Skírnir - 01.01.1875, Page 44
44
FRAKKLAND.
á ríki Orleaninga, og mun hafa ætlað sjer a8 komast aptur í
forstöíu ráSaneytisins til þess aÖ ryöja því brautir. Sumir segja,
aö marskálkurinn sje sömu trúar, engi skörungur að viti eÖa
ráösnilli, en um þaö ber öllum saman aö hann sje hinn einaröasti
og ráövandasti maður, og hann muni fyr láta allt yfir sig dynja,
enn breyta á móti lögum eÖa heitum sjálfs sín og skuldbinding-
um. Enn allt fór þó enn annan veg, enn þeir ætluÖu. Hægri
hluti miöflokksins sá enn, að þingslitin voru annars vegar, ef
ekkert gengi saman, og þvi mundi enn bezt að leita samkomu-
lags. Wallon varð enn fyrstur aö finna það ráö, sem dugði.
Hann bar það upp, aö þjóðarþingið (Versalaþingiö — og í
Versölum skal það haldiö framvegis) skyldi í fyrsta sinn,
sem kosið yrði, kjósa Ví (75) öldunganna, en hinir (225)
skyldu kosnir við tvöfaldar kosningar í bjeruðum af kjör-
nefndum, en í þeim skyldu vera þingfulltrúar hvers hjeraðs,
ráðanautar hjeraðaráðanna og sýslunefndanna1, og einn kjör-
maöur fyrir hverja sveit eöa hrepp. J>á ena 75 skjddi öldunga-
ráðið sjálft velja framvegis. Kosningarnar varða 9 ára tíma, en
kjörþingunum verður skipt í þrjár deildir, og eptir þrjú ár skal
kjósa á ný eptir hlutkesti fyrir einhverja þeirra, og svo fram-
vegis aö hverjum þremur árunum liðnum. þetta varð niður-
staðan, sem meiri hluti þingsins komst loks á, eptir svo mikla
baráttu, og nú gengu hjer 422 atkvæði saman í gegn 261.
Hins þarf ekki að geta, aö það voru lögerfðamenn og einvalds-
liðar í hægra flokki, ásamt keisaraliðum, sem greiddu atkvæði í
gegn nýmælunum. ViÖ þriðju umræðu reyndu þeir enn að
stemma stiga fyrir framgöngn laganna, en hinir stóðu nú allir í
þjettri fylking fyrir og svo fastri, að ekkert brjál komst á hana.
þann 25. febrúarmánaðar var þessi langi leikur á enda, er en
nýju lög voru samþykkt með 436 atkv. móti 262, og þann dag lásu
lögerfðamenn upp yfirlýsingarskjal fyrir þingunautum sínura, og
mæltu þar þunglega til allra, sem að slíkum úrslitum hefðu
unnið. þeir vísuöu allri ábyrgð sjer af höndum, en við hinu
mættu þó allir búast, að þetta yröi þjóð og ríki til meira böls
*) Vjer köllum hjer þaö sýslu, sem Prakkar kalla arrondissement, en
departement hjerað.