Skírnir - 01.01.1875, Page 16
16
ENGLAND.
klóm sínum, sem bjóSa þeim ójöfnuS og andvígi. í stuttu máli:
þaS virSist, sem Englendingar vili fyrst sjá, hverju fram vindur
á meginlandinu og láta eigi annað til sín taka enn þaS, sem
varSar hag og sæmd Englands; þeir vilja fyrst vita, hvort engir
verSa fullþreyttir á hervasinu, og bíSa ókviSnir átektanna, án þess
aS breyta herskipun sinni til neinna muna eSa fara í meira
hermóS en aS undanförnu.
Af þingi Englendinga er fátt aS fregna. Tórýstjórninni hefir
veitt allt sem auSveldast í flestum málum, er upp voru borin af
hennar hálfu eSa hennar liSa, enda bar þaS til, í*3 Gladstone
kom eigi á þing fyrr en 6. júlí, en liS hans var orSiS heldur
laust í samheldinu áSur enn hann varS aS víkja fyrir Disraeli, og
nú voru fáir sem voru fúsir til framgöngu eSa gerSu mótstöSu
sem raark væri aS gegn Tórýmönnum. þegar Gladstone kom aptur
til sögunnar var veriS aS ræSa nýmæli til kirkjulaga, sem skylda
prestanna til aS fylgja stranglega messugerSarreglum ensku kirkj-
unnar, og skipa fyrir um lögsókn og lagapróf gegn þeim prestum,
er eigi gefa gaum aS kærumálum safnaSanna eBa hlýSa fyrirlögum
byskupanna. Nýmælin vilja reisa skorSur viS því, sem fariS
hefur rojög í vöxt á Englandi á seinni árum, aS margir presta
liafa tekiS upp kaþólska raessusiSi, og ætla aS hjer sje þaS allt
gildast og helgast, sem eldra er og upprunalegra. þessir menn
kaliast „rítúalistar". En enskir klerkar sjá, aS þetta beldur
eflir enn hamlar viSgangi kaþólskunnar, sem mönnum er þó fariS
aS þykja meir enn nóg um á Englandi á seinni tírnum. Glad-
stone fann þaS aS nýmælunum raeS mörgu öSru, aS þau gæfu
biskupunum of mikiS vald yfir prestunum, en tækju ekkert til
um, hveiju þeir byskupar skyldu sæta, er sjálfir vikju frá „rítúal-
inu“ enska.1 Disraeli kvaddi hjer hinn gamla mótstöBumann
’) Seinna kom ritgjörð í Contemporary Rewiew eptir Gladstone, þar
sem hann heldur vörn uppi fyrir »rítúalista«, og sýnir fram á, að þeir
aðhyllist því að eins ena kaþólsku messusiði, að þeir með þessu
móti fullnægi betur guðræknistilfinningunum, og í þessu efni megi
engar hömlur á leggja. Rítúalistar sje eins ijett-trúaðir fyrirþví á enska
visu, og það sje líka eintómar skrávcifur, er menn óttist svo mjög