Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
________UMRÆÐAN________
Hvurs lax er þetta?
ÞAÐ er til marks um
góðar gáfur að geta
skipt um skoðun. Eg
hugsaði því með mér,
þegar ég rakst á viðtal
frá 1988 við Guðmund
Val Stefánsson fiskeld-
ispostula, að hann hlyti
að vera einstakt gáfu-
menni. Maðurinn hefur
nefnilega sMpt um
skoðun á nokkrum
helstu grundvallarat-
riðum laxeldis.
En hvað sagði þessi
ágæti herramaður í
Mbl. 18. apríl 1988?
Það var fyrirsögnin
sem vakti fyrst athygli
mína: Matfiskeldi mun í auknum
mæli flytjast í land.
Þetta þótti mér skrýtið miðað við
það sem haft hefur verið eftir Guð-
mundi á prenti síðustu vikur og mán-
uði. Fyrir 12 árum fann hann
sjókvíaeldi flest til foráttu og hóf
strandeldi upp til skýjanna. Sagði
hann meðal annars að Norðmenn
hefðu vaxandi áhuga á strandeldi -
og hvernig stóð á því? Nú leyfi ég
mér að vitna beint í greinina írá
1988:
„Þeir þættir sem mæla með
strandstöð framyfir sjókvíar eru
m.a. þeir, að sögn Guðmundar, að
minni smithætta er við strandeldið,
betra umhverfi eldisfisksins, auð-
veldari stjórnun umhverfisþátta,
minni afföll, aukin framleiðslugeta,
lægri rekstrarkostnaður, betri gæði,
meiri sveigjanleiki með tilliti til eld-
istegunda og möguleiM á að yfir-
metta vatnið með súrefni, en eftir því
sem yfirmettun er meiri verður
vatnsþörfin minni.“
Það munar ekM um það! Hér að
ofan telur Guðmundur upp nokkra
grundvallarþætti sem varða afkomu
fiskeldisstöðva og drepur á umhverf-
ismál og mengun. Skoðanir mínar á
því hvort Stones séu betri en Bítl-
arnir geta breyst á 12 árum, en tveir
plús tveir eru ávallt fjórir og sólin
kemur áfram upp í austri. Ekkert
hefur breyst á þessum tíma sem
skýrir stökkbreytingu hugarfarsins
hjá fiskeldispostulanum.
Byggjast vísindi þessara manna
einvörðungu á krónutölum og hagn-
aðarsjónarmiðum? Kæra þeir sig
kollótta um mengun, úrkynjun og
sýMngahættu?
Rök peningahyggjunnar hljóma
oft sannfærandi, ekM síður nú en í
aðdraganda fyrra fiskeldisævintýris-
ins. Eldisgreifarnir ætla að raka
saman peningum og sjá til að almúg-
inn í dreifðum byggð-
um landsins hafi eitt-
hvað við að vera.
Hinn 18. nóvember
sl. sagði Guðmundur í
viðtali við Morgunblað-
ið að sjókvíaeldi í Mjóa-
firði myndi skapa allt
að 100 ný störf og að
þetta væri umhverfis-
væn stóriðja. Þessi orð
hafa eflaust fallið vel í
kramið hjá Austfirð-
ingum sem hlakka mik-
ið til að standa á laxa-
planinu með reidda
sveðju og afhausa Nor-
egslaxinn á forstjóra-
launum. íslendingum
hefur alltaf þótt svo gaman að vinna í
fisM. Nú verða blessaðir Pólverjam-
ir líklega sendir heim því að heima-
menn krefjast þess auðvitað að fá að
sitja að kjötkötlunum.
Nokkrum dögum síðar sagði sami
maður í sama blaði að gífurleg
Laxeldi
Ég skora á almenning
að láta í sér heyra, segir
Börkur Bragi Baldvins-
son, og ég skora á Guð-
mund Val Stefánsson að
skipta aftur um skoðun,
hin var miklu betri.
áhætta væri samfara fiskeldinu, eng-
inn viti hvernig það muni fara. Það
er eins og rofi stundum til hjá Guð-
mundi, en svo hrökkvi hann í sama
farið aftur. Auðvitað veit enginn
hvernig þetta fer, en marga grunar
að það fari því miður allt á versta
veg.
