Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 22.12.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 6'Í FRÉTTIR Síðasta laugardag mættu jólasveinar niður á Akratorg til að ná í pakka sem verslunareigendur höfðu komið fyrir f jólatrénu þar. Jólasveinarnir þurftu að nota körfubíl við verkið. Jólastemmning á Akranesi ÍÞRÓTTABÆRINN Akranes hefur verið með Qölbreytta jóladagskrá nú í desember. Jólabingó og jóla- land er á staðnum og 2. desember var jólatrésskemmtun í tengslum við að ljósin voru tendruð. Sl. laugardag mættu jólasveinar á Akratorg til að ná í pakka sem verslunareigendur höfðu komið fyrir í jólatrénu. Jólasveinarnir þurftu að nota körfubfl Akranes- veitu til að ná þeim niður. Coca- Cola-bíll var á svæðinu og deildi einnig út gjöfum til bamanna. Jólasveinar hafa mætt á ólíkum stöðum í bænum og gefið bömum gjafir. Nú sfðast vom þeir á ferð- inni á bókasafninu þar sem þeir lásu jólasögur fyrir bömin. Á Þorláksmessu verður einnig mikið um að vera á Akranesi. Versl- anir verða opnar til kl. 23 og því má búast við mikilli umferð gangandi og akandi vegfarenda. Meðal þeirra sem verða á ferð eru jólasveinar og sönghópur og verða þeir á röltinu milli ld. 14 og 18 og aftur kl. 20-23. Lukkukista jólasveinanna er á sínum stað í jólalandinu, en um 400 böra hafa sett nöfn sín í kistuna. Nýtt Kjarvalskort LITBRÁ hefur gefið út nýtt kort af málverki eftir Jóhannes Kjarval. Málverkið er 102 x 152 sm að stærð og heitir Skjaldmey. Það er málað 1961 og er í eigu Listasafns Reykja- víkur. Þetta er 18. kortið sem Litbrá gef- ur út eftir Kjai’val. Einnig hefur Litbrá gefið út 8 ný jólakort með vetrarmyndum eftir Rafn Hafnfjörð. Kortin eru til sölu í flestum bóka-, blóma- og gjafavöruverslunum. Styrktarfélag vangefínna Drætti frestað í happdrætti VEGNA seinkunar í undirbúningi happdrættis Styrktarfélags vangef- inna hefur verið ákveðið að fresta drætti til 15 janúar nk., en hann átti venju samkvæmt að fara fram 24. desember. Vonast er til að þessi frestur muni nýtast velunnurum félagsins til að sýna stuðning í verki með kaupum á happdrættismiðum, segir í fréttatil- kyninngu. Vinningar í happdrættinu eru þrjár Nissan Primera-bifreiðir frá Ingvari Helgasyni, hver að verð- mæti um 1.700 þúsund kr. Maimvernd andvig samn- ingum sjúkrahúsa við IE MANNVERND hefur sent frá sér eftirfarandi vegna samninga fram- kvæmdastjórna nokkurra sjúkra- húsa við dótturfyrirtæki deCODE Genetics Inc.: „Samningar þessir hafa verið gerðii- í andstöðu við marga starfs- menn sjúkrahúsanna. A mörgum þessara sjúkrahúsa hafa allir lækn- arnir lýst andstöðu við samninginn, enda felur hann í sér brot á siða- reglum lækna. Læknamir hafa sam- þykkt ályktanir gegn samningnum og auk þess hafa mai’gir læknanna lýst því yfir skriflega að þeir muni ekki senda gögn í væntanlegan gagnagrunn nema með samþykki sjúklings (sjá www.mannvernd.is). Hér hafa aftur á móti viðskiptahags- munir haft meira vægi en réttindi sjúklinga. Athyglisvert er að sami aðilinn, sérleyfishafinn, er alls staðar í ferl- inu. Öryggið er ekki mikið ef einn og sami aðilinn sér um gerð hugbúnað- ar, skráningu, öryggismál og eftirlit. Hagsmunaárekstrar munu ekki líð- ast