Skírnir - 01.01.1875, Síða 3
ALMENN TÍÐINDT.
3
lega komizt svo að orBi um vora álfu, a8 hún endimerkja á
milli sje ekki annað enn herbúðir, þar sem allir bíða eptir að lúður-
inn gjalli til vígsóknar með jþeim, sem sakir þykjast saman eiga.
Menn telja svo, ah þrjár miiiíónir manna standi vopnaðir og Víg-
búnir i Evrópu, en öll ríkin kosta sem mest kapps um, að hitt
liðið verði á sem skemmstum fresti vopnað og saman dregið,
þegar ófrið ber að höndum. þegar menn renna augum yfir þessar
vopnpðu þjóðfvlkingar, verður þeim helzt starsýnt á þær tvær
þjóðirnar, sem síðast laust saman, þjóðverja og Frakka.
Hvorir um sig búast af svo miklu kappi og ábuga, sem þá og
þegar verði að taka aptur til vopnamessunnar. þjóðverjar eru
hjer drjúgum á undan, og hinir hlutu sáran á að kenna í við-
skiptunum siðustu, hverir eptirbátar þeir voru orðnir í herbúnaði
og herstjórn þar sem við þjóðverja var að tefla. „Auburinn er
afl þeirra hluta, sem gera skal“ , og því má nærri geta, hverjar
fjárframlögur hvorir um sig verða að leggja á sig til þess að hafa
á skjótu bragði vopna&ar 1,200,0(X( vígvaninna manna, eSa þar
yfir, auk varaliðs, til að fylla skörðin, og landshers gegn innrásar-
liði. það má reyndar um þjóðverja segja, aS þeim „fjenaði“
heldur síðast, er þeir tóku millíarðana (5) af Frökkum, auk
leigna meðan á borguninni stób, allra vopnanna, og gjaldanna
— og það voru ekki altjend smáreytur (200 millíónir frá Paris)
— sem lögS voru á unnar borgir. Af þessari gulldyngju hafa
þeir lagt í handraSann (geyma í Spandau) 40 milliónir prússn.
dala, og skal eigi til taka fyrr enn ófrið ber aS, ef, þá gerist
þörf. En hjer þarf mikils með. Útgjöld þýzkalands til hers
vopna og annara varna eru þetta árið reiknuS á 350 millíónir
„rikismarka^,1 og má af því skilja, hvab her þess mundi kosta
i ófriSi, er nú verSur svo mikiB fram aS leggja. Útgjöld Frakka
til herbúnaðar hafa þó veriS miklu meiri, og eru það enn, því
eptir stríðið þurftu þeir að bæta um svo mart, bæði vopn og
vígi, en hitt þó gífurlegast, sem rís af hinni nýju herskipun eða
heraukanum. þeir þykjast þá fullbúnir með skipun hers síns, er
stofnherinn er orSinn 824,000, uppbótalið 141,000 og varaliðið
') 1 ríkismark — 89 aurar (43 sk.).'
1*