I Berufirði ætla greifamir líka að
búa til slatta af störfum. Þar verða til
hátt í 60 ný störf og íbúar Djúpavogs
verða allir ríkir á einu bretti. Þeir
þrá það framar öllu öðm að komast í
66°N gallann og fá að slátra laxi á
bullandi akkorði. Þetta er allt borð-
leggjandi. Sama sem engin mengun,
þörungablómi og sníkjudýr bara
goðsögur sem aldrei hafa þrifist hér
frekar en nasisminn í Þýskalandi -
og það sleppur auðvitað ekM eitt ein-
asta kvikindi af þessum erfðabreytta
laxi.
Reynsla annarra þjóða segir okk-
ur reyndar að þar séu sníkjudýrin að
færa sig upp á skaftið og það kosti
stórfé af skattpeningum borgaranna
að sporna við mengun frá eldinu.
Stórslys hafa orðið þegar hellingur
af dekurlaxi sleppur út í villta nátt-
úru þar sem hann blandast villtum
stofnum og keppii' við þá um fæðu og
búsvæði. Að auM hafa sagt mér
trillukarlar fyrir austan, sem hafa
stundað veiðar í Bemfirði áratugum
saman, að planta eigi þessum kvíum
beint ofan á einhver gjöfulustu
skarkolamið Austfjarða. En hvern
varðar um það þegar „umhverfisvæn
stóriðja“ er annars vegar? Þetta
trillubrölt skilar samfélaginu eystra
bara nokkrum hundraðum milljóna
króna á ári og er svo sem ekkert sér-
lega umhverfisvænt. Hver veit nema
karlamir hræki annað slagið út yfir
borðstokkinn eða láti eitthvað þaðan
af verra vaða ofan í sjóinn?
Ég held að öllum hljóti að vera
ljóst að sjókvíapostularnir láta
stjórnast af skammtímagróðasjónar-
miðum. Þeir era ekM þekktir af því
að unna verkalýðnum neitt sérstak-
lega. Ætlunin er auðvitað að hafa
bara nokkra milljarða upp úr krafs-
inu og færa sig síðan yfir í næsta
fjörð, þegar skíturinn verður of mik-
ill, skarkolinn dauður og fólMð flúið
af laxaplaninu. 160 ný störf? Það var
og-
Saga síðustu áratuga sannar að
patentlausnir á byggðavandanum
duga skammt. Man einhver eftir loð-
dýrabúunum og laxeldisævintýrinu
hinu fyrra? Man einhver hvernig fór
og hvað þetta kostaði þjóðarbúið
þegar upp var staðið?
Þeir era örvæntingafullir, fram-
sóknarráðherrarnir þrír sem mest
hafa komið nálægt þessu máli, og
skyldi engan undra, flokkurinn er á
fallanda fæti og þeir verða dregnir til
ábyrgðar áður en langt um líður.
Þessir frammámenn bændaflokksins
mæra náttúrana í orði en nauðga
henni á borði (fýrirgefiðið samlík-
inguna). Börnin sem nú eru að fæð-
ast munu kunna þeim litlar þakkir
fyrir. Hvurs lax er þetta eiginlega?
Svarið er: Næstu kynslóða!
Ég skora á veiðibændur þessa
lands, alla sem unna náttúra Islands
og tengjast á einhvern hátt stanga-
veiði, að sýna reiði sína og gremju í
næstu kosningum. Kjósum ekki aðra
eins náttúraníðinga yfir okkur aftur.
Ég skora á almenning að láta í sér
heyra og ég skora á Guðmund Val
Stefánsson að sMpta aftur um skoð-
un, hin var miklu betri.
Höfundur er kvikmynda-
gerðarmaður og fluguveiðimaður.
Börkur Bragi
Baldvinsson
Vitatorg
Bilahús með innkeyrslu
frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði
Notið þægindin
Notaleg stæði í sex bflahúsum bíða þín
í jólaumferðinni.
m
Q
• /
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 55
KrtKc t\C<K
Opið til
kl. 22:00 í kvöld
Skemmtileg stemmning
með lifnndi tónlist
og jólasveinnr
verða ó ferðinni.
Veitingostoðir og Kringlubíó eru með opið lengur ð kvöldin og um helgor.