús við
Skeiðarvog. Var það sniðið fyrir
fjölskylduna, enda vildu Kjartan og
Sigríður stilla byggingunni í hóf
þótt margir byggðu stórt á þessum
tíma. Líkaði þeim staður og hús vel
og bjuggu þar lengst af sínum bú-
skap. Stöðugt var mikil vinátta á
milli heimila okkar Kjartans og
varð það meðal annars til þess að
konumar voru í fjögurra kvenna
saumaklúbb. Var þar stöðugt unnið
að listrænum hannyrðum til að
prýða heimilin. Þegar við karlamir
fengum svo að sækja konur okkar
þótti sjálfsagt að bjóða í kaffi og
heimatilbúnar kræsingar. Var þá
oft glatt á hjalla, enda lögðu kon-
urnar þá frá sér prjóna og nálar.
Stundum stóð þessi ágæti klúbbur
fyrir ferðalögum þar á meðal tveim-
ur utanlandsferðum. Á slíkum ferð-
um naut Kjartan sín vel. Hann var
ávallt léttur í lund og spaugsamur,
enda hafði hann glöggt auga fyrir
hinu spaugilega í tilvemnni.
Að leiðarlokum vil ég þakka sam-
fylgdina og senda innilegar sam-
úðarkveðjur til Sigríðar, dætra og
ástvina þeirra.
Gísli Halldórsson.
Málararnir sem lærðu iðn sína á
kreppuárunum eftir 1930 áttu fyrst
og fremst þá hugsjón að verða góðir
handverksmenn og fóru þessvegna
flestir til frekara náms erlendis, eft-
ir að hafa lokið starfsnámi hér
heima.
Einn þeirra málara var Kjartan
Gíslason málarameistari.
Kjartan var einn fyrsti málarinn
sem ég kynntist eftir að ég fór að
hafa afskipti af félagsstarfi málara
íyrir rúmlega hálfri öld. Þau kynni
leiddu til ævarandi vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Sumir menn fá í vöggugjöf þá