Skírnir - 01.01.1875, Side 64
G4
ítajJa.
ingjason. þa8 er auSsjeS, aB manninum hefur þótt', sem hann
gengi hjer til skriptastóls, en allir vita, hvernig kaþólskar skriptir
taka af samvizkunum syndasaurinn og gera þær fágaSar og
hreinar, og engu að síður, þó blóSstorka finnist í gróminu.
Vjer höfum nú minnzt nokkuS á þá menn, sem eru vargar
í vjeum á Italíú, og stjórnin verður a8 eltast vi8 og eySa, en
nú eru þeir úlfarnir eptir, sem sauSaklæöum eru búnir, þa8 eru
klerkarnir og hinn heilagi hirðir þeirra, páfinn. Hann sýtir enn
missi ríkis síns, og þó er vald hans og kristmunka enn svo
mikiS, aS fyrir því beygja sig hugir og björtu næstum allrar
alþýSunnar, einkum á landsbyggSinni. Mundus vult decipi, heimur-
inn vill ginnast, hefur lengi veriS sannmæli, en rætzt svo á
Ítalíu, aS fáir, sem ekki þekkja til, vilja trúa sönnum sögum af
því, sem hjer ber viS dagsdaglega. Aflausnir, helgigöngur (pró-
sessíur), jarteiknir helgra dóma, skröksögur, sjónhverfingar, óra-
sjónir og hverskyns hindurvitni — þetta er enn netiö, sem ka-
þólskir klerkar draga fyrir sálirnar, og veiSistöSin er hvergi
betri enn á Ítalíu og Spáni. Páfinn þykist veiSa fyrir krist
og hans ríki; í raun rjettri er veiSin kristmunka, og í þeirra
neti hefur hann ánetjazt sjálfur. þelta er þaS, sem á ab
heita ríki krists á Ítalíu, en Belíalsríki, þaS er ríki Italíukon-
ungs, og er því hægt aS skilja, hvernig fer, er þau eiga hvort
viS annaS aS búa. Páfinn hefur í engu enn undan látiS, og kallar
Viktor Emanúel aldri annaS enn Sardiníukonung, þegar honum
verSa eigi verri nöfn valin, og bannar klerkum sínum nokkur
þau mök viS hann aS eiga eSa stjórn hans, er gætu þýSzt sem
viSurkenning ríkis hans. Prestum er t. d. bannab aS koma þar
nærri, sem til þings er kosiS. Útaf þessu er aS vísu optlega
brugSiS, og sæta þeir þá „þungum skriptum“ og bannsöngum,
er þaS gera, enn sumt er kallaS neySarúrræSi, t. d. þegar nýir
biskupar beiSast af stjórninni staSfestingar á embætti sínu. I
rikislögunum er fyrir skipaS, aS Rómabiskupi skuli leggja þrjár
raillíónir franka af ríkisfje á hverju ári. SíSan Ítalíukonungur
tók Róm, hefur þessi liSur á hverju ári staSiS í gjaldabálki
ríkisins, og páfanum veriS meS öllum virktum boSiS aS þiggja
peningana. Píus páfi hefur í hvert skipti hafnaS þeim boSum