Skírnir - 01.01.1875, Page 52
52
FRAKKLANP.
til forvígis fyrir þjóðveldinu. í uppreisninni, þegar LoSvík Filippus
var hrakinn frá völdum, tók hann þátt í vopnaviSskiptunum á
strætum borgarinnar, og var síSan í flokkafylgi viS hina frekustu
af þjóSvaldsmönnum. Á stjórnardögum Napóleons þriSja dró hann
sig í hlje. Á síSustu æfiárum sínum var hann nær því blindur,
en tók þó kappsamlega þátt í ritstjórn eins blaSs lýSveldismanna,
sem Le Peuple Souverain (Hin einvalda þjóS) heitir. — 15.
ágúst dó Forcade la Roquette á 54Sa aldursári, einn af enum
dugmeiri ráSherrum Napóleons þriSja. Hann var hálfbróSir St.
Arnauds marskálks, sem var fyrir leiSangursförinni til Krímeyjar
og vann orrustuna viS Alma, en dó nokkru síSar. — Sá sem
öllum má mest þykja til koma af þeim, er dáiS hafa síban í
fyrra á Frakklandi, er Franqois Pierre Guillaume Guizot.
Hann var fæddur 9. Okt. 1787 (í Nimes) og dó í fyrra 12.
september, og vantaSi svo lítiS á sjö um áttrætt. Hann var pró-
testantatrúar eptir Calvins kenningu, og eptir aftöku föSur síns
(málafærslumanns) i byltingunni miklu fylgdi hann bróSur sínum og
móSur sjö ára gamall á landflótta til Genefu og lifSi þar viS
nám og vísindaiBkan til 1805. Eptir heimkomuna til Frakklands
(Parísar) tók ,hann til ritstarfa, og 1812 hjelt hann fyrirlestra í
sögu (Nýju sögunni). Hann drógst skjótt inn i stjórnarmálefni og
fylgdi Bourboningum, og fjekk af LoBvíki 18da embætti í stjórn
innanríkismálanna. Á stjórnarárum þessa konungs og Karls 10da
hafSi hann ýms embætti á hendi, en var forgöngumaSur þess
flokks, sem vildi þingbinda konungsvaldiS, en fór í öllu stillt og
varlega aS málunum. þar kom þó, aS hann dróst í mótstöSuflokk
stjórnarinnar, og þegar hann fór aS gefa út á prent fyrirlestra
sína (1821—22) um uppruna þingbundinnar, konungsstjórnar,
þóttu stjórninni kenningar hans svo ískyggilegar aB hún bannaSi
honum (1829) aB halda fyrirlestra viS háskólann. Um þann
tíma (1821—28) gaf Guizot sig mjög viS ritstörfum, og á þeim
árum komu á prent sagnasöfn hans (og fleiri manna ásamt hon-
um). 1827 kom á prent saga hans um byltinguna á Englandi
(Histoire de la révolution d’Angleterre), og þykir hún vera
afbragSs sögurit. 1828 komst Guizot aptur í embætti og fjekk
þá leyfi til aS halda fyrirlestra á ný. Á árunum 1828—-30