lengur, hvorki hér á landi né í ná- grannalöndum. Samningar standa enn yfir milli deCODE og Læknafélags Islands um hvernig standa skuli að þessu máli. Samkomulagið sem sjúkrahús- in hafa nú gert við sérleyfishafann er vanvirðing við samningaumleitanir Læknafélagsins og við landlækni og aðra sem hafa reynt að finna leið til sátta. Ljóst er að um sýndarviðræð- ur hefur verið að ræða af hálfu sér- leyfishafans. Tillaga landlæknis um takmarkað samþykki sjúklings er að engu höfð. Aðalfundur LÍ ályktaði gegn því fyrirkomulagi sem nú er haft til grundvallar í samningum við sjúkra- húsin. Ástæðan fyrir andmælunum er að um er að ræða brot á grund- vallarmannréttindum um friðhelgi einkalífsins. Fulltníar ríkisstjómar- innar sem voru viðstaddir undirrit- unina og hafa knúið á um samnings- gerðina fyrir hönd eigenda deCODE eru þannig ábyrgir fyrir broti á rétt- indum borgaranna. Sérleyfishafinn og yfirvöld hafa tekið sér það vald að ráðskast með viðkvæmustu persónupplýsingar sem til eru, án samráðs við eigendur þeirra, sjúklingana, eða nokkurn annan utan ríkisstjórnar. Það virðist gleymast í þessu máli að það eru læknamir sem skrifa sjúkraskrárn- ar. Sjúklingarnir treysta þeim fyrir viðkvæmum upplýsingum vegna þess að læknamir hafa þagnar- skyldu. Læknar hafa siðareglur sem banna þeim að upplýsa aðra um trúnaðarmál, hvað þá að afhenda á silfurfati allar upplýsingar í öllum sjúkraskrám landsins erlendu fyrir- tæki. Trausti sjúklinga til lækna og vísinda er stefnt í hættu með samn- ingum þeim sem nú hafa verið gerð- ir. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að láta dómstóla skera úr um hvort gagnagrunnslögin séu brot á stjórnarskrá landsins og alþjóðleg- um sáttmálum. Mannvernd hyggst gera það. Líkur eru á að slíkt dóms- mál fari sömu leið og önnur nýleg mál þar sem lög þessarar ríkis- stjórnar hafa verið dæmd ógild. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir að mannréttindabrot þau sem felast í gerð gagnagrunnsins verði látin viðgangast, jafnvel þótt um- stangið kringum gagnagrunninn verði „mikil lyftistöng íyrir bæjarlíf- ið á Akureyri“. Guðrún Guðlaugsdóttir kveður sér hér eftirminnilega hljóðs með djarfri og átakamikilli sögu Margrétar Hannesdóttur. Örlagaþræðir Margrétar eru ofnir af mikilli snilld; landflótta Kúrdi, ást í meinum og leyndarmál fortíðar gera frásögnina ótrúlega spennandi. Guðrún hefur hér skrifað fjölþætta nútímasögu og hún veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum samtímans. (órólegum takti er margslungin saga konu sem að lokum neyðist til að velja - og val hennar kemur á óvart. „Stórskemmtileg bók“ Vilborg Halldórsdóttir, Tvípunkti (í órólegum takti er ein þeirra bóka) sem taka af mestri alvöru og af raunsæi á þeim tímum sem við erum að lifa í dag... Súsanna Svavarsdóttir Morgunblaðinu 6. desember 2000 i „...frásagnarhátturinn er hóf- stilltur og laus við væmni og málskrúð. Ingi Bogi Bogason Morgunblaðinu 6. desember 2000 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR. 73? bækur fyrir alla í ÓRÓLEGUM TAKTI í ÓRÓLEGUM TAKTI í ÓRÓLEGUM TAKTI í ÓRÓLEGUM TAKTI í ÓRÓLEGUM TAKTI f ÓRÓLEGUM TAKTI í ORÓLEGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.