Skírnir - 01.01.1875, Síða 4
4
ALMENN TÍBIN'DI.
510,000. En auk þessa ætlast þeir til, að 1 hjeruSnm sje til-
tækir í viBlögum 1,208,000 manna til vopnaburðar. þaS verfea
alls 2,683,000 manna. í marz í fyrra höffeu þeir 1,700,000
„Chassepot“-byssna, enn sífean hafa þeir bætt vife 450,000, og mun
þ<5 enn vanta drjúgt á, aS talan sje full. þaS er ekki von, aS
mönnum þyki friSlega horfa meSan slíku fer fram, en aS flestum
detti í hug, afe hjer sje beggja vegna til einhverra stórræSanna
stofnaS. þegar Frakkar tala um aS vera „fullbúnir", þá skiist
öllnm svo, aS þaS sje aS vera albúnir til aS ráSast á þjóSverja
og hefna sín, en hinum þykir þá „fullbúiS11 er allt er i höndum
til aS taka á móti. AS þessu skapi — aS minnsta kosti álíka
og þjóSverjar — leggja hin ríkin stund á útbúnaS hers síns, og
einkum er viS þaS komiS í blöSum og ritum, hve stórkostlega
fyrirhugun Rússar hafa gert um herafla sinn, enda eiga þeir og
til mikils aS taka, þar sem til mannmergSarinnar kemur. HvaS
efnahaginn snertir, þá er mikill raunur á, hvernig hann fellur
hverjum fyrir stg, og þaS er Frökkum mikil bót í máli, aS land
þeirra er hiS auSugasta af allskonar gæSum og getur því boriS
meiri sknldabyrSi enn flest ríki önnur. . Frakkar eru og beztu
verknaSar og iSjumenn og snillingar í flestum iSnaSi, svo afe
varningur þeirra er í miklum metum um alla veröld. Bismark
hefur opt minnzt á, hversu fátækir þjóSverjar væru í samanburSi
viS Frakka, og hve greiSara enum síSarnefndu yrSi um allan
stórkostnaS, og snmir hafa fyrir satt, aS hann þykist nú hafa
veriS langt um of vægur viS þá í fjárkvöSunum. þaS er satt,
aS Frökkum gekk furSulega greitt aS fá fjárlán til aS borga
þjóSverjum millíarSana, og aS þeir hafa getaS aukiS svo ríkis-
tekjurnar, aS menn mættu halda, aS þeir ættu af óþverrandi auSi
aS taka. En öllu má ofbjóSa, og þar hlýtur aS koma, aS land-
inu verSur um megn aS svara útgjöldunum, nema fellt verSi af
útsvarinu til muna — og þá allrahelzt berkostnaSinum. þjóS-
verjar standa aS því leyti miklu betur aS vígi, aS skuldir þeirra
ná ekki nema rúmum sjötta parti af skuldum Frakka, og svo
svara þeir afe eins 4 af hundraSi í leigu, þar sem Frakkar verSa
aS gjalda 5. Allt um þaS er þeim fariS aS veita þungt um
álögur og skattgjöld, og verSur betur er fram í sækir, en